Morgunblaðið - 13.08.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 13.08.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI 40 ára Ómar fæddist í Reykjavík en ólst upp á Laugarvatni, í Lille- hammer og á Selfossi. Hann er vínþjónn að mennt frá Hótel Holti og vinnur á Fosshóteli Reykjavík. Maki: Hrefna Nilsen, f. 1984, þjónn á Rifi restaurant í Hafnarfirði. Börn: Aníta Líf, f. 2001, Alexandra Tinna, f. 2012, og Tristan Logi Terry, f. 2015. Foreldrar: Andrés Terry Nilsen, f. 1952, frá Salhus rétt hjá Bergen, matreiðslu- meistari á Borg í Grímsnesi, og Sigrún Sigurðardóttir, f. 1951, úr Vesturbænum í Reykjavík, fyrrverandi matráður. Þau eru búsett í Grímsnesi og Ruds Vedby í Danmörku. Ómar Þór Nilsen Andrésson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Til þess að taka áhættu er nauð- synlegt að þekkja aðstæður og kunna leik- inn vel. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra virðingu. 20. apríl - 20. maí  Naut Sýndu varkárni í öllum viðskiptum og láttu smámunasemina ekki ná tökum á þér í einkamálunum. Breyttu heiminum með því að fyrirgefa og standa með sjálfri/sjálfum þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gefðu þér tíma til að sinna heim- ilinu og gefa því andlitslyftingu með því að mála eða breyta til. Ekki láta kjaftasögur eyðileggja fyrir þér daginn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Tölvuvandræði gera vart við sig í dag. Ekki ana út í samband sem þú ert ef- ins um. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Varastu alla sýndarmennsku, því þeir sem þú vinnur fyrir sjá í gegnum allt slíkt. Ekki gera ráð fyrir því að allir samþykki til- lögur þínar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú nálgast viðfangsefni þín af mik- illi nærgætni. Líttu til þess sem vel hefur gengið og er þér og þínum til skemmt- unar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Tækifæri til þess að vera í sviðsljós- inu bíða þín á næstunni og það skiptir sköpum að vera tilbúin/n. Þú ert sjálfs- öryggið uppmálað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú færð óvæntar gleðifréttir svo að full ástæða er til að gera sér glaðan dag. Passaðu upp á að eiga smá tíma fyrir þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú tekur hugsanlega upp á einhverju í dag sem vekur athygli yfirboð- ara á þér. Nákominn ættingi þarf á stuðn- ingi þínum að halda. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er í nógu að snúast núna. Börnin taka allan þinn tíma. Áhugamálin hafa setið á hakanum, breyttu því við fyrsta tækifæri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt átök og óreiða sé allt í kringum þig máttu ekki láta neitt trufla áform þín. Gefðu þér tíma til að vera í ró og næði. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gættu þess að bregðast ekki of hart við gagnrýni. Þér eru allir vegir færir. verandi starfsmaður VÍS. Þau eru búsett í Garðabæ. Sigurður er fyrr- verandi leikmaður Fram og fyrrver- andi landsliðsmaður Íslands í hand- hjónin Sigurður Einarsson, f. 7. apríl 1943, fyrrverandi starfsmaður Tryggingamiðstöðvarinnar, og Erla Haraldsdóttir, f. 2. júlí 1943, fyrr- H araldur Vilberg Har- aldsson fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1969 og ólst upp á Tunguvegi í Bústaða- hverfinu og síðar í Fossvogi. Hann gekk í Breiðagerðisskóla og síðar Réttarholtsskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1989. Hann útskrifaðist með BS-gráðu sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri 2008. Haraldur lék með yngri flokkum Víkings í knattspyrnu og hand- knattleik. „Ég dvaldi sumarlangt á Höfn í Hornafirði árin 1979 og 1981 og lék þá með Sindra.“ Hann lék með Hetti á Egilsstöðum, Haukum og Fjölni í meistaraflokki í knatt- spyrnu auk fjögurra landsleikja með U17 landsliði Íslands árið 1985. Haraldur starfaði á yngri árum hjá Pósti og síma, hjá Íslenskum getraunum á árunum 1995-2004 og við eigin rekstur til ársins 2010. „Þá gerðist ég framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings og er því á tíunda ári hjá þessu magnaða félagi sem á bjarta framtíð. Það er lífsstíll að vera Víkingur.“ Íþróttir skipa stóran sess í lífi Haralds og þar vegur knattspyrnan þungt. Hann hefur frá árinu 2017 verið formaður Íslensks topp- fótbolta (ÍTF) sem eru hagsmuna- samtök félaga í efstu tveimur deild- um karla og kvenna í knattspyrnu. Sem formaður samtakanna hefur hann setið í stjórn Knattspyrnu- sambands Íslands frá því í febrúar 2019 og er nefndarmaður í A- landsliðsnefnd karla. „Ég er forfallinn golfari og hef verið meðlimur í Golfklúbbi Reyja- víkur í um 25 ár. Forgjöfin stendur í dag í 8,8 en hefur farið lægst í 4,6. Ferðalög með fjölskyldunni skipa stóran sess í lífinu og fátt þykir okkur skemmtilegra en að fara á Anfield Road í Liverpool, heimavöll besta liðs Evrópu, þar sem við höf- um átt ársmiða undanfarin ár.“ Fjölskylda Maki Haraldar er Hrönn Sigurð- ardóttir, f. 4. maí 1969, hjúkrunar- fræðingur. Foreldrar hennar eru knattleik og knattspyrnu. Hann keppti meðal annars á Ólympíu- leikunum í München 1972. Börn Haraldar og Hrannar eru Brynja Líf, f. 22. janúar 2001, nemi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, og Hinrik, f. 31. október 2003, nemi við Tækniskólann. Systkini Haraldar eru Jóhanna, f. 8. ágúst 1946, kennari, bús. í Kópa- vogi; Helga, f. 5. september 1948, verslunarmaður, bús. í Reykjavík; Ásgerður, f. 20. febrúar 1950, hús- móðir, bús. á Höfn í Hornafirði; Kristín, f. 26. október 1952, starfs- maður Íslandspósts, bús. í Reykja- vík; Gísli, f. 3. október 1955, verk- taki, bús. í Garði; og Sævar, f. 24. nóvember 1963, pípulagningamaður, bús. á Selfossi. Foreldrar Haraldar voru hjónin Haraldur Breiðfjörð Þorsteinsson, f. 29. júní 1923, d. í London 5. febr- úar 1988, bifreiðastjóri, og Vilborg Guðrún Gísladóttir, f. 16. júlí 1927, d. í Grundarfirði 2. júní 1979, hús- móðir. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings – 50 ára Fjölskyldan Haraldur, Hrönn, Brynja Líf og Hinrik við Gullfoss um síðastliðna verslunarmannahelgi. Lífsstíll að vera Víkingur Framkvæmdastjórinn Haraldur staddur á Víkingsvellinum. 30 ára Smári er Vopnfirðingur, fæddur og uppalinn á Vopna- firði, en býr í Mos- fellsbæ. Hann er vél- virki að mennt og er að klára BS-gráðu í vél- og orku- tæknifræði við Háskólann í Reykjavík. Hann vinnur í tæknideildinni hjá vél- smiðjunni Hamri. Maki: Sara Dögg Davíðsdóttir, f. 1992, er í bókaranámi. Dóttir: Dalía Líf, f. 2016. Foreldrar: Lárus Ármannsson, f. 1959, starfsmaður Vopnafjarðarhrepps, og Torfhildur Sverrisdóttir, f. 1965, fisk- vinnslukona hjá HB Granda. Þau eru búsett á Vopnafirði. Smári Lárusson Til hamingju með daginn Reykjavík Ólafur Einar Bene- diktsson fæddist 9. ágúst 2018 kl. 11.05. Hann vó 3.655 g og var 50 cm langur. For- eldrar hans eru Kristín Arn- órsdóttir og Benedikt Hall- grímsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.