Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 22

Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 70 ára Theodór er Siglfirðingur en býr í Kópavogi. Hann er lærður bakari og fór í konditornám í Noregi. Hann var bakari á Ísa- firði, Dalvík og Siglu- firði og var driffjöður í leiklistarstarfsemi á þessum stöðum. Hann var síðan æskulýðs- og íþrótta- fulltrúi á Siglufirði. Síðar fór Theodór í leiklistarnám í Drama Studio í London og var leikari hjá Leikfélagi Akureyrar og Leikfélagi Reykjavíkur og hefur leikið í yf- ir 20 kvikmyndum. Maki: Guðrún Stefánsdóttir, f. 1949, fv. miðasölustjóri í Borgarleikhúsinu. Börn: Hrafnhildur, f. 1969, Ásta Júlía, f. 1972, Sara, f. 1974, og Vigdís, f. 1990. Barnabörnin eru sjö og barna- barnabörnin tvö. Foreldrar: Júlíus Júlíusson, f. 1927, d. 2004, kennari og áhugaleikari, og Svava Baldvinsdóttir, f. 1929, stundaði ýmis störf, bús. á Siglufirði. Theodór Júlíusson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er hart sótt að starfsemi þinni svo þú þarft að verja hana með kjafti og klóm. Farðu frekar fram með lipurð og til- litssemi og þú munt undrast hversu vel þér verður ágengt. 20. apríl - 20. maí  Naut Stundum er sannleikurinn miklu til- þrifaminni en þú áttir von á. Láttu ekki draga þig út í eitthvað sem þú kærir þig ekkert um. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu stoltur af starfi þínu þótt einhverjum finnist ekki mikið til þess koma. Annað mun einungis koma í bakið á þér síð- ar. Allir bera ábyrgð á sínum eigin gjörðum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú getur séð sjálfa/n þig í öðrum. Njóttu meðbyrsins meðan hann varir og vertu viðbúinn mótbyrnum sem óhjá- kvæmilega kemur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu það ekki hvarfla að þér að láta aðra um að leysa þín mál. Smámunasemin er alveg að fara með þig þessa dagana. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það mun margt breytast á heimili þínu á næstunni. Hugmyndir þínar um hvernig betrumbæta megi starfsumhverfið eru fyrirtak. 23. sept. - 22. okt.  Vog Skipulagning er ekki val, hún er nauð- syn. Gættu þess að fórna ekki góðri vináttu fyrir eitthvað sem skiptir litlu sem engu máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú lætur einskis ófreistað í leit að sannleikanum í dag, jafnvel þótt það baki þér óvinsældir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú eru þau öfl uppi, að þú verð- ur að gaumgæfa framtíð þína. Gömul við- skiptatækifæri skila arði en ný tækifæri láta á sér standa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir laðað að þér einhvern í dag sem er staðráðinn í að gera þig að betri manni. Reyni einhver að ráðskast með þig muntu taka það óstinnt upp. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er mikill kraftur í þér en það skiptir öllu máli að beina honum í rétta átt svo þú fáir því áorkað sem þú óskar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú ættu áætlanir þínar að ganga upp, ef þú bara sýnir ögn af þolinmæði. Það liggur í augum uppi að þú þarft að sleppa tökunum á ákveðnum þáttum í lífi þínu. vel gekk. Iðulega dreymdi mig Halldóru tengdamömmu mína og hún vísaði mér margoft á góðan afla, blessunin.“ Theódór var síðan með ýmsa báta, stóra og smáa, m.a. með Kristján Guðmundsson frá Súg- andafirði, sem hann sótti tveggja ára gamlan til Harstad í Noregi 1970 og var með í nokkur ár. Þá jöfnum höndum á Íslandsmiðum og við Austur-Grænland. Þegar við fórum í salttúrana til V-Grænlands voru 48 manns í áhöfn og eitt vorið komum við heim með 446 tonn af fullstöðnum saltfiski eftir 46 daga túr. Mér leið alltaf vel til sjós, þetta var oft erfitt og mikið stress, en líka gefandi og skemmtilegt þegar T heódór Jónsson er fæddur í Reykjavík 21. ágúst 1929. Er hann var átta ára gamall fórst faðir hans í sjó- slysi og fjölskyldan flutti að Auð- kúlu við Arnarfjörð til móðurfor- eldranna. Um 10 ára aldurinn fór Theódór að vitja grásleppuneta og sækja sjó með afa sínum. Sjórinn átti hug hans lengst af starfs- ævinni. Sem unglingur sótti Theó- dor bæði þorsk, síld og smokkfisk í gjöfulan Arnarfjörðinn og er minn- isstætt þegar hann 16 ára gamall haustið 1935 kom að landi með 2,6 tonn af þorski á lunningafullri trillu afa síns, en um sumarið hafði hann verið á síld á Eldborgu. „Ég veit ekki hvað hefði orðið ef pabbi hefði ekki dáið, þá breyttist margt,“ segir Theódór. „Mamma vildi ekki að ég færi á sjóinn, en eftir að ég kom vestur var ég ákveðinn í að verða skipstjóri og verða eins og pabbi.“ Innan við tví- tugt var hann m.a. á Gylfa frá Pat- reksfirði og rifjar Theódór upp að Jóhann skipstjóri hafi reynst stráknum frá Auðkúlu vel til að komast sem fyrst inn í Stýri- mannaskólann. Þaðan lauk Theó- dór tveggja ára námi vorið 1951. Um miðja síðustu öld komu ný- sköpunartogararnir hver af öðrum til landsins og boðuðu byltingu í at- vinnulífi landsmanna. Theódór réði sig til Bæjarútgerðar Reykjavíkur og varð stýrimaður á bv. Pétri Halldórssyni RE 207 og tók síðan við sem skipstjóri á Skúla Magnús- syni RE 202. Þá var hann aðeins 28 ára gamall og gekk vel. Hann var síðan skipstjóri á Þorsteini Ing- ólfssyni RE 206 í 2-3 ár, en hætti störfum hjá Bæjarútgerðinni upp úr 1960 þegar ákveðið var að selja Þorstein til Grikklands. Leiðsögn í gegnum drauma „Þessi togaraár eru eftirminni- leg, það var oft mikill afli og óhemju vinna. Um borð í togur- unum voru yfirleitt hörkukallar og það var lykillinn að árangri. Oft vorum við stóran hluta ársins við Vestur-Grænland, en annars var hann um tíma stýrimaður á flutningaskipunum Ísnesi og Akra- nesi. Eftir að hann kom í land starfaði hann meðal annars hjá Ál- verinu í Straumsvík, Háskólabíói og hjá ÁTVR. Spurður um áhugamál segist Theódór hafa gripið í ýmislegt eins og golf og brids og vonandi verið liðtækur. Hann hafi alltaf haft gaman af tónlist, ekki síst djassi, og Louis Armstrong og Benny Goodmann hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi. Theódór rifjar upp að hann hafi verið byrjaður að læra á píanó átta ára gamall þegar fjöl- skyldan flutti vestur í Arnarfjörð og píanóið var selt. Þá hafi hann talsvert stundað laxveiði á árum áður, en segist efast um að hann myndi sleppa nýveiddum laxi eins og nú sé víða regla. Hann hefur í áratugi fylgst með enska boltanum þar sem Liverpool er efst á blaði og segir að fyrsta ferðin á Anfield fyrir tveimur árum með börnum og barnabörnum hafi verið stórkost- leg. Theódór segist njóta þess á efri árum að eiga góða og dugmikla fjölskyldu, bæði sína afkomendur og Sólveigar konu sinnar. Það verði seint fullþakkað. Þau Sólveig eru nýlega flutt til Reykjavíkur og búa nú í Mörkinni við Suðurlands- braut, en höfðu áður búið á Tálknafirði og Selfossi. Fjölskylda Theodór var giftur Ernu Rafn Jónsdóttur, f. 1929, d. 2010, þau slitu samvistir 1995. Börn Theódórs og Ernu eru: 1) Margrét Theódórsdóttir, f. 28.3. 1954, skólastjóri Tjarnarskóla, sambýlismaður: Ágúst Ingi Jóns- son, blaðamaður. Synir hennar eru Guðmundur Páll Friðbertsson og Theódór Friðbertsson; 2) Halldór Jón Theódórsson, f. 15.9. 1958, bif- vélavirki, eiginkona: Ingibjörg Leifsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru Erna Rún, Helgi Rúnar og Haukur Örn; 3) Sigrún Edda Theódórsdóttir, f. 13.6. 1968, táknmálstúlkur og deildarstjóri á leikskóla, sambýlismaður: Karl. Theódór Jónsson, skipstjóri frá Auðkúlu – 90 ára Aldrei einn á ferð Theódór Jónsson með börnum sínum Sigrúnu Eddu, Halldóri Jóni og Margréti í pílagrímsferð til Liverpool fyrir tveimur árum. „Leið alltaf vel til sjós“ Á góðri stundu Sólveig Baldurs- dóttir og Theódór Jónsson. Góður afli Skipstjórinn í aðgerð á Vestfjarðamiðum um 1960. 50 ára Þórhallur er fæddur og upp- alinn á Akranesi en býr á Enghavevej í Kaupmannahöfn. Hann er rekstrar- stjóri hjá hljóm- plötuútgáfunni Crunchy Frog sem rekur einnig barina Whammy Bar á Amager, Mudhoney á Norðurbrú og Crane Brothers í Hillerød. Þórhallur er auk þess rekstrarstjóri hjá tónlistar- forlaginu Crunchy Tunes. Maki: Arndís Inga Magnúsdóttir, f. 1971, BA í frönsku og starfsmaður Icelandair í Kaupmannahöfn. Börn: Inga Þórhallsdóttir, f. 2001, og Daði Þórhallsson, f. 2003. Foreldrar: Jón Rafns Runólfsson, f. 1945, fyrrverandi umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn, og Inga Harðardóttir, f. 1948, framhalds- skólakennari. Þau eru búsett í Reykjavík. Þórhallur Rafns Jónsson Til hamingju með daginn Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglu- gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr 18.890 Verð kr 49.920 Verð kr. 35.850 Verð kr. 15.960 Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.