Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og samherjar í Utah Royals
gerðu markalaust jafntefli á útivelli gegn Washington Spi-
rit í bandarísku atvinnudeildinni í knattspyrnu aðfaranótt
fimmtudagsins. Stig gerir lítið fyrir liðin en Utah Royals er
í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig á meðan Washington
Spirit er í sjöunda sætinu með 22 stig. Gunnhildur lék allan
leikinn. Portland Thorns, lið Dagnýjar Brynjarsdóttur, er í
efsta sæti deildarinnar með 33 stig eftir átján umferðir en
liðið vann 3:1-sigur gegn Washington Spirit í Portland á
sunnudaginn síðasta. Dagný var í byrjunarliði Portland í
leiknum en var skipt af velli á 83. mínútu.
Dagný og Gunnhildur hafa báðar leikið stór hlutverk
með sínum liðum á leiktíðinni en Dagný hefur 12 sinnum verið í byrjunarliði
Portland á tímabilinu og þá hefur hún skorað eitt mark. Gunnhildur hefur
fimmtán sinnum verið í byrjunarliði Utah Royals og þá hefur hún þrívegis
komið inn á sem varamaður. Hún hefur því tekið þátt í öllum leikjum liðsins.
Portland á toppnum
í bandarísku deildinni
Dagný
Brynjarsdóttir
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu,
verður á ferðinni í kvöld þegar 3. umferð ensku úr-
valsdeildarinnar hefst. Gylfi og samherjar hans í
Everton fara til Birmingham og heimsækja Aston
Villa. Verður það eini leikurinn sem er á dagskrá í
kvöld en umferðin heldur áfram á morgun.
Everton hefur byrjað leiktíðina ágætlega í deild-
inni. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Crystal
Palace í London í fyrstu umferðinni og í annarri um-
ferðinni vann liðið Watford 1:0 í Liverpool.
Aston Villa, sem Birkir Bjarnason, lék með á síð-
ustu leiktíð er nýliði í deildinni og hefur þurft að
sætta sig við töp í fyrstu tveimur leikjunum. Villa tapaði 3:1 fyrir Tott-
enham í London í fyrstu umferðinni eftir að hafa komist 1:0 yfir. Í ann-
arri umferð tapaði liðið á heimavelli fyrir Bournemouth 2:1. Gylfi og
samherjar ættu því að eiga fína möguleika á sigri í kvöld. kris@mbl.is
Gylfi Þór á ferðinni í kvöld
þegar ný umferð hefst
Gylfi Þór
Sigurðsson
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylf-
ingur frá Akranesi, hóf í gær
vegferð sem miðar að því að
komast inn á LPGA-móta-
röðina bandarísku í golfi, þá
sterkustu í heimi.
Valdís hóf í gær leik á fyrsta
stigi úrtökumótanna og lék á
72 höggum. Var hún á pari
vallarins, sem er í Kaliforníu,
en hún fékk þrjá skolla, þrjá
fugla og 12 pör á hringnum.
Alls taka 360 kylfingar þátt á 1. stigi úrtökumót-
anna, en stigin eru alls þrjú. 60 efstu kylfingarnir
eftir fjóra hringi komast áfram á 2. stigið.
Valdís byrjaði á
parinu í Kaliforníu
Valdís Þóra
Jónsdóttir
Körfuknattleiksdeild Grinda-
víkur hefur samið við Jamal
Olasewere um að leika með
liðinu í vetur.
Olasewere er rúmir tveir
metrar á hæð, en hann er
sterkur miðherji sem spilaði
síðast í ítölsku B-deildinni
með liði Remer. Þar skilaði
hann 14 stigum og 4 fráköst-
um að meðaltali í leik.
Olasewere hefur einnig
leikið í Belgíu og Ísrael og hefur jafnframt leikið
með landsliði Nígeríu frá árinu 2013. Hann varð
meðal annars Afríkumeistari með liðinu árið 2015.
Grindavík nælir í
landsliðsmann
Jamal
Olasewere
Fyrsta umferð á nýrri leiktíð þýsku
1. deildarinnar í handknattleik hófst
í gærkvöldi þar sem fjögur Íslend-
ingalið voru í eldlínunni.
Geir Sveinsson, sem ráðinn var
þjálfari nýliða Nordhorn í byrjun
vikunnar, byrjaði á heimaleik gegn
Bergischer. Lærisveinar Geirs
héldu í við andstæðinginn í fyrri
hálfleik og voru undir með einu
marki, 13:12, en bilið jókst í þeim
síðari þar sem Bergischer fór að lok-
um með fimm marka sigur af hólmi,
26:21.
Arnór Þór Gunnarsson var meðal
markahæstu leikmanna deildarinnar
í fyrra og hann heldur áfram í ár þar
sem frá var horfið. Hann skoraði sex
mörk fyrir Bergischer í leiknum og
var markahæstur. Ragnar Jóhanns-
son, sem kom til liðsins frá Hütten-
berg, var sömuleiðis í eldlínunni með
Bergischer en skoraði ekki í fyrsta
leik sínum.
Frábær frumraun Bjarka
Ragnar var ekki eini Íslending-
urinn sem þreytti frumraun með
nýju liði því Bjarki Már Elísson
gerði það sömuleiðis með Lemgo
þegar liðið heimsótti Wetzlar. Bjarki
Már kom frá Füchse Berlín í sumar
og hann byrjar vel á nýjum stað, en
hann skoraði sjö mörk fyrir Lemgo,
sem vann fjögurra marka sigur,
32:28 þrátt fyrir að hafa verið tveim-
ur mörkum undir í hálfleik, 17:15.
Bjarki var næstmarkahæstur á
vellinum og hefði verið sá marka-
hæsti ef ekki væri fyrir stórleik liðs-
félaga hans, hollenska landsliðs-
manninn Bobby Schagen, sem
skoraði 12 mörk í sömuleiðis fyrsta
leik sínum fyrir Lemgo.
Langþráður leikur hjá Oddi
Oddur Gretarsson spilaði fyrsta
leik sinn í efstu deild Þýskalands í
fimm ár þegar lið hans Balingen
heimsótti Magdeburg og mátti þola
stórtap 38:26. Oddur skoraði fjögur
mörk fyrir Balingen og var marka-
hæstur ásamt tveimur öðrum, en lið-
ið fagnaði sigri í 2. deildinni síðast-
liðið vor.
Oddur lék eitt tímabil með Ems-
detten í 1. deildinni veturinn 2013-
2014, en þegar hann samdi við Bal-
ingen á sínum tíma var liðið í efstu
deild. Það féll hins vegar vorið áður
en Oddur kom til liðsins og var hann
í tvö ár með Balingen í 2. deildinni
þar til sætið á meðal þeirra bestu
var loks í höfn í vor. yrkill@mbl.is
Áberandi í fyrstu leikjum
Íslendingarnir fljótir að láta til sín taka á nýju keppnistímabili í Þýskalandi
Fallbarátta 1. deildar karla í
knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar,
harðnar enn eftir að Haukar og
Afturelding gerðu jafntefli, 1:1, í
fyrsta leik 18. umferðar að Ás-
völlum í gærkvöld.
Spánverjinn David Eugenio kom
Aftureldingu yfir snemma leiks
áður en Aron Freyr Róbertsson
jafnaði metin fyrir Hauka. Stigið
var afar mikilvægt fyrir Hafnfirð-
inga, en það dugði til þess að
koma liðinu upp úr fallsæti á betri
markatölu en Magni. Liðin eru
jöfn með 16 stig í 10. og 11. sæt-
inu, en Magni á aftur á móti leik
til góða í umferðinni gegn botnliði
Njarðvíkur suður með sjó á
morgun.
Vinni Magni þann leik geta
Grenvíkingar skilið Hauka eftir í
fallsæti en einnig komist upp fyrir
Aftureldingu, sem er með 18 stig
eftir jafnteflið í gærkvöld. Njarð-
vík er hins vegar í slæmum málum
á botninum með 11 stig.
yrkill@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Peysutog Ásgeir Þór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, reynir að stöðva Arnór Gauta Jónsson hjá Aftureldingu í gær.
Barátta frá
falli er hörð
eftir jafntefli
Inkasso-deild karla
Haukar – Afturelding ............................. 1:1
Aron Freyr Róbertsson 23. – David
Eugenio 1.
Staðan:
Fjölnir 17 10 5 2 34:15 35
Þór 17 9 5 3 29:17 32
Grótta 17 8 7 2 34:24 31
Leiknir R. 17 9 2 6 30:25 29
Fram 17 8 2 7 26:26 26
Keflavík 17 7 4 6 24:22 25
Víkingur Ó. 17 6 6 5 18:15 24
Þróttur R. 17 6 3 8 33:26 21
Afturelding 18 5 3 10 23:34 18
Haukar 18 3 7 8 24:34 16
Magni 17 4 4 9 21:43 16
Njarðvík 17 3 2 12 16:31 11
3. deild karla
Vængir Júpíters – Álftanes......................2:1
Staðan:
Kórdrengir 18 14 3 1 47:19 45
KF 17 13 2 2 45:17 41
Vængir Júpiters 18 11 1 6 33:25 34
KV 17 10 2 5 34:24 32
Reynir S. 17 8 5 4 30:27 29
Einherji 17 6 5 6 21:20 23
Sindri 17 6 3 8 38:44 21
Álftanes 18 5 4 9 31:32 19
Höttur/Huginn 17 4 6 7 27:27 18
Augnablik 18 3 4 11 23:39 13
KH 17 4 1 12 22:43 13
Skallagrímur 17 2 0 15 20:54 6
4. deild karla A
Vatnaliljur – Mídas................................... 6:2
SR – Ísbjörninn ........................................ 1:2
4. deild karla B
Hvíti riddarinn – Snæfell......................... 2:1
4. deild karla C
Léttir – Álafoss......................................... 4:8
Evrópudeild UEFA
4. umferð, fyrri leikir:
Astana – BATE Borisov.......................... 3:0
Rúnar Már Sigurjónsson spilaði allan
leikinn, skoraði og lagði upp fyrir Astana.
Willum Þór Willumsson kom inn á sem
varamaður á 61. mínútu hjá BATE.
Malmö – Bnei Yehuda ..............................3:0
Arnór Ingvi Traustason fór af velli á 60.
mínútu hjá Malmö.
AZ – Antwerpen ...................................... 1:1
Albert Guðmundsson kom inn á sem
varamaður á 60. mínútu hjá AZ.
Celtic – AIK .............................................. 2:0
Kolbeinn Sigþórsson fór af velli á 72.
mínútu hjá AIK.
Slovan Bratislava – PAOK ..................... 1:0
Sverrir Ingi Ingason var ónotaður vara-
maður hjá PAOK.
Noregur
B-deild:
Skeid – Start............................................. 1:1
Aron Sigurðarson fór af velli á 63. mín-
útu hjá Start. Jóhannes Harðarson er þjálf-
ari liðsins.
KNATTSPYRNA
Þýskaland
Wetzlar – Lemgo ................................. 28:32
Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir
Lemgo.
Nordhorn – Bergischer ...................... 21:26
Geir Sveinsson þjálfari Nordhorn.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 6 mörk
fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson
skoraði ekki.
Magdeburg – Balingen ....................... 38:26
Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir
Balingen.
Danmörk
Lemvig – Skjern .................................. 26:37
Elvar Örn Jónsson skoraði 9 mörk fyrir
Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði
20 skot í markinu. Patrekur Jóhannesson
þjálfar liðið.
Bikarkeppni
16-liða úrslit:
Randers – Esbjerg............................... 23:27
Rut Jónsdóttir skoraði ekki hjá Esbjerg.
HANDBOLTI
EM kvenna U16
B-deild, leikir um sæti 17-23:
Austurríki – Ísland............................... 68:56
Bosnía – Albanía................................... 90:39
KÖRFUBOLTI
KNATTSPYRNA
1. deild karla:
Ólafsvík: Víkingur Ó. – Fjölnir .................18
Vivaldivöllurinn: Grótta – Fram ..........19:15
1. deild kvenna:
Norðurálsvöllurinn: ÍA – Þróttur R. ........18
Kaplakriki: FH – Haukar..........................18
Varmá: Afturelding – Augnablik .........19:15
Í KVÖLD!
Tvær íshokkíkonur munu spila
með sænska liðinu Färjestad í
vetur. Tilkynnt var í gær að
Kristín Ingadóttir hefði gengið
til liðs við félagið, en hún fylgir
þar í fótspor Ragnhildar
Kjartansdóttur, sem áður hafði
samið við það.
Kristín spilaði með liði
Reykjavíkur síðasta vetur en
Ragnhildur varð aftur á móti
Íslandsmeistari með SA. Þær
voru báðar í íslenska landsliðinu í B-riðli 2. deildar
heimsmeistaramótsins í Rúmeníu í vor þar sem lið-
ið fékk bronsverðlaun. yrkill@mbl.is
Kristín sameinast
Ragnhildi í Svíþjóð
Kristín
Ingadóttir