Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 18

Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nokkrir af helstu athafnamönnum Reykjavíkur stóðu að stofnun Ísaga fyrir sléttum 100 árum. Til- gangur félagsins var að framleiða asetýlengas fyrir vita landsins en þá var unnið að uppsetningu þess- arra mikilvægu öryggistækja fyrir sjómenn. Stofnfundurinn var hald- inn 30. ágúst 1919 og var Sveinn Björnsson, yfirdómslögmaður og síðar forseti, meðal þeirra sem stóðu að stofnun félagsins og TH. Krabbe vitamálastjóri var fyrsti formaður stjórnar. Ísaga minnist þessarra tíma- móta um þessar mundir. Það var meðal annars gert með opnu húsi á athafnasvæði félagsins við Breið- höfða í Reykjavík í gær þar sem almenningi gafst kostur á að kynn- ast starfsemi félagsins. Gasið víða notað Starfsemin hefur breyst mjög á 100 ára starfstíma fyrirtækisins. Gasljósin í vitunum véku smám saman fyrir rafmagni og öðrum orkugjöfum og hætt var að nota gasið árið 2005. Í staðinn hefur starfsemi í þágu atvinnulífsins aukist. Þar koma framleiðsluvörur fyrirtækisins ótrúlega víða við. Þjónustunni er skipt í sex megin- svið, iðnaðarframleiðslu, matvæla- framleiðslu, lyfjaframleiðslu, málmiðnað, efnaiðnað og sérhæfð- ar lofttegundir. Eins og á þessari upptalningu sést er gasið ekki eingöngu notað til málmsuðu sem margir þekkja frá fyrri tíð og til eldamennsku. Framleiðsla fyrirtækisins er til dæmis mikið notuð í matvæla- og drykkjarvöruframleiðslu. Nýjasti vaxtarbroddurinn á því sviði er fiskeldið sem notar mikið súrefni við sína framleiðslu. Fyrirtæki í álframleiðslu og annarri málm- og iðnaðarframleiðslu eru mikilvægir viðskiptavinir og súrefni og fleiri efni frá Ísaga koma víða við sögu á sjúkrahúsum og í lyfjaframleiðslu. Ný verksmiðja í Vogum Asetýlengasverksmiðja Ísaga við Rauðarárstíg tók til starfa strax árið eftir stofnun félagsins og sex árum síðar var byggð þar súrefnis- og köfnunarefnisverk- smiðja. Asetýlengasverksmiðjan eyði- lagðist í sögufrægum stórbruna á árinu 1963, eins og sagt er frá á öðrum stað hér á síðunni. Ný verksmiðja var reist á Ártúns- höfða og á næstu árum og fram til ársins 1984 var starfsemin byggð þar upp. Ný súrefnis- og köfn- unarefnisverksmiðja var tekin í notkun í Vogum á Vatnsleysu- strönd á árinu 2018. Nú liggur fyrir að starfsemin þarf að víkja af Ártúnshöfða fyrir nýju íbúðahúsahverfi og verður ráðist í byggingu nýrra höfuð- stöðva á næstu árum. Ekki hefur verið upplýst hvar það verður gert. Hluti af öflugri samsteypu Ísaga var stofnað í samstarfi við sænska fyrirtækið AGA og naut mjög góðs af þeirri samvinnu enda AGA leiðandi í þeirri tækni sem notuð var við lýsingu vitanna á þeim tíma. AGA eignaðist meiri- hlutann í fyrirtækinu fyrir tæpum þrjátíu árum. Það fyrirtæki rann síðar inn í Linde Group sem er stærsta gasframleiðslufyrirtæki heims með starfsemi í yfir 100 löndum. Ísaga er nú hluti af þeirri samsteypu. Erik Larsson, framkvæmda- stjóri Ísaga, tilkynnti í gær að í upphafi næsta árs yrði nafni fyrir- tækisins breytt í Linde. Tilgangur- inn er að leggja áherslu á þann styrk fyrirtækisins að hafa aðgang að allri þeirri þekkingu og tækni- nýjungum sem móðurfyrirtækið býr yfir, viðskiptavinum til hags- bóta. 30 starfsmenn eru hjá Ísaga og segir framkvæmdastjórinn að spennandi tímar séu fram undan hjá fyrirtækinu. Nafni Ísaga verður breytt í Linde Morgunblaðið/Eggert Töfrabrögð Vilberg Sigurjónsson afhendir gestum í opnu húsi í höfuðstöðvum Ísaga rósir sem frystar hafa verið með efnum sem fyrirtækið framleiðir.  Ísaga minnist 100 ára afmælis  Var stofnað til að framleiða gas til lýsingar vitanna en nú kemur framleiðsla þess víða við sögu í atvinnulífinu  Nýjar höfuðstöðvar byggðar á næstu árum Svo mikill var loftþrýstingurinn af sprengingum í Ísaga að rúður brotnuðu í húsum langa vegu frá eldstaðnum. Kemur þetta fram í frétt Morgunblaðsins 19. júlí 1963 en stórbruninn í gasverksmiðjunni við Rauðarárstíg varð seint kvöld- ið áður. Forsíða Morgunblaðsins sem í þá daga var notuð fyrir er- lendar fréttir var öll helguð stór- brunanum þann daginn. Næstu hús voru rýmd eins og hægt var og lögreglan átti fullt í fangi með að halda forvitnum borgarbúum frá en fólk flykktist að Rauðárstíg þegar eldurinn kom upp. Járn- og steinflikki flugu langar leiðir. Einn maður var við vinnu í gas- verksmiðjunni og náði hann að forða sér. Tveir menn lokuðust hins vegar inni í súrefnisverk- smiðju Ísaga, aðeins nokkra metra frá logandi vítinu, eins og lýst er í blaðinu. Þeir töldu sig öruggari þar en að hlaupa yfir bersvæði og eiga á hættu að verða fyrir sprengingu. Súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðjan slapp að mestu og var hægt að halda áfram framleiðslu þar en gasverksmiðjan eyðilagðist. Hættuástand skapaðist STÓRBRUNI Í ÍSAGA Í JÚLÍ 1963 Tjón Bruninn í Ísaga var ein af fréttum ársins 1963. Gasverksmiðjan eyðilagðist. „Þvílíkur munur! Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að vakna upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“ Elsa M. Víðis Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari á icecare.is Valið besta bætiefni við streituhjá National Nutrition í Kanada Betri svefn Melissa Dream er vísindalega samsett náttúrulyf, hannað til að stuðla að djúpri slökun og værum svefni. Þessi blanda inniheldur ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.