Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019 ✝ SigurveigHanna Eiríks- dóttir fæddist 7. september 1943 í Reykjavík. Hún andaðist 27. júlí 2019 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Foreldrar henn- ar voru Eiríkur Pálsson lögfræð- ingur frá Öldu- hrygg, f. 22.4. 1911, d. 16.5. 2002, og Björg Guðnadóttir söngkona, f. 17.4. 1903, d. 4.3. 1996. Systkini hennar eru Páll geðlæknir, f. 18.8. 1941, og Anna Margrét grunnskóla- kennari, f. 30.9. 1949, maður hennar er Ólafur Eyjólfsson röntgenlæknir, f. 1.8. 1947. Dóttir hennar er Margrét Eir Hönnudóttir, f. 1.8. 1972, í Mývatnssveit. Að loknu lög- fræðiprófi vann hún hjá Raf- magnsveitum Ríkisins, Bíl- vangi, Skattstofu Reykjanes- umdæmis í Hafnarfirði og síðustu árin hjá Ríkisskatt- stjóra í Reykjavík. Sigurveig var trúnaðarmaður Rarik hjá Starfsmannafélagi ríkisins og sat í stjórn BSRB. Hún var í stjórn Sálarrannsóknarfélags Hafnarfjarðarog formaður í þrjú ár. Á leiklistarárum sótti hún ýmis námskeið, meðal annars hjá Ævari Kvaran, tók þátt í uppfærslum á vegum Leik- félags Reykjavíkur, þar á með- al var Einu sinni á Jólanótt (leikstj. Guðrún Ásmunds- dóttir) og Þegar amma var ung (leikstj. Guðrún Ásmunds- dóttir og Pétur Einarsson). Sigurveig var valin sem Fjall- kona í Hafnarfirði árið 1976. Hún þótti afbragðs upplesari og var fengin til að lesa upp ljóð og sögur við ýmis tilefni. Útför Sigurveigar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 13. ágúst 2019, klukkan 15. maður hennar Jök- ull Jörgensen, f. 14.6. 1959. Sigurveig fædd- ist í Reykjavík en fluttist til Hafnar- fjarðar árið 1945 og bjó þar mestan hluta ævinnar að Suðurgötu 51. Hún varð stúdent frá MR árið 1963. Út- skrifaðist frá Leik- listarskóla Leikfélags Reykja- víkur 1967. Hún stundaði lögfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 1969. Hún stundaði söngnám í Söngskóla Reykjavíkur hjá Guðmundu Elíasdóttur og Guðmundi Jóns- syni og lauk 8. stigs prófi. Á námsárum starfaði Sigur- veig við hin ýmsu sumarstörf en lengst af á Hótel Reynihlíð Elsku mamma mín er farin. Það verður mjög erfitt fyrir mig að beisla þá tilfinningu að geta ekki hringt í hana né heimsótt eða séð hana fyrir framan mig á tónleikum, hreyfandi varirnar með öllu sem ég syng. Mamma var afar sjarmerandi kona og heillaði alla hvar sem hún kom. Það kom mér sífellt á óvart hversu margt fólk hún þekkti. Það minnti mig á að mamma átti sér viðburðaríkt líf áður en ég kom til skjalanna. Oft kemur fyrir að ókunnugt fólk komi að tali við mig. Það þekkti mömmu hér áður fyrr og það talar um kvöldvökur, söng. Mamma hafði gaman af því að hlæja og gleðjast og það er myndin sem ég ætla að hafa ná- lægt mér. Hún var líka ferlega fyndin, jafnvel fram á síðasta dag gat hún gripið tækifærið ef kaldhæðni lá í loftinu – og mað- ur gat ekki annað en hlegið. Hún var sannkallaður gleðigjafi. Ég hef fengið mikið af kveðj- um frá vinnufélögum hennar og vinum og öll tala þau um hvað hún hafi verið dásamleg og góð kona, frábær hlustandi og besta vinkona sem hægt er að eiga, og ég fyllist stolti. Hún var góð kona hún mamma mín. Ég á svo margar skemmtilegar minningar um hana. Við vorum mæðgur og bestu vinir. Höfðum gaman af ferðalögum um landið og fórum reglulega í bíltúra með Villu og Hrefnu sem voru kallaðir Mæð- gnarúnturinn, það var hlegið mikið, spáð í bolla og andleg málefni rædd, í þessum ferðum. Okkar mesta yndi var að fara saman á tónleika og í leikhús. Ég byrjaði mjög ung að fara með mömmu á sinfóníutónleika þar sem við vorum í áskrift, einnig í bæði leikhúsin. Móðir mín var menntuð leikkona og sá þess vegna fljótt hvert stefndi hjá mér. Mamma stóð alltaf sem klett- ur á bak við mig. Studdi hverja ákvörðun sem ég tók, hún skildi vel þegar ég þurfti að fara á vit ævintýranna í útlöndum. Ég veit að það var henni erfitt að sjá á eftir einkadótturinni út í þennan stóra heim, en tenging okkar var svo sterk, svo einstök að við týndum aldrei hvor annarri. Sjálf fór hún fyrst að heiman sem au pair til Bretlands eftir MR og á þeim tíma fékk hún þessa kveðju frá pabba sínum Eiríki Pálssyni frá Ölduhrygg: Frá feðrabyggð þú farin ert, gæti Guð þín gagngert. Leiði ljúfa snót létt við hönd, farðu fararheil um fjarlæg lönd. Veikindi móður minnar voru langvinn og erfið. Mamma var mjög sjálfstæð og sterk kona og kunni illa við að geta ekki redd- að hlutum sjálf. Við stóðum saman í þessu erfiða verkefni – saman tvær alveg fram á síðustu stund. Ég veit að hún mun fylgj- ast með og syngja með mér há- stöfum frá himnaloftum. Þín einkadóttir Margrét Eir Hönnudóttir. Vinkona mín og tengdamóðir Sigurveig Hanna Eiríksdóttir er lögð af stað í vegferðina miklu. Vegferðina sem tekur við af þessu jarðlífi loknu. Þegar ég loka augunum og hugsa til hennar þá koma upp myndir af konu sem geislaði af húmor glettni og greind. Við áttum okkur afskaplega djúpt og verðmætt vinasam- band. Ég kom oft við hjá henni á leið heim úr vinnu. Þá hringdi ég á undan mér og fékk hana í einhverja bölvaða vitleysu eins og að kaupa hamborgara og með því. Svo sátum við spjölluðum um heima og geima. Við höfðum yndi af því að vera ósammála, sérstaklega um pólitík. Hún var föst fyrir í rökræð- um, hafði mikla og hljómmikla rödd sem vert var að virða. Hún var frábær hlustandi og var til í að beygja af leið ef henni líkuðu mótrökin. Rök hennar voru bara yfir- leitt svo vel ígrunduð að ég var yfirleitt sá sem beygði. Hanna vinkona mín umvafði tilfinningum sínum um sig eins og fegursta líni og var ófeimin að renna sér í gegnum allt litróf tifinninganna á skammri stund. Hún hóf viðmælendur sína upp á hærra plan með einlægni og heiðarleika. Það var fallegt að fylgjast með sambandi hennar og einka- dótturinnar Margréti, þær voru svo ótrúlega nánar. Mikið samneiti var og er í fjölskyldu Hönnu. Gaman er og lærdómsríkt að hafa orðið hluti af henni. Liðnir afar og ömmur eru í hávegum eins og vera ber og maður hefur alltaf skynjað mikla virðingu og elsku þar á milli. Nú hefur Hanna sem fyrir mér hætti aldrei að vera ung og fögur kvatt okkur hin sem lifum. Hún er orðin að fallegri minn- ingu sem lifir áfram hjá mér og Margréti, fjölskyldu og vinum. Ég kveð þig elsku Hanna tengdamóðir mín. Takk fyrir allt. Þinn Jökull Jörgensen. Þann 27. júlí fékk ég þær sorgarfregnir að Hanna vinkona hefði látist aðfaranótt þess dags. Hún var búin að berjast við erf- itt krabbamein um langa hríð og hafði farið í lyfjameðferðir sem gengu mjög nærri henni en skil- uðu ekki þeim árangri sem allir vonuðust eftir. Þegar ég frétti af andláti Hönnu var ég stödd á Þingvöll- um og það var rigning. Minn- ingar um góða og kærleiksríka vinkonu streymdu fram og tárin líka. Tárin og regndroparnir blönduðust á kinnum mínum og þá skildi ég setninguna: Mér finnst rigningin góð. Hanna var góð vinkona sem ég mun sárt sakna. Við Hanna kynntumst í hugleiðsluhópi fyrir áratugum síðan og við sátum saman í hugleiðslu reglubundið í mörg ár. Það var svo gaman að hlæja með henni því hún hló svo skemmtilega dillandi hlátri en það var ekki síðra að sitja í þögn með Hönnu. Við áttum margar góðar stundir saman. Árið 2000 fórum við saman til Sviss og Austurríkis og heim- sóttum þar m.a. klaustur saman, það var skemmtileg ferð þar sem var mikið hlegið. Það er gott að eiga minningu um góða vinkonu. Hanna er farin en minningin um einstaka og góða konu lifir. Um leið og ég kveð Hönnu með söknuði votta ég Margréti Eiri og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Kara Jóhannesdóttir. Sigurveig Hanna hafði unnið við álagningu skatta til fjölda ára hjá Skattstofu Reykjanes- umdæmis í Hafnarfirði. Þegar gömlu skattumdæmin voru lögð niður í lok árs 2009 varð til sam- eiginleg eining fyrir skattamál einstaklinga hjá Ríkisskatt- stjóra í Reykjavík og var Sigur- veig Hanna virkur þátttakandi í stofnun þessarar einingar. Hanna, eins og hún var jafnan kölluð, hafði mikla þekkingu á framkvæmd skattalaga og varð strax einn af lykilstarfsmönnum í skattálagningu einstaklinga. Hún var fljót að átta sig á mál- um, frábær í samskiptum við viðskiptavini og einstakur sam- starfsmaður. Hún fylgdist vel með tækniframförum í skatt- kerfinu og var fljót að tileinka sér tækni- og kerfisbreytingar. Þá þótti gott að leita til hennar um ýmis mál, enda var hún vel að sér í skattalögum, kunni til hlítar verklag við meðferð mála og var ávallt jákvæð og elsku- leg. Hanna setti svip sinn á starfs- stöðina og var hrókur alls fagn- aðar. Það var engin lognmolla þar sem Hanna var. Hún stóð fyrir upplestri í kaffitímum og var ávallt forsöngvarinn í af- mælissöngnum. Þá er minnis- stætt þegar hún var sögumaður í leikþætti á árshátíð starfs- mannafélagsins haustið 2014. Þó að Hanna hafi formlega látið af störfum hjá Ríkisskatt- stjóra við lögboðinn aldur var hún enn ung í anda. Hanna var reynslumikill starfsmaður og löngu fyrir lögboðin starfslok var ljóst að slæmt yrði að missa hana. Gekk það svo að hún sinnti störfum áfram sem tíma- vinnumaður fram á sumarið 2015 og kom svo aftur til hluta- starfa við framtalsannir í mars 2017. Margréti Eiri, fjölskyldu og vinum Hönnu eru færðar inni- legar samúðarkveðjur frá sam- starfsfélögum á einstaklings- sviði Ríkisskattstjóra. Helgi Guðnason. Sigurveig Hanna Eiríksdóttir Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR SIGURGEIRSDÓTTIR Litluvöllum 16, Grindavík, lést þann 8. ágúst. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 13.00. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á að láta hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík njóta þess. Margrét og Hermann María Signhild og Stefán Ómar og Júlía og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ARNAR PÁLMASON frá Ísafirði, lést á krabbameinsdeild Landspítala 7. ágúst. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. ágúst klukkan 15. Blóm og skrautgjafir eru vinsamlega afþökkuð. Kristín Ólafsdóttir Ólafur Ernir Arnarsson Einar Atli Arnarsson Ástkær eiginmaður minn, BIRGIR SIGURÐSSON rithöfundur, er látinn. Elsa Vestmann Stefánsdóttir og fjölskylda Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og sonur, EINAR ÓLI RÚNARSSON sem lést 6. ágúst, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð en þeir sem vildu minnast hans er bent á reikn.: 305 13 200075, kt. 231164-4059. Helga Jónsdóttir Ársæll Ómar Einarsson Ásberg Logi Einarsson Ármann Örn Einarsson Nikolína Sól Sigurðardóttir Ágúst Þór Einarsson Jón Geir Ásgeirsson Ása Heiður og fjölskylda Arna Rún og fjölskylda Jónína Sigrún Einarsdóttir Guðmundur Agnarsson Rúnar Pálsson Þann 2. ágúst var elskuleg tengda- móðir mín lögð til hinstu hvílu. Það eru rúm 36 ár síðan ég kom fyrst á Túngötuna til Óla og Báru með Óla Fjalari syni þeirra, þá 17 ára stelpa. Leiðir okkar hafa legið saman síðan þá, allan þann tíma hefur Bára alltaf verið mér einstaklega góð. Það sem ég tók fyrst eftir á heimilinu var hvað þau hjónin gengu samhent til allra verka hvort sem það voru heimilisstörf eða annað sem þurfti að gera. Ef þurfti að mála veggi eða jafnvel byggja hús þá voru þau fyrst til að bjóða fram aðstoð sína sem oft var vel þegin. Á Túngötunni var alltaf líf og fjör, fólk að koma og fara allan daginn enda fjölskyldan stór. Tengdamamma fylgdist alltaf vel með sínu fólki og bar mikla um- hyggju fyrir sínum. Til hennar var hringt til að fá fréttir af stórfjöl- skyldunni og öll góðu ráðin við hinum ýmsu málum. Bára sat aldrei auðum höndum og ef hún átti lausa stund var hún nýtt til að sinna einhverju hand- verki. Hún var mikil listakona bæði á tré og annan efnivið. Hún Bára Guðmundsdóttir ✝ Bára Guð-mundsdóttir fæddist 3. sept- ember 1936. Hún andaðist 24. júlí 2019. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. sagaði út hina ýmsu muni, renndi lampa og efniðvið í forláta ruggustól sem hún smíðaði. Hún smíð- aði dúkkurúm og dó- takistur fyrir börnin í fjölskyldunni og allt dýrmæta jóla- skrautið sem prýðir hvert heimili í fjöl- skyldunni. Síðustu árin saumaði hún mikið út og væri hægt að halda stóra listasýningu með verkum hennar. Þegar við komum í heimsókn austur var alltaf notalegt að setj- ast niður við eldhúsborðið að kvöldi þegar heimilið var komið í ró og spjalla um heima og geima, stundum langt fram á nótt. Þau mæðgin áttu ótrúlega gott og fallegt samband alla tíð. Þau voru um margt lík, bæði miklir grúskarar og gátu fundið lausnir á flestum málum. Það leið aldrei langur tími frá því að þau hittust og þangað til þau voru farin að brasa eitthvað saman, gera við eitthvað sem hafði bilað, laga eitt- hvað sem þurfti að laga eða smíða eitthvað nýtt. Það var alltaf gam- an að fylgjast með þeim þegar þau voru að ræða saman um hvernig best væri að gera hlutina og hjálp- uðust svo að við að vinna verkin. Elsku tengdamamma það er huggun harmi gegn að nú eruð þið sameinuð aftur á nýjum stað. Takk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Anna Kristín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.