Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 19

Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 ljós hvað hann átti létt með að semja ljóð og kasta fram stökum sem hittu í mark með glettnis- legri kímni sem kitlaði hlátur- taugarnar. Sem dæmi lýsti hann skíðakennslu tveggja vina sinna svona: Eiríkur með ungmeyjar er þar hægur skriður en Kobbi skrensar klofvega á Kerlingunni niður. Kerlingin er 30 metra hár drangur sem fjöllin draga nafn sitt af. Á einni kvöldvökunni var keppt í mælskulist og var um- ræðuefnið líkþorn og hvernig best væri að lækna þau. Niður- staðan var þessi: Líkþorn eru ljót að sjá, í lauk þó felist bótin, að strjúka sína stórutá og standa í neðri fótinn. Valgarð æfði leikfimi með vöskum öldungum í marga vetur. Þar varð þessi vísa til: Ævi sína enginn veit, öll því fögnum vetri, en ætli við tökum Thor og Teit, í tímunum hjá Sankti-Pétri. Kempurnar Thor og Teitur gerðu mjaðmahnykksæfingar með slíkum tilþrifum að þær voru kallaðar eftir þeim. Valgarði var tónlist í blóð bor- in, hafði góða söngrödd og átti til að grípa gítarinn eða setjast við píanóið í góðra vina hópi og taka lagið. Undraðist ég hversu auð- velt hann átti með að ná gítar- gripunum svona gamall maður (94 ára). „Það á ég henni Bentu minni að þakka. Hún lét mig prjóna svo mikið fyrir sig.“ Já, Benta var hans mesta happ í lífinu, móðir sona þeirra þriggja, stolt þeirra og yndi. Þeir hafa sýnt foreldrum sínum aðdáunar- verða umhyggju alla tíð. Kveð ég nú kæran vin með síð- ustu hendingum úr Sólsetursljóði sem hann hafði miklar mætur á og við sungum oft saman: „Gefi þér Guð sinn frið, góða nótt“. Bentu og fjölskyldu sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Valdimar Örnólfsson. Norðan heiða er hljótt. Lyngið dökknar og stráin gulna, og fugl- ar, bæði stórir og smáir, æfa sig fyrir leiðina löngu suður um höf. Engu að síður eru á þessari stundu myndir frá æsku- og ung- lingsárunum efstar í huga okkar, ljúfar og leikandi léttar minning- ar um eilíft vor og björt sumur, því við eigum von á góðum gestum. Augun hvarfla endurtekið upp í Krók, beygjuna á heiðarbrún- inni, í leit að gráum bíl. Tíminn teygir úr sér, og í minningunni er stundin endalaus, en þegar von og þolinmæði eru gjörsamlega á þrotum birtist hann, og enginn er í vafa um hvor bílstjóranna, Val- garð eða Benta, sitji við stýrið. Við hlaupum upp að hliði, opnum og stöndum spennt og bíðum. Við taka blíðir dagar og góðir, þar sem mikið er spjallað, hlegið, tíst og hjalað. Vinkonurnar og frænkurnar, sem fóru fimm eða sex ára gamlar með afa sínum og ömmu á Alþingishátíðina á Þing- völlum árið 1930 og standa nú hlið við hlið á gjárbarmi á mynd í gamla albúminu inni í stofu og brosa breitt til ljósmyndarans, mala endalaust, hjala og hlæja, tísta og pískra, matbúa og ganga frá og sjá til þess, að öllum líði vel, að allir séu öruggir, að allir leiki sér saman, að farið sé í lautarferð, að enginn týnist, og að börnin geti leikið sér með bros á vör, meðan birtu nýtur við. Síðsumars er stefnunni snúið við. Norðlendingarnir halda suð- ur um heiðar og njóta samveru sama fólks við góðan viðurgjörn- ing og endalausan leik bæði úti og inni. Í minningunni er neðsta skúffan í eldhúsinu ætíð full af Prince Polo, og uppi á heiði eru hestar, sem riðið er á um fjöll og dali. Nú hefur lyngið látið á sjá. Fljótið er hljóðlátt. Aftur er hald- ið suður yfir heiðar, en í þetta skipti til að kveðja góðan mann og þakka honum fyrir vináttu og hlýju í garð okkar fólks, fyrir endalausa gestrisni, fyrir að hlusta, fyrir kímnina og kveð- skapinn, og fyrir synina og allt þeirra fólk, sem er órjúfanlegur hluti af lífi okkar og verður það áfram. Þeim og Bentu, frænku okkar, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingvar, Þóra og Fríða. Við þökkum af alhug áratuga- langa og dýrmæta vináttu við for- eldra okkar, Sigurð og Guðnýju, svo og okkur systkinin. Valgarð reyndist sannur vinur og félagi allt frá verslunarskólaárunum ásamt Bentu eiginkonu sinni. Þau áttu góðar stundir saman þar sem glaðværð ríkti og vinátta var ræktuð; dagleg símtöl, tíðar heimsóknir og margvísleg ferða- lög. Valgarð hafði marga mann- kosti; var skarpgreindur, íhugull og vel ritfær en undir alvarlegu yfirbragði leyndist kímni og kát- ína og var nærvera þeirra hjóna ævinlega lífleg og skemmtileg. Við sendum Bentu, sonum þeirra og fjölskyldum einlægar samúðarkveðjur. Halldóra, Anna Sjöfn og Ólafur Njáll. Ekki lifði hann „fjórðu bana- leguna“ af, einstakur vinur minn, Valgarð Briem. Ég kom nokkrum sinnum til hans á hjartadeildina, í síðasta skipti daginn áður en hann dó, og ekki fór á milli mála að hann var tilbúinn í sína hinstu ferð. Að tala um banalegur í fleir- tölu sýnir einstakt skopskyn hans, en þessi orð sagði hann við mig fyrir mörgum árum á Land- spítalanum þar sem hann var í þriðja skipti í krabbameinsmeð- ferð, hafði það af og taldi víst að sá sem öllu ræður vildi hreint ekkert með sig hafa. Í afar ein- lægu samtali okkar, nokkrum dögum áður en hann dó, ræddum við um lífsins gang og óumflýj- anleg endalok, og þá allt í einu spurði vinurinn góði: „Heldurðu að það sé ekki hægri umferð þarna uppi?“ Það taldi ég víst og sagðist sjá hann fyrir mér í ekils- sæti á hægra kanti í gullvagni himinhvels. Þá brosti kappinn og strauk klút um augu. Valgarð kynntist ég fyrst árið 1982 þegar Sigurjón Sigurðsson, þáverandi formaður Umferðar- ráðs, leiddi okkur saman, en þá var ákveðið að Valgarð tæki við formennskunni 1. janúar 1983, á norrænu umferðaröryggisári. Allir sem til þekkja vita að sam- starf okkar varð með miklum ágætum, ýmsir merkir áfangar náðust í málaflokknum, og vin- átta okkar óx með degi hverjum. Við fórum saman í margar utan- landsferðir og þá kom strax í ljós að Benta og Þurý, kona mín, náðu einnig einstaklega vel saman. Alls þessa minnumst við með ein- lægri þökk. Það veit ég að þáverandi fulltrúar í Umferðarráði, og starfsfólk þess, gerir einnig, og ég gerist svo djarfur að þakka höfðingjanum fyrir hönd ís- lenskrar þjóðar fyrir mikilvæg störf hans að umferðarmálum, bæði í tengslum við hægri breyt- inguna, þar sem hann gegndi lykilhlutverki, og síðar á vett- vangi Umferðarráðs. Að sjálfsögðu gæti ég skrifað langa grein um samskipti okkar öll, en verð hér að stikla á stóru. Minnist hæfileika Valgarðs í mannlegum samskiptum, margra ánægjulegra heimsókna til þeirra hjóna í Sörlaskjól, Jökulgrunn og á DAS, samskipta okkar í HL- stöðinni og eftirminnilegs kvölds með þeim hér í Kvistalandinu. Síðast en ekki síst minnist ég með miklu þakklæti sérstaklega skemmtilegra ferða okkar í Borgarfjörðinn undanfarin sumur, þar sem Valgarð hóaði í nokkra vini sína, og við fórum með Gunnlaugi að Grund, Arn- bjargarlæk, í Einkunnir o.fl., síð- ast núna 11. júní. Hjá Guðrúnu og Davíð á Arn- bjargarlæk bað Valgarð okkur Ólaf Egilsson að lesa upphátt fyr- ir viðstadda mjög skemmtilega frásögn af dvöl hans á bænum fyrir 85 árum, en hún beið þá birtingar í Borgfirðingabók 2019. Við Þurý sendum Bentu og fjölskyldunni allri innilegar sam- hryggðarkveðjur – það er ein- staklega bjart yfir minningu heiðursmannsins Valgarðs Briem. Óli H. Þórðarson. Í dag kveðjum við kæran vin og spilafélaga, Valgarð Briem hæstaréttarlögmann. Fyrir tæpum sjötíu árum komu nokkrir ungir menn í Reykjavík saman til að spila brids. Þetta var upphaf spilaklúbbs sem á sér samfellda sögu til þessa dags. Valgarð Briem var í upphaf- lega hópnum og hefur nú staðið upp frá spilaborðinu síðastur stofnfélaganna. Á langri sögu klúbbsins hafa margir spilafélagar horfið á braut og aðrir tekið sæti þeirra. Lengst af mættu átta félagar til leiks hverju sinni og því var spilað á tveimur borðum en síðustu árin hefur einungis þurft eitt borð. Sem vænta mátti hafa allar leik- reglur verið í föstum og öruggum skorðum. Vínarsagnkerfið hefur alltaf verið notað hjá klúbbnum enda þótt einn klúbbfélaganna héldi því fram fyrir nokkrum ár- um að þetta kerfi væri hvergi not- að í hinum siðmenntaða heimi nema í einhverju þorpi í Úral- fjöllum. Valgarð var einstaklega þægi- legur og eftirsóknarverður spila- félagi. Hann nýtti möguleika Vín- arkerfisins mjög vel og spilaði af kunnáttu og innsæi úr hverri þeirri spilastöðu sem upp kom. Rósemd hans og kurteisi við spilaborðið brást aldrei. Í kaffihléum frá spilamennsk- unni nutum við samvista við fróð- leiksmanninn og lögmanninn Val- garð Briem. Víðfeðm þekking hans og lífsreynsla var jafnan kveikja að skemmtilegum og fræðandi umræðum. Minni hans á menn og málefni var með ólík- indum. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Valgarð Briem að vini og spilafélaga. Við sendum Bentu og fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Hjördís, Guðmundur og Sveinn. Mér er það mikið hjartans mál að skrifa hér nokkur hlý orð um stórkostlegan mann, sem ég mun alltaf minnast með mikilli virð- ingu. Við vorum bæði fyrir um það bil hálfu ári vistmenn á Hrafnistu (DAS) og sátum hlið við hlið í borðsalnum á matmáls- tímum. Ég er þýsk að uppruna. Hef samt búið í þessu fagra landi í 62 ár. Ég þýddi heitið „Hrafnista“ í mínum huga „Rabennest“. En Valgarð Briem, sem var aðdáun- arvert fróður og vel menntaður maður, fræddi mig um að þessi þýðing nafnsins væri „alveg út í hött“. Hrafnista er nefnilega lítil eyja nyrst við vesturströnd Skotlands hjá Suðureyjum. Þetta heiti á dvalarheimilinu var valið vegna þess að á þessari eyju bjuggu fá- dæma fengsælir sjómenn. Mig langar að nefna það að við öll sem vorum vistmenn á Hrafn- istu dáðumst að því og fylgdumst með því hve hugulsamur og elskulegur hann var við konu sína, hana Bentu. Ég er sjálf á biðlista sem til- vonandi vistmaður á Hrafnistu og mun svo sannarlega minnast Val- garðs þar. Ég vil votta öllum aðstandend- um þessa mæta manns mína inni- legustu samúð. Kætumst meðan kostur er, knárra sveina flokkur. Æskan líður ung og fjörleg. Ellin bíður þung og hrörleg. Moldin eignast okkur. Megi Valgarð hvíla í guðs friði. Ingrid Maria Paulsen. Það var víðfeðmt og vanda- samt verkefni sem blasti við Val- garð Briem formanni Fram- kvæmdanefndar hægri umferðar síðla sumars og haustið 1967, því að vorið eftir átti að breyta yfir í hægri umferð á Íslandi. Sá merk- isatburður átti sér stað 26. maí 1968 og hefur sá dagur síðan ver- ið kallaður H-dagurinn. Þeir fé- lagar í H-nefndinni: Valgarð, Einar B. Pálsson verkfræðingur og Kjartan Jóhannsson læknir ásamt Benedikt Gunnarssyni framkvæmdastjóra nefndarinnar höfðu í mörg horn að líta þessa daga. Þeir fylgdust með umferðar- breytingunni í Svíþjóð í septem- ber þetta ár, og tóku síðan til óspilltra málanna hér heima. Það var hlutverk Valgarðs og félaga að ráða fólk til hinna ýmsu starfa vegna umferðarbreytingarinnar og þar var að mörgu að hyggja. Alltaf var Valgarð sami rólegi og yfirvegaði maðurinn. Spurði okkur starfsmennina um hitt og þetta á okkar sviði. Hlustaði og tók svo í flestum tilfellum undir með okkur og hvatti okkur til dáða. Þetta var mikið átaksverk- efni sem þurfti að vinna á stuttum tíma. Í byrjun árs 1968 fór svo að hitna í kolunum ef svo má að orði komast, því að þá risu upp hávær- ir mótmælendur vegna breyting- arinnar. Það var hafísár og svo kom fram þingsályktunartillaga um að umferðarbreytingunni skyldi fresta. Ekki bifaðist þó Valgarð og hélt sínum góða húm- or og reisn hvað sem á gekk. Allt fram á þetta ár kallaði hann svo saman helstu starfs- menn breytingarinnar á H-dag- inn og var þá ósjaldan boðið til veglegrar veislu hjá þeim hjónum Bentu og Valgarð í Sörlaskjóli. Í vor brá hann ekki út af vananum, þótt fækkað hafi í hópnum. Við þessi tækifæri rifjaði hann gjarnan upp ýmislegt sem á daga H-nefndarinnar dreif. Kannski voru tvö atvik sem hann sagði frá oftar en öðrum á sinn spaugilega hátt. Það fyrra var á almennum fundi um umferðarbreytinguna í Borgarfirði, en þar var staddur frjótæknir héraðsins. Hann var mjög fylgjandi breytingunni og Valgarð hafði á orði að það væri nú ekki amalegt að hafa þennan mann í okkar liði, því hann færi heim á hvern ein- asta bæ þar sem væru kýr og messaði yfir fólkinu um leið og hann sæddi kýrnar. Hitt atvikið var frá almennum fundi á Selfossi þar sem hitnaði verulega í kol- unum. Ekki síst fyrir tilstilli séra nokkurs úr Reykjavík sem pré- dikaði, að um götur og torg myndu streyma blóð og tár ef af breytingunni yrði. Valgarð talaði þarna til fundargesta á sinn rólega og yf- irvegaða hátt. Ekki rættist spá kennimannsins, því að stórlega dró úr umferðarslysum hér á landi eftir breytinguna. Þrátt fyrir háan aldur tók Val- garð virkan þátt í því að halda upp á 50 ára afmæli umferðar- breytingarinnar 26. maí 1968. Hann meira að segja settist sjálf- ur undir stýri í uppgerða gamla bílnum sínum, sem hann ók yfir á hægri kantinn fyrir framan þá- verandi Útvarpshús við Skúla- götu 50 árum áður og endurtók leikinn. SJÁ SÍÐU 20 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF FRIÐJÓNSDÓTTIR, Eystri-Leirárgörðum, Leirársveit, lést 30. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Pálmi Þór Hannesson Valgerður Kristjánsdóttir Magnús Ingi Hannesson Susanne Kastenholz Karl Ulrich Kastenholz barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐBRANDS ÞÓRIS KJARTANSSONAR læknis, Fjallalind 22. Alda Gunnarsdóttir Kjartan Guðbrandsson Eydís Gréta Guðbrandsdóttir Kjartan Antonsson Gunnar Örn Haraldsson Ásta E. Arnardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA MARÍA GUNNARSDÓTTIR, Lindasíðu 27, Akureyri, lést á heimili sínu föstudaginn 9. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Kristján Sævar Þorkelsson Sólveig Kristjánsdóttir Gauti Valur Hauksson Gunnar Óli Kristjánsson Nína Jensen Þorsteinn Sævar Kristjáns. Kristján, Tómas, Jóhanna, Vésteinn og Hrafnkell Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, sonar, tengdasonar, tengdaföður og bróður okkar, JÓHANNS SIGURÐSSONAR, Seljuskógum 14, Akranesi. Sigurrós Ingimarsdóttir Þórhildur Orradóttir Einar Gestur Jónasson Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir Sigurður Kai Jóhannsson og fjölskyldan Skarði, Skeiða- og Gnúpverjahreppi Eiginkona mín, HELGA ALICE VILHJÁLMSSON, lést fimmtudaginn 15. ágúst á Landspítalanum í Fossvogi. Magnús Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.