Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Nói-Síríus hf. og Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á 20% hlut í Nóa- Síríusi, að undangengnu samþykki Samkeppniseftirlitsins. Báðir aðil- ar eru ásáttir um að kaupverð verði ekki gefið upp að svo stöddu. Orkla er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og hefur fjárfest umtals- vert í matvælafyrirtækjum á Norðurlöndum. Á síðasta ári nam velta fyrirtækisins nær 570 millj- örðum íslenskra króna, en Orkla er með ríflega átján þúsund starfs- menn á sínum snærum. Til sam- anburðar starfa um 150 manns hjá Nóa Síríusi og er velta félagins rétt um 0,6% af veltu Orkla. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafði Nói-Síríus ekki aug- lýst eftir áhugasömum fjárfestum eða verið í söluhugleiðingum. Til- boð Orkla hafi því verið að eigin frumkvæði ásamt því að vera tals- vert betra en tilboð annarra fjár- festa sem lýst höfðu áhuga á fyrir- tækinu höfðu verið fram til þessa. Þá hafi framtíðarplön Orkla einnig haft mikið að segja, en fyrirtækið vonast til að styðja við frekari vöxt sælgætisgerðarinnar. Þannig verða starfsmenn Nóa-Síríus ekki varir við neinar breytingar auk þess sem vonir standa til að hægt verði að efla stöðu fyrirtækisins á markaði hér á landi. Þá herma heimildir Morgunblaðsins einnig að ólíkt öðrum áhugasömum fjár- festum hafi verið skýr vilji hjá Orkla að halda starfsemi Nóa-Sírí- usar með óbreyttu sniði. Með þessu kemst Orkla jafnframt inn á íslenskan markað og getur þannig styrkt stöðu sína meðal íslenskra neytenda. Gætu keypt allt fyrirtækið Athygli vekur að í tilkynningu sem Orkla sendi frá sér vegna yfirvofandi kaupa kemur fram að sælgætisframleiðandinn rótgróni geti með öllu verið kominn í eigu fyrrnefnda félagsins árið 2021. Í tilkynningunni segir orðrétt að „samkomulagið feli í sér mögu- leika á að kaupa þá hluti sem eftir eru þegar árið 2020 er liðið“. Í svari við fyrirspurn Morgun- blaðsins segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa-Síríusar, að alls sé óvíst að Orkla muni ganga frá kaupum á öllum hlutum í fyrir- tækinu. „Það er talað um slíkt sem möguleika. Það er alls ekki víst að af því verði,“ sagði í svarinu, en að öðru leyti vildi Finnur ekki tjá sig um málið og vísaði í fréttatilkynn- ingu Nóa Síríusar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er kaupréttur Orkla ekki eins afdráttarlaus og ýjað er að í tilkynningu fyrirtækjanna. Þar segir, eins og fram kemur hér að framan, að Orkla geti keypt fyrir- tækið endanlega eftir árið 2020, sem er vissulega rétt. Að því er heimildir Morgunblaðsins herma er þó hugsanlegt að Nói Síríus hafi sett inn ákvæði þar sem fyrirtækið getur sömuleiðis keypt Orkla út úr fyrirtækinu að nýju að framan- greindum tíma liðnum. Mikil ánægja með kaupin Í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum lýstu stjórnendur beggja fyrirtækja yfir mikilli ánægju með samninginn. „Við er- um mjög ánægð með þessa niður- stöðu og hlökkum til að vinna með Orkla að rekstri félagsins. Nói- Siríus byggist á rótgrónum og traustum grunni og munum við halda áfram þeirri vegferð sem fyrirtækið hefur verið á undan- farin ár,“ er haft eftir Finni. Jeanette Hauan Fladby, for- stjóri Orkla, tók í svipaðan streng. „Við sjáum mikil tækifæri til að skapa virði með því að nýta styrk- leika fyrirtækjanna þvert á mark- aði, auka skilvirkni í framleiðslu Nóa-Síríusar og styrkja stöðu Orkla á Íslandi, sem er vaxandi markaður.“ Tilboð Orkla afar gott Morgunblaðið/Árni Sæberg Nói-Síríus Greint var frá því í gær að Orkla hefði keypt um 20% eignarhlut.  Nói-Síríus verði hugsanlega alfarið í eigu Orkla innan tveggja ára  Tilboðið umtalsvert betra en boð annarra fjárfesta  Deildar meiningar um kauprétti króna miðað við 680 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Samsett hlutfall nam 94,5% miðað við 105,2% fyrir annan ársfjórðung í fyrra. Sé litið til afkomu síðustu sex mánaða nemur heildarhagnaður tímabilsins 2.601 milljón króna í samanburði við 119 milljónir króna í fyrra. Samsett hlutfall nemur 96,2% en nam 101,3% í hálfsárs- uppgjöri Sjóvár í fyrra. Eignir Sjó- vár námu 51,8 milljörðum króna 30. júní sl., eigið fé 15,7 milljörðum króna og skuldir 36,2. Heildarhagnaður tryggingafélags- ins Sjóvár nam 1.548 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi í sam- anburði við 630 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra sem rekja má til nokkurra stórra tjóna að sögn Hermanns Björnssonar, for- stjóra Sjóvár, í tilkynningu. Hagnaður af vátrygginga- starfsemi fyrir skatta nam 578 milljónum króna en 47 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 1.184 milljónum Hagnaður Sjóvár 1,5 milljarðar króna Hagnaður Miklar sveiflur eru á vátryggingarekstri Sjóvár á milli ára. 23. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.09 124.69 124.39 Sterlingspund 150.46 151.2 150.83 Kanadadalur 93.29 93.83 93.56 Dönsk króna 18.467 18.575 18.521 Norsk króna 13.853 13.935 13.894 Sænsk króna 12.862 12.938 12.9 Svissn. franki 126.61 127.31 126.96 Japanskt jen 1.1654 1.1722 1.1688 SDR 170.14 171.16 170.65 Evra 137.71 138.49 138.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.1121 Hrávöruverð Gull 1499.65 ($/únsa) Ál 1755.5 ($/tonn) LME Hráolía 60.11 ($/fatið) Brent Félagið NT ehf. keypti í gær hluti fyrir 76 milljónir króna í Icelandair Group. Gengu viðskiptin í gegn á genginu 7,15. NT er að fullu leyti í eigu Óm- ars Benedikts- sonar, varafor- manns stjórnar Icelandair Group. Hann átti ekki hluti í félaginu fyrir viðskiptin. Bréf Icelandair hækk- uðu nokkuð í Kauphöll eftir við- skiptin eða um 2,1% og standa nú í genginu 7,28. Markaðsverðmæti Icelandair nemur nú 39,6 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 53,6 millj- örðum króna í lok júnímánaðar. Keypti í Icelandair Ómar Benediktsson  Félagið hækkaði í kjölfarið um 2,1% Talsverð umskipti urðu á rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á öðrum ársfjórðungi þessa árs frá því sem var sama tíma í fyrra. Hagnaður tíma- bilsins var ríflega 1,3 milljarðar króna, en í fyrra nam tap sama tímabils 140 millj- ónum króna. Rekja má góða afkomu ársfjórð- ungsins til ávöxt- unar fjárfestingaeigna sem skilaði nær 1,5 milljörðum króna. Til sam- anburðar hafði sú upphæð numið 334 milljónum króna árið áður. Tekjur tímabilsins jukust um 30,1% milli ára og voru tæplega 10,3 millj- arðar króna. Samsett hlutfall var 96,8%, en það var ríflega 109,9% í ársfjórðungnum í fyrra. Sé horft til fyrstu sex mánaða árs- ins jókst hagnaður verulega og fór úr 149 milljónum króna í fyrra í 1,7 milljarða króna árið 2019. Samtals jukust fjárfestingatekjur um 127,3% á fyrri helmingi ársins og námu ríf- lega 2,4 milljörðum króna. Samkvæmt uppfærðri rekstr- arspá gerir TM ráð fyrir að hagn- aður ársins fyrir tekjuskatt verði um 2,7 milljarðar króna. Þá var einnig greint frá því að niðurstaða í við- ræður TM um kaup á Lykli mundu liggja fyrir í september. Engin viðskipti voru með hluta- bréf TM í Kauphöll Íslands í gær, en gengið stendur nú í 31,1 kr. aronthordur@mbl.is Umskipti í rekstri TM milli ára TM Uppgjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.