Morgunblaðið - 13.08.2019, Page 28

Morgunblaðið - 13.08.2019, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Okkur fannst við þurfa að koma frá okkur því sem við höfum verið að vinna að innan þess tónlistarlega ramma sem við vorum búnir að móta okkur,“ segir Steinar Berg Ísleifs- son, söngvari og gítarleikari í hljóm- sveitinni Grasösnum, sem gefur út fyrstu vínylplötu sína, Til í tuskið, í dag, 13. ágúst. Auk Steinars eru hljómsveitarmeðlimir þeir Sigurður Bachmann, Sigurþór Kristjánsson og Halldór Hólm Kristjánsson sem allir eru búsettir í Borgarnesi og nærsveitum. Steinar, sem er fyrrverandi plötu- útgefandi og hefur gefið út plötur fjölda tónlistarmanna, segir Gra- sasna hafa viljað fagna vínylforminu með plötuútgáfunni, en vínylformið er þeim öllum mjög kært. Platan heildrænni en diskurinn Sex lög á plötunni er einnig finna á geisladiski undir sama nafni sem Grasasnar gáfu út árið 2012, en að sögn Steinars fannst hljómsveitinni ekki eins og hún hefði fundið fjöl sína fyrr en eftir að diskurinn kom út. „Þess vegna ákváðum við, löngu seinna, að nota sex lög sem voru á upphaflega disknum og bæta fjórum við til viðbótar og mynda þannig ákveðna heild. Platan er mjög heild- ræn að okkar mati, ólíkt því sem diskurinn var. Hann var svolítið meira úti um víðan völl fannst okkur. Við vildum setja þetta í vínylform og ramma inn,“ segir Steinar. Hann segir að geisladiskurinn sem tónlistarform hafi ekki haft roð við vínylplötunni. Platan komin á Spotify „Vínylformið er raunverulega eina formið sem er svona fast í hendi. Diskurinn á engan séns. Hann er einhver millileikur sem varð til,“ segir Steinar, sem kveðst þó ákaflega jákvæður gagnvart raf- rænum tónlistarveitum á við Spotify þar sem Grasasnar hafa þegar gefið út plötu sína. „Að vera með plötusafn heimsins í símanum í gegnum Spotify er náttúrulega með ólíkindum. Við er- um ánægðir með að vera komnir þar inn en það að setja góða vín- ylplötu á fóninn er líka ofsalega skemmtilegt að gera,“ segir Stein- ar. Þó að Steinar Berg eigi langan feril að baki sem plötuútgefandi og hafi gefið út fjölmarga söngvara segir hann þetta vera í fyrsta skipt- ið sem hann syngur sjálfur inn á plötu. „Einhvern veginn varð það þann- ig að það var ég sem fór að syngja á minn hátt eins og ég geri. Það finnst mér æðislega skemmtilegt og heilandi eins og tónlistin er. Svo held ég bara að ég geti sungið á hljómleikum líka án þess að vera falskur,“ segir Steinar og hlær. Að auki er Steinar mikill texta- smiður, en flestir textarnir á plöt- unni eru eftir hann. Lögin eru öll í svokölluðum melódískum þjóðlaga- rokkstíl og eru ýmist tökulög eða þjóðlög sem hljómsveitin hefur gert að sínum. Eitt laganna er þó eftir Steinar sjálfan. Vildu að lögin segðu sögur „Aðalatriðið er lagasmíðin sjálf. Það að semja lag sem hljómar vel, er „melódískt“ og er með góðum texta sem hefur eitthvað að segja,“ útskýrir Steinar, en hann segir að Grasasnar leggi áherslu á að lögin segi sögu eða vísi til lífsreynslu. Hann segir að hljómsveitar- meðlimum hafi þótt of lítil fjöl- breytni í lagatextum í dag, sem þeim hafi fundist fjalla nær ein- ungis um samskipti fólks í nútíman- um. „Okkur langaði að hafa alls konar lífreynslutexta,“ segir Steinar og hann segir fjölbreytni textanna vera mikla á plötunni. Þar sé til að mynda að finna texta um heimahag- ana, hrunið, stöðu eldri borgara og kveðskap eftir Stein Steinarr. Fleiri verkefni í bígerð Helmingur Grasasna, Steinar Berg og Halldór Hólm, stefnir að því að halda kassagítartónleika í gistihúsinu Fossatúni í Borgarfirði alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga út ágúst eftir útgáfudag Til í tuskið en útgáfutónleikar verða haldnir á sama stað í dag. Eftir það stefnir hljómsveitin á að spila á fleiri stöðum á Vesturlandi og hugs- anlega víðar. „Það er ekki víst að við förum mikið af Vesturlandinu að spila en við munum flytja þessa plötu og kynna eitthvað af því sem við höfum verið að vinna að,“ segir Steinar, sem staðfestir að önnur plata, til heiðurs söngvaranum og lagahöf- undinum John Prine, sé í bígerð hjá hljómsveitinni og verði gefin út næsta vor. „Við munum nota þessa tvo tíma- punkta til þess að spila meira og flytja þetta efni, sem er orðið tals- vert að umfangi, með þessum tveimur plötum,“ segir Steinar. Ljósmynd/Ruzena Bendova Grasasnar Félagarnir í Grasösnum með gripinn góða, breiðskífuna Til í tuskið sem kemur út á vínyl. Lög sem segja sögur  Grasasnar gefa út vínylplötuna Til í tuskið  Vilja fagna vínylforminu i  Tökulög, þjóðlög og eitt frumsamið Mannshvarf er með þvíátakanlegra sem umgetur og skyndilegthvarf einstaklings, þar sem leit ber engan árangur, hlýtur að rista dýpra hjá aðstandendum en allt annað. Stina Jackson spinnur sögu- þráð úr svona efniviði í Silfurveginum og skapar and- rúmsloft sem enginn vill lenda í. Sagan gerist í Norður-Svíþjóð og snýst í aðra röndina um nær þriggja ára leit að Linu, sem hvarf nær 17 ára, og Meju, sem flutti með móður sinni til eldri manns á sömu slóðum. Þær koma úr ólíkum áttum en virðast eiga margt sameiginlegt. Frásögnin gerist í fámennri sveit og er óhugnanleg. Sumar persónur eiga sér skrautlega fortíð og aðrar eru skrautlegri en orð fá lýst. Birger Brandt og fjölskylda minna til dæmis helst á trúarleiðtoga og hjörð hans, fólk sem vill ekkert með samfélagið hafa og einangrar sig frá því í þeirri trú eða blekkingu að þannig farnist því best. Engu að síður sogast Meja að fjölskyldunni í gegnum soninn Carl-Johan, hverfur á þann hátt sjálf- viljug hægt og hægt úr samfélaginu, sem hún hefur reyndar átt erfitt með að fóta sig í, inn í ímyndað frelsið. Andstæðurnar eru miklar og þjóð- félagsádeilan leynir sér ekki. Lelle gefst aldrei upp í leitinni að dóttur sinni en Silje, sem vill Meju dóttur sinni vel, er uppgjöfin uppmáluð eins og fangi í búri. En ekki er allt sem sýnist og leit í margvíslegri mynd heldur áfram. Silfurvegurinn er enginn gullvegur heldur saga um afleiðingar brengl- unar og ranghugmynda, flótta frá raunveruleikanum. Hún er vel skrif- uð og nístir inn að beini. Höfundurinn Stina Jackson. Barist til síð- asta blóðdropa Spennusaga Silfurvegurinn bbbbn Eftir Stinu Jackson. Friðrika Benónýsdóttir íslenskaði. Ugla 2019. Kilja, 304 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Brasilíski gítarleikarinn og söngv- arinn Ife Tolentino og kollegi hans Teitur Magnússon koma fram ásamt hljómsveit í Iðnó í kvöld kl. 21. Ife mun flytja eigið efni ásamt eigin útsetningum af lögum meist- ara bossa nova-tónlistarinnar, manna á borð við Antonio Carlos Jobim og João Gilberto. Teitur gaf út aðra sólóplötu sína í fyrra, Orna, og hlaut hún góðar við- tökur líkt og sú fyrsta, 27. Teitur mun flytja eigin lög í bland við ís- lensk tökulög og hljómsveitina skipa Hróðmar Sigurðsson, Ingi- björg Elsa Turchi, Magnús Trygva- son Eliassen og Tumi Árnason. Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur og eru miðar seldir við inn- ganginn. Ife og Teitur og hljómsveit í Iðnó Saman Teitur Magnússon og Ife Tolentino verða í syngjandi sveiflu Iðnó í kvöld. Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum. Nýjasta plata sveitarinnar, Fever Dream, náði toppsæti Billboard-listans banda- ríska fyrir mest seldu rokkplöt- urnar um helgina og níunda sæti heildarlistans, Billboard 200. Síð- asta plata sveitarinnar, Beneath the Skin, náði öðru sæti rokklist- ans árið 2015. Of Monsters and Men hefur not- ið mikilla vinsælda vestanhafs allt frá því fyrsta plata hennar, My Head Is an Animal, var gefin út þar og náði 6. sæti Billboard 200- listans. Of Monsters and Men í níunda sæti Billboard 200 listans Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vinsæl Of Monsters and Men gerir það gott í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.