Morgunblaðið - 26.07.2019, Qupperneq 18
Þ
ótt Kristín Jóhannsdóttir hafi
bara verið krakki þegar
ósköpin dundu yfir var hún
samt nógu gömul til að muna
það vel að hafa verið vakin af föður
sínum um miðja nótt hinn 23. janúar
1973. Öllum að óvörum var tekið að
gjósa og logandi hraunið streymdi í
átt að bænum. „Eldgosið gerði ekki
boð á undan sér og raunar héldu
flestir að þar sem Surtseyjargosið
hafði orðið tíu árum áður þá hlytu að
vera þúsund ár í næsta eldgos á þess-
um slóðum,“ segir Kristín en hún er
safnstjóri Eldheima þar sem saga
gossins í Heimaey er sögð.
„Eftir á töldu sumir sig hafa greint
einhver merki um hvað væri í vænd-
um; að þeir hefðu fundið titring eða
tekið eftir að snjó hafði ekki fest á
svæðinu þar sem eldgosið kom upp.
Enn aðrir fullyrtu að álfarnir í Vest-
mannaeyjum hefðu flutt úr aust-
urbænum yfir í vesturbæinn nokkr-
um dögum áður en tók að gjósa.“
Það er ekki heldur ljóst hver varð
fyrst var við logana. Segir Kristín lík-
legast að það hafi verið tveir menn
sem höfðu það orð á sér að vera dá-
litlir villingar og gjarnir á að vaka á
meðan bærinn svaf. „Eða kannski var
það fólkið sem bjó á bæjunum næst
upptökum eldgossins, en á þessum
tíma mátti finna bóndabýli utan við
sjálfan bæjarkjarnann og náðu log-
arnir til þeirra strax á fyrstu klukku-
stundunum.“
Þrjú hundruð urðu eftir
Eldgosið var óvenjulegt fyrir margra
hluta sakir og fjallað um hamfarirnar
í alþjóðapressunni. Enda stórfrétt að
hraun skyldi sísvona byrja að vella
upp úr jörðu steinsnar frá byggð og
kraftaverki líkast að ekki varð mann-
tjón. „Strax um nóttina var reynt að
koma sem flestum um borð í bátana
sem voru við bryggju og við tók löng
og strembin sigling til Þorlákshafnar
það sem rútur og strætisvagnar ferj-
uðu fólkið til Reykjavíkur. Um morg-
uninn tókst síðan að tæma sjúkra-
húsið af rúmföstu fólki og fljúga með
það til höfuðborgarinar. Eftir urðu í
kringum 300 manns, einkum sterkir
og stæðilegir karlar, og var þeirra
helsta verkefni að reyna að bjarga
verðmætum úr húsum. Mátti oft litlu
muna og t.d. fylltist bærinn á tímabili
af eitruðu gasi svo hópurinn þurfti að
flýja upp til hlíða.“
Það átti þátt í að beina sjónum
heimsbyggðarinnar að Heimaeyj-
argosinu að nálægð eldstöðvanna við
byggðina sýndi svo vel þann ógn-
arkraft sem náttúran býr yfir. „Oft
þegar kraftar jarðarinnar brjótast
fram með þessum hætti er það í
óbyggðum, órafjarri mannabústöð-
um, en í þessu eldgosi mátti sjá fólk
standa og horfa bjargarlaust upp á
aleiguna brenna og hverfa undir
hraun og ösku. Samt var um tiltölu-
lega smátt eldgos að ræða í stóra
samhenginu og þakti nýtt hraun um
fimm ferkílómetra svæði, á meðan
t.d. gosið i Holuhrauni frá 2014-2015
náði yfir 70 ferkílómetra.“
Mikilvægt að varðveita söguna
Eins og gefur að skilja var fólkið í
Eyjum skekið eftir hamfarirnar og
segir Kristín að þegar sú hugmynd
kviknaði fyrst að setja á laggirnar
safn tileinkað eldgosinu hafi það ýft
upp gömul sár. „Til að byrja með
vildu sumir helst ekki að þessi saga
væri rifjuð upp, en svo mildaðist sá
hópur í afstöðu sinni og í dag er al-
menn sátt um safnið og skilningur á
mikilvægi þess að varðveita þennan
kafla úr sögu Vestmannaeyja. Hefur
starfsemin líka gengið mjög vel og
„Stærsta tjónið var allt það góða
fólk sem kom ekki til baka“
Í Eldheimum er saga
Heimaeyjargossins sögð
og líka hægt að fræðast
um gosið í Surtsey. Eld-
gosið gerði ekki boð á
undan sér og var bærinn
rýmdur á einni nóttu.
Kristín segir ekki að fullu ljóst hver varð fyrst var við eldgosið. Sumir kváðust hafa séð álfana í bænum flytja búferlum fyrir gos.
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
Vinnslustöðin hf hafnargata 2 900 Vestmannaeyjar vsv@vsv.is www.vsv.is
Til hamingju með afmælið
Vestmannaeyjabær