Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is FSC vottuð og EN13432 Vottun Papparör Umhverfisvæn - Í miklu úrvali Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall erlendra ríkisborgara í Reykjanesbæ er nú um 26% og hefur aldrei verið svo hátt. Íbúar Reykjanesbæjar eru nú um 19.300 og eru hátt í 5.000 þeirra af erlendu bergi brotnir. Til saman- burðar voru þeir um 1.250 árið 2011, eða 9% íbúa, og hefur fjöldinn því fjórfaldast á átta árum. Samanlagt búa nú tæplega 28 þúsund manns á Suðurnesjum, eða álíka fjöldi og í Hafnarfirði. Að- flutningur fólks af höfuðborgar- svæðinu á þátt í íbúafjölguninni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir hafa hægt á aðflutningi erlendra ríkisborgara á síðustu mánuðum. „Það hefur verið gríðarleg fólks- fjölgun hjá okkur og umfram það sem gengur og gerist og eðlilegt getur talist, ef svo má að orði kom- ast. Við finnum fyrir því á þessu ári að það hefur aðeins hægt á fjölgun- inni sem er hið besta mál. Við erum alsæl með það og þurfum í rauninni andrými til þess að ná utan um stöðuna; við erum búin að elta svo- lítið skottið á sjálfum okkur í þessu efni undanfarin misseri. Við mynd- um því ekki gráta það þótt það hægði verulega á þessari fólks- fjölgun en um leið eru auðvitað allir velkomnir til sveitarfélagsins,“ segir Kjartan Már. Viðbúin mögulegri fækkun Hann segir aðspurður ekki vís- bendingar um fólksfækkun eftir gjaldþrot WOW air 28. mars sl. „Það eru ekki vísbendingar um að margir þessara erlendu ríkis- borgara hafi flutt heim eftir að WOW air fór í þrot. Íbúum er enn að fjölga en við erum alveg viðbúin hinu að fólkinu fækki eitthvað hjá okkur. Nú eru enda um 26% íbú- anna af erlendu bergi brotin og við vitum að stór hluti þeirra er fólk sem er tímabundið staðsett á land- inu vegna atvinnu sinnar. Við erum því alveg viðbúin því að það fækki í þessum hópi, sem er að mínu áliti eðlilegt í ljósi alls. Ef það gerist eitthvað drastískt á flugvellinum í haust, eða í vetur, er viðbúið að starfsemin þar dragist saman. Þá eðlilega fækkar starfsfólki.“ Skiptist í tvo hópa – Hvernig hefur gengið að koma þessu fólki inn í samfélagið og hvernig er útlitið með skólana í haust? „Eftir því sem mér er tjáð lítur haustið í skólunum ágætlega út. Það er ekki mikil fjölgun nemenda í grunnskólum eða leikskólum. Það eru ekki margir nýir krakkar að koma til okkar utanfrá. Almennt hefur gengið ágætlega að koma þessu fólki inn í sam- félagið. Þetta eru tveir hópar má segja: Þeir sem ætla sér að vera á Íslandi í einhver ár og eru með börn og fjölskyldur og vilja taka þátt í samfélaginu og mannlífinu eins og það er hjá okkur. Svo eru hinir sem eru komnir til skamms tíma og eru þá gjarnan barnlausir, ekki síst yngra fólkið. Við verðum lítið vör við það. Það er sjálfu sér nægt og heldur hópinn. Það er vinnuafl sem kemur og fer svo þegar vertíðinni er lokið.“ Óvissa um mannfjöldaþróun – Hafa verið gerðar áætlanir um það hvað þessir hópar eru hlutfalls- lega stórir? „Nei, ég er ekki með neinar tölur. Slík greining hefur ekki verið gerð.“ – Er þá ef til vill dálítil óvissa um mannfjöldaþróun næstu 12 mánuði? „Já, ég held að ég geti tekið undir að það er óvíst hvernig þróunin verður. Það er þó ennþá íbúafjölg- un. Það kemur í ljós hvort þróunin snýst við á síðari hluta ársins,“ segir Kjartan Már Kjartansson um horf- urnar. Fjórföldun erlendra íbúa frá árinu 2011  Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir óvissu um íbúaþróun Íbúafjöldi í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum 26 24 22 20 18 16 14 12 10 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 1.7. 2019 Heimildir: 2011-2019: Hagstofan. 1. júlí 2019: Þjóðskrá Ísl. 21,1 14,0 66% 21,2 14,1 21,2 14,2 21,6 14,5 22,0 14,9 22,5 15,2 24,0 16,4 25,8 17,8 27,1 18,9 27,6 19,3 70% Suðurnes (þús. íbúa) Reykjanesbær (þús. íbúa og % af heild) Kjartan Már Kjartansson Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir frekari uppsagnir á flugvellinum geta haft áhrif á mannfjöldann. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.