Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 27
FRJÁLSAR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Stangarstökkvarinn Hulda Þor-
steinsdóttir úr ÍR upplifði mikla
rússíbanareið í Evrópubikarkeppni
landsliða í frjálsum íþróttum sem
fram fór í Skopje í Norður-
Makedóníu um síðustu helgi. Hulda
fagnaði sigri í stangarstökki kvenna
en hún stökk hæst 3,60 metra og
vann öruggan sigur en Eleonora
Rossi frá San Marínó hafnaði í öðru
sæti með stökk upp á 3,26 metra.
Stangirnar hennar Huldu skiluðu
sér ekki á réttum tíma fyrir keppn-
ina og því þurfti stangarstökkv-
arinn að stökka með lánsstöng sem
var allt of lítil fyrir hana en íslenska
liðið gerði sér lítið fyrir og tryggði
sér efsta sætið í þriðju deildinni eft-
ir harða keppni við Serbíu og
keppir því í annarri deild
Evrópubikarkeppninnar sumarið
2021.
„Ég var með besta árangurinn í
stangarstökkinu komandi inn í mót-
ið og þess vegna kom það mér
kannski ekki neitt sérstaklega á
óvart að hafa hafnað í fyrsta sæti
þar sem mér fannst ég eiga að
vinna greinina. Að sama skapi gat
ég ekki keppt með mínar stangir
þar sem þær skiluðu sér ekki til
landsins á tilsettum tíma og ég
þurfti því að keppa á pínulítilli
stöng sem var allt of lítil fyrir mig.
Þar af leiðandi þurfti ég að stytta
atrennuna mína niður í sex skref til
þess að draga sem mest úr hrað-
anum þar sem stöngin var í mýkri
kantinum. Þegar þú ert kominn í
svona sirkuskúnstir þá er þetta í
raun ekki stangarstökkið sem þú
ert vanur að keppa í þannig að allar
forsendur keppninnar breyttust í
raun. Það eina sem maður getur
gert í svona aðstæðum er að gera
gott úr hlutnum, brosa út í annað
og vona það besta. Í ljósi alls sem
átti sér stað í aðdraganda keppn-
innar er ég mjög sátt með að hafa
fagnað sigri í greininni því hinar
stelpurnar tóku 10 til 15 metrum
lengri atrennu en ég.“
Tvö gull eftir endurkomuna
Hulda er að snúa aftur til keppni
eftir krossbandsslit sem hélt henni
frá keppni í rúmt ár, en hún sneri
aftur á 93. Meistaramóti Íslands
sem fram fór í Laugardalnum
helgina 13.-14. júlí. Þar gerði Hulda
sér lítið fyrir og vann öruggan sigur
í stangarstökki kvenna með stökki
upp á 3,70 metra, 0,35 metrum
hærra en Rakel Ósk Björnsdóttir
úr KFA, sem hafnaði í öðru sæti.
„Í gær er akkúrat ár síðan ég
gekkst undir aðgerð vegna kross-
bandsslits og þetta var þess vegna
afar sæt endurkoma fyrir mig per-
sónulega. Ég sneri aftur eftir
meiðslin á Meistaramóti Íslands
fyrir mánuði og það er þess vegna
sterkt að koma til baka í landsliðið
og hjálpa Íslandi að komast upp um
deild. Ég held það hafi verið fjórtán
nýliðar í hópnum í ár sem voru að
keppa í fyrsta sinn fyrir A-
landsliðið og þau stóðu sig öll hrika-
lega vel. Hausinn var rétt skrúf-
aður á hjá þeim öllum og þau létu
pressuna ekki á sig fá þótt þau
væru að keppa á móti mun eldri og
reyndari keppendum. Þau voru
hrikalega flott og framtíðin hjá lið-
inu er mjög björt og vonandi verð-
um við orðin ennþá sterkari árið
2021 þegar við hefjum leik í annarri
deildinni og markmiðið þar er að
sjálfsögðu að halda sig í deildinni.“
Eftirminnilegt augnablik
Evrópubikarkeppni landsliða er
haldin á tveggja ára fresti en árið
2017 féll Ísland úr annarri deild
niður í þá þriðju ásamt Serbíu. Að-
eins eitt lið fór upp um deild um
helgina og fyrir lokagreinarnar,
sem voru 4x400 metra boðhlaup,
var Ísland í öðru sæti rétt á eftir
Serbíu. Kvennasveit Ísland hafnaði
í öðru sæti í boðhlaupinu en karla-
sveitin í þriðja sæti. Serbneska
karlasveitin kom fyrst í mark en
var dæmd úr keppni og Ísland
fagnaði því óvæntum sigri með 430
stig í heildarstigaeppninni á meðan
Serbía endaði með 427 stig.
„Þetta var bara mjög sterkur sig-
ur hjá liðinu. Það er alls ekki auð-
velt fyrir lítið land eins og Ísland að
manna mót þar sem keppt er í
fjörutíu greinum, 20 í karlaflokki og
20 í kvennaflokki. Það er bara eitt
lið sem kemst upp og það er mjög
erfitt að vera með lið sem getur
keppt við allar stærstu þjóðirnar í
öllum greinum. Árangurinn er því
mjög sterkur hjá okkur þar sem að
það voru sterkar þjóðar mættar til
leiks um helgina, þar á meðal Serb-
ía sem endaði í öðru sæti, því á
pappírunum eru þau með mun
sterkara lið en við. Það var rosalega
skemmtilegt augnablik að upplifa
þegar það var staðfest að Ísland
hefði unnið sigur í deildinni og væri
á leið upp um deild og eitt af þeim
skemmtilegri á ferlinum. Við vorum
í raun alltaf rétt á eftir Serbunum
allt mótið og fyrir lokagreinarnar
leit ekki út fyrir að við værum að
fara fram úr þeim. Þetta féll með
okkur í lokin, sem er extra sætt þar
sem önnur deildin er mun jafnari en
sú þriðja og keppnin þar mun meiri
en í þriðju deildinni.“
Fáránlegar aðstæður í Skopje
Aðstæður í Skopje á keppnisdegi
voru afar slæmar en hitastigið var
við 40° gráður í skugga og við-
urkennir Hulda að það hafi aðeins
tekið á að keppa við slíkar að-
stæður.
„Ég er læknisfræðimenntuð og
hélt að ég kynni að passa mig al-
mennilega á sólinni en aðstæður í
Skopje voru í raun fáránlegar. Það
var 40° stiga hiti í skugga og það
var enginn skuggi á vellinum þegar
stangarstökkið hófst á laugardeg-
inum á meðan aðrar greinar byrj-
uðu þegar það var kominn smá
skuggi á völlinn. Við vorum í tæpa
fjóra tíma inn á vellinum í steikj-
andi sól og þótt ég hafi verið mjög
dugleg að drekka, taka magnesíum-
töflur og skýla mér á bak við blautt
handklæði fór ég að finna fyrir mik-
illi ógleði þegar leið á keppnina.
Mér tókst hins vegar að klára
keppnina en það tók mig smá tíma
að jafna mig eftir þetta þar sem að
ég fékk frekar slæman sólsting en
ég er á leið í tveggja vikna kær-
komið frí þannig að ég hef nægan
tíma til þess að jafna mig,“ sagði
Hulda létt í samtali við Morg-
unblaðið.
Fékk sólsting eftir frækinn
sigur með lánsstöng í Skopje
Hulda komin á fullt eftir krossbandsslit Fjórtán nýliðar og framtíðin björt
Ljósmynd/FRI
Sigurvegari Hulda Þorsteinsdóttir með lánsstöngina frægu sem tryggði henni öruggan sigur í Skopje.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
MÁLA
Í SUMAR?
VITRETEX á steininn.
HJÖRVI á járn og klæðningar.
Brasilíumaðurinn Neymar var ekki
með þegar PSG vann Nimes 3:0 í
fyrstu umferð frönsku 1. deildarinnar í
knattspyrnu. Íþróttastjóri PSG sagði
um helgina að Neymar væri nálægt
því að yfirgefa félagið, eins og talað
hefur verið um í allt sumar. Stuðnings-
menn PSG mættu með borða á völlinn
með skilaboðum til Neymars um að
hann ætti að koma sér burt.
Brasilíski markmaðurinn Alisson
mun ekki leika með Liverpool næstu
vikurnar vegna meiðsla í kálfa sem
hann varð fyrir gegn Norwich í fyrstu
umferð ensku úrvalsdeildarinnar á
föstudag. Ekki er vitað nákvæmlega
hvenær Alisson verður klár í slaginn á
ný, en samkvæmt miðlum á Bretlands-
eyjum verður hann frá í um sex vikur.
Ivan Perisic hefur gengist undir
læknisskoðun hjá þýska knattspyrnu-
félaginu Bayern München. Hinn þrítugi
Króati mun samkvæmt fréttum þýskra
fjölmiðla ganga í raðir Bayern frá Inter
á lánssamningi út komandi leiktíð.
Perisic er samningsbundinn Inter til
2022, en hann er ekki í framtíð-
arplönum Antonios Contes knatt-
spyrnustjóra. Perisic þekkir þýsku
deildina vel en hann vann þýska
meistara- og bik-
armeistaratit-
ilinn hjá Dort-
mund og gekk
svo í raðir
Wolfsburg
þar sem
hann var til
ársins
2016. Síð-
an þá hefur
hann verið
hjá Inter.
Eitt
ogannað