Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Boris John-son, for-sætisráð-
herra Bretlands,
ferðaðist nú í vik-
unni til bæði
Berlínar og Parísar í þeirri
von að hann gæti fengið
Angelu Merkel Þýskalands-
kanslara og Emmanuel
Macron Frakklandsforseta
til þess að samþykkja breyt-
ingar á samkomulaginu, sem
Theresa May, fyrirrennari
Johnsons, fékk úr hendi
Evrópusambandsins.
Verkefni Johnsons er ær-
ið; enda þótt May hafi sagt
það samkomulag hið „besta“
sem völ væri á eru mörg
ákvæði þess einfaldlega ekki
sæmandi fullvalda ríki. Enda
var samkomulagið jafnframt
sagt eina samkomulagið sem
í boði væri og þar með var
það einnig versta samkomu-
lag sem völ var á, eins og
Jeremy Corbyn, leiðtogi
Verkamannaflokksins, benti
á. Neðri deild breska þings-
ins, sem þó er skipuð að
meirihluta fólki sem virðist
frekar vilja koma í veg fyrir
útgönguna en að framfylgja
vilja þjóðar sinnar, áttaði sig
á þessu og kom í veg fyrir
það í þrígang að samkomu-
lagið yrði samþykkt.
Þrátt fyrir það neituðu
bæði May og forráðamenn
Evrópusambandsins að ljá
máls á því að samkomulag-
inu yrði breytt. Þess í stað
var farið enn dýpra í skot-
grafirnar með að það sem
lægi á borðinu væri það eina
sem væri í boði og að því yrði
ekki breytt með nokkrum
hætti.
Með nýjum vendi í Down-
ingstræti 10 hafa komið ný
skilaboð þaðan: Bretar gætu
með engu móti fallist á sam-
komulagið eins og það er nú.
Johnson hefur enda lýst því
yfir að verði engu breytt
muni Bretar yfirgefa Evr-
ópusambandið 31. október
næstkomandi, með eða án
samkomulags. Johnson hef-
ur lagt áherslu á að breyta
verði allra versta ákvæði
samkomulagsins, norður-
írska „varnaglanum“ svo-
nefnda, sem á að tryggja að
landamæri ríkjanna á Ír-
landi haldist opin, hvað sem
tautar og raular.
Svörin frá Brussel hafa
hins vegar haldist óbreytt.
Samkomulagið, sem var
vissulega frábært frá sjónar-
hóli Evrópusambandsins en
ekki Breta, yrði
að vera samþykkt
án þess að hnikað
yrði til svo mikið
sem einni
kommu. Það var
fyrst nú á miðvikudaginn
sem Merkel, nýkomin úr Ís-
landsför sinni, léði máls á því
að hægt yrði að finna lausn á
landamæravandanum.
Þau skilaboð komu þó ekki
án skilyrða og lausn þyrfti
að finnast innan 30 daga.
Johnson þáði þann tíma-
frest, en ljóst þykir að for-
svarsmenn Evrópusam-
bandsins hafa þegar gert
lítið úr þeim lausnum sem
forsætisráðherrann hefur
áður nefnt á landamær-
unum. Það er því spurning
hvort þeir taka eitthvað bet-
ur í þær núna, þrátt fyrir orð
Merkel.
Í París mætti Johnson
öðru og verra viðmóti en hjá
Merkel. Macron Frakk-
landsforseti hefur einhverra
hluta vegna viljað gera sjálf-
an sig að harðlínumanni þeg-
ar kemur að útgöngumál-
unum. Þannig vildi hann
helst ekki framlengja tíma-
frest Breta, jafnvel þó að
ljóst þætti að May ætti eng-
an möguleika á að koma
samkomulaginu í gegn, en
áhyggjur annarra ríkja urðu
til þess að hann lét undan í
það sinn. Macron féllst þó á
tillögu Merkel um að Bretar
reyndu að finna lausn innan
mánaðar, en blés jafnframt á
möguleikann á að varnagl-
anum yrði hent fyrir róða.
Ljóst er að störukeppnin
vegna Brexit-málsins mun
halda áfram eitthvað fram á
haustið. Vonandi er boð
Merkel frekar til marks um
það að embættismennirnir í
Brussel séu farnir að átta sig
á því að Johnson hyggst
ekki, getur ekki og vill ekki
bakka frá þeirri afstöðu
sinni að betri sé enginn
samningur en sá sem nú
liggur fyrir. Ef til vill eygja
þeir þá von að þingheimur-
inn breski muni grípa í
taumana, en víst er að Evr-
ópusambandsríkin sjálf
munu ekki koma betur und-
an áföllum en Bretar, haldi
þeir sig í skotgröfunum.
Og ef breska þingið
ákveður á síðustu stundu að
gera ekkert með vilja bresku
þjóðarinnar þá er líka víst að
breskir kjósendur munu
minnast þess í næstu kosn-
ingum.
Macron og Merkel
gefa misvísandi
skilaboð um Brexit}
Störukeppnin
heldur áfram
M
innist ég þess er ég kynnti í
ríkisstjórn drög að þingsálykt-
un um að slíta viðræðum við
Evrópusambandið. Skelfing
greip um sig hjá sjálfstæðis-
mönnum þar sem þeir töldu sig ekki geta klár-
að málið þrátt fyrir að þingforseti væri þeirra
og stjórnin með góðan þingmeirihluta. Önnur
leið var farin, en nokkrir gamlir sjálfstæðis-
menn geta ekki fyrirgefið sínum mönnum það.
Hinn útitekni þingflokkur sjálfstæðismanna
kannast ekki við eigin ábyrgð nú sem fyrr og
hefur ekki getað sagt kjósendum hvað er svona
gott við orkupakkann, þrátt fyrir hringferð á ís-
bílnum. Frá kosningum 2013 hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn stýrt utanríkismálanefnd. Flokkur-
inn var einnig með formennsku í atvinnuvega-
nefnd 2013 til janúar 2017 og stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd. Flokkurinn hefur stýrt iðnaðarráðuneyt-
inu frá 2013. Núverandi utanríkisráðherra flokksins sat í
utanríkismálanefnd 2013-2014 og var formaður Íslands-
deildar þingmannanefnda EFTA og EES í mörg ár áður
en hann varð ráðherra.
Hinn 18. mars 2015 sendir formaður utanríkismála-
nefndar Birgir Ármannson utanríkisráðherra (mér) bréf
þar sem segir: „Utanríkismálanefnd hefur, í samræmi við
2. gr. reglan um þinglega meðferða EES-mála, fjallað um
svokallaðan þriðja orkupakka (tilskipun 2009/72/EB o.fol.)
til mats á því hvort efnislegra aðlagana sé þörf. Málið er til
umfjöllunar í vinnuhópi EFTA og var utanríkismálanefnd
upplýst um málið með skeyti frá utanríkisráðuneyti dags.
5. mars 2014 ásamt fylgigöngum.
Tilskipunin hefur fengið efnislega umfjöllun
í atvinnuveganefnd og stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd. Utanríkismálanefnd ákvað í kjölfar
álits nefndanna að taka málið til frekari skoð-
unar, þá sérstaklega útfærslu aðlagana og
stjórnskipuleg álitaefni sem uppi eru í þeim
efnum og hefur fengið sérfræðinga ráðuneyta á
fundi vegna málsins.
Utanríkismálanefnd óskar eftir því að unnin
verði greinargerð um það hvort þau drög að að-
lögunartexta sem nú liggja fyrir og þær út-
færslu sem þar er kveðið á um á grundvelli
tveggja stoða kerfis EES-samningsins sam-
rýmist stjórnarskrá.“
Hinn 26. júní 2016 svarar utanríkisráðu-
neytið erindi Birgis en þá er utanríkisráðherra
orðin Lilja Dögg Alfreðsdóttir. 20 september
2016 sendir þáverandi formaður utanríkismála-
nefndar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Lilju Dögg Al-
freðsdóttur utanríkisráðherra bréf þar sem hún segir að
utanríkismálanefnd hafi lokið umfjöllun um málið. Guð-
laugur Þór keyrir síðan málið áfram.
Sjálfstæðismenn hafa þannig stýrt orkupakka 3 í gegn-
um þingið frá 2013 og til dagsins í dag.
ESB mun krefjast enn meiri stjórnar á orkumarkaði
Evrópu og þar með Íslandi með orkupakka 4.
Vonandi gyrða sjálfstæðismenn sig í brók og koma með
okkur í Miðflokknum að berjast gegn þessum yfirgangi
ESB. gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Að gyrða sig í brók, sjálfstæðismenn
Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varafor-
maður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Mike Pence, varaforsetiBandaríkjanna, er vænt-anlegur til Íslands 4.september. Mun hann
einnig sækja Bretland og Írland heim
í ferð sinni og hitta þar m.a. forsætis-
ráðherra, utanríkisráðherra og for-
seta Írska lýðveldisins. Er þetta í
þriðja skipti sem sitjandi varaforseti
Bandaríkjanna sækir Ísland heim, en
áður voru það þeir Lyndon B. John-
son, árið 1963, og George H.W. Bush,
árið 1983. Bæði Johnson og Bush áttu
fund með þáverandi forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra mun ekki taka á móti Pence við
komu hans hingað. Mun hún þess í
stað sitja norrænt verkalýðsþing og
hefur hún í samtali við Morgunblaðið
sagst ekki sjá ástæðu til að breyta
áformum. Þessi ákvörðun forsætis-
ráðherra hefur fangað athygli fjöl-
miðla og stjórnmálaskýrenda, hér
heima og erlendis.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í
stjórnmálafræði við stjórnmála-
fræðideild Háskóla Íslands, segir það
„óvenjulegt“ að forsætisráðherra
landsins skuli ekki taka á móti vara-
forsetanum.
„Það er greinilegt að þetta hefur
vakið töluverða athygli erlendis og
augljóst að margir túlka þetta sem svo
að hún sé að láta í ljós afstöðu sína til
ríkisstjórnar Trumps, hvort sem það
er rétt eða rangt,“ segir Ólafur, en
sumir fjölmiðlar erlendis hafa m.a.
tengt þessa ákvörðun Katrínar við ný-
lega uppákomu milli Bandaríkjanna
og Danmerkur. Hætti þar Donald
Trump Bandaríkjaforseti skyndilega
við opinbera heimsókn sína til Dan-
merkur eftir að ráðamenn þar og í
Grænlandi hófu að tjá sig um hug-
mynd sem sögð er koma úr Hvíta hús-
inu um hugsanleg kaup á Grænlandi.
Aðspurður segist Ólafur ekki
eiga von á því að fjarvera Katrínar
muni skaða samskipti Íslands og
Bandaríkjanna til lengri tíma. „Sam-
skipti Bandaríkjanna við vini sína og
bandamenn í Evrópu eru þó vægast
sagt mjög einkennileg þessi miss-
erin,“ segir hann.
Fágætt tækifæri glatast
Morgunblaðið setti sig í samband
við alla formenn þingflokka á Alþingi
og spurði þá út í ákvörðun forsætis-
ráðherra. Þingflokksformenn
stjórnarflokka auk Pírata og Flokks
fólksins voru jákvæðir í garð þeirrar
ákvörðunar Katrínar að vera erlendis
þegar Pence kemur, en fulltrúar Mið-
flokksins, Viðreisnar og Samfylk-
ingar gagnrýndu fjarveruna mjög.
„Þessi ákvörðun forsætisráð-
herra er í besta falli stórundarleg.
Hér er að líkindum um að ræða ann-
an valdamesta mann heims, varafor-
seta ríkis sem hefur verið helsti
bandamaður okkar, og við höfum átt í
sérstöku samstarfi við Bandaríkin
áratugum saman. Mér finnst því
mjög sérstakt af forsætisráðherra að
hitta ekki þennan mann,“ segir
Gunnar Bragi Sveinsson, formaður
þingflokks Miðflokksins, og bætir við
að hann gefi lítið fyrir skýringar
Katrínar á fjarveru sinni.
„Þetta eru rök sem halda engu.
Þarna er hún fyrst og fremst að taka
hagsmuni flokks síns fram yfir hags-
muni lands og þjóðar. Fyrir Ísland
skiptir jú meira máli að eiga í góðu
samstarfi og samskiptum við Banda-
ríkin en verkalýðsforystuna á
Norðurlöndum. Auk þess efast ég
ekki um að forkólfar verkalýðshreyf-
inga muni skilja það að forsætisráð-
herra þurfi að taka á móti varaforseta
Bandaríkjanna,“ segir hann.
Oddný G. Harðardóttir, formað-
ur þingflokks Samfylkingar, segir Ís-
land missa af tækifæri til að koma
mikilvægum skilaboðum á framfæri
við varaforsetann milliliðalaust. Á
hún þar við áherslur Íslands í lofts-
lags-, mannréttinda- og jafnréttis-
málum, en Oddný segir Katrínu hafa
vigt í þessum málaflokkum og því
hefði fundur hennar með Pence getað
skipt máli. „Það að velja frekar að
tala við verkalýðsleiðtoga á Norður-
löndum er bara eins og að messa yfir
eigin söfnuði.“
Hanna Katrín Friðriksson, for-
maður þingflokks Viðreisnar, segir í
ljósi fyrri samskipta við Bandaríkin
það „æskilegt“ fyrir forsætisráðherra
að taka á móti Pence.
„Hún hefði átt að nýta tækifær-
ið, taka á móti honum og ræða brýn
málefni á borð við loftslagsmál og ör-
yggis- og varnarmál. En hún for-
gangsraðar auðvitað sínum verk-
efnum,“ segir Hanna Katrín og bætir
við: „Ég verð samt að segja að ég er
mjög hissa á þessari forgangsröðun
því forsætisráðherra Íslands á alla
jafna gott aðgengi að aðilum vinnu-
markaðar á Norðurlöndum.“
Katrín útskýrt málið vel
Birgir Ármannsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir
forsætisráðherra hafa gefið skýr-
ingar á aðstæðum sínum. „Hún met-
ur sína stöðu í þessu og hvaða skuld-
bindingum hún hefur að gegna. Ég
hef ekki athugasemdir við það.“
Willum Þór Þórsson, formaður
þingflokks Framsóknar, tekur í svip-
aðan streng. „Forsætisráðherra hef-
ur útskýrt þetta ágætlega sjálf.“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,
formaður þingflokks Pírata, segist
skilja Katrínu vel. „Ég myndi ekki
vilja hætta við mín plön til að hitta ná-
kvæmlega þennan mann.“
Þá segist Guðmundur Ingi
Kristinsson, formaður þingflokks
Flokks fólksins, skilja vel að Katrín
vilji síður breyta fyrri áformum.
Fjarvera forsætis-
ráðherra óvenjuleg
AFP
Á leiðinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur hingað
til lands. Að öllu óbreyttu mun forsætisráðherra þó ekki hitta Pence.