Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2019
U
m þessar mundir eru breskar
kannanir sagðar benda ótvírætt
til þess að Boris Johnson hafi í
raun þegar tryggt sér leiðtoga-
stöðu breska Íhaldsflokksins og
þar með að verða forsætisráð-
herra Breta eftir 10 daga eða svo. Þessi niðurstaða er
lesin út úr svörum þeirra sem eiga atkvæðisrétt í
Íhaldsflokknum.
Úrslitin ráðin
Fram kom að 77% þessa hóps hefðu þegar sett at-
kvæði sitt í póst svo ekki yrði aftur tekið. Og það sem
gerir svo útslagið er að rúmlega 70% þeirra segjast
hafa krossað við Boris Johnson. Hann sé því kominn
með meirihluta atkvæða í hús. Sá tæpi fjórðungur
sem enn á eftir að kjósa þyrfti allur sem einn að
leggjast gegn Boris og óvíst að það dygði. Boris getur
því verið brattur, en hann veit að ballið er rétt að
byrja. Flokksbræður hans og -systur sem selt hafa
ESB sálu sína eins og Samfylkingarflokkarnir tveir
hér segjast munu gera allt til að stöðva hann. Þing-
forsetinn sem er ólíkindatól og brexit-andstæðingur
er einnig með ólíkindalæti og veifar völdum sem
fræðimenn segja að hvergi megi lesa út úr hinni
óskráðu stjórnarskrá. Það óumdeilt að Theresa May
er einn misheppnaðasti forsætisráðherra sem öldur
tilviljana hafa skolað inn á númer 10 síðustu 65 árin
eða svo.
Fjölmörg dæmi og ólík
En þó veit Boris Johnson innst inni eftir því sem
æskudraumurinn umbreytist í veruleika með degi
hverjum að hann kynni fyrr en varði ná að slá fyrr-
nefnt met May. Hann verður að standa við stóru orð-
in að koma Bretum upp úr og burtu frá kviksyndi
ESB ekki seinna en á miðnætti 31. október.
Vitað var og viðurkennt að Johnson hefði mesta
velvild í hópi almennra flokksmanna. En það er þekkt
og nýleg dæmi um nær og fjær að forystusveit sem
hefur tapað áttum þykir fínast að sýna almennu
flokksfólki fyrirlitningu og tala niður til þess. Það var
samdóma álit stjórnmálaskrifara í Bretlandi að
flokksmenn Íhaldsins væru með þá meinloku að
binda vonir sínar við Boris. En þeir sömu töldu sig
vita að þinghópur stjórnarflokksins bæri lítið traust
til hans og mörgum væri beinlínis illa við hann. Það
er ekki í fyrsta sinni sem þingflokkurinn er þannig
stemmdur. Þannig háttaði til í maí 1940 að þing-
flokkur Íhaldsflokks vildi ekki að Churchill yrði for-
sætisráðherra á ögurstund. Án þess að vita það voru
þeir sammála Hitler og hyski hans í Berlín sem ótt-
uðust Churchill mest. Hefðu þessir reynsluboltar
þingsins fengið sitt fram hefðu þeir sennilega verið
flestir komnir á hraðlestrarnámskeið í þýsku. En „al-
menningur“ vildi Churchill. Sami almenningur hefur
andstyggð á orkupakkauppgjöfinni. Þingmenn þykj-
ast hvorki heyra það né sjá. Einn góðan veðurdag
verður um seinan að koma sér í mjúkinn hjá þeim
sama almenningi. Endurtekna montspekin segir að
ekki megi líkja neinu við Hitler ( sem er vissulega of-
gert og iðulega heimskulega). Þótt af öðrum ástæðum
sé þá er einnig rétt að líkja góðum mönnum við
Churchill, því að fáir þeirra hafa herst í sambærileg-
um eldi og sá karl. Hann var að auki fágætt eintak og
það þurfti að horfa á Hitler með fyrirliðaband haka-
krossins í Berlín til að Bretar treystu sér til að
smokra fyrirliðabandinu loksins á ljónið sem þá
öskraði svo heyrðist um heiminn allan þær tilfinning-
ar sem hann vissi að bjuggu í brjósti þjóðar sinnar
þar sem hún þjappaðist saman í þrengsta öngstræti
sem hún hafði lent í.
Vegsemdin í húsi en vandinn
allur bíður úti fyrir
Það buðu 10 þingmenn sig fram til forystu eftir hið
langþráða fall May. Þeir voru misburðugir en þó allir
margfalt skárri en May.
Það má orða þann slag þannig að níu þingmenn hafi
boðið sig fram gegn Boris Johnson, því frá fyrsta degi
snerist þetta fyrst og síðast um hann. Þótt ekki sé úti-
lokað að það hafi verið satt og rétt sem fyrr var sagt
um afstöðu þingmanna til Borisar, þá varð hin óvænta
niðurstaða sú í síðasta kjörinu á milli þeirra þriggja
sem þá sátu eftir að Johnson fékk 160 atkvæði af 313.
Jeremy Hunt utanríkisráðherra fékk 77 atkvæði og
Michael Gove, (sem áköfustu liðsmenn Borisar köll-
uðu Brutus, sem væri að auki kvæntur Lady
Macbeth), fékk 75 og var þar með úr leik.
En sé aðeins horft til Johnsons og Hunts og á hlut-
fallslega skiptingu þar á milli fékk Johnsons 67,5% og
Hunt 32,4% sem gæti legið nærri hugsanlegri útkomu
þegar atkvæðabréfin frá flokksfólkinu verða opnuð
eftir 10 daga. Svo afgerandi sigur á báðum víg-
stöðvum flokksins, langt umfram spár, væri óneitan-
lega gott veganesti fyrir nýjan forsætisráðherra. En
það verða þrír dómarar, þeir ágúst, september og
október nk. sem skera munu endanleg úr um það,
hvort svo vel úti látið nesti muni duga til.
Theresa May (með óbilandi stuðningi Jeremy Hunt,
sem þykist nú brexit-maður endurborinn) skildi eftir
sig ónýta stöðu. Donald Trump tísti í vikunni að May
færi frá Brexit í fullkomnu rugli (in a mess). Það er
sjaldgæft að Trump sé ekki að minnsta kosti sakaður
um ýkjur í tísti sínu, en ekki í þessu tilviki.
Svipti sig samningsstöðu!
May forsætisráðherra stóð fyrir því sjálf að þingið
samþykkti að ekki mætti yfirgefa ESB án útgöngu-
samnings. Um slíkan samning hafði ESB auðvitað
neitunarvald og þurfti því ekki annað en að leggja sig
eftir hverja rauðvínsflösku og segja nei. Svo borð-
liggjandi stöðu, eða í tilfelli Jean-Claude Juncker svo
rúmliggjandi stöðu, hélt hann að enginn fengi fyrr en
hefði svifið um dauður á reglugerðarskýjum him-
neskra tilskipana í milljón ár og hagað sér vel að mati
ábyrgðalausra, skattlausra, en aldrei allslausra
kommissara, sem Juncker er sannfærður um að fari
með öll mál þar uppi og hafi fyrir löngu náð lyklunum
af sakleysingjum eins og Pétri.
May viðurkenndi að þessi ályktun þingsins væri
ekki bindandi en lýsti því yfir að hún persónulega og
ríkisstjórnin litu svo á að ályktunin væri bindandi
engu að síður. Þar með var samningsstaða Breta fok-
inn út í veður og vind.
Theresa May er sögð hafa arnarsjón og sjái hún
glitta í óyfirstíganlegt klúður í þúsund kílómetra fjar-
lægð þá taki hún samstundis fyrstu ferð þangað. Þeir
þingmenn stóru flokkanna í Betlandi sem týnt hafa
ríkisfangi sínu, fæðingarvottorði, þjóðarást og hinum
órofa böndum sem svo margir hafa við land sitt fyrir
löngu, yfir í ömurlega þjóðleysu, sem er þó með
sendiráð, þjóðfána, höfðu áður lofað að virða þjóðar-
atkvæðið um brexit en hafa smám saman fundið
„réttlætingu“ þess að svíkja margendurtekin loforð.
Þeir áttu í raun við að þeir myndu virða þjóðar-
atkvæðið ef meirihlutinn segði nei við útgöngu. Það
var sama og tæra vinstri stjórnin gerði hér og þurfti
þó þjóðin hér nyrðra að berja ódæmið tvisvar ofan í
svaðið sem er einsdæmi, og í seinna skiptið ákvað
Sjálfstæðiflokkurinn óvænt að leggjast ofan í það til
hennar.
Þegar Boris birtist loks í Downingstræti telst hann
vera með aðeins fjögurra þingsæta meirihluta. Þar
sem þingmenn eru hálft sjöunda hundrað hangir í því
að svo naumur meirihluti teljist vera starfshæfur.
Allmargir þingmenn, og landsþekktir leiðtogar eins
og John Major, sem var einkar misheppnaður sem
slíkur og lét m.a. Soros snýta milljarði punda úr nefi
Breta, hafa þegar í hótunum við Boris Johnsons þótt
Spennandi tímar en
misspennandi fólk
’
Þegar Bandaríkin treystu sér ekki
lengur að sitja eða borga til þessarar
starfsemi hljóp Ísland til, ullaði á Banda-
ríkin og tók upp merkið sem enginn
annar gat hugsað sér að taka upp.
Reykjavíkurbréf12.07.19