Morgunblaðið - 26.07.2019, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
Þ
egar litið er yfir langa sögu
íþróttastarfs í Vestmanna-
eyjum mætti halda að ein-
hver alveg sérstök vítamín
væri þar að finna í drykkjarvatn-
inu. Karla- og kvennalið bæjarins,
í knattspyrnu, handbolta og öðrum
greinum, í öllum flokkum, hafna
iðulega í toppslagnum og árangur-
inn mun betri en vænta mætti af
ekki stærra bæjarfélagi.
Skýringin kemur fljótt í ljós
þegar rætt er við heimamenn:
íþróttaiðkun er almenn í bænum
og óhætt að segja að ÍBV myndi
hjarta samfélagsins.
Þór Í. Vilhjálmsson, formaður
ÍBV, getur tekið undir þetta og
bendir hann á að af 4.200 eyja-
skeggjum séu um 700 skráðir í fé-
lagið. Eru þá ekki talin með um
650 börn og ungmenni sem stunda
æfingar hjá félaginu. Þá styrkir
það starfið að í Vestmannaeyjum
fara fram tvö öflug íþróttamót
yngri flokka; TM-mótið fyrir
stúlkur og Orkumótið fyrir pilta.
Komu um 800 þátttakendur á síð-
asta TM-mót en 1.100 á Orkumótið
fyrr í sumar. Má heldur ekki
gleyma að nefna mikla þrettánda-
gleði sem félagið efnir til ár hvert
og laðar til Eyja fjölda manns.
Byggt á aldargömlum grunni
Þótt ÍBV sé ungt íþróttafélag nær
saga félagsins langt aftur. Knatt-
spyrnufélag Vestmannaeyja, KV,
var stofnað 1903 en æfingar hófust
ekki að ráði fyrr en 1906. Næst í
knattspyrnusögu Eyja kom
Íþróttafélagið Þór, sett á laggirnar
1913. Loks var Knattspyrnufélagið
Týr stofnað 1921 og tóku liðin
saman höndum um að keppa sem
eitt lið utan Eyja, og þá undir
merki KV. Árið 1945 er Íþrótta-
bandalag Vestmannaeyja stofnað
og eftir stofnun þess léku liðin
undir því nafni .Voru Týr og Þór
endanlega sameinuð árið 1996 sem
ÍBV, með knattspyrnu og hand-
bolta sem aðalgreinar.
Fram að sameiningu höfðu fé-
lögin tvö skipst á að hafa umsjón
með Þjóðhátíð í Eyjum, en hátíð-
íðin er í dag langsamlega stærsti
viðburður ársins hjá ÍBV og seg-
ir Þór að þar geri gæfumuninn
að fjöldi sjálfboðaliða leggur
hönd á plóg til að tryggja að allt
gangi vel fyrir sig. Er hátíðin
líka burðarstólpinn í fjáröflun
ÍBV en rekstur félagsins er um-
fangsmikill og segir Þór kostn-
aðarsamt að reka svona stórt
íþróttafélag – og ferðakostnaður
íþyngjandi útgjaldaliður. „Stuðn-
ingur bæjarins er fyrst og
fremst í formi íþróttamannvirkj-
anna sem við nýtum og felst
einnig í að veita okkur afnot af
skólabyggingum til að hýsa
íþróttamótin okkar,“ segir hann
og bætir við að þetta geri fjár-
hag ÍBV frábrugðinn því sem
tíðkast víðast hvar á landinu.
Byrja snemma að æfa af krafti
Árangur ÍBV kemur ekki til af
því einu saman að heimamenn
standi þétt við bakið á félaginu
og segir Þór að almenn þátttaka
í barna- og unglingastarfinu
hjálpi til að laða fram og hlúa að
hæfileikum unga fólksins á
íþróttasviðinu. Vandað teymi
þjálfara fylgi öllum aldurshópum
samviskusamlega eftir og leggi
sig fram um að veita þeim gott
veganesti, hvort heldur fyrir lífið
sjálft eða fyrir glæstan feril í úr-
valsdeild.
Meðal nýjustu framfara í starf-
inu er að samræma betur
kennslutíma skólanna og æfinga-
tíma barna- og unglingahópanna
svo að sem best samfella sé í deg-
inum. Þá er búið að setja á lagg-
irnar íþróttaakademíu við fram-
haldsskólann og grunnskólann, í
samvinnun við ÍBV, þar sem þau
ungmenni sem þess óska geta
sinnt sinni íþróttagrein af enn
meiri metnaði. „Bæði gangast
þau við ákveðnum reglum um
notkun á tóbaki, víni og öðru
slíku og hefja síðan daginn strax
klukkan sex á morgnana. Fær
hópurinn morgunmat hjá aka-
demíunni og gerir æfingar áður
en skóladagurinn byrjar og
stundar svo æfingar með venju-
bundnum hætti að kennslu lok-
inni.“
Þetta fyrirkomulag virðist inn-
ræta þátttakendum mikinn aga
og um leið skilar meiri æf-
ingatími sér í betri árangri í
íþróttinni. „Úr þeim hópi sem
hefur farið þessa leið erum við að
fá ungt fólk sem ber af í sinni
grein og marga sem eiga fullt er-
indi í landsliðið.“ ai@mbl.is
Íþróttirnar mynda hjarta samfélagsins
Íþróttaiðkun er hluti af
daglegu lífi margra
barna og unglinga í
Vestmannaeyjum og
hefur samfélagið alið af
sér ófáa íþróttamenn í
fremstu röð. Í íþrótta-
akademíunni byrja ung-
mennin daginn klukkan
sex á morgnana.
Morgunblaðið/Ómar
Mynd úr safni af orkumiklum stuðningsmönnum ÍBV. Stór hópur Vestmannaeyinga er skráður í íþróttafélagið og flest börnin í bænum stunda þar æfingar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sandra Erlingsdóttir brýst í gegnum varnirnar með handboltaliði kvenna.
Morgunblaðið/Ómar
Karlalið ÍBV í knattspyrnu hampar Borgunarbikarnum á þessari mynd frá 2017. Ekki skortir samheldnina hjá hópnum.
Þótt lífið í Vestmannaeyjum virðist stundum hverfast um ÍBV segir Þór að þar
séu margs konar íþróttagreinar í boði og eigi allir að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi. Þannig er virkt starf hjá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja fyrir þá
sem vilja æfa og spila boltaíþróttir sér til gamans og heilsubótar. „Við höfum
líka fimleikafélagið Rán, karatefélag, körfuknattleiksfélag, skotfélag, sund-
félag, badmintonfélag, íþróttafélagið Ægi, blakfélag og prýðilegan golfklúbb
svo nokkur dæmi séu nefnd.“
Fer samt ekki milli mála að spennan er hvað mest á leikjum ÍBV. „Á hand-
boltaleikjum fyllist íþróttahúsið af stuðningsmönnum og algengt að á knatt-
spyrnuleikjum séu í kringum sjö hundruð áhorfendur. Mikil stemning er í
kringum heimaleikina og ekki laust við að bærinn tæmist.“
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Bærinn tæmist þegar spilað er
Þór segir Vestmanna-
eyinga duglega að
hvetja sitt lið áfram.