Morgunblaðið - 26.07.2019, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
T
ryggvi Hjaltason gæti senni-
lega búið og starfað hvar
sem honum sýnist. Hann
krækti sér í gott háskóla-
próf í Bandaríkjunum og var á
uppleið innan stjórnsýslunnar þeg-
ar honum var boðin staða hjá
leikjafyrirtækinu CCP. Þar starfar
hann í dag sem sérfræðingur og er
jafnframt formaður hugverkaráðs.
Strax og tækifærið bauðst sló hann
til og flutti aftur heim til Vest-
mannaeyja með æskuástinni sinni
og þremur börnum en þaðan vinn-
ur hann í fjarvinnu.
Það var ekki út af eintómri
tryggð við uppeldisstaðinn og
sterkum tengslum við eyjaskeggja
að þau ákváðu að snúa aftur, held-
ur var það nokkuð skýrt reiknings-
dæmi að lífsgæði fjölskyldunnar
myndu verða mun meiri í Vest-
mannaeyjum. „Þegar við fluttum
hingað í fyrra gátum við keypt 250
fm hús í toppstandi á sama verði
og 85 fm íbúð í Reykjavík, og hefur
fasteignaverðið á höfuðborgarsvæð-
inu bara hækkað síðan þá,“ segir
Tryggvi og minnist þess hvernig
hann lagði dæmið upp: „Á þessum
tíma var húsnæðisliðurinn um það
bil 2,7 sinnum dýrari í Reykjavík,
og ég reiknaði það út að fyrir
manneskju með íslensk meðallaun
myndi taka 10 ár að safna fyrir
10% innborgun til að kaupa 110 fm
íbúð í borginni. Fyrir jafnstóra
íbúð í Vestmannaeyjum tæki aðeins
hálft fjórða ár að safna fyrir lág-
marksinnborgun og afborganir þar
að auki mun lægri, í takt við hag-
stæðara fasteignverð. Munar því
sjö dýrmætum æviárum að geta
komist upp á þennan stökkpall að
eignast sína fyrstu fasteign.“
Tryggvi segir að eftir flutninginn
hafi hann líka meiri frítíma, spari
90 mínútur á hverjum degi sem
annars færu í innanbæjarakstur og
stúss. Börnin hafi meira frelsi og
sjálfstæði og hann sé nær náttúru
og taki þátt í samheldnu samfélagi.
Samhliða þessu nýtur hann þeirra
forréttinda að fá að taka þátt í
spennandi áskorunum hjá al-
þjóðlegu fyrirtæki. „Mér finnst
eins og ég hafi fundið eitthvert
leynitrix í lífinu“ segir Tryggvi
þegar hann lýsir upplifun sinni.
Tryggvi neitar því ekki að því
fylgja ekki eintómir kostir að búa í
Vestmannaeyjum. „Við upplifum
bæði plúsa og mínusa, en plúsarnir
eru langtum fleiri. Eru það helst
samgöngur milli lands og Eyja sem
hafa verið stærsti mínusinn en
stendur nú til bóta og ef tekst eins
og að er stefnt, að sigla megi á
Landeyjahöfn allt að 10-11 mánuði
á ári, þá verður það algjör bylting,
og eins ef hugmyndir á Alþingi um
niðurgreiðslu innanlandsflugs verða
að veruleika.“
Þar sem börnin eru frjáls
Tryggvi er 32 ára og næstelstur af
fjórum systkinum. Þrjú þeirra
komust á fullorðinsár og á Tryggvi
ósköp ljúfar minningar af inni-
haldsríku hversdagslífi á Heimaey
þegar hann var peyi. Eins og svo
margir ungir piltar í bænum æfði
hann knattspyrnu og var það áður
en Þór og Týr sameinuðust undir
merkjum ÍBV: „Ég spilaði með Tý
en það bar þannig til að eldri bróð-
ir minn hafði byrjað æfingar hjá
Þór en var mútað af nágranna okk-
ar með pollabuxum og súkku-
laðikexi í skiptum fyrir að færa sig
yfir til Týs. Ég elti svo einfaldlega
stóra bróður.“
Fjölskyldan bjó í austurbænum
og lék Tryggvi sér í nýja hrauninu
þar fyrir ofan, fann sér leynistaði
og dró þangað alls kyns skran sem
hægt var að leika sér með, milli
þess sem vinahópurinn njósnaði um
stelpurnar í bekknum. „Lundapysj-
urnar komu á haustin, Þjóðhátíð í
ágúst og alltaf hægt að dorga við
höfnina ef maður kærði sig um.
Uppvaxtarárin í Vestmannaeyjum
einkenndust af miklu frelsi og á
það við enn þann dag í dag enda
samfélagið smátt og öruggt, lítil
umferð og allt í göngufæri. Elsti
okkar er orðinn sjö ára og farinn
að flækjast á milli húsa og ef við
viljum vita hvar hann er þurfum
við bara að senda fyrirspurn inn á
facebookhóp.“
Eftir að hafa lokið stúdentsprófi
í Eyjum lagði Tryggvi af stað í
mikið ævintýri með æskuvini sín-
um. Flugu þeir vestur um haf,
keyptu gamla drossíu og óku um
Bandaríkin þver og endilöng, bæði
til að skoða heiminn og til að kíkja
á áhugaverða háskóla. Þar rambaði
Tryggvi á spennandi námsbraut við
háskóla í Arizona og tókst að auki
að smygla sér í liðsforingjaþjálfun
hjá Bandaríkjaher.
Fjarvinna breytir öllu
Það var ekki erfitt fyrir Eyjapeyj-
ann að halda af stað langt út í
heim, því hann hugsaði sem svo að
hann yrði aðeins tímabundið í
burtu og myndi snúa aftur til Eyja
einn góðan veðurdag. Að náminu
loknu hafði hann hugsað sér að
starfa um skeið í Bandaríkjunum,
en þá skall bankahrunið á og rann
Tryggva blóðið til skyldunnar að
verða að liði á þessum erfiðu tím-
um. Til að gera langa sögu stutta
fékk hann starf hjá dómsmálaráðu-
neytinu og síðan hjá sérstökum
saksóknara, en var þaðan sóttur yf-
ir til CCP.
Í dag er fyrirkomulagið hjá
Tryggva þannig að hann vinnur
fjarvinnu alla daga, en gerir sér að
jafnaði ferð í bæinn tvisvar í mán-
uði. Fjarvinnan gengur vel og
vinnuveitandinn hefur ekki yfir
neinu að kvarta. Tryggvi bendir á
að fjarvinna verði æ algengari á ís-
lenskum vinnumarkaði og það muni
vafalítið hjálpa fámennum sam-
félögum sem hafa átt við þann
vanda að glíma að geta ekki boðið
upp á mikið úrval starfa fyrir há-
menntað fólk.
„Í fyrsta sinn í mannkynssögunni
fær fólk að svara þessum tveimur
lykilspurningum í lífinu: Við hvað
viltu vinna og hvar ætlarðu að
vinna – og þessar spurningar eru
ekki hvor annarri háðar,“ segir
hann. „Þetta þýðir að æ fleiri geta
valið að búa á þeim stað þar sem
lífsgæði þeirra eru mest, sem er
ekki endilega sama borg eða bær
og fyrirtækið sem þau vinna hjá er
með sínar bækistöðvar. Þróunin á
bara eftir að fara lengra og lengra í
þessa átt og skemmst að minnast
þess að stjórnvöld hafa markað sér
þá stefnu að árið 2024 verði 10%
sarfa hjá hinu opinbera auglýst án
staðsetningar.“
Ef búið er rétt um hnútana
Tryggi segir að sveitarfélög eins og
Vestmannaeyjar geti búið í haginn
fyrir þessa þróun með því að
byggja ákveðna innviði. Þannig
þurfi margir þeirra sem vinna fjar-
vinnu að hafa aðgang að skrif-
stofuaðstöðu og geti oft nægt þeim
að leigja skrifborð í sameiginlegu
vinnurými. Hann segir Þekking-
arsetur Vestmannaeyja þjóna
þessu hlutverki í dag en það megi
hugsa stærra og t.d. líta til verk-
efna á borð við Verið á Sauð-
árkróki. „Þar fá þessir dýrmætu
einstaklingar sem eru tilbúnir til að
taka áhættu, ráðast í nýsköpun og
stofna ný fyrirtæki að nýta ódýrt
eða frítt húsnæði. Aðstaða skiptir
öllu máli og laðar að hæfileikafólk,“
segir hann og nefnir gott dæmi um
hve miklu það getur breytt þegar
bærinn skaffar rétta gerð af hús-
næði:
„Ég var svo heppinn að þegar ég
var unglingur ákváðu bæjaryfirvöld
að breyta tómu húsnæði Fiskiðj-
unnar í tónlistarverkstæði og gat
hver sem er fengið þar ókeypis að-
stöðu til að æfa tónlist. Upp úr
þessu spruttu, á undraskömmum
tíma, 34 nýjar hljómsveitir sem
sumar náðu að gera það gott,“ seg-
ir Tryggvi en sjálfur spilaði hann
með svartmálmsbandinu Stillbirth.
„Það sem þurfti til að koma þess-
um hjólum af stað var að lækka að-
gangsþröskulda og þá urðu skyndi-
lega til 34 fjölbreyttar hljómsveitir
í ekki stærra samfélagi. Sama held
ég að gildi um atvinnulíf og ný-
sköpun; ef boðið er upp á góða að-
stöðu mun fólk nýta hana og góðir
hlutir gerast í kjölfarið.“ ai@mbl.is
„Eins og ég hafi fundið leynitrix í lífinu“
Með því að vinna í fjar-
vinnu hjá fyrirtæki í
borginni, en búa í Vest-
mannaeyjum, hefur
Tryggvi Hjaltason aukið
lífsgæði fjölskyldunnar.
Börnin blómstra og
leika sér frjáls, foreldr-
arnir hafa meiri frítíma
og húsnæði er mun
ódýrara en í Reykjavík.
Tryggvi segir mjög þægilegt að ala upp börn í Vestmannaeyjum.
Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson
„Æ fleiri geta valið að búa á þeim
stað þar sem lífsgæði þeirra eru
mest, sem er ekki endilega sama
borg eða bær og fyrirtækið sem
þau vinna hjá er með sínar bæki-
stöðvar,“ segir Tryggvi.