Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 32
Tónlistarhátíðin Berjadagar hefst á morgun og stendur til sunnudags, en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin um verslunarmannahelgi. Meðal þess sem boðið verður upp á eru miðnæturtónleikar Hunds í óskilum og brasilísk tónlist auk þess sem fyrsti þáttur La Traviata eftir Giuseppe Verdi verður svið- settur undir stjórn Davids Bolles. Berjadagar hefjast í Ólafsfirði á morgun MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 212. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Valur leyfði Breiðabliki ekki að sitja í toppsæti Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu í meira en sólarhring og endurheimti það eftir öruggan stórsigur á Stjörnunni í gærkvöld, svo hnífjafnt kapphlaup efstu liðanna mun halda áfram eins og verið hefur í allt sumar. Þá er staða HK/Víkings að versna á botn- inum eftir tap á Selfossi. »25 Kapphlaupið heldur áfram á toppnum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM KR-ingurinn Kristinn Jónsson var besti leikmaðurinn í fjórtándu um- ferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, að mati Morgunblaðsins, og Guð- mundur Andri Tryggva- son úr Víkingi var besti ungi leik- maðurinn. Farið er yfir umferðina á íþrótta- síðum í dag og þar er birt úrvalslið fjórtándu umferðar ásamt stöð- unni í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, þar sem tveir leikmenn eru nú efstir og jafnir. » 26 Kristinn var bestur í fjórtándu umferðinni Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formað- ur Bandalags háskólamanna og fyrrverandi umhverfisráðherra, er einn þeirra sextán einstaklinga sem ætla að safna áheitum fyrir Samtök um endómetríósu í Reykjavík- urmaraþoninu 24. ágúst næstkom- andi. Sjálf greindist Þórunn með kvensjúkdóminn endómetríósu fyrir nokkrum árum en vinkona hennar, Elsa Guðmundsdóttir, lést fyrr á árinu eftir að hafa glímt við sjúk- dóminn í marga áratugi. Í minn- ingu hennar ætlar Þórunn að hlaupa, eða að hennar sögn „arka“, tíu kílómetra í hlaupinu. Þórunn segir að verja þurfi mun meiri fjármunum í rannsóknir á endómetríósu, sem hrjáir um 10% kvenna í heiminum. Glímdi við sjúkdóminn í nokkur ár „Hann leggst misjafnlega á kon- ur en þær sem þjást af verstu út- gáfu sjúkdómsins eru hryllilega þjáðar og búa við mjög skert lífs- gæði,“ segir Þórunn. Oft taki lang- an tíma að greina sjúkdóminn. „Það er eins og heilbrigðisstarfs- menn séu ekki alltaf með hann inni í myndinni þegar konur leita sér aðstoðar,“ segir hún. Þórunn segist sjálf hafa verið heppin, en hún glímdi við sjúkdóm- inn í nokkur ár þar til hún var loks greind og send í aðgerð, sem heppnaðist svo vel að hún finnur lítið fyrir sjúkdómnum í dag. Segir hún margar aðrar konur ekki jafn heppnar. „Auðvitað vitum við að flestar konur fá túrverki og þeir geta ver- ið mjög slæmir en þeir ganga nú yfirleitt yfir. Þetta er ekki sársauki sem gengur yfir. Konur verða óvinnufærar og missa úr vinnu og skóla í marga daga og jafnvel vik- ur,“ segir Þórunn, sem kveðst full- viss um að sú staðreynd að sjúk- dómurinn leggist einungis á konur sé ein helsta ástæðan fyrir skorti á rannsóknum á endómetríósu. „Það er bara þannig að svokall- aðir kvensjúkdómar fá ekki sömu athygli og aðrir sjúkdómar,“ segir hún og bætir við að konum með sjúkdóminn sé oft ekki tekið af nægilegri alvöru. Dæmi séu um að þeim sé ráðlagt að fara heim, taka verkjalyf og reyna að verða óléttar til að lina sársaukann. Þórunn segist vera ágætlega bú- in undir hlaupið, en hún segist ganga eitthvað á hverjum degi þó að sjaldnast gangi hún tíu kíló- metra. Að auki fari hún reglulega í fjallgöngur, sund og jóga. „Nú fer ég að bæta svolítið í. Þetta verður bara gaman.“ Morgunblaðið/RAX Gengur Þórunn Sveinbjörnsdóttir æfir sig reglulega fyrir Reykjavíkur- maraþonið 24. ágúst þar sem hún hyggst „arka“ 10 kílómetra. Hleypur fyrir konur með endómetríósu  Kvensjúkdómar fái ekki sömu athygli og aðrir sjúkdómar Endómetríósa er krónískur sjúkdómur sem herjar á um 10% kvenna samkvæmt upp- lýsingum af vef Samtaka um endómetríósu. Sjúkdómurinn getur valdið miklum sársauka, þvagblöðru- og þarmavanda- málum auk ófrjósemi. Endómetríósufrumur setj- ast á yfirborðsþekju líffæra og geta valdið bólgum, blöðrum og innvortis blæðingum. Eins og er er orsök endómetríósu ekki þekkt en áætlað er að um 200 milljónir kvenna í heim- inum þjáist af sjúkdómnum. Hvað er endómetríósa? Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík • 414 84 00 • www.martex.is M A R T E X Góð þjónusta byrjar með flottu útliti Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.