Morgunblaðið - 13.08.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
ALLTAF KLÁRT
Í ÞRIFINAJAX
NÚ FÆRÐU
AJAX með
matarsóda og sítrónu
og AJAX
með ediki og eplum
Hjálpar þérað gera heimiliðskínandi
hreint
HM U19 karla
Leikið í Norður-Makedóníu:
D-riðill:
Þýskaland – Ísland................................22:26
Brasilía – Portúgal ................................29:36
Serbía – Túnis........................................23:25
Lokastaða í riðlinum: Portúgal 10,
Þýskaland 8, Ísland 6, Túnis 4, Serbía 2,
Brasilía 0. Ísland mætir Japan í 16-liða úr-
slitum á morgun.
EM U16 karla
B-deild í Svartfjallalandi:
C-riðill:
Danmörk – Sviss ...................................72:52
Úkraína – Hvíta-Rússland ...................86:65
Svartfjallaland – Ísland .......................:73:59
Danmörk 8, Svartfjallaland 6, Úkraína 6,
Ísland 5, Hvíta-Rússland 4, Sviss 4.
Ísland mætir Úkraínu í 5. umferð í dag.
Arnór Smárason
var áberandi í
3:2-heimasigri
Lillestrøm á
Mjøndalen í
norsku úrvals-
deildinni í fót-
bolta í gær. Arn-
ór skoraði fyrsta
mark liðsins úr
víti á 13. mínútu
og lagði upp ann-
að markið á 36. mínútu. Lillestrøm
er í níunda sæti deildarinnar með
21 stig eftir 17 leiki. Arnór er kom-
inn með þrjú mörk á leiktíðinni.
Arnór skoraði
og lagði upp
Arnór
Smárason
ÁRBÆR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ekki er auðvelt að átta sig á því hver
örlög Fylkis verða þegar Pepsí Max-
deild karla í knattspyrnu lýkur í
haust. Liðið er með 50% árangur eft-
ir sextán umferðir. Eftir 2:1 sigur
gegn Grindavík í gær hefur liðið
unnið sex leiki, tapað sex og gert
fjögur jafntefli.
Liðið þokaðist frá fallsvæðinu því
Grindavík er í næstneðsta sæti með
17 stig. Er Fylkir því fimm stigum
fyrir ofan fallsæti en aðeins þremur
frá 3. sætinu sem FH er komið í eins
og frægt er orðið. Segir þetta auðvit-
að mikið um það hvernig deildin hef-
ur spilast. KR og ÍBV skera sig úr í
efsta og neðsta sæti en að öðru leyti
er lítill munur á liðunum.
Einungis var um fimmta tap
Grindvíkinga að ræða en þeir hafa
hins vegar aðeins unnið þrjá leiki og
mörkin eru ekki nema þrettán í
leikjunum sextán. Þar sem liðið hef-
ur verið bitlítið í sókninni í sumar þá
er agalegt fyrir það að lenda 2:0
undir eftir korter líkt og gerðist
gegn Fylki í gær.
Agaleg byrjun fyrir Grindavík
Grindvíkingar hafa varið mark
sitt mjög vel í sumar en vörnin opn-
aðist nokkrum sinnum illa á fyrsta
korterinu í gær. Geoffrey Castillion
reyndist Grindvíkingum erfiður og
slapp tvívegis í gegn í fyrri hálfleik. Í
annað skiptið skaut hann í þverslána
en í hitt skiptið sá Vladan Djogatovic
markvörður Grindavíkur við honum.
Castillion skoraði hins vegar úr víti
strax á 4. mínútu sem Ragnar Bragi
Sveinsson náði í. Á 15. mínútu bætti
Hákon Ingi Jónsson við marki eftir
góða fyrirgjöf Daða Ólafssonar frá
vinstri.
Í síðari hálfleik gáfu Fylkismenn
eftir og Grindvíkingar voru mun
meira með boltann. Þeir sköpuðu sér
ekki mörg dauðafæri og ákafinn
virtist ekki mikill þegar þeir sóttu.
Stefán Ljubicic var þó nokkuð
sprækur eftir að hann kom inn á sem
varamaður og hann skallaði í stöng-
ina á 78. mínútu.
Mark Grindavíkur kom svo seint
að Grindvíkingum gafst ekki tími til
að fylgja markinu eftir. Uppbót-
artíminn var nánast liðinn þegar
annar varamaður, Sigurjón Rún-
arsson, hafði betur í baráttu við
Helga Val Daníelsson í teignum og
skallaði í netið af stuttu færi eftir
aukaspyrnu Diego Diz frá hægri.
Grindvíkingar eru aðeins tveimur
stigum á eftir næstu liðum en þeir
þurfa að vera beittari til að vinna
leiki.
Hvort verður Fylkir í efri
eða neðri hlutanum?
Árbæingar mjökuðu sér frá fallsvæðinu með sigri Grindavík í fallsæti
Morgunblaðið/Eggert
Skoraði Geoffrey Castillion með boltann. Erfitt er að átta sig á hvað Grindvíkingarnir fyrir aftan eru að gera.
1:0 Geoffrey Castillion 4. (v)
2:0 Hákon Ingi Jónsson 15.
2:1 Sigurjón Rúnarsson 90.
I Gul spjöldGeoffrey Castillion. (Fylki)
I Rauð spjöldEngin.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson, 8.
Áhorfendur: 649.
FYLKIR – GRINDAVÍK 2:1
MM
Daði Ólafsson (Fylki)
M
Ólafur Ingi Skúlason (Fylki)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki)
Geoffrey Castillion (Fylki)
Elias Tamburini (Grindavík)
Diego Diz (Grindavík)
Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfubolta, hefur
náð samkomulagi við Val og mun hann leika með liðinu á
næsta tímabili samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Pavel hefur leikið með KR frá árinu 2013 og orðið Ís-
landsmeistari sex ár í röð. Hann varð einnig bikarmeist-
ari í þrígang með KR-ingum og Íslandsmeistari árið
2011. Pavel lék sem atvinnumaður í Frakklandi og á
Spáni frá 2003 til 2010. Hann lék í Svíþjóð frá 2011 til
2013.
Pavel er mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu og
lék með liðinu á EM 2015 og 2017. Hann átti góðan leik í
83:82-sigrinum á Sviss í forkeppni EM 2021 á laugardag-
inn var. Pavel skoraði 6,2 stig að meðaltali með KR á síðustu leiktíð og tók
5 fráköst. Þá tók hann fram skóna á miðju tímabili. Hann hefur leikið
meira en 150 leiki með liðinu.
Valur endaði í níunda sæti úrvalsdeildarinnar síðasta vetur og var að-
eins tveimur stigum á eftir Grindavík og sæti í úrslitakeppninni.
johanningi@mbl.is
Pavel sagður á leið til Vals
Pavel
Ermolinskij
Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles afrekaði
nokkuð sem engum hefur tekist í tæp sjötíu ár þegar hún
keppti á bandaríska meistaramótinu í fimleikum í Kan-
sas um helgina.
Biles vann þar sinn sjötta titil á meistaramótinu, en
aðeins Clara Lomady hefur afrekað það og gerðist það
árið 1952. Biles varð einnig fyrsta konan til að fram-
kvæma þrefalda skrúfu með tvöföldu stökki aftur á bak
(e. triple-twisting, double back manouvre) í gólfæfing-
um. Raunar er talið að hún sé fyrsta konan sem reynir
yfirleitt að framkvæma slíkt í keppni.
Biles er einungis 22 ára gömul en hún er fjórfaldur
gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikum. Hún sló í gegn svo um munaði í Ríó
árið 2016 og var líklega skærasta stjarna leikanna. Biles hefur nú unnið
tuttugu mót í röð í Bandaríkjunum. Hún hefur unnið meistaramótið sex
sinnum á sjö árum, en hún var ekki með árið 2017. sport@mbl.is
Biles í algerum sérflokki
Simone
Biles
KNATTSPYRNA
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Extra-völlurinn: Fjölnir – Tindastóll .......18
Norðurálsvöllurinn: ÍA – ÍR ................19.15
Kaplakrikavöllur: FH – Grindavík ......19.15
Varmárvöllur: Afturelding – Haukar..19.15
Kópavogsvöllur: Augnablik – Þróttur R. .20
4. deild karla:
Stokkseyrarvöllur: Stokkseyri – GG........19
Hertz-völlurinn: Fenrir – Berserkir ........20
HANDKNATTLEIKUR
Reykjavíkurmót karla:
Dalhús: Fjölnir – Valur U..........................20
Í KVÖLD!