Morgunblaðið - 13.08.2019, Blaðsíða 32
Með sól í hjarta er yfirskrift tón-
leika Hlínar Pétursdóttur Behrens
sópransöngkonu og Ögmundar
Þórs Jóhannessonar gítarleikara
sem fram fara í kvöld kl. 20.30 í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Flutt verða sönglög eftir John Dow-
land og þjóðlagaútsetningar eftir
John Speight, Benjamin Britten, Fe-
derico Garcia Lorca og Manuel de
Falla auk nýrri verka eftir Ólöfu
Arnalds, Þuríði Jónsdóttur, Jóhann
G. Jóhannsson, Stefán Þorleifsson
og Þorstein Gunnar Friðriksson.
Hlín og Ögmundur í
safni Sigurjóns
ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 225. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Breiðablik mætir heimaliði Saraj-
evó í lokaleik sínum í undanriðli
Meistaradeildar kvenna í knatt-
spyrnu í dag. Bæði lið hafa unnið
leiki sína til þessa í riðlinum og er
því allt undir. Sigurvegarinn tryggir
sér sæti í 32-liða úrslitum en tap-
liðið situr eftir með sárt ennið.
Breiðabliki nægir jafntefli þar sem
markatala liðsins er mun betri. »25
Allt er undir hjá
Breiðabliki í Bosníu
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Fylkir fór upp í 22 stig og 8. sæti
Pepsi Max-deildar karla í fótbolta
með 2:1-heimasigri á Grindavík í
gær. Grindavík hefði farið úr fallsæti
með sigri og með þriggja marka sigri
sent Fylkismenn þangað.
Heimamenn byrjuðu af
krafti og unnu verð-
skuldaðan sigur. Geoff-
rey Castillion kom Fylki
yfir strax á 4. mínútu
úr vítaspyrnu og
Hákon Ingi
Jónsson bætti
við öðru marki
eftir korters leik. Sig-
urjón Rúnarsson
skoraði sárabót-
armark fyrir Grinda-
vík í uppbót-
artíma.
Fylkir upp töfluna eftir
sigur á Grindavík
ReSound LiNX
Quattro
eru framúrskarandi
heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur
Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu
smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða,
tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum
tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á
tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan
hátt, eða með einnota rafhlöður.
Góð heyrn
glæðir samskipti
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Amerískir kaggar vekja gjarnan at-
hygli og hætta er á að menn snúi sig
úr hálsliðnum þegar þeir sjá Önnu
Árnadóttur frá Selfossi aka um á
fornbíl sínum frá Chrysler, DeSoto
Firedome, árgerð 1958. „Þetta er
enginn venjulegur fákur,“ segir hún
stolt um sumarbílinn, sem hún keypti
á Ebay 2006.
Mikill bílaáhugi hefur verið og er í
fjölskyldu Önnu. „Afi minn, Arnþór
Guðnason, var snillingur í bíla-
viðgerðum og gerði við bíla alla tíð,“
segir hún. Bætir við að þegar hún var
tólf ára hafi hún aðstoðað hann við að
gera upp Pontiac Firebird 1968, sem
bróðir hennar á núna.
„Afi keypti hann nýjan og þar sem
ég kunni eitthvað í ensku gat ég
hjálpað honum að panta það sem
vantaði, ný teppi og fleira. Ég lærði
sérstaklega mikið um bíla vegna
þessarar samvinnu. Ég ólst upp í bíl-
skúrnum, var orðin vön bílalyktinni,
bónaði og fékk að keyra hratt með
afa, hreinlega féll fyrir þessum gömlu
bílum.“
Bleikur Cadillac draumurinn
Anna segir að lengi hafi draum-
urinn verið að eignast bleikan Cadill-
ac. Árni Valdimarsson, faðir hennar,
hafi fylgst vel með framboði slíkra
bíla á netinu og eitt sinn hafi þau boð-
ið í einn á eBay en orðið undir á síð-
ustu stundu. Vonbrigðin hafi verið
mikil og þau hafi látið kyrrt liggja um
hríð. „Einn morguninn hringdi pabbi,
vakti mig og sagði að ég hefði eignast
Ford-bíl í Flórída,“ rifjar Anna upp. Í
ljós hafi komið að seljandinn var jafn-
gamall Árna upp á mánuð. Kona hans
hafi átt bleikan Cadilac og þegar hún
féll frá hafi maðurinn viljað nota bíl-
inn hennar til þess að vera sem næst
henni. „Því ákvað hann að selja fák-
inn sinn og eftir að pabbi dó hefur
maðurinn leiðbeint mér með ýmislegt
og gefið mér góð ráð.“
Bíllinn er eins og nýr. Lakkið er
upprunalegt og í skottinu er lítil
krukka með sama lit ef á þarf að
halda til þess að bletta. Í kassa, sem
fylgdi líka bílnum, eru nótur fyrir öllu
sem tengist honum frá upphafi, aug-
lýsingar, myndir og fleira. „Áður en
ég fékk bílinn var skipt um innrétt-
ingu í honum og sett ný teppi en ég
hef lítið þurft að gera nema skipta um
dekk.“
Þegar Anna fékk bílinn endurlífg-
aði hún ásamt öðrum Fornbílaklúbb
Suðurlands á Selfossi og var formað-
ur í nokkur ár á meðan verið var að
blása lífi í klúbbinn. Hún flutti á höf-
uðborgarsvæðið 2012 en hefur geymt
bílinn hjá Steinari, bróður sínum, fyr-
ir austan fjall á veturna. Hún er fé-
lagi í Fornbílaklúbbi Íslands og Bíla-
klúbbnum Krúser, en hefur ekki
gefið sér tíma til þess að taka þátt í
starfseminni. „En þátttaka í mont-
rúnti er á dagskránni.“
Morgunblaðið/RAX
Í bílnum Anna Sóley Albertsdóttir og Björk Linnet Haraldsdóttir með Önnu Árnadóttur, ömmu sinni.
Montrúntur á dagskrá
Anna Árnadóttir ekur um á ríflega 60 ára gömlum amer-
ískum kagga Fékk bíladellu í vöggugjöf og elskar lyktina