Morgunblaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókví Gatið á netapokanum hjá
Arnarlaxi var 7x12 cm að stærð.
Ekki eru taldar líkur á að margir
laxar hafi sloppið út um gat sem
kom á nótapoka einnar sjókvíar
Arnarlax við Laugardal í Tálkna-
firði. Gatið var lítið og enginn fisk-
ur veiddist við kvína eftir að
skemmdin uppgötvaðist. Starfs-
maður Fiskistofu segir þó ekki
hægt að útiloka að einhver lax hafi
sloppið.
Fiskistofa sinnir málefnum sem
varða slysasleppingar á eldisfiski.
Ef óhöpp verða í fiskeldi og fiskur
sleppur ber rekstarleyfishöfum að
tilkynna það tafarlaust. Arnarlax
tilkynnti þegar gat á kvínni kom í
ljós þótt engin merki sæust um að
fiskur hefði sloppið.
Guðni Magnús Eiríksson, sviðs-
stjóri lax- og silungsveiðisviðs
Fiskistofu, segir að net hafi verið
við kvína í tvo daga um helgina án
þess að nokkur fiskur hafi komið í
þau. Tilgangurinn var að reyna að
ná þeim fiski sem hugsanlega hefði
sloppið og draga úr hættu á að vist-
fræðilegt tjón yrði. Ekki hafi verið
talin ástæða til að reyna frekari
veiðar, þar sem reynslan frá Noregi
sýndi að fiskurinn leitaði í burtu frá
kvíunum og slíkar aðgerðir gögn-
uðust aðeins fyrst eftir óhapp.
300 gramma seiði
Meðalþyngd fiska í kvínni er inn-
an við 300 grömm. Ekki eru líkur á
að lax af þeirri stærð leiti strax upp
í laxveiðiár en hann gæti gert það á
næsta ári. helgi@mbl.is
Ekki taldar líkur á að margir
laxar hafi sloppið í Tálknafjörð
Enginn stroku-
lax við sjókvína
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Óvenjulega lítið vatn er í Öxarár-
fossi á Þingvöllum þessa dagana og
segja má að fossinn, sem er ein af
táknmyndum staðarins og jafnvel
Íslands alls, er aðeins svipur hjá
sjón. Að jafnaði er fossinn um fimm
metra breiður þar sem hann fellur
niður af brún Almannagjár. Nú
rennur aðeins mjó buna fram af
berginu, þaðan í Drekkingarhyl og
um Leirurnar út í Þingvallavatn.
Öxará á upptök sín á Leggjar-
brjóti, milli Botnsúlna og Búrfells,
og rennur þaðan fram til Þingvalla.
Á þeirri leið falla ýmsir lækir og
sprænur í ána, en eftir langvarandi
þurrka í sumar eru þær margar að
engu orðnar. „Ég hef unnið hér á
Þingvöllum í mörg ár og minnist
þess ekki að hafa áður séð ána og
fossinn jafn vatnslítil og nú. Oft hafa
komið hér þurrviðratímar, en þetta
held ég að slái öll met. Og við þessu
er ekkert að segja eða gera nema
vonast eftir rigningu, sem veður-
fræðingar spá að komi eftir helgina,“
segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóð-
garðsvörður í samtali við Morgun-
blaðið.
Sandkluftavatn er horfið
Fyrir norðan og ofan Þingvelli, við
Uxahryggjaleið, er Sandkluftavatn,
sem á veturna og í vorleysingum
getur orðið allt að 100 ha. að flatar-
máli. Nú ber svo við að vatnið er
horfið og í norðlægum áttum, eins og
ríkt hafa að undanförnu, rjúka laus
leirkennd jarðefni úr þurrum vatns-
botnum og berst mökkurinn þá til
suðurs og austurs svo jafnvel tekur
fyrir fjallasýn á Þingvallasvæðinu.
Vatnslítill Öxarárfoss
aðeins svipur hjá sjón
Buna fram af bjargbrúninni Áhrif langvarandi þurrka
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Náttúra Margir voru á Þingvöllum í gærdag. Þegar að Öxarárfossi kom
fengu ferðamenn talsvert aðra mynd af honum en oftast er birt.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sandkluftavatn Fínn og leirkenndur jarðvegur rýkur úr botni vatnsins, sem stundum er 100 ha. en er nú er horfið.
Áreksturshætta varð skammt frá
Langavatni, í nágrenni Reykjavíkur,
29. mars 2018 þegar flugmaður
vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til
lendingar á Reykjavíkurflugvelli áð-
ur en hann fékk heimild til þess, að
því er segir í skýrslu Rannsóknar-
nefndar samgönguslysa. Er atvikið
flokkað sem „alvarlegt flugatvik“.
Í skýrslunni segir að flugvélin TF-
TWO, sem hafði verið í snertilend-
ingum á flugvellinum við Sandskeið,
hafi verið á leiðinni til lendingar á
Reykjavíkurflugvelli er atvikið átti
sér stað. Við stjórnvölinn var einka-
flugmaður sem var að kynna sér
flugvélina, hún var annarar gerðar
en sú flugvél sem hann hafði lært á í
einkaflugnáminu. Með í för var flug-
maður sem hafði reynslu af þessari
tegund flugvélar.
Fékk flugstjóri TF-TWO heimild
til þess að nýta leið 3 í samskiptum
við flugumferðarstjóra í flugturni á
Reykjavíkurflugvelli.
Ekki svarað í fyrstu vegna anna
Um borð í hinni vélinni, TF-IFB,
var flugkennari sem var að fljúga
ásamt flugnema í fyrsta tíma í einka-
flugnámi. Skömmu seinna hafði flug-
maður TF-IFB kallað í flugturninn
til þess að biðja um heimild til þess
að koma inn til lendingar í Reykja-
vík, fékk hann ekki svar í fyrstu
vegna anna í flugturni. Hélt hann þó
í átt að upphafi leiðar 3. Kallaði hann
að nýju í flugturninn, sem síðan
veitti honum heimild til lendingar
um umrædda leið.
Þá skárust leiðir loftfaranna
tveggja á meðan flugumferðarstjóri
var að veita TF-IFB flugumferðar-
upplýsingar. Var minnsta lárétta
fjarlægð flugvélanna um 35 metrar
og minnsta lóðrétta fjarlægð 90 fet,
að því er segir í skýrslunni.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
segir í lokaorðum sínum að nefndin
telji „að flugmaður TF-IFB hafi ekki
átt að halda áfram inn að upphafi
leiðar 3 við Langavatn, eftir að hann
náði ekki sambandi við flugturninn í
fyrra skiptið, fyrr en að undangeng-
inni heimild frá flugturni“.
35 metrar á
milli flugvéla
Alvarlegt flugatvik nálægt Reykjavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavík Litlu munaði að tvær
vélar í aðflugi rækjust saman.
Lögmenn tveggja kaupenda að íbúð-
um sem Félag eldri borgara í
Reykjavík eru að byggja við Ár-
skóga í Mjódd áttu í gær í samninga-
viðræðum við fulltrúa félagsins um
lausn á deilum um afhendingu íbúð-
anna.
Kaupendurnir tveir fóru í mál við
félagið til að knýja á um afhendingu
og neituðu að greiða viðbótar-
greiðslu sem FEB krefst. Fyrirtaka
er í málinu í héraðsdómi kl. 9 í dag og
þá er gert ráð fyrir að lögmaður
FEB skili greinargerð vegna kröfu
kaupendanna. Viðræður um lausn
stóðu fram eftir kvöldi í gær og ekki
var komin endanleg lausn í málið
þegar Morgunblaðið frétti síðast.
Búist var við að málið skýrðist við
fyrirtöku málsins árdegis í dag.
Viðræður um lausn
Árskógamálsins
Mál skýrast við fyrirtöku í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árskógar Deilt er um afhendingu
íbúða í húsi Félags eldri borgara.