Morgunblaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
GULL SM IÐUR & SKARTGR I PAHÖNNUÐUR
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
Hjólandi vegfarandi á leið um innsetningu kínverska
listamannsins Ai Weiwei í hafnarborginni Rio de Janeiro
á suðausturströnd Brasilíu.
Innsetningin nefnist „Forever Cycles“ sem þýða
mætti sem Endalaus hringrás, en verkið samanstendur
af yfir þúsund reiðhjólum úr ryðfríu stáli. Innsetningin
er hluti af listsýningu Ai Weiwei sem opnuð verður í Rio
de Janeiro í dag.
AFP
Yfir þúsund hjól í innsetningu Ai Weiwei
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn
Pálmason er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna
Norðurlandaráðs í ár. Greint var frá því í gær-
kvöldi á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Hauga-
sundi. Þá er myndin einnig í forvali til Evrópsku
kvikmyndaverðlaunanna, EFA, ásamt 45 öðrum og
verða fimm myndir á endanum tilnefndar eftir
kosningu meðlima Evrópsku kvikmyndaakademí-
unnar sem eru 3.600 talsins.
Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmynda-
verðlauna Norðurlandaráðs en hinar fjórar eru
Dronningen frá Danmörku eftir leikstjórann May
el-Toukhy, Aurora frá Finnlandi eftir Miia Tervo,
Blindsone frá Noregi eftir leikstjórann Tuva Nov-
otny og Rekonstruktion Utøya frá Svíþjóð eftir
Carl Javér.
Markmið verðlauna Norðurlandaráðs, sem eru
ein eftirsóttustu verðlaunin á Norðurlöndunum, er
að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og
samstarfi um umhverfismál sem og að vekja at-
hygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á
sviði lista eða umhverfismála, skv. tilkynningu.
Verðlaunaféð nemur 350 þúsund dönskum krónum og
skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og
framleiðanda.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hlaut
verðlaunin í fyrra en áður hafði hann hlotið þau fyrir
Hross í oss. Tilkynnt verður um vnningshafa við há-
tíðlega athöfn þriðjudaginn 29. október í tengslum við
þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.
Tilnefnd til verðlauna Norðulandaráðs og í forvali EFA
Tilnefnd Úr kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur.
Stjórnendur Ríkislistasafnsins í
Dresden upplýstu fyrr í sumar að til
stæði að hreinsa málverkið „Ung
stúlka les bréf við opinn glugga“
sem Johannes Vermeer málaði á ár-
unum 1657-1659 og fjarlægja síðari
tíma yfirmálun á hluta verksins. Í
275 ár hefur veggurinn að baki
stúlkunni á málverkinu verið auður,
en nýjar og ítarlegar rannsóknir
sýna að Vermeer málaði stóra inn-
rammaða mynd af ástarguðinum
Amor sem hékk á bakveggnum.
Í frétt danska dagblaðsins Politik-
en kemur fram að í sex manna al-
þjóðlegri ráðgjafarnefnd safnsins
hafi til að byrja með ekki ríkt ein-
hugur um þá ákvörðun að fjarlægja
yfirmálunina. „Við ræddum hvort
réttlætanlegt væri að fjarlægja
fingrafar sögunnar af verkinu. Einn
sérfræðinganna hafði efasemdir um
hvort það væri siðferðislega rétt að
fjarlægja yfirmálunina í ljósi þess að
Amor hafði verið hulinn síðan á 18.
öld. Það er svona sem við þekkjum
verkið og því er yfirmálunin hluti af
sögu málverksins,“ segir danski sér-
fræðingurinn og prófessorinn Jørg-
en Wadum í samtali við Politiken, en
Wadum á sæti í alþjóðlegu ráð-
gjafarnefndinni sem aðstoðaði
stjórnendur safnsins í ákvörðun
sinni. Wadum stýrir Miðstöð list-
fræðilegra rannsókna og forvörslu
(Cats) í Kaupmannahöfn. Hann hef-
ur mikla reynslu af málverkum Ver-
meer, en fyrir um aldarfjórðungi
hafði hann yfirumsjón með forvörslu
„Stúlku með perlueyrnalokk“ sem er
frægasta málverk Vermeer. Að sögn
Wadum skipti fyrrnefndur sérfræð-
ingur um skoðun nokkrum mánuðum
síðar og því var það samdóma álit
nefndarinnar að réttlætanlegt væri
að fjarlægja yfirmálunina.
Þekktur fyrir tómu rýmin
Í umfjöllun Politiken kemur fram
að málverkið sem um ræðir hafi
komist í vörslu Ríkislistasafnsins í
Dresden árið 1742, en á þeim tíma
var Vermeer nánast gleymdur í lista-
sögunni. Í skjölum safnsins má sjá
að á þeim tíma var málverkið eignað
Rembrandt. Athygli vekur að á sama
tíma og verkið komst í eigu safnsins
var franski forvörðurinn Jean-
Baptiste Slodtz, sem unnið hafði að
forvörslu málverksins, ráðinn í stöðu
yfirforvarðar safnsins. Ein kenn-
ingin um sögu málverksins er að
Slodtz hafi málað yfir bakvegginn til
þess að verkið líktist meira öðrum
verkum Rembrandt.
„Slodtz gæti hafa málað yfir bak-
vegginn vegna þess að hann langaði í
starfið í Dresden. Hann gaf þeim
málverkið og sagði það eftir Rem-
brandt og fékk í framhaldinu
starfið,“ segir Wadum. Það var ekki
fyrr en á miðri 19. öld sem listfræð-
ingar, undir stjórn Théophile
Thoré-Bürger, komust að því að mál-
verkið væri eftir Vermeer. Það var
síðan ekki fyrr en 1979 sem það upp-
götvaðist að málað hefði verið yfir
hluta þess. Þegar sýna átti verkið í
Bandaríkjunum var það myndað
með röntgengeislum og þá sást
ástarguðinn í fyrsta sinn. Á þeim
tíma töldu forverðir að Vermeer
hefði sjálfur málað yfir bakvegginn
og því var ekki talin ástæða til að
fjarlægja yfirmálunina. Nýjar rann-
sóknir gerðar í Dresden og Kaup-
mannahöfn hafa hins vegar leitt í ljós
að málað var yfir bakvegginn löngu
eftir að Vermeer lauk við uppruna-
lega verkið. „Yfir ástarguðinum
fannst fernisering frá tíma Vermeer.
Ofan á ferniseringunni fannst þunnt
lag af óhreinindum sem staðfestir að
málverkið hefur hangið á vegg um
nokkurn tíma og safnað ryki. Ofan á
rykinu var önnur fernisering sem
yfirmálunin var síðan máluð á,“ segir
Wadum og bendir á að seinni fernis-
eringin og yfirmálunum er talin vera
frá 18. öld. Þar með hafi verið ljóst að
Vermeer hafi ekki sjálfur málað yfir
hluta verks síns til að einfalda mynd-
bygginguna.
„Í listasögunni hefur Vermeer ver-
ið þekktur fyrir tómu rýmin sín, sem
opin hafa verið til túlkunar,“ segir
Wadum og tekur fram að viðbúið sé
að breytingin á verkinu hugnist ekki
öllum. Gangi allt að óskum lýkur for-
vörslunni á næsta ári, en ætlunin er
að sýna það á stórri sýningu í Japan.
silja@mbl.is
Amor lá í leyni
Unnið er að hreinsun málverks eftir
Vermeer Nýjar rannsóknir sýna að
Vermeer huldi ekki sjálfur bakvegginn
Ljósmyndir/Staatliche Kunstsammlung Dresden
Falinn Vinstra megin er málverkið „Ung stúlka les bréf við opinn glugga“ sem Johannes Vermeer málaði 1657-
1659. Hægra megin sést sama verk eftir að forverðir hafa fjarlægt hluta málningar sem hylur ástarguðinn Amor.