Morgunblaðið - 26.07.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 26.07.2019, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 Á hundrað ára kaupstaðar- afmæli, og 145 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum, geta Vestmannaeyingar horft bjartsýnir fram á veg. Bærinn iðar af lífi, ný söfn og veitingastaðir hafa verið opnuð, fyrirtækin á svæðinu sótt í sig veðrið og með nýjum Herj- ólfi munu samgöngur milli lands og Eyja stórbatna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri seg- ir þó ennþá ýmis verkefni sem þurfi að leysa, bæði til að bæta lífsgæði íbúa eyjarinnar og grípa þau tæki- færi sem framtíðin á eftir að bera í skauti sér. Íbúum fjölgar hægt og með markvissri uppbyggingu og bættum samgöngum ætti í búum að geta fjölgað hraðar: Góðar lóðir í boði „Það vantar ennþá þúsund manns til að ná upp í sama fjölda og bjó í Vest- mannaeyjum fyrir eldgosið 1973 og við getum auðveldlega tekið á móti fleiri íbúum. Í núverandi mynd ráða helstu innviðir samfélagsins og stofn- anir við rúmlega þúsund manns í við- bót. Mikið hefur verið byggt und- anfarið, góðar byggingalóðir í boði og nokkur mjög áhugaverð húsbyggingarverkefni á teikniborð- inu.“ Íris bendir á að Vestmannaeyjar hafi upp á flest það að bjóða sem nú- tíma-Íslendingurinn sækist eftir. Þannig sé bærinn nógu smár og þétt- ur til að hægt sé að lifa þar bíllausum lífsstíl og margir sem fara allra sinna ferða innanbæjar á reiðhjóli eða tveimur jafnfljótum. Ekki þarf held- ur að standa í stöðugu skutli á börn- unum á heimilinu og geta þau komið sér sjálf á æfingar í einhverjar af þeim mörgu íþróttagreinum sem stundaðar eru í bænum. „Svo er náttúran hér auðvitað gríð- arlega falleg og mikilfengleg, og um- hverfið hentar vel til útivistar. Mikið er um að vera; fjölbreyttar hátíðir og viðburðir eru í boði árið um kring og miklu meira í boði en fólk myndi kannski reikna með í 4.300 manna byggðarlagi.“ Leita úrbóta Tvær stærstu áskoranirnar sem Vestmannaeyingar standa frammi fyrir eru á sviði samgangna og heil- brigðismála. Segir Íris að styrkja þurfi heilbrigðisþjónustu í Eyjum því þó að þar sé í dag rekin heilsugæsla og sjúkrasvið þá var skurðstofunni lokað árið 2013. „Það átti að vera tímabundið en skurðstofan hefur enn ekki verið opnuð á ný,“ segir Íris og bætir við að komið hafi verið aftan að bæjarbúum með því að flytja miðstöð sjúkraflugs frá Vestmannaeyjum til Akureyrar. „Það var hluti af því sam- tali sem við áttum við stjórnvöld vegna lokunar skurðstofunnar, að tryggt væri að koma mætti fólki hratt og vel upp á land með sjúkraflugi. Skömmu síðar var sjúkraflugið boðið út á ný og færðist í framhaldinu norð- ur í land. Með því hefur viðbragðs- tíminn lengst og þjónustan ekki sú sama og reiknað hafði verið með. Það er, sem sagt, með bæði samgöngu- málin og heilbrigðisþjónustuna sem við eigum undir ríkisvaldið að sækja og þurfum stöðugt að leita úrbóta í þeim efnum.“ ai@mbl.is Lífsgæði sem fólk sækist eftir Þessir vösku ungu menn tóku sér stutt hlé, fyrr í vikunni, frá því að hlaða brennu fyrir Þjóðhátíð, og stilltu sér upp fyrir ljós- myndara. Dugnaður og drifkraftur þykir einkenna Vestmannaeyinga og þeir standa þétt saman þegar á reynir. Bæjarstjórinn myndi vilja sjá íbúum Vest- mannaeyja fjölga hraðar og hægt er að taka við þúsund manns til viðbótar með núverandi innviðum. „Það vantar ennþá þúsund manns til að ná upp í sama fjölda og bjó í Vestmannaeyjum fyrir eld- gosið 1973 og við getum auðveldlega tekið á móti fleiri íbúum,“ segir Íris Róbertsdóttir. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson 1. Heimsæktu Eldheima. Á þessari hrífandi sýningu má fræðast um eldgosið í Heimaey og Surts- eyjargosið. Safnið var opnað fyrir fimm árum og ómissandi að líta þar inn. 2. Haltu á vit sögunnar í Sagn- heimum. Byggðasafn Vestmanna- eyja var tekið í gegn fyrir nokkrum árum og fer aðrar leiðir en mörg önnur byggðasöfn. Börnin geta mátað sjóræningjaklæðnað og leikið sér í sjóræningjahelli. 3. Kíktu á mjaldrana. Frægustu nýju íbúar Vestmannaeyja eru mjaldrar sem bjargað var frá Kína og hefja núna nýtt líf við mun betri skilyrði. Í gestamiðstöð Sea Life Trust má skoða sædýrin, kynnast lundanum og sjá mjaldrana synda um. 4. Farðu út að borða. Það gæti vel verið að Vestmannaeyjar slægju met í fjölda veitingastaða m.v. höfðatölu. Af mörgum góðum kostum má t.d. nefna Tangann, Slippinn, Einsa kalda, 900 Grillhús og veitingastaðinn Gott. Þá halda heimamenn mikið upp á brugg- húsið The Brothers Brewery. 5. Farðu í siglingu. Nokkur fyrir- tæki bjóða upp á siglingar um- hverfis Vestmannaeyjar. Er óvið- jafnanlegt að sjá landslag og lífríki svæðisins frá sjó. 6. Farðu í sund. Sundlaugin í Vest- mannaeyjum þykir bera af og er m.a. með trampólín-vatns- rennibraut. 7. Lærðu að spranga. Heimamenn geta vísað þér veginn að Spröng- unni, til að æfa þá fornu list að svífa eins og ofurmenni eftir klettaveggnum. Reipið er á sínum stað árið um kring, nema á Þjóðhátíð þegar það er fjarlægt af öryggisástæðum. 8. Gakktu á fjöll. Eldfell, Helgafell, Stórhöfði, Blátindur, Heimaklett- ur: það vantar ekki fjallgöngu- tækifærin en vissara að sýna að- gát og hafa vanan mann með í för ef þarf. 9. Kíktu í búðir. Í Eyjum má finna gott framboð gjafavöru og áhuga- verðar tískuverslanir. 10. Athugaðu dagatalið. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera, vetur, sumar, vor og haust: Þrettándagleði, Þjóðhátíð, Gos- lokahátíð, tónleikar, fyrirlestrar og sveitaböll. Tíu skemmti- legir hlutir til að gera í Vest- mannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.