Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019  Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir mun leika áfram með Þór/KA út þetta keppnistímabil en ekki snúa aftur til Kristianstad í Sví- þjóð eins og til stóð í fyrstu. Þetta staðfesti Þórdís sjálf við Fótbolta.net í gær. Hún gekk til liðs við Kristianstad síðasta vetur eftir að hafa leikið með Stjörnunni, Älta í Svíþjóð og þar áður Breiðabliki. Hún lék fimm leiki með Kristianstad, þar af einn í byrjunarliði, áður en hún kom að láni til Þórs/KA í maí. Samningur Þórdísar við Kristi- anstad var aðeins til eins árs og því er óvíst hvað tekur við hjá henni eftir að tímabilinu lýkur.  Þórhildur Þórhallsdóttir, 15 ára knattspyrnukona úr HK/Víkingi, er komin til Breiðabliks í láni út tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þórhildur leikið 23 leiki með HK/Víkingi í efstu deild og skorað 2 mörk og þá á hún að baki 17 leiki með yngri landsliðum Ís- lands.  Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er í liði umferðarinnar í þýsku B-deildinni hjá þýska blaðinu Kicker fyrir frammistöðu sína með Darmstadt í 1:1 jafntefli við Ham- burger í fyrstu umferðinni um helgina. Guðlaugur lék allan leikinn sem djúpur miðjumaður, en hann kom til Darm- stadt frá Zürich í Sviss í janúar.  Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er sagt hafa tryggt sér hinn 19 ára gamla Moise Kean, framherja Juven- tus. Kaupverðið er talið vera um 40 milljónir evra og eftir læknisskoðun í dag er búist við að hann muni semja við félagið til ársins 2024. Hann skor- aði sjö mörk í 17 leikjum fyrir Juventus á síðustu leiktíð.  Miðjumaðurinn Idrissa Gueye er hins vegar genginn í raðir Frakklands- meistara PSG frá Everton og er kaup- verðið sagt nema 30 milljónum punda, jafnvirði um 4,5 milljarða króna. Hann gerði samning til fjögurra ára við PSG. Gana, eins og hann er kall- aður, hefur ekki mætt til æfinga með Gylfa Þór Sigurðssyni og öðrum leikmönnum Ever- ton í sumar þar sem honum var gefinn tími til að jafna sig eftir að hafa leik- ið með Senegal á Afríkumótinu. Hann lék 99 úrvals- deildarleiki með Ever- ton á þremur árum og skoraði þrjú mörk. Eitt ogannað 14. UMFERÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KR verður Íslandsmeistari, ÍBV fellur, en hin tíu liðin vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Þann- ig er landslagið eftir fjórtándu um- ferðina í úrvalsdeild karla í fótbolta sem lauk í fyrrakvöld. KR vann Fylki og ÍBV tapaði í Grindavík en hin liðin héldu áfram að reyta stigin hvert af öðru í fullkomnu ósamræmi við stöðutöflu deildarinnar. Og núna vakna krefjandi spurn- ingar: Eru Breiðablik og ÍA komin í fall- baráttu þótt þau séu enn í öðru og þriðja sæti deildarinnar með 23 og 22 stig? Eru KA og Víkingur komin í bar- áttu um Evrópusæti þótt þau deili áfram tíunda og ellefta sæti deild- arinnar með 16 stig? Munurinn á Breiðabliki í öðru sæti og KA í ellefta sæti er aðeins sjö stig og það eru enn átta umferðir eftir af deildinni. Nýliðar HK sem hafa fengið tíu stig í síðustu fjórum leikjum sínum væru undir „eðlilegum kringum- stæðum“ á lygnum sjó um miðja deild með 18 stig eftir 14 leiki og markatölu í plús. En Kópavogsliðið er aðeins tveimur stigum frá fall- sæti. Um leið er það bara þremur stigum frá fjórða sætinu sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópudeildinni næsta sumar! Valsmenn hafa fengið 13 stig í fimm leikjum, eru „heitasta“ lið deildarinnar í þessum mánuði ásamt KR og HK, og hafa snúið sínu tíma- bili algjörlega við eftir afar slæma byrjun á titilvörninni. Þeir eru að- eins þremur stigum frá öðru sætinu og eru afar líklegir kandídatar í ann- að lausu Evrópusætanna eins og staðan er núna. Kristinn blómstrar í KR  KR-ingurinn Kristinn Jónsson var besti leikmaður 14. umferðar deildarinnar að mati Morgunblaðs- ins. Kristinn lék mjög vel þegar KR- ingar unnu Fylki á sannfærandi hátt í Árbænum, 4:1, en hann lagði upp fyrsta markið fyrir Pablo Punyed og skoraði þriðja markið eftir skemmti- legan sprett upp vinstri kantinn. Kristinn hefur blómstrað á ný í stöðu vinstri bakvarðar í sumar og verið í lykilhlutverki í óstöðvandi liði Vesturbæinga. Hann hefur nú skor- að tvö mörk í ellefu leikjum en Krist- inn spilaði ekki fyrstu þrjá leikina í vor vegna meiðsla. Kristinn, sem verður 29 ára á sunnudaginn kemur, leikur sitt ann- að tímabil með KR. Fram að því hafði hann leikið allan sinn feril á Ís- landi með Breiðabliki, með meist- araflokki frá 16 ára aldri, og varð þar bikarmeistari og Íslandsmeist- ari 2009 og 2010. Hann er þriðji leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild frá upphafi. Kristinn lék 2014 með Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni og síðan með Sarpsborg og Sogndal í norsku úr- valsdeildinni árin 2016 og 2017. Markahæstur Víkinga  Guðmundur Andri Tryggvason úr Víkingi var besti ungi leikmaður 14. umferðar að mati Morgunblaðs- ins. Guðmundur lék afar vel þegar Víkingar lögðu Breiðablik, 3:2, en hann lagði upp fyrsta mark liðsins fyrir Nikolaj Hansen og skoraði hin tvö, bæði eftir fyrirgjafir frá hægri kantinum, og bæði með því að stinga sér fram fyrir hægri bakvörð Breiðabliks og senda boltann við- stöðulaust í netið af markteig. Guðmundur Andri, sem er 19 ára gamall, kom til Víkinga í vor sem lánsmaður frá Start í Noregi og hóf að spila með þeim í fjórðu umferð. Hann hefur síðan leikið tíu leiki í deildinni og er orðinn markahæsti leikmaður liðsins með fimm mörk. Hann er KR-ingur að upplagi og lék 18 leiki með KR í efstu deild áður en hann fór til Start fyrir tímabilið 2018. Þar hefur hann ekki fengið tækifæri með aðalliðinu en lék tals- vert með varaliði félagsins í 3. deild á síðasta ári. Tveir með 100. leikinn  Englendingurinn Gary Martin lék sinn 100. leik í efstu deild hér- lendis þegar ÍBV tapaði 2:1 í Grinda- vík en hann kom þá Eyjamönnum yfir með sínu 47. marki í deildinni. Hann er fimmti markahæsti erlendi leikmaðurinn í deildinni frá upphafi.  Hilmar Árni Halldórsson, markahæsti leikmaður deildarinnar í ár, lék sinn 100. leik í deildinni þeg- ar Stjarnan gerði jafntefli við HK í Kórnum, 1:1. Hann hefur skorað 46 mörk í þessum hundrað leikjum og af þeim eru níu á þessu tímabili.  Aron Kristófer Lárusson lék sinn fyrsta leik í efstu deild með ÍA þegar liðið mætti Val og er þar með þriðji ættliðurinn sem spilar með fé- laginu. Sigurður Lárusson afi hans var fyrirliði ÍA á miklu sigurtímabili liðsins á níunda áratug síðustu aldar og Lárus Orri Sigurðsson faðir hans lék með ÍA í yngri flokkunum og lauk síðan ferli sínum með félaginu árið 2010 eftir að hafa spilað lengi sem atvinnumaður og annars með Þór.  ÍBV og HK mætast í fyrsta leik 15. umferðar á miðri Þjóðhátíð á laugardaginn kemur, 3. ágúst, en hinir leikirnir fara fram 6. og 7. ágúst: FH – ÍA, KR – Grindavík, Breiðablik – KA, Stjarnan – Vík- ingur og Valur – Fylkir. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK 12 Óskar Örn Hauksson, KR 12 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 11 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 11 Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylki 10 Sölvi Geir Ottesen, Víkingi R. 10 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 10 Ólafur Karl Finsen, Val 9 Aron Bjarnason, Breiðabliki 9 Kristinn Jónsson, KR 9 Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 8 Ásgeir Marteinsson, HK 8 Birkir Valur Jónsson, HK 8 Björn Berg Bryde, HK 8 Brandur Olsen, FH 8 Guðmundur Kristjánsson, FH 8 Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 8 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik 8 Marc McAusland, Grindavík 8 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 9 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 7 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 6 Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 6 Tobias Thomsen, KR 6 Ólafur Karl Finsen, Val 5 Guðmundur Andri Tryggvason, Víkingi R. 5 Steven Lennon, FH 5 Valdimar Þór Ingimundarson, Fylki 5 Óskar Örn Hauksson, KR 5 Pálmi Rafn Pálmason, KR 5 Markahæstir KR 78 HK 72 Breiðablik 66 Stjarnan 66 ÍA 65 Valur 65 Fylkir 64 Víkingur R. 63 KA 62 FH 58 Grindavík 58 ÍBV 40 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 14. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 5-4-1 Marcus Johansson, ÍA 8 Damir Muminovic, Breiðabliki 8 Marc McAusland Grindavík Sebastian Hedlund Val Haraldur Björnsson Stjörnunni Atli Arnarson HK Guðmundur Andri Tryggvason Víkingi Sölvi Geir Ottesen Víkingi Kristinn Jónsson KR Haukur Heiðar Hauksson KAÍvar Örn Árnason KA Pablo Punyed KR Haukur Páll Sigurðsson Val 3 3 2 3 2 Hver er að slást um hvað?  Ótrúleg staða komin upp þar sem sjö stig skilja að Blika í 2. sæti og KA í 11. sæti  Kristinn leikmaður umferðarinnar og Guðmundur besti ungi leikmaður Morgunblaðið/Árni Sæberg Besti Kristinn Jónsson lék mjög vel með KR í sigrinum á Fylki. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Ungi Guðmundur Andri Tryggva- son skoraði tvö fyrir Víking. Þar er Eiður Smári Guðjohnsen fremstur í flokki, en hann skoraði í átta löndum: Íslandi, Hollandi, Eng- landi, Spáni, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi. Eiður lék í níu lönd- um en skoraði ekki í Frakklandi. Hann gerði alls 114 deildamörk á ferlinum, sjö þau fyrstu á Íslandi. Hannes Þ. Sigurðsson skoraði í sjö löndum: Íslandi, Noregi, Eng- landi, Danmörku, Svíþjóð, Kasak- stan og Austurríki. Hann lék í níu löndum en skoraði ekki í Rússlandi eða Þýskalandi. Hannes gerði 57 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar Viðar Örn Kjartansson skor- aði sigurmark Rubin Kazan gegn Akhmat Grozní í rússnesku úrvals- deildinni í fyrrakvöld hafði hann náð að skora í deildakeppni í sex löndum, eins og fram kom í blaðinu í gær. Þar með er Viðar kominn í afar fá- mennan hóp íslenskra knattspyrnu- manna sem hafa afrekað slíkt, en hann er aðeins sá fjórði sem skorar í sex löndum eða fleirum. deildamörk á ferlinum, fimm þeirra á Íslandi. Alfreð Finnbogason hefur leikið í sjö löndum og skorað í þeim öllum: Íslandi, Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi og Þýskalandi. Hann hefur skorað 134 deildamörk á ferlinum, þar af 104 erlendis. Kári Árnason hefur skorað í sex löndum eins og Viðar: Íslandi, Sví- þjóð, Danmörku, Englandi, Skot- landi og Kýpur, en náði ekki að skora í því sjöunda, Tyrklandi. Kári hefur gert 23 deildamörk á ferlinum. Viðar hefur núna skorað í öllum sex löndunum þar sem hann hefur spilað, Íslandi (53), Noregi 25), Kína (9), Svíþjóð (21), Ísrael 32) og Rúss- landi (1). Markið gegn Akhmat var 141. deildamark hans á ferlinum og það 88. í deildakeppni erlendis, í samtals 304 leikjum heima og er- lendis. Aðeins sex Íslendingar hafa skorað fleiri mörk í deildakeppni er- lendis en Viðar Örn; þeir Heiðar Helguson, Eiður Smári, Arnór Guð- johnsen, Alfreð, Ásgeir Sigurvins- son og Gylfi Þór Sigurðsson. Viðar sá fjórði sem skorar í sex löndum Markaskorari Viðar Örn Kjart- ansson leikur nú í Kazan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.