Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi
Wellington. AFP. | Strendur af-
skekktrar eyjar sem áður var álitin
ósnortin náttúruparadís hafa fyllst
af plasti og öðru rusli sem berst
þangað með hafstraumi og vís-
indamenn segja að ekki sé hægt að
bjarga henni nema hætt verði að
fleygja rusli í hafið.
Henderson-eyja er óbyggð hring-
laga kóraleyja með sjávarlóni í
miðjunni, næstum mitt á milli Nýja-
Sjálands og Perú, með um 5.500
kílómetra langt haf í báðar áttir.
Þótt eyjan sé mjög afskekkt hefur
lega hennar í miðjum hringstraumi í
Suður-Kyrrahafi orðið til þess að
hún er á meðal þeirra staða í heim-
inum þar sem plastmengunin er
mest.
Kom hvaðanæva
„Við fundum rusl sem kom nánast
hvaðanæva,“ sagði Jennifer Lavers,
visteiturefnafræðingur í Ástralíu,
sem stjórnaði leiðangri vísinda-
manna og blaðamanna til eyjunnar í
síðasta mánuði. „Við fundum flösk-
ur og ílát, hvers konar veiðarfæri og
þetta kom frá fjölmörgum löndum –
Þýskalandi, Kanada, Bandaríkj-
unum, Chile, Argentínu og Ekva-
dor, svo nokkur séu nefnd. Við feng-
um þau skilaboð að það er í raun á
ábyrgð allra landa að vernda um-
hverfið, jafnvel á þessum afskekktu
og fjarlægu stöðum.“
Henderson-eyja er í miðju hring-
straums í Suður-Kyrrahafi sem hef-
ur verið lífríki hennar til fram-
dráttar þar sem hann veldur því að
næringarríkur sjór streymir að
henni og sér miklum fjölda fugla
sem verpa á eyjunni fyrir fæðu. Líf-
ríkið á kóraleyjunni er svo fjöl-
skrúðugt að hún var sett á heims-
minjaskrá Menningarmála-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna árið
1988 vegna „náttúrufegurðar og
auðugs og nánast óraskaðs gróður-
fars“.
Safnast fyrir í maga
fiska og fugla
Rúmum þremur áratugum síðar
er hringstraumurinn orðinn að
nokkurs konar færibandi rusls sem
streymir linnulaust að eyjunni.
Leiðangurinn undir stjórn Lavers
leiddi í ljós að á austurströnd eyj-
unnar eru að meðaltali um 700
plasthlutir á hvern fermetra.
Verst er þó að helmingurinn af
plastinu hefur brotnað upp í sjónum
og orðið að ögnum sem sjást varla
með berum augum, þannig að
ógjörningur er að fjarlægja þær.
Plastagnirnar komast í fæðukeðj-
una og safnast fyrir í maga fiska,
fugla og dýra sem lifa á eyjunni,
meðal annars skjaldbaka. Enn
fremur fundust hundruð smádýra
sem höfðu fest í plastílátum og
drepist.
Að sögn breska dagblaðsins The
Guardian er talið að um átján tonn
af plasti hafi safnast fyrir á um 2,5
kílómetra langri sandströnd á eyj-
unni og dag hvern berist þangað
nokkur þúsund plasthlutir. Um 60%
af ruslinu virðist tengjast fisk-
veiðum þótt eyjan sé á þriðja
stærsta hafverndarsvæði heims og
fiskveiðar í atvinnuskyni séu bann-
aðar þar.
Taka þarf á rót vandans
Lavers skipulagði tveggja vikna
plasthreinsun á eyjunni og hópur
hennar tíndi upp alls sex tonn af
plastrusli á þeim tíma. Ruslið var þó
ekki fjarlægt af eyjunni vegna þess
að ekki var hægt að sigla skipi hóps-
ins í öruggt lægi. Færa þurfti því
ruslið af fjöruborðinu í von um að
hægt yrði að fjarlægja það síðar.
Vísindamaðurinn viðurkenndi að
það hefði verið „niðurdrepandi“ eft-
ir allt erfiðið að sjá plastrusl byrja
að safnast fyrir á ströndinni sem
hafði verið hreinsuð.
Levars hyggst skipuleggja
hreinsunarferðir til eyjunnar á
næstu tveimur árum en segir að
leiðangurinn hafi sýnt að vandinn
verði ekki leystur til langframa með
slíku hreinsunarátaki. „Þetta sýnir
hversu mikilvægt er að taka á rót
vandans,“ sagði hún og hvatti til
þess að gengið yrði lengra í því að
leggja hömlur á notkun einnota
plasts. „Það er nú þegar svo mikið
af plasti í höfunum að við verðum að
gera allt sem við getum til að hindra
að plastmengunin aukist.“
Ósnortin náttúruparadís í
Kyrrahafi varð að ruslahaug
Er á meðal staðanna þar sem plastmengunin er mest Kemst í fæðukeðjuna
AFP
Ruslið ógnar dýralífi Tvær grímusúlur ganga innan um rusl sem safnast hefur fyrir á strönd Henderson-eyju, mjög
afskekktrar eyju í Suður-Kyrrahafi. Örplast hefur safnast fyrir í maga fiska og fugla og komist í fæðukeðjuna.
Henderson-eyja er ímiðju hafstraums sem fer í hring umSuður-Kyrrahaf,
suður eftir austurströnd Ástralíu og norður eftir strönd Suður-Ameríku
Nýja-
Sjáland
Perú
Chile
Fídjieyjar
Henderson-
eyja
Þótt eyjan sé mjög afskekkt
er hún á meðal þeirra staða
í heiminum þar sem
plastmengunin er mest
Kyrrahaf
Ruslahaugur í miðju hringstraums
Kort byggist á maps4news.com 1.000 km
» Það er nú þegar svomikið af plasti í höf-
unum að við verðum að
gera allt sem við getum
til að hindra að plast-
mengunin aukist.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Breta, ræddi í gær í síma við for-
sætisráðherra Írlands og hét því að
landamæri þess að Norður-Írlandi
yrðu opin og án sýnilegs tollaeftirlits
eftir að Bretland gengi úr Evrópu-
sambandinu 31. október.
Johnson hét því einnig að virða
skilmála Belfast-samningsins um
frið á Norður-Írlandi og áréttaði
andstöðu sína við umdeilt ákvæði í
Brexit-samningi Theresu May við
ESB sem á að hindra að komið verði
á landamæraeftirliti milli Írlands og
Norður-Írlands. Stuðningsmenn
ákvæðisins segja að það sé nauðsyn-
legt til að koma í veg fyrir að Brexit
grafi undan samningnum sem náðist
árið 1998 til að koma á friði á Norð-
ur-Írlandi eftir átök sem kostuðu um
3.500 manns lífið. Andstæðingar
samningsins segja hins vegar að
ákvæðið geti orðið til þess að Bret-
land þurfi að vera áfram í tolla-
bandalagi ESB til frambúðar.
Írski forsætisráðherrann Leo
Varadkar áréttaði þá afstöðu Íra að
ákvæðið væri nauðsynlegt og ekki
kæmi til greina að verða við kröfu
Johnsons um að breyta því.
AFP
Heimsókn Johnson heimsótti Wales
í gær og skoðaði m.a. hænsnabú.
Lofar opn-
um landa-
mærum
Johnson í deilu við
forsætisráðherra Íra
Lög sem veita
um tveimur millj-
ónum ungs fólks
undanþágu frá
tekjuskatti taka
gildi í Póllandi á
morgun og er
markmiðið með
þeim að stöðva
straum ungra
Pólverja til ann-
arra landa Evr-
ópska efnahagssvæðisins. Mateusz
Morawiecki, forsætisráðherra Pól-
lands, segir að 1,7 milljónir Pól-
verja hafi flutt þaðan frá því að
landið gekk í ESB fyrir 15 árum.
„Þetta er mikill missir,“ sagði hann.
„Þessu þarf að ljúka, unga fólkið
þarf að vera áfram í Póllandi.“
PÓLLAND
Ungt fólk undan-
þegið tekjuskatti
Mateusz
Morawiecki