Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Dómstóll í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niður- stöðu að Katy Perry og meðhöfundar hennar hafi með laginu „Dark Horse“ frá 2013 brotið höfundarréttarlög þar sem lagið þykir of líkt kristna rapplaginu „Joyful Noise“ frá 2009 eftir Flame, sem er listamannsnafn Mar- cusar Tyrones Grays. Perry staðhæfði í vitnaleiðslum fyrir rétti að hún hefði aldrei heyrt lag Flames áður en hún tók upp „Dark Horse“. Lögmenn Perry byggðu málsvörn sína á því að takturinn í báðum lögum væri al- gengur og því gæti Flame ekki krafist höfundarréttar á honum. „Þeir eru að reyna að eigna sér grunnþætti í tónlistaruppbyggingu, en öllum ætti að vera frjálst að nota stafróf tónlist- arinnar,“ sagði Christine Lepera, lögmaður Perry, í lokaræðu sinni fyrir dómi. Michael A. Kahn, lögmaður Flames, mótmælti þessu og staðhæfði að Perry og samstarfsfólk hennar hefði „stælt mikilvægan hluta“ lagsins sem leiddi til þess að Flame hóf málaferli gegn Perry árið 2014. Samkvæmt frétt BBC mun dómstóllinn í framhaldinu skera úr um hversu háar skaða- bætur Flame verði dæmdar. Lagið „Dark Horse“, sem rataði inn á fjórðu plötu Perry sem nefnist Prism, er eitt vinsælasta lag Perry. Lagið hefur verið selt í meira en 13 milljónum eintaka á heimsvísu. Árið 2014 hlaut Perry MTV-verðlaun fyrir myndband sitt við lagið, en það hefur síðan ver- ið skoðað samtals 2,6 milljörðum sinnum á bæði YouTube og Vevo. Perry tapar dómsmáli um „Dark Horse“ Katy Perry Högni fer vestur er yfirskrift á tón- leikaferðalagi Högna Egilssonar sem hefst í kvöld og lýkur á föstu- dag. Um er að ræða þrenna styrkt- artónleika á þremur stöðum, en ágóði tónleikanna rennur til góðs málefnis innan sveitarfélagsins sem tónleikarnir eru haldnir í. Í kvöld kl. 20 leikur Högni í Bíldudalskirkju; annað kvöld kl. 20 í Tankinum á Flateyri og á föstu- dag kl. 18 í Hólskirkju í Bolungar- vík. Miðar eru seldir á tix.is. Velvild Högni Egilsson lætur gott af sér leiða með tónleikum á Vestfjörðum. Högni fer vestur í tónleikaferð Þýsku elektrópopp-frumherjarnir í Kraftwerk hrósuðu í upphafi vik- unnar sigri þegar Evrópudómstóll- inn komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að nota tveggja sekúndna brot úr lagi sveitarinnar „Metal On Metal“ frá 1977 í leyfis- leysi. Samkvæmt frétt BBC gæti nið- urstaða Evrópudómstólsins, þess efnis að óheimilt sé að „sampla“ tón- list annarra án leyfis upphaflegra framleiðenda, haft afgerandi áhrif á allan tónlistarbransann. Þess ber að geta að dómstóllinn kvað einnig upp úr með það að breytta hljóðbúta sem væru óþekkjanlegir úr uppruna- lögum mætti hins vegar nota án leyf- is. Liðsmenn Kraftwerk fóru 1999 í mál við framleiðendurna Moses Pel- ham og Martin Haas vegna lagsins „Nur Mir (Only Me)“ með Sabrinu Setlur. Snerist deilan um notkun á stuttum hljóðbút með trommutakti sem notaður var eins og lykkja í gegnum allt lagið. Árið 2012 komst þýskur undirréttur að þeirri niður- stöðu að umrætt lag bryti á höfund- arrétti Kraftwerk og framleiðand- anna tveggja, Ralfs Hütters og Florians Schneider-Eslebens. Fjór- um árum seinna komst æðsti dóm- stóll Þýskalands hins vegar að þeirri niðurstöðu að áhrifin á Kraftwerk vægju minna en „listrænt frelsi“ og var þeirri niðurstöðu í framhaldinu skotið til Evrópudómstólsins. Rafsveit Kraftwerk á tónleikum í íþróttahúsinu Kaplakrika árið 2004. Kraftwerk vann eftir 20 ára baráttu Höfundurinn Yuval Noah Harari viðurkennir að hafa veitt leyfi fyrir því að gagnrýni hans á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, væri skipt út fyrir gagnrýni á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í rúss- nesku útgáfunni á metsölubókinni 21 Lessons for the 21st Cent- ury. Nýverið upp- lýsti Newsweek að rússneski þýðandi bók- arinnar hefði mildað gagnrýni Harari á innrás Rússa á Krímskaga sem þeir her- tóku 2014. Í upprunalegri útgáfu bókarinnar, sem út kom á ensku í fyrra, segir „okkur er sífellt sagt að við lifum á nýjum og skelfileg- um tíma „eftir-sannleika““ þar sem innlimun Krímskagans er tekin sem dæmi. „Rússnesk stjórnvöld og Pútín forseti persónulega neituðu því margsinnis að rússneskt herlið væri á staðnum og töluðu þess í stað um sjálfsprottna „sjálfs- varnardeild“ sem í verslunum á staðnum hefði orðið sér úti um einkennisklæðnað líkan þeim rúss- neska. Pútín og samverkamenn hans voru sér fullkomlega meðvit- aðir um að þeir væru að ljúga þeg- ar þeir sendu frá sér svona fárán- legar yfirlýsingar,“ skrifar Harari. Í rússneskri útgáfu bókarinnar sem út kom í síðasta mánuði notar Harari dæmi um Trump í staðinn. „Samkvæmt mati dagblaðsins Washington Post hefur Trump for- seti opinberlega farið með 6.000 rangfærslur frá því að hann var settur í embætti.“ Samkvæmt frétt The Guardian segist Harari hafa lagt blessun sína yfir allar þýðingar og endurbætur bóka sinna með það að markmiði að gera þær aðgengilegri fyrir ólíka lesendahópa. „Í Rússlandi var ég varaður við því að dæmin tvö sem ég notaði um innrás Rússa á Krímskaga myndu leiða til þess að óheimilt yrði að gefa bókina út þar í landi. Ég var því í ákveðinni klípu. Átti ég að breyta dæmunum og fá bókina útgefna í Rússlandi – eða engu breyta og ekkert fá birt?“ Harari segist hafa valið síðari kost- inn þar sem sér hafi þótt mikilvæg- ara að bókin kæmi út á rússnesku og næði til rússneskra lesenda, ekki síst þar sem bókin sé eftir sem áður afar gagnrýnin á stjórn Pútín og vari við hættum einræðis- stjórnar, spillingar, haturs á sam- kynhneigðum og öfgaþjóðernis- stefnu. Að sögn Harari hefur honum verið bent á að fleiru hafi verið breytt í bókinni en hann veitti leyfi fyrir. Þannig hafi orð- inu „eiginmaður“ verið skipt út fyrir „maka“ þegar Harari vísar til eiginmanns síns. „Sé þetta rétt mótmæli ég slíkum breytingum sem gerðar eru í leyfisleysi og mun gera mitt besta til að leiðrétta þetta.“ Samþykkti ritskoðun Yuval Noah Harari „Þessir tónleikar núna eru visst rari- tet og það er bannað að missa af þeim,“ segir gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson brosandi þegar rætt er við hann um tónleika þeirra félaga í ASA-tríóinu í djass- klúbbnum Múlanum í kvöld. Múlinn er starfræktur á Björtuloftum á fimmtu hæð í Hörpu og hefjast leik- ar kl. 21 en þetta eru síðustu tónleik- arnir í sumartónleikaröð Múlans. Auk Andrésar skipa tríóið þeir Agnar Már Magnússon á orgel og trommarinn Scott McLemore. Tríó- ið var stofnað fyrir fjórtán árum og hefur það sent frá sér nokkra diska og tónleikaupptökur í stafrænu formi, það hefur leikið víða en er starfrækt með hléum. Og vísar Andrés til þess með þeim orðum sín- um að þetta sé nú fágætt tækifæri til að sjá þá og heyra. „Við verðum með blandaða efnis- skrá. Við leikum eitthvert nýtt efni eftir okkur og líka gamalt, af plöt- unni Craning sem kom út fyrir nokkrum árum, og svo leikum við líka eitthvað virkilega gamalt og annað sem gæti komið á óvart,“ seg- ir Andrés Þór um efnisskrána. „Einhverjir standardar munu heyrast og svo finnst okkur alltaf gaman að leika eitthvað óvænt,“ seg- ir hann og viðurkennir að þar geti til að mynda verið um þekkt popplög að ræða en þeir ASA-félagar hafa gert allnokkur slík að sínum. Fyrir nokkrum árum sendi tríóið frá sér rómaðan disk með útgáfum sínum á lögum eftir Thelonious Monk, munu einhver þeirra hljóma? „Jú, við spilum einhvern Monk, hann er í uppáhaldi hjá okkur. Það flokkast undir það sem er virkilega gamalt á efnisskránni. Okkur finnst alltaf spennandi að nálgast ýmis- konar tónlist sem orgeltríó, og lög píanóleikarans Monks falla vel undir það. Við höfum alltaf reynt að koma sjálfum okkur á óvart.“ Tríóið var stofnað árið 2005 en þá var Andrés Þór nýkominn úr námi í Hollandi. „Mér bauðst að spila á Jazzhátíð Reykjavíkur og setti þá saman þetta tríó. Og fyrsta lagið á þessum tónleikum var Bemsha Swing eftir Monk og þá áttuðum við okkur á sameiginlegum Monk- áhuganum sem leiddi okkur áfram. Síðan höfum við sett saman alls kon- ar efnisskrár, þar sem við höfum til dæmis bara spilað popplög, bara lög eftir Jimi Hendrix á öðrum og einu sinni Love Supreme eftir Coltrane. Við höfum reynt að ögra okkur með hinu og þessu. Líka með því að spila bara frumsamið efni. En nú leikum við blöndu af þessu öllu.“ efi@mbl.is „Gaman að leika eitthvað óvænt“  ASA-tríóið kemur fram í Múlanum á Björtuloftum Hörpu  „Höfum reynt að ögra okkur með hinu og þessu“ Fjölhæft orgeltríó ASA-tríóið á sviði. Agnar Már við orgelið, Andrés Þór með gítarinn og Scott við trommusettið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.