Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019 ✝ Ólína Guð-mundsdóttir fæddist í Reykja- vík 21. maí 1938. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 2. ágúst 2019. Foreldrar Ólínu voru þau Guð- mundur Jónsson frá Kirkjubóli í Hvítársíðu (1893- 1947) og Málfríður Einarsdóttir frá Hömrum í Þverárhlíð (1901-1995). Systkini Ólínu sammæðra eru Valgeir Sig- urðsson (1924-1995), Sigurlaug Sigurðardóttir (1925-1927), Lúðvík Sigurðsson (1926-1927), Lúðvík Sigurðsson (1928-1929), Sigurlaug Hulda Sigurðardóttir (1930-1930), Jóna Gunnlaugs- dóttir (f. 1935), Gyða Gunn- laugsdóttir (f. 1936) og Sig- urður Guðmundsson (1940-1971). Systkini Ólínu þeirra eru a) Björg, maður hennar er Nicola Girolami og eiga þau einn son, Rocco, og b) Steinar. 3) Bergur (f. 1958). Kona hans er Guofen Kan. Börn Bergs eru a) Elías Örn, kona hans er Elva Björk Reynisdóttir og eiga þau tvö börn Huldu Karen og Óliver Breka, b) Berglind Ósk, maður hennar er Michael Bing. Berg- lind Ósk á einn son Adam Berg. c) Hörður Kristófer. 4) Heimir (f. 1959). Kona hans er Kristrún Guðjónsdóttir og börn þeirra eru a) Sólveig og b) Snorri. 5) Einar Óli (f. 1967). 6) Hinrik (f. 1974). Ólína ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni. Hún hóf bú- skap með Einari ung að árum og sinnti barnauppeldi og heimilisstörfum fyrstu árin. Lengi vel bjuggu þau á Vind- ási við Nesveg en byggðu sér svo hús í Grafarvogi þar sem hún bjó til æviloka. Ólína starfaði um tíma í Nesti en lengst vann hún hjá vefn- aðarversluninni Virku. Útför Ólínu fer fram frá Fríkirkjunni í dag, 13. ágúst 2019, og hefst athöfnin klukk- an 15. samfeðra eru Jón S. (1922-2000), Ey- steinn (1923-2019), Ásgeir (1926-2004), Kristín Margrét (1927-2017), Sigríð- ur Ósk (f. 1930), Ólafur (1931-1978) og Árni (1933- 1999). Eftirlifandi eig- inmaður Ólínu er Einar Sigurbergs- son málarameistari, f. 10. sept- ember 1934. Foreldrar hans voru Sigurbergur Jóhannsson (1886-1969) og Arnfríður Einarsdóttir (1906-1994). Einar og Ólína gengu í hjónaband 10. september 1961. Þau eignuðust sex börn: 1) Ragnar Ómar (f. 1956). Kona hans er Hrund Elvan Friðriksdóttir og börn þeirra eru a) Katrín (látin), b) Kári og c) Klara Björg. 2) Arn- fríður (f. 1957). Maður hennar er Stefán Hermannsson. Börn Á fallegum sumarmorgni, föstudaginn 2. ágúst, kvaddi Ól- ína Guðmundsdóttir, eða Olla eins og hún var jafnan kölluð, þetta jarðlíf. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ollu og fjölskyldunni þegar leiðir okk- ar Heimis lágu saman fyrir tæp- um fjörutíu árum. Mér er því ljúft og skylt að minnast kærrar tengdamóður sem var mér fyr- irmynd og reyndist ávallt vel. Olla var hörkudugleg og margt til lista lagt og taldi ekkert eftir sér í dagsins amstri. Fjölskyldan var stór og oft var vinnudagurinn langur. Þegar búið var að ganga frá eftir daginn og koma börnum niður þá hélt hún áfram inn í nóttina, saumaði fatnað á sjálfa sig og afkomendur og bakaði til að eiga í kistunni. Hún var ein- staklega handlagin og gáfu flík- urnar sem hún saumaði ekkert eftir fínasta pússi úr tískuvöru- verslunum. Henni tókst líka með einstakri lagni að virkja allan barnahópinn. Þar var ekki um skipanir að ræða eða þras heldur gengu allir til verka og hjálpuð- ust að við undirbúning og frá- gang heimilisins. Gleði og sam- heldni ríkti í systkinahópnum og margar hendur unnu létt verk. Á hátíðum hélt Olla utan um hópinn og þá var haldin veisla og spilað, hvert tækifæri var nýtt til að kalla saman afkomendur og gleðjast saman. Olla hafði góða nærveru og það var gott að leita til hennar. Þegar við Heimir hófum búskap nýtti ég mér ráðleggingar tengda- mömmu. Alltaf tók hún vel í að aðstoða ungu konuna hvort sem það var við saumaskap, að leið- beina við matargerð eða annað. Olla var falleg kona sem ávallt hafði sig vel til og þegar árin færðust yfir fékk hún hvítt engla- hár sem við hrifumst öll af. Það var gaman að heyra hana rifja upp sögur frá yngri árum; frá Grundarstígnum þar sem hún átti heima þegar hún var krakki, frá því hún sótti Gaggó Vest, þeg- ar hún fór á þjóðhátíð til Vest- mannaeyja 16 ára, hvernig þau Einar kynntust og hvernig þau með einstakri eljusemi og dugn- aði háðu lífsbaráttuna með stóra barnahópinn sinn. Olla tók bíl- próf á sextugsaldri með miklum sóma og naut þess að hafa frelsi til að aka um götur Reykjavíkur og heimsækja vini og fjölskyldu á meðan hún gat. Ég á góðar minningar frá heimsóknum til tengdaforeldra minna, fyrst á Vindás við Nesveg og síðar í Dverghamrana. Alltaf var tekið vel á móti manni með kaffi og tilheyrandi, gleði og spjalli. Síðustu ár voru Ollu erfið vegna þyngsla í höfði eins og hún lýsti því og í vor var ljóst að hún var langt leidd af krabbameini. Af einstöku æðruleysi háði hún sína lokabaráttu allt þar til yfir lauk. Með þessum fáu línum vil ég þakka Ollu fyrir góð kynni og allt sem hún gaf mér sem ég mun minnast með mikilli hlýju um ókomin ár. Hvíl í friði, Kristrún. Það var fyrir 33 árum eða svo að ég sá í fyrsta sinn hjónin Ólínu Guðmundsdóttur og Einar Sigur- bergsson. Þau voru þá að und- irbúa byggingu íbúðarhúss að Dverghömrum í Grafarvogi og áttu erindi við mig sem væntan- legan nágranna. Samstarfskona mín sem hitti þau hjón á undan mér og ræddi við þau sagði mér að sér litist svo á að ég ætti eftir að verða heppinn með nágranna. Og hún reyndist sannspá um það. Þau hjón Ólína og Einar voru mjög samhent og hús þeirra reis með undraverðum hraða. Ég hygg að þau hafi flutt inn í hús sitt fyrst allra í götunni. Allt var frá upphafi vel frágengið, fágað og prýtt innanhúss sem utan. Innanhúss virtist mér Ólína halda um stjórnartaumana. Ein- ar, bóndi hennar, var þá meira í útiverkunum en einnig mátti stundum sjá hana úti við að huga að gróðri í garði sínum. Ólína var vel að sér til munns og handa. Hún var bæði verklag- in og vinnusöm eins og sjá mátti á heimili hennar. Hún var jafnan viðræðugóð og kunni vel að koma fyrir sig orði. Ung eignaðist hún börn sín og kom sex börnum á legg. Hún sagði stundum að það væri ekkert mál að ala upp sex börn. Allt væri undir því komið að vel tækist til um elsta barnið. Ef vel tækist til með elsta barnið tæki það að sér næsta systkini og yrði því fyrirmynd og svo koll að kolli þannig gætu þau hjálpast að við uppeldið og uppvöxtinn. En auðvitað vakti Ólína yfir börnun- um sínum, verndaði þau og gætti þess að allt væri í lagi. Og mér sýnist að þessi uppeldisfræði Ólínu hafi sannað gildi sitt. Og hún var vissulega stolt af barna- hópi sínum og afkomendum. Og kærleikurinn var gagnkvæmur. Allir ættu að eiga sína Ólínu var viðkvæði fjölskyldu hennar. Síðustu árin glímdi Ólína við sjúkdómseinkenni sem ollu því að hún gat ekki beitt sér af sama krafti og áður við störf sín og skertu lífsgæði hennar. Ekki virtust fást svör við því hvað am- aði að þrátt fyrir læknisheim- sóknir og rannsóknir. Í sumar kom svo í ljós hvers kyns mein- semdin var. Og þá varð ekkert að gert og ótrúlega fljótt slokknaði á lífsljósi hennar. Ólína bjó á heim- ili sínu svo lengi sem unnt var og naut stuðnings og umhyggju eig- inmanns síns og fjölskyldu en síð- ustu vikurnar dvaldist hún á líkn- ardeild Landspítalans og þar lauk hún lífsgöngu sinni með þeirri reisn sem einkenndi hana alla tíð. Ólína og Einar reyndust mér frábærir nágrannar sem alltaf var hægt að leita til með stór sem lítil viðfangsefni í bardúsi hvers- dagsins í amstri daganna og ræða við um málefni dagsins. Margt gott ráð hafa þau látið mér í té og margan góðan bita hef ég þegið við borð þeirra þann langa tíma sem við höfum búið í nágrenni hvert við annað. Fyrir allt það vil ég þakka nú þegar komið er að kveðjustundu. Einari Sigurbergssyni, eigin- manni Ólínu, og öðrum ástvinum votta ég innilega samúð. Jón Einar Böðvarsson. Ólína Guðmundsdóttir Það slær mann alltaf að frétta er einn úr hópi fyrstu kennara FB er fallinn frá. Sigurð- ur Dagsson hóf störf í FB haustið 1979 og hafði skólinn þá aðeins starfað í fjögur ár. Sigurður kenndi í FB í 28 ár, en lét af störfum 2007. Íþróttamað- urinn Siggi Dags eins og við kölluðum hann alltaf hafði fleiri áhugamál en kennsluna og var golfið og fjölskyldan þar í fyr- irrúmi. Sigurður var frábær kennari og naut þess að vera innan um nemendur sína, sem voru frá 15 ára aldri og upp úr. Sigurður tók þátt í að gera íþróttabraut FB að einni öflug- ustu íþróttabraut í framhalds- skóla í dag. „Ég kem mínum skoðunum Sigurður H. Dagsson ✝ Sigurður H.Dagsson fædd- ist 27. september 1944. Hann lést 25. júlí 2019. Útför Sigurðar fór fram 6. ágúst 2019. og vísdómi til nemenda með ró- legheitum og festu, en ekki með neinum skapofsa og látum,“ sagði hann einu sinni við mig. Mér fannst þessi orð lýsa manninum mjög vel. Sigurður var glaðlyndur og kát- ur og hvers manns hugljúfi. Nemendur kunnu vel að meta hann sem kennara og ekki spillti fyrir að hann var frægur íþróttamaður og gat miðlað af reynslu sinni til nem- enda um hvernig ætti að standa sig í lífinu og ná árangri og rækta líkama og sál. Við gömlu samstarfsmenn hans sitjum svolítið hnípnir eftir, því okkur finnst Sigurður hafa kvatt okk- ur alltof fljótt. Góður drengur er fallinn frá, en minningin um hann mun lifa áfram með okk- ur. Ég votta fjölskyldu Sigurð- ar okkar dýpstu samúð. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa. Stefán Benediktsson. Elsku besta Adda amma. Er ég kveð þig nú með tár á hvarmi og hugsa um liðna tíð minnist ég þess þegar ég bjó hjá ykkur afa á Laugarnesveginum. Þar áttum við góðar stundir og gerðum ýmislegt saman. Amma var sem klettur í lífi mínu. Þar fékk ég ást og umhyggju og öruggt skjól. Hjá þeim voru oft haldnar glæsilegar veislur þar sem borð- in svignuðu undan öllum kræs- ingunum. Þar áttum við góðar stundir saman öll stórfjölskyld- an. Ekki má gleyma möndlu- grautnum kl. 18 á Þorláks- messukvöld. Þar fengu margir möndlugjafir. Minnist ég þess að oft var okkur boðið í nýtt slátur við allra hæfi sem og eft- irrétt, sem var yfirleitt grjóna- grautur. Man ég eftir fermingargjöf- inni sem var utanlandsferð til Spánar með þér elsku amma. Þar fórum við í vatnsrenni- brautagarð og eins fórum við yf- ir Gíbraltarsundið til Marokkó, sem var löng en góð dagsferð. Ég er svo þakklátur fyrir öll góðu árin með ykkur afa, þið kennduð mér svo margt í gegn- um tíðina. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Hvíl í friði. Björn Steindórsson, Ásdís Richardsdóttir. Brynhildur Jónsdóttir ✝ BrynhildurJónsdóttir fæddist 27. febr- úar 1924. Hún lést 25. júlí 2019. Útför Brynhild- ar fór fram 6. ágúst 2019. Nú kveðjum við Öddu frænku eins og hún var alltaf kölluð. Adda var stór hluti af okkar lífi en hún og amma Ása (mamma) voru afar samrýndar systur og fjölskyldurnar mjög nánar. Adda prjónaði fyrsta kjól- inn sem Auður eign- aðist og áratugum síðar bar Adda síðan sjal sem Auður prjónaði handa henni, alsæl með „Auði sína“. Systurnar og fjölskyldur þeirra brölluðu margt saman; ferðalög innanlands sem utan, sundið allan ársins hring, berjat- ínsla á haustin og fjölmargar sólarlandaferðir. Við barnabörn- in fengum iðulega að koma með í ferðalög, en það eru nú kannski sundferðirnar sem standa upp úr þar sem við feng- um það hlutverk að skrúbba bök þeirra systra, en þær voru mikl- ar fyrirmyndir og langt á undan sinni samtíð í öllu er viðkemur umhirðu húðar! Jólaboðin hjá Öddu frænku og Gunnari voru ómissandi hluti af jólunum þar sem Adda reiddi fram hverja hnallþóruna á fætur annarri, Gunnar framreiddi heitt súkkulaði og sá um uppvaskið af mikilli snilld. Það var alltaf gaman að heim- sækja þau hjónin allt til seinasta dags, gestrisni þeirra var ein- stök, við fengum aldrei nóg af molum og það var náttúrulega algjör skylda að taka með sér að minnsta kosti einn mola heim. Adda var óspör á hrósið og var alltaf afar áhugasöm um okkar líf, nám, vinnu, maka og börn. Guð geymi elsku Öddu frænku og biðjum við fyrir kveðjur í Draumalandið. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Guðný Jóna, Hulda Maggý og fjölskyldur, innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar. Minning um einstaka frænku mun lifa. Auður, Áslaug Sif, Sara Hrund og fjölskyldur. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.