Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 ✝ Sigvaldi PállGunnarsson fæddist á Ólafsfirði 19. desember 1962. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 8. ágúst 2019. Foreldrar hans eru Fjóla Bára Finnsdóttir, f. 8. október 1939, og Gunnar Þór Sig- valdason, f. 15. október 1938. Systkini hans eru: Sigurbjörn Finnur, f. 24. mars 1960, maki Bozena Ewa Borchert, f. 24. jan- úar 1967. Börn hans eru Stein- grímur Arnar og Bára; Sigríð- ur, f. 23. október 1964, maki Hjörtur Hjartarson, f. 13. októ- ber 1961. Börn hennar eru Seb- astian Atli og Gunnar Hubert. Sigvaldi giftist Bjarnheiði Er- lendsdóttur 26. ágúst 1995. húsum á Ólafsfirði til átján ára aldurs. Hann hélt suður til Reykjavíkur til að afla sér frek- ari menntunar. Hann fór í Iðn- skólann og nam þar bifvéla- virkjun. Hann starfaði við það í nokkur ár en þá togaði sjó- mennskan. Hann var til sjós á skipum í eigu fjölskyldunnar. Fyrst á Sólbergi ÓF og síðan á frystitogaranum Mánabergi ÓF. Þegar hann kynntist Bjarnheiði fór hann aftur í land og starfaði með henni fyrst hjá garð- yrkjudeild Hafnarfjarðarbæjar og síðar fóru þau saman til starfa hjá Keflavíkurbæ, við sameiningu Reykjanesbæjar, og störfuðu þar saman í allmörg ár, Sigvaldi sem verkstjóri garðyrkjudeildar/forstöðu- maður vinnuskóla en Bjarnheið- ur sem garðyrkjustjóri. Þeir bræður Sigvaldi og Finnur ráku saman Eðalvagnaþjónustuna og Vitamin.is um árabil og síðar bílaþvottastöðvar, sem varð þeirra aðalatvinna. Útför Sigvalda fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 23. ágúst 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Börn þeirra eru: Freydís Björk, f. 18. nóvember 1990. Sambýlismaður Þorbergur Atli Þorsteinsson, f. 8. október 1984, og Gunnar Þór, f. 8. september 1998. Sambýliskona Eva María Oddsdóttir, f. 14. maí 1999. Fyrir átti Bjarn- heiður tvö börn: Evu Björk Ægisdóttur, f. 25. ágúst 1977, og Adam Bjarka Ægisson, síðar Sigvaldason, f. 24. janúar 1981. Á hann þrjú börn: Tönju Björk, f. 14. mars 2007, Hrafnkel Inga, f. 19. október 2008, og Veigar Jökul, f. 8. desember 2015. Adam á einn stjúpson, Þorstein Inga Aðalheiðarson, f. 3. apríl 2001. Sigvaldi ólst upp í föður- Elsku pabbi minn, þú varst besti vinur minn. Við stóðum saman í gegnum súrt og sætt en alltaf varstu jákvæður, sama hvað kom upp á. Þú varst alltaf með opinn faðm og kenndir mér frá fæðingu að reyna mitt besta og að horfa alltaf á björtu hlið- arnar og gera mitt besta. Það er því að þakka að ég er maðurinn sem ég er í dag. Alltaf þegar mér leið illa eða meiddi mig reyndir þú að láta mig brosa, sama hvað var að. Ég á frábærar minningar með þér sem aldrei gleymast og þú sýndir mér og kenndir að mað- ur á alltaf að reyna sitt besta. Það hjálpaði mér í gegnum alla æsku mína og mun líka halda áfram að hjálpa á efri árum. Og þetta áfall, að þú sért farinn, mun reyna á en þú verður alltaf í hjartastað og ég mun reyna mitt besta að halda áfram og brosa. Þú varst alltaf svo góður og frábær og ég mun alltaf elska þig og vera þakklátur fyrir að þú varst faðir minn. Takk fyrir allt það frábæra sem lífið hefur upp á að bjóða. Sjáumst síðar. Gunnar Þór Sigvaldason. Elsku besti pabbi minn, ég skrifa þessi orð til þín með tárin í augunum. Í tæplega 29 ár þekkti ég þig og má með sanni segja að það hafi verið bæði frábær og gleðileg ár. Þú varst einstakur maður, alltaf svo glaður, jákvæð- ur, hjartagóður, bjartsýnn, traustur og vildir allt fyrir alla gera. Lífsgleðin þín smitaði okk- ur öll. Þegar ég kom í þennan heim varðst þú mjög fljótt í uppá- haldi hjá mér, þú sýndir og gafst mér endalausa ást og umhyggju og varst mikið með mig. Fjórtán árum seinna byrja ég að vinna hjá þér í Kringlubóni með skóla, fæ svo fullt starf eftir grunnskóla. Nokkrum árum seinna bætist Gæðabón í fjölskylduna og færi ég mig þangað. Þú ákveður að slást í hópinn með okkur á gólfinu nokkru síðar mér til mikillar ánægju. Ég kem aldrei til með að gleyma þessum skemmtilega tíma. Þarna kynntist ég nýrri hlið á þér og verð ég að segja að þú varst jafn góður yfirmaður og faðir. Samband okkar hefur alltaf verið náið en þökk sé þessum tíma saman varð það enn nánara og þú fékkst einnig að kynnast mér betur. Ég er svo ótrúlega þakklát og heppin að eiga þig sem föður, fyrir allar minningarnar og góðu stundirnar. Betri pabba er ekki hægt að óska sér. Þú ert hetjan mín og fyrirmynd. Ég mun alltaf muna þig. Elsku pabbi, takk fyrir að vera þú og allt sem þú hefur verið fyrir okkur öll. Ég virði þig, elska þig og kveð þig með miklum söknuði, við sjáumst síðar. Þín dóttir, Freydís Björk. Það var um vetur að ég hitti Sissa í fyrsta sinn þegar ég kom í heimsókn til Heiðu vinkonu minnar í Hafnarfirði að kíkja á nýja fjallmyndarlega kærastann hennar. Ég man hvað hann var kurteis og örlítið feiminn en þeg- ar við vorum búin að drekka nokkra bolla af kaffi og rabba um heima og geima fékk ég á tilfinn- inguna að hann væri vandaður maður eins og seinna átti svo sannarlega eftir að koma á dag- inn. Það sem heillaði mig samt mest við þessi fyrstu kynni okkar var ástin sem hann sýndi Heiðu og hvernig augu þeirra glömpuðu þegar þau horfðu hvort á annað eða hlógu eins og krakkar í fjör- ugum samræðum við eldhúsborð- ið sem mér þótti einkum gaman að vera partur af. Það var líka hans rólega yfirbragðið og hnytt- in tilsvör sem drógu mig að hon- um enda vorum við aldrei í vand- ræðum með umræðuefni – allt óþvingað og fljótandi. Þessir eiginleikar hans gerðu einnig að verkum að litlu börnin hennar Heiðu drógust ósjálfrátt að hon- um og leið ekki langur tími þar til þau litu á hann sem föður, Sissa til mikils stolts og gleði, enda elskaði hann þau bæði sem sín eigin börn. Og eftir að litla dóttir þeirra fæddist, hún Freydís, ljómaði hann eins og sólin þegar ég kom í heimsókn og mátti varla af henni líta. Því var ég fjarska- lega glöð þegar mér var sýndur sá mikli heiður að gæta hennar þegar þau brugðu sér af bæ í eitt sinnið og tímdi varla að skila henni aftur. Það sama gerðist þegar Gunnar fæddist. Hef það ljóslifandi í huga mér þar sem Sissi sat með hann nýfæddan í fanginu þegar ég kom í heimsókn, augun glitrandi af hamingju og röddin heit af stolti. Og árin liðu og börnin uxu úr grasi í þessu umvefjandi öryggi sem hann gaf þeim öllum með sinni góðu nær- veru og vel ígrunduðum skoðun- um, bæði á mönnum og málefn- um, sem margt mátti læra af enda lagði hann metnað sinn í að vera þeim öllum bæði traustur faðir og vinur. Hann studdi þau hvert fyrir sig áfram í hverju því sem þau höfðu áhuga á, með far- sæld þeirra og lífshamingju í fyr- irrúmi, ráðagóður og hvetjandi. Seinna átti Sissi eftir að sýna mér það sama viðmót algerlega óum- beðinn. Standa tryggur við hlið mér þegar viðskiptadraumar hrundu og gefa mér þá dýrmætu gjöf að vera vinur minn, sama hvað gerðist, traustur eins og klettur í ólgusjó sem brimið beit ekkert á. Það er það sem ég er þakklátust fyrir af öllu. Að hann varð jafn heilsteyptur og traustur vinur minn eins og Heiða, eða þau tvö, enda voru þau samstiga sem einn hugur, og sagði hann oft með sannfæringarkrafti í röddinni að ást þeirra Heiðu og samheldni væri það afl sem gerði þeim sem hjónum mögulegt að mæta hvers konar erfiðleikum sem yrðu á vegi þeirra, með styrk og yfirveg- un, enda fá pör sem ég hef hitt um ævina sem áttu sömu djúpu vin- áttuna og þau. Og það var mikill sannleikur í orðum hans að ekk- ert afl væri sterkara en samheld- in hjón. Þetta hugarfar einkenndi hann alla ævi, bæði á góðum og gjöfulum stundum, gegnum veik- indin og allt til hans síðasta dags þar sem hann hafði með hjálp Freydísar hagrætt þannig hlut- unum að úthugsuð og óvænt af- mælisgjöf beið Heiðu á dánarbeð- inum, þar sem hann hafði dauðveikur með síðustu kröftun- um náð því takmarki að lifa fram á afmælisdag hennar. Þannig hafa örlögin bundið svo um að sá dagur er orðinn dagurinn þeirra beggja – tvinnaður saman til ei- lífðar eins og töfrum líkast. Ég sendi Heiðu mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, börnum, systkinum og öldruðum foreldr- um. Blessuð sé minning þín. Hellen Linda Drake. Meira: mbl.is/minningar Sigvaldi Páll Gunnarsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi Sissi. Ég elska þig svo mikið, þú varst alveg æðislegur afi. Það er svo leiðinlegt að þú fórst en ég veit að þú ferð aldrei alveg. Þú verður alltaf innra með okkur. Þú varst skemmtilegur, fyndinn, góður, hugrakkur og það var svo gaman að spila við þig. Nú ertu á góðum stað hjá Guði með öðrum engl- um. Vonandi líður þér vel þarna uppi, elsku afi. Ég elska þig rosalega mikið. Þín afastelpa, Tanja Björk. Elsku afi. Ég elskaði þig mikið og þú varst svo skemmtilegur. Það er svo sorglegt að þú sért farinn. Þinn afastrákur, Hrafnkell Ingi. ✝ Greta MaríaSigurðardóttir fæddist 26. október 1941 í Reykjavík. Hún lést á Land- spítalanum 17. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Páll Samúelsson, f. 7. nóvember 1910, d. 23. nóvember 1993, og Þórunn Jónsdóttir, f. 31. ágúst 1914, d. 6. júní 2000. Systkini Gretu Maríu eru þau Jón Baldur, f. 8. október 1937, d. 28. apríl 2015, og Karitas dísar eru Styrmir og Sindri. 3) Þórunn Sif, f. 9. febrúar 1964, dóttir hennar er Aþena Eydís Kolbeinsdóttir. 4) Sigurður Arn- ar, f. 10. janúar 1966, eiginkona Sigríður Jónasdóttir, börn þeirra eru Auður Arna, Brynja, Bjarki og Fannar. Hún átti tvö barnabarnabörn. Greta María gekk í Laugar- nesskóla, Gagnfræðaskólann við Lindargötu og síðar Gagn- fræðaskóla verknáms sem var til húsa í Brautarholti 18. Greta María var heimavinn- andi húsmóðir á fyrstu árum barna sinna en þegar fjöl- skyldan fluttist til Svíþjóðar 1969 hóf hún störf hjá sjúkra- húsinu í Malmö. Fjölskyldan fluttist heim 1973 og hóf Greta María þá störf sem talsíma- vörður hjá talsambandi við út- lönd. Þegar sjálfvirkt talsam- band við útlönd komst á færði hún sig yfir til Menningarstofn- unar Bandaríkjanna og starfaði þar, og síðar í sendiráði Banda- ríkjanna, sem fulltrúi. Starfs- ævinni lauk Greta María sem fulltrúi í flugkortadeild Flug- málastjórnar á Reykjavíkur- flugvelli. Greta María sinnti ýmsum fé- lagsstörfum um ævina, var t.a.m. formaður Slysavarna- deildar kvenna í Reykjavík um nokkurra ára bil og tók þátt í International Women’s Club er hún starfaði í sendiráðinu. Hún starfaði einnig með kynningar- klúbbnum Björk. Þá var hún til æviloka systir í Rebekkustúku Oddfellow nr. 04, Sigríði, og vann þar m.a. að góðgerðar- málum. Útför Gretu Maríu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 23. ágúst 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13. Þórunn, f. 7. nóv- ember 1949. Greta María gekk að eiga Böðv- ar Pál Ásgeirsson, húsasmíðameistara og matsmann, 19. maí 1962. Böðvar fæddist 11. febrúar 1941. Börn þeirra eru: 1) Þóra Brynja, f. 3. desem- ber 1960, eigin- maður Árni Friðriksson, dóttir þeirra er Greta María. 2) Ásgeir Baldur, f. 8. október 1962, maki Hjördís Arnardóttir, sonur Ás- geirs er Böðvar Páll, synir Hjör- Kveðja til móður, ömmu og tengdamóður. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast uppsorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Ásgeir Baldur, Böðvar Páll og Hjördís. Það getur verið erfitt að sætta sig við hvað lífið er hverfult, sér í lagi þegar kemur að því að kveðja ástvini. Amma okkar var stór- kostleg kona, hjartahlý, fyndin, góð og tók öllum opnum örmum. Það var alltaf nóg að gera hjá henni þar sem allir sem komu þeim hjónum nálægt vildu hafa þau með í öllum partíum þar sem þau voru hrókar alls fagnaðar. Enginn fór nokkurn tímann svangur heim frá ömmu því hún hafði yfirleitt mestar áhyggjur af því að ekki væri til nægur matur fyrir alla sem var þó aldrei raunin og við munum líklega sakna þess mikið að fá vöfflur og ömmukök- ur í hvert skipti sem við förum í heimsókn í Sandavaðið. Það er mikill missir fyrir okk- ur öll að sjá á eftir ömmu yfir móðuna miklu, enda auðgaði hún líf allra sem hún kynntist. Við systkinin erum þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum með ömmu, og þó að við óskum þess að þær hefðu orðið miklu fleiri þá mun minning hennar lifa með okkur um ókomna tíð og ylja okk- ur um hjartað á erfiðum stund- um. Við minnumst þess sérstak- lega þegar við vorum lítil og fengum næturpössun hjá ömmu og afa, þá söng amma okkur alltaf í svefn og mun þetta textabrot úr „Komdu inn í kofann minn“ ávallt minna okkur á hana og þessar stundir: Komdu inn í kofann minn, er kvölda og skyggja fer. Alltaf brennur eldurinn á arninum hjá mér. Ég gleymdi einni gjöfinni, og gettu, hver hún er. Ég gleymdi einni gjöfinni, ég gleymdi sjálfum mér. (Davíð Stefánsson) Góða ferð elsku amma. Þín barnabörn, Auður Arna, Brynja, Bjarki og Fannar. Kynni okkar hófust 1981 í Eyktarási. Böðvar og Greta höfðu byggt sér fallegt hús á númer sjö og við bjuggum beint á móti þeim. Strax við fyrstu kynni fann ég hvað Greta var yndisleg og hafði góða nærveru. Það var mikill samgangur næstu árin og mér fannst ég hafa eignast við- bótarfjölskyldu. Við Greta vorum saman í alls konar klúbbum; saumaklúbbi, kynningarklúbbn- um Björk, gourmet-klúbbi og International Women’s. Hún var með stórt hjarta og mikla útgeisl- un og það var alltaf gaman að vera með henni í stórum hópi eða bara við tvær. Ég grét þegar hún og Böðvar fluttu í Garðabæ því ég var svo hrædd um að við myndum ekki hittast eins oft. En það var ekki þannig og vinskap- urinn hélt áfram. Elsku vinkona, nú er komið að kveðjustund og ég er afar þakk- lát fyrir samfylgdina í gegnum árin. Elsku Böðvar, Þóra, Ásgeir, Sif, Siggi og fjölskyldur, við Við- ar sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Anna Kristín Einarsson. Með sérstakri hlýju og sökn- uði minnist ég nú Gretu Maríu, þessarar elskulegu konu sem ég hef þekkt frá barnæsku. Margar minningar allt frá barnæsku tengjast Gretu. Hún var ung þegar hún kynntist frænda mín- um, Böðvari, og sambúð þeirra hefur varað í meira en sextíu ár. Samgangur milli móður Böðvars, Þóru frænku, og minnar fjöl- skyldu var mikill þegar Greta kom inn í fjölskylduna. Móðir mín Auður og Þóra voru systur. Þóra bjó með foreldrum sínum eftir að hún missti mann sinn Ás- geir ungan, þannig að þrjár kyn- slóðir bjuggu saman á Leifsgöt- unni, móðurafi minn og amma og svo Þóra með börnin sín tvö, Bödda og Biddu eins og þau voru kölluð. Greta bættist í hópinn 18 ára og varð strax ein af fjölskyld- unni. Hún var svo fjörug, skemmtileg og góð og öllum leið vel í návist hennar. Það var henn- ar aðalsmerki. Varla er hægt að minnast á Gretu Maríu án þess að Böðvar sé nefndur um leið. Þau urðu ung par, eignuðust fjögur börn og gerðu alltaf allt saman og voru bestu félagar hvort annars. Missir Bödda er mikill. Greta kunni að gleðjast yfir lífinu og njóta þess sem lífið bauð henni. Raungóð og heil í samskiptum. Hún var góð fyrirmynd, elskaði börnin sín og barnabörn. Öllum leið alltaf vel hjá Gretu og allir voru alltaf velkomnir. Alltaf gaman að spjalla og hlæja sam- an. Greta elskaði að gera fallegt í kringum sig, eiga fallega hluti og gefa fallega hluti. Hún naut þess að fara á „loppe“ í Danmörku þegar hún var í heimsókn hjá eldri dóttur sinni, gramsa og finna ótrúlega fína muni sem hún naut að gauka að manni. Ég naut gjafmildi hennar, og á falleg staup, dúka og fleira sem hún fann og gaf við tækifæri. Í nokkur ár bjuggu Böðvar og Greta María í Malmö í Svíþjóð. Það var örugglega góður tími. Krakkarnir allir fæddir, og gam- an að kynnast annars konar lífi en heima á Íslandi, en árin 1966 og 67 fóru margir íslenskir iðn- aðarmenn til Svíþjóðar í leit að meiri vinnu en hægt var að fá hér heima. Þau bæði og sérstaklega Greta minntust áranna þeirra þar með gleði. Þau ferðuðust þar meira en annars hefði verið hægt og eignuðust nýja vini og fengu nýja og dýpri sýn á lífið og til- veruna, eins og allir sem fara á nýjar slóðir. Þau komu heim aft- ur 1973 og þá tók við hið hefð- bundna líf Íslendinga, að koma sér upp húsnæði og vinna eins og hægt var. Greta tók fullan þátt í því og vann mikið. Hún vann t.d. vaktavinnu á talsambandi við út- lönd og gat þá verið heima á dag- inn hjá börnunum. Fleiri vinnu- staðir urðu þess aðnjótandi að hafa Gretu í vinnu, en hún var alls staðar alveg sérstaklega vinsæl, vinnusöm og vinamörg. Þegar ég náði aldri og eignað- ist sjálf kærasta og eiginmann urðu Greta og Böðvar vinir okkar. Þó að rúmur áratugur í aldri skildi að fundum við aldrei fyrir því. Greta og Böddi urðu aldrei gömul, þau áttu alltaf sam- leið með öllum aldurshópum. Við Þórður sendum kærum frænda, Böðvari, börnum hans, Þóru Brynju, Ásgeiri, Þórunni Sif og Sigurði ásamt fjölskyldum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Gretu Maríu. Lilja Héðinsdóttir. Greta María Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Sofðu nú blundinum væra, blessuð sé sálin þín hrein. Minningin, milda og tæra, merluð, í minningar stein. Man ég þig ástkæra meyja, meðan að lifi ég hér. Minning sem aldrei skal deyja samverustundin með þér. (Bryndís Halldóra Jónsd.) Kveðja frá systur og fjölskyldu, Karitas Þórunn Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.