Morgunblaðið - 26.07.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.07.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 G U N N A R JÚ L A R T U ndanfarin ár hafa reglulega borist fréttir af erfiðleikum í samgönum milli lands og Eyja. Núna virðist loks í sjónmáli að með nýjum Herjólfi komist siglingar út í Vestmanna- eyjar í gott horf og gangi allt að ósk- um ættu eyjaskeggjar og gestir að geta gengið að því vísu á flestum árstímum að dag hvern verði tíðar ferðir í boði á milli Vestmanna- eyjahafnar og Landeyjahafnar. Guðbjartur Ellert Jónsson, eða Bjartur eins og flestir kalla hann, er framkvæmdastjóri Vestmannaeyja- ferjunnar Herjólfs ohf. og bendir hann á hvernig tengingin við Eyjar hefur batnað í hægum skrefum und- anfarna öld. Muna elstu lesendur sennilega eftir því þegar skip á leið til Eyja lögðu af stað frá Reykjavík og sigldu umhverfis Reykjanesið. „Sú var tíð að Eyjamenn þurftu að reiða sig á strandflutningakerfið fyrir samgöngur á milli lands og Eyja og ekki fyrr en í seinni tíð að komast á sérstakar ferjusiglingar til Vest- mannaeyja og annarra byggða á ís- lenskum eyjum,“ útskýrir Bjartur. Sandur til vandræða Árið 1973 hefjast reglulegar siglingar á milli Vestmannaeyja og Þorláks- hafnar og við það styttist ferðatíminn á sjó úr nærri hálfum degi niður í þrjár klukkustundir Loks var Land- eyjahöfn tekin í notkun árið 2010, með það fyrir augum að stytta sigl- ingatímann niður í um það bil hálf- tíma og um leið fjölga ferðum Herj- ólfs. „Fólk batt miklar vonir við þessa nýju siglingaleið, enda bæði styttri og þægilegri, og reyndist það algjör bylting þegar höfnin var opnuð og hægt var að flytja margfalt fleiri far- þega og ökutæki á einum degi.“ Nema hvað fljótlega kom í ljós að aðstæður voru ekki nógu heppilegar við nýju höfnina og hafstraumar bera mikið magn af sandi þangað inn. Bjartur segir hönnuði hafa gert sér grein fyrir þessari hættu en varn- irnar umhverfis höfnina ekki dugað til. „Á veturna, þegar er bræla, berst sandur inn í höfnina og hleðst upp við hafnarkjaftinn, auk þess að bætist í sandrif sem er um 300 metra frá mynni hafnarinnar.“ Hefur því þurft, með reglulegu millibili, að dæla sandinum burtu með ærnum tilkostnaði og sigla til Þor- lákshafnar á meðan höfnin er of grunn og sjó- og veðurlag of erfitt til að Herjólfur geti siglt þar inn. Nú standa yfir prófanir á nýjum „Fólk batt miklar vonir við þessa nýju siglingaleið og reyndist það algjör bylting þegar höfnin var opnuð,“ segir Bjartur. Styttri siglingatími og tíðari ferðir Með nýjum Herjólfi hefst nýr kafli í sam- göngusögu Vestmanna- eyja og von á að með stöðugum siglingum til Landeyjahafnar fjölgi komum ferðamanna. Ljósmyndir/Ólafur Pétur Friðriksson Nýi Herjólfur er tímamótaskip á marga vegu. Varð úr, meðan á smíðinni stóð, að lengja skipið og rafvæða að fullu. Skipið ristir aðeins 2,85 metra og eru jafnvægisuggar á hliðum ferj- unnar notaðir til að minnka velt- ing á siglingu. Þrjár ljósavélar skaffa orku ef þarf, en rafhlöður skipsins eiga að duga til að koma Herjólfi á milli lands og Eyja án þess að nýta dropa af ol- íu. Segir Bjartur að á þeim þrjá- tíu mínútum sem tekur að af- ferma og ferma Herjólf taki rafhlöðurnar inn á sig næga orku til að duga fyrir næstu ferð og verður sérhannaður hleðslubún- aður bæði í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn, þannig úr garði gerður að ekki kemur að sök þótt hreyfing sé á skipinu meðan rafmagni er hleypt á geymana. „Sjóhæfni nýja Herjólfs er í samræmi við væntingar og full- kominn stjórn- og tölvubúnaður auðveldar alla daglega notkun,“ segir Bjartur og bætir við að stærsti munurinn sem farþegar muni taka eftir sé hvað skipið er hljóðlátt og að mörgu leyti þægi- legra. „Enginn dynur frá stórri vél ómar um allt skipið og að- búnaður fyrir farþega frábær inn- an- sem utandyra.“ Hljóðlaus sigling

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.