Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 11
Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Kaupmenn á Laugavegi sem Morgunblaðið ræddi við segja að oft á dag keyri fólk á móti umferð á Laugaveginum eftir að aksturs- stefnu þar var breytt. Akstursstefnu á hluta Laugavegar var breytt í byrjun maí. Ökumönnum sem aka upp Klapparstíg er nú beint til vinstri, upp Laugaveginn, en ekki til hægri eins og vaninn var áður og hafði verið í tæp 100 ár. Umferðinni er því hleypt í öfuga átt upp Lauga- veginn frá Klapparstíg að Frakka- stíg. Sólveig Grétarsdóttir, eigandi Verslunar Guðsteins Eyjólfssonar, segist sjá fólk keyra í öfuga átt á milli Klapparstígs og Frakkastígs oft á hverjum degi. „Fólk er að mætast þarna og þetta er eiginlega orðið tvístefna í dag að mörgu leyti.“ Brynjólfur Björnsson, eigandi verslunarinnar Brynju, tekur undir með Sólveigu. „Ég sé þetta nokkrum sinnum á dag. Svo að þetta er bara upp og niður hérna.“ Eldra fólk treystir sér ekki Sólveig segir breytinguna hafa áhrif á verslun. „Fólk eiginlega veigrar sér við því að koma í miðbæinn. Sérstaklega finn ég fyrir því á meðal eldri við- skiptavina sem geta ekki tekist á við þennan rugling og segjast ekki treysta sér til að keyra þarna og senda frekar einhvern fyrir sig. Verslunin hefur dalað eftir að þeir sneru þessu við. Allir sem koma inn í búðina kvarta undan þessu.“ Brynjólfur segir að breytingin valdi ekki einungis þeim sem aki um Laugaveginn óþægindum. „Þegar þú kemur upp fyrir Frakkastíginn koma allt í einu bílar á móti þér og svo snýrðu þér við og labbar niður Laugaveginn og þá koma líka bílar á móti þér. Nú er allt- af talað um öryggi gangandi vegfar- enda en það hefur aldrei verið neitt vandamál hérna á Laugaveginum. Bílar keyra rólega niður götuna og hér hefur verið róleg og þægileg um- ferð.“ Sólveig segir að með breytingunni hafi verið áætlað að leysa úr vanda- málum sem aldrei voru til. „Þetta átti að leysa einhvern um- ferðarhnút sem átti víst að myndast þarna fyrir framan hjá mér en þar var aldrei neinn umferðarhnútur. Það er frekar núna í hina áttina þar sem vandamálin eru, þar sem þrír bílar koma að Frakkastígnum, sem er mjög þröngur.“ Hvorki Sólveig né Brynjólfur höfðu orðið vitni að óhöppum vegna þessa. Þau segja þó bæði að fólk virðist ekki vera búið að venjast breytingunum. „Í 100 ár hefur verið keyrt niður Laugaveginn svo að þetta er bara fáránlegt. Fólk venst ekkert svona vitleysu, með þessu er verið að snúa öllu á hvolf og ég veit ekki til hvers,“ segir Brynjólfur. Algengt að fólk aki vitlaust á Laugavegi  Verslunareigendur sjá fólk aka á móti umferð oft á dag Morgunblaðið/Hari Akstursstefna Laugavegur milli Klapparstígs og Frakkastígs. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Tillaga að framkvæmdum á Rjúpnahæð í Kópavogi, sem gerir m.a. ráð fyrir opnu svæði næst Austurkór 2-12, var kynnt í skipu- lagsráði bæjarins í gær og mun vinna að verkinu hefjast síðsum- ars eða snemma í haust. Þetta staðfestir Birgir Hlynur Sigurðs- son, skipulagsstjóri Kópavogs. Samkvæmt honum er gert ráð fyrir að svæðið verði að mestu leyti skóggrassvæði og verður haldið í villtan gróður sem er þegar til staðar á svæðinu. Lúpínu verður útrýmt Að auki verður reynt að endur- skapa sambærilega náttúru með lagningu lyngþakna, með því að koma fyrir grjóti og villtum gróðri. Inn á milli er gert ráð fyr- ir rjóðrum og stígum með slegn- um grasflötum. Framkvæmdir verða auk þess á norðurhluta Rjúpnahæðar þar sem gert er ráð fyrir að núver- andi skógarsvæði verði haldið óröskuðu en lúpínu verði þar út- rýmt. Lokið verður við frágang við leiksvæði, sem reist var árið 2016, með uppsetningu stakrar körfu og setstalla og verða tré gróðursett umhverfis það. Samkvæmt upplýsingum frá Birgi verða grasflatir á svæðinu milli leiksvæðisins og skógræktarsvæðisins en við hluta stíganna, sem þegar hafa verið gerðir á svæðinu, eiga að koma stakstæð tré með runnagróðri undir. Hugsanlega lokið á næsta ári Stefán Loftur Stefánsson, deild- arstjóri framkvæmdadeildar í Kópavogi, segir í samtali ekki geta staðfest hvenær verkinu verði lokið. „Ég hugsa að þessu svæði verði lokið á næsta ári en við erum náttúrulega bundin þeim fjárveit- ingum sem við fáum í þessi verk- efni,“ segir hann. Rjúpnahæð Vinna hefst von bráðar en svæðið verður líklega tilbúið 2020. Opið svæði á Rjúpnahæð  Vinna að verkinu hefst von bráðar 22 hestar sem keppa munu á heims- meistaramóti íslenska hestsins í Berlín í næstu viku eru komnir á leiðarenda, en flogið var með þá út sl. sunnudag. Kristinn Skúlason, for- maður landsliðsnefndar Lands- sambands hestamanna, segir að aldrei hafi verið sendir jafn sterkir hestar til keppni enda hafi þeir verið valdir að afloknum þremur mótum og einu Íslandsmóti. Helmingur knapanna fór með hestunum út, en til stóð að hinn helmingur þeirra færi í nótt. Fyrstu æfingar hefjast á morgun og halda áfram fram að keppni. Keppnin hefst síðan með fjórgangi 6. ágúst og keppt verður alla daga til 11. ágúst. „Það er reiknað með 15 þúsund manns og ég býst við að um tvö þúsund Íslendingar verði á svæðinu. Þetta hefur verið á bilinu 10-15 þúsund manns, en ég held að það verði fleiri núna þar sem mótið er haldið í Berlín,“ segir Kristinn. Hann segir hug í hópnum. „Við ætl- um okkur stóra hluti. Það er bara þannig,“ segir hann. jbe@mbl.is Undirbúningur Hestarnir eru komnir á leiðarenda eftir flugið. Hafa aldrei sent sterkari hesta á HM  Reiknað með um 2.000 Íslendingum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki sektað einn einasta bílstjóra fyrir akstur á móti umferð á Laugavegi síðan akstursstefnunni var breytt að því er Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðar- deild, best veit. „Ég hef ekki heyrt að þetta hafi verið vandamál nema fyrsta daginn þegar þetta var sett upp. Þá voru kaupmenn eitthvað að tilkynna að ein- hverjir væru að ruglast þarna á merkingum.“ Aðspurður segir hann engan aðlögunartíma vera vegna breytingar- innar. „Um leið og merkingar koma upp ber fólki að fylgja þeim. Ef það væri aðlögunartími þá myndi það skapa hættu ef fólk væri að keyra hvað á móti öðru.“ Enginn sektaður enn LÖGREGLAN HEFUR EKKI HEYRT AF MÁLINU Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum SCREEN RÚLLUGARDÍNUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.