Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2019, Page 29
Rauða rúbínhálsmenið úr Pretty Woman Hálsmenið, sem er sérgert af franska skartgripahönnuðinum Fred Joailler, er gert úr 23 perulaga rúbínsteinum sem eru umluktir demöntum sem mynda hjartalaga form, bundið saman með 18 karata hvítagullskeðju. Leikkonan Julia Roberts ber hálsmenið í kvik- myndinni sem kom út árið 1990 en við gerð mynd- arinnar fylgdu öryggisverðir meninu og gættu þess meðan á tök- um stóð. Demantshálsmen Kate Hudson í How to Lose a Guy in 10 Days Demantsmenið sem Kate Hudson bar í kvikmyndinni How to Lose a Guy in 10 Days frá árinu 2003 er frá skartgripahúsinu Harry Winston og ber heitið Isa- dora eftir Isadoru Duncan. Demantshálsmenið er 87 karöt og er það verð- metið á um 5 milljónir bandaríkjadala en menið seldist fljótlega eftir að tökum á kvikmyndinni lauk. Búningahönnuður myndarinnar, Karen Patch, hannaði gul- an kjól sem leikkonan klæddist við hálsmenið til þess að passa fullkomlega við hálsmenið sem var hannað sérstaklega fyrir karakter Hudson í kvikmyndinni. Hjarta hafsins úr Titanic Blái demanturinn, hjarta hafs- ins, úr kvikmyndinni Titanic frá árinu 1997 er raunverulega gerður úr sirkon en útlit hans byggist á frægasta demanti heims, Vonardemantinum, sem nú er í eigu Smithsonian- stofnunarinnar í Bandaríkjun- um. Hjarta hafsins er eitt fræg- asta hálsmen kvikmyndasög- unnar. 14.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 KVIKMYNDIR Sögusagnir hafa verið á kreiki um nokkurt skeið að leikarinn Christoph Waltz, sem lék skúrkinn Blo- feld í Bond-myndinni Spectre, muni birtast í nýjustu kvikmyndinni um njósnarann, Bond 25. Staðfest hefur verið að sést hafi til leikarans á tökustað kvikmyndarinnar. Waltz er ekki á leikaralistanum á vef- síðunni IMDB og er því talið ólíklegt að hann spili mjög stóra rullu í myndinni þar sem tilkynnt hefur verið að aðalskúrkurinn verði leikinn af Rami Malek. Waltz viðloðandi Bond Christoph Waltz mun að öllum líkindum birtast í Bond 25. BÓKSALA 3.-9. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Svört perla Liza Marklund 2 Sara Árelía Eydís Guðmundsdóttir 3 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan 4 Móðir Alejandro Palomas 5 Engin málamiðlun Lee Child 6 Allt hold er hey Þorgrímur Þráinsson 7 Independent People Halldór Laxness 8 Iceland Visual Explorer Guide Chris McNab 9 1793 Niklas Natt och Dag 10 Gullbúrið Camilla Läckberg 1 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson 2 Barist í Barcelona Gunnar Helgason 3 Þín eigin saga – draugagangur Ævar Þór Benediktsson 4 Í talnalandi 1 Hafdís Finnbogadóttir 5 Risasyrpa Íþróttakappar Walt Disney 6 Stjáni og stríðnispúkarnir 3 Zanna Davidson 7 Snuðra og Tuðra í sólarlöndum Iðunn Steinsdóttir /Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir 8 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir 9 Við lærum að lesa – vorhátíð Clemence Masteau 10 Við lærum að lesa – bekkjarafmæli Clemence Masteau Allar bækur Barnabækur Seiðmenn hins forna: 2. bindi – Töfrað tvisvar er önnur bókin í æsispennandi þriggja bóka flokki um seiðpiltinn Xar og stríðsmærina Ósk eftir metsölu- höfundinn Cressidu Cowell í þýðingu Jóns St. Krist- jánssonar. Cowell er einnig höfundur metsölubókaflokkins Að temja drekann sinn en hún myndskreytir bæk- urnar sjálf. Angústúra gefur út. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Líkt og það virðist nokkuð algengt hjá mérer ég með nokkrar bækur í gangi í einu. Þessa dagana bíð ég líka óþreyjufullur eftir einni sem konan mín er að lesa. Hún, eins og ég, les margar í einu, og er illu heilli að hvíla þá sem ég bíð eftir meðan hún klárar eitthvert léttmeti. En hún er hraðlæs þannig að biðin verður ekki löng. Bókin sem ég hef augastað á er Mach- ines Like Me, eftir Ian McEwan. Hon- um kynntist ég fyrir um aldarfjórð- ungi í enskudeild HÍ þegar á leslista var smásagnasafnið First Love, Last Rites. Aldeilis frábær höf- undur sem ég hef haldið upp á síð- an. Nýlega lauk ég líka við nýjustu viðbót Philip Pullman í bókaröðinni um „rykið“, La Belle Sauvage, sem er ekki síður skemmti- leg en þær sem á undan komu og eru væntanlegar sem sjónvarps- þáttaröð, vonandi á þessu ári. Úr seríunni var áður búið að kvik- mynda The Golden Compass, en sú framleiðsla reyndist endaslepp. Næstum jöfnum höndum les ég svo þessa dagana þrjár bækur, en er reyndar með smávægilegt sam- viskubit yfir einni sem ég hef hvílt heldur lengi núna. Það er Killing Commendatore eft- ir Haruki Murakami. Ég er ekki búinn með nema fimmt- ung af tæplega 700 síðna bókinni og aðeins þungt und- ir fæti að koma sér inn í hana, eins og ég er annars hrifinn af Mura- kami. The Wind Up Bird Chro- nicle er ein af mínum uppáhalds- bókum. Síðan er ég að lesa aftur eina af vanmetnustu, en um leið skemmti- legustu, bókum Thomas Pynchon. Sú heitir Vineland og kom út í blá- lok níunda áratugarins. Pynchon er einn af merkustu rithöfundum samtímans og hægt að mæla með öllum hans verkum. Gravity‘s Rain- bow stendur þó upp úr. Þriðja bókin er Wish You Were Here: The Official Biography of Douglas Adams, sem Nick Webb skrásetur. Bókin er liðlega skrifuð og ágætisinnsýn í líf þessa merka breska rithöfundar, þó að á köflum virðist hún fremur fjalla um tilurð The Hitchhikers Guide To The Ga- laxy, en Adams sjálfan. ÓLI KRISTJÁN ER AÐ LESA Aðallega tvær, ein á bið Óli Kristján Ármannsson er blaðamaður og sérfræðingur í almanna- tengslum hjá KOM ráðgjöf. Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.