Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
M
ikið hefur verið um dýrð-
ir í Vestmannaeyjum
það sem af er þessu ári,
í tilefni af hundrað ára
kaupstaðarafmæli bæjarins. Arnar
Sigurmundsson, fulltrúi í afmæl-
isnefnd, er manna fróðastur um
sögu byggðarinnar í Vestmanna-
eyjum og segir hann frá því
hvernig það bar til að byggðin í
Heimaey varð að kaupstað:
„Á 19. öld var voru Vestmanna-
eyjar sín eigin sýsla og því tvöfalt
stjórnkerfi í bænum með bæði
hreppstjóra og sýslumanni. Í upp-
hafi 20. aldar hófst síðan vél-
bátavæðingin og 1906 að fyrsti
vélbáturinn kom til Eyja. Olli það
byltingu í atvinnulífinu og á aðeins
fimmtán árum fjölgaði íbúum úr
700 upp í 2.000 og fór fólk að reka
sig á að eitt og annað var óheppi-
legt við þetta tvöfalda stjórnkerfi,“
segir Arnar.
Óskuðu eyjaskeggjar þá eftir
því að Vestmannaeyjar myndu fá
kaupstaðarréttindi og lagði Karl
Einarsson sýslumaður, sem jafn-
framt var þingmaður, fram tillögu
að frumvarpi þess efnis sem Al-
þingi samþykkti í maí 1918. „Menn
voru ekki að flýta sér meira en
svo að frumvarpið barst konungi í
Kaupmannahöfn ekki fyrr en
næsta vetur og 22. nóvember 1918
staðfesti hann lög um að Vest-
mannaeyjar skyldu verða kaup-
staður frá og með 1. janúar 1919.“
Landnámsmenn og sjóræningjar
Merkilegt er hve mikil saga rúm-
ast á þessari litlu eyju. Þar hefur
fólk búið í 1.200 ár og elstu heim-
ildir um Vestmannaeyjar er að
finna í Landnámu þegar Ingólfur
Arnarson elti út í eyjarnar þræla
sem höfðu vegið fóstbróður hans
Hjörleif. Voru þrælarnir írskir, Ír-
ar voru kallaðir Vestmenn á þess-
um tíma, og nafn eyjanna þannig
til komið. Herjólfsdalur, þar sem
kátir þjóðhátíðargestir munu
syngja og skemmta sér um næstu
helgi er nefndur eftir Herjólfi
Bárðarsyni, fyrsta landnámsmanni
eyjanna, sem byggði sér bæ í
dalnum en föst búseta í eyjunum
hófst um 920.
Sérstaða Vestmannaeyja kom
fljótt í ljós og þannig var það að
uppúr 1400 voru eyjarnar gerðar
að einkaeign Noregskonungs og
síðar Danakonungs. Voru Vest-
mannaeyjar sérstakt lén, ekki með
sömu lög og meginlandið og
herma heimilidir að eyjarnar hafi
verið stærsta tekjulind krúnunnar
allt fram á 19. öld.
Lífsbaráttan var oft hörð og
áföllin stór, eins og þegar sjóræn-
ingjar alla leið frá Alsír sigldu
með flota sinn til Vestmannaeyja
1627, drápu 36 manns og gerðu
242 að þrælum sínum. Vegna afla-
leysis sem varð í kjölfar móðu-
harðindanna féllu bæði menn og
dýr á svæðinu úr hor og íbúar
ekki nema 173 talsins árið 1800.
Saga Vestmannaeyja frá miðri
19. öld og alla 20. öldina er, aftur
á móti, saga uppbyggingar og vel-
gengni, að undanskildu Heimaeyj-
argosinu 1973. Ljósið í því myrkri
var að hraunið sem rann út í sjó
gerði aðstæður í höfninni ennþá
betri, en einstaklega góð nátt-
úruleg höfn hafði frá upphafi auð-
veldað veiðar og flutninga. „Það
var ekki fyrr en um 1880 að fyrsta
bryggjan var smíðuð í Eyjum og
fram að því látið duga að binda
hvort heldur kaupskip eða sjón-
ræningjaskip á legunni,“ segir
Arnar en festarnar lágu yfir í
Holuklett og hægt að leggja skip-
um upp að flatri klöpp, Stein-
bryggjunni, sem skagaði út í sjó-
inn og skipa vörum upp þar.
Alþjóðleg áhrif
Blómlegt atvinnulíf, og heppileg
staðsetning, gerðu Vestmanna-
eyjar að líflegum stað á 20. öld og
segir Arnar að oft hafi menningar-
áhrif utan úr heimi komið fyrst
fram í Eyjunum. Þar hafi skip iðu-
lega átt sitt fyrsta stopp á Íslandi
og síðustu viðkomu á leið frá land-
inu, og margur erlendur ferða-
langurinn ákveðið að stökkva þar í
land eftir langa og erfiða siglingu.
Urðu erlendu áhrifin m.a. greini-
leg í blómlegu tónlistarlífi Eyja-
manna og fjölbreyttu trúarlífi en
hvítasunnu- og aðventistasöfn-
uðurinn skutu fyrst rótum þar áð-
ur en þeir náðu til meginlandsins.
„Mormónatrúboð varð líka öflugt í
eyjunni um 1855 og síðar, og yfir
fjögurra áratuga tímabil fluttu um
200 manns frá Vestmannaeyjum
til bæjarins Spanish Fork í Utah,
og ku bæjarstjórinn þar í dag
rekja ættir sínar til Vest-
mannaeyja.“
Á hundrað ára kaupstað-
arafmæli er framtíðin björt og
margt sem hægt er að gleðjast yf-
ir. Atvinnulífið er öflugt, mannlífið
fjölbreytt og nú síðast að tekið var
risastökk í átt að bættum sam-
göngum með opnun Landeyja-
hafnar 2010. Eins og lesendur
þekkja komu upp vandamál með
nýju höfnina en nú mun nýr Herj-
ólfur hefja siglingar og með hon-
um ætti að vera hægt að stóla á
nýju siglingaleiðina flesta og jafn-
vel alla mánuði ársins:
„Með bættum samgöngum er
bæði verið að bæta lífskjör heima-
manna og styrkja ferðaþjónustuna
enda styttist sjóferðin úr þremur
klukkustundum niður í hálftíma og
auðvelt fyrir ferðamenn að skjót-
ast í dagsferð til okkar.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Ófeigur
Lítil eyja með mikla sögu
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Arnar segir bæði trúboða og erlendar tónlistarstefnur hafa náð til Vestmannaeyja á undan öðrum landshlutum.
Framtíð Vestmannaeyja
er björt á 100 ára kaup-
staðarafmæli, og við-
burðarík öld að baki.
Meðal þess sem gefur Vestmannaeyjum sérstöðu er hversu marga listamenn
og áhrifafólk af ýmsu tagi bærinn hefur getið af sér. Á Wikipediu er hægt að
finna langan lista yfir fræga Vestmannaeyinga, s.s. Ása í Bæ, Guðríði
Símonardóttur, Oddgeir Kristjánsson, og meira að segja háhyrninginn Keikó.
Efstur á listanum er Árni Johnsen, sem hér stýrir brekkusöng á Þjóðhátíð.