Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
✝ Magnús Þór-arinsson fædd-
ist í Reykjavík 26.
janúar 1952. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
í Vestmannaeyjum
21. ágúst 2019.
Foreldrar hans
voru Vagnbjörg Jó-
hannsdóttir, f. 1.
september 1925 á
Vopnafirði, d. 3.
maí 2005, og Þórarinn Árnason,
f. 24. maí 1924 á Áslaugarstöðum
í Vopnafirði, d. 24. janúar 2012.
Systkini Magnúsar eru:
Bertha, f. 15.3. 1945, Hólmfríður,
f. 9.4. 1946, Þorbjörg Jóhanna, f.
27.8. 1947, Þórarinn Vagn, f.
25.2. 1949, lést af slysförum 22.7.
1969, Rúnar, f. 27.5. 1950, Eiður,
f. 24.10. 1953, Robert, f. 7.12.
1954 og Ásdís, f. 26.5. 1956.
Fyrri kona Magnúsar var
Sissa Hjördís Gestsdóttir, f. 7.10.
1950, börn: Gestur, f. 19.3. 1969,
maki er Helena Rut Sigurðar-
dóttir, f. 20.4. 1976, börn: Arn-
Kjartansson, f. 29.9. 1976,
börn: Ásta Sigríður, f. 9.9.
1998, Gunnar Alexander, f.
18.9. 2002, og Kjartan Bragi, f.
25.5. 2005. Maki Jóns Ólafs er
María Dögg Svafarsdóttir, f.
19.7. 1976, barn: Birkir Arge
Antonsson, f. 8.2. 2001; Ester
Böðvarsdóttir, f. 13.5. 1981,
maki er Viðar Huginsson, f.
15.9. 1976, börn: Elma Dís, f.
12.6. 2005, Andri, f. 15.1. 2010,
og Dagur, f. 19.3. 2014; Mar-
grét Rósa Kjartansdóttir, f.
11.8. 1983, maki er Johny Ivars
Anders Österdahl, f. 25.12.
1981, börn: Tristan Dio Thor
Österdahl, f. 17.4. 2011, og
Saga Rebekka Maiden Öster-
dahl, f. 16.7. 2015; Þórólfur
Benedikt Kjartansson, f. 20.10.
1987, maki er Amanda Ger-
aldsson, f. 30.4. 1994, og Eyþór
Kjartansson, f. 31.3. 1992, maki
er Sandra Öberg, f. 28.9. 1988,
börn Söndru: Lovísa, f. 14.5.
2013, og Alex, f. 18.12. 2014.
Magnús var lærður múrari
og starfaði sem slíkur frá unga
aldri. Magnús stundaði
keppnisgolf og var virkur í
golfklúbbi Vestmannaeyja. .
Útför Magnúsar fer fram frá
Landakirkju Vestmannaeyjum
í dag, 31. ágúst 2019, klukkan
14.
steinn Kári, f. 8.8.
1999, Camilla
Dögg, f. 23.7. 2003,
Brynjar Hrafn, f.
3.3. 2008, og Aldís
Erla, f. 13.9. 2010;
Guðrún, f. 16.10.
1971, maki er Þor-
lákur Hilmar
Morthens, f. 3.10.
1953, börn: Magnús
Freyr, f. 22.11.
1989, og Karen
Lísa, f. 6.10. 1998; Vagnbjörg, f.
21.1. 1978, maki er Skúli Rúnar
Jónsson, f. 22.5. 1975, barn: Anja
Rut, f. 1.6. 2001; og Alexandra, f.
18.12. 1989, barn: Alia Topete, f.
3.12. 2010.
Eftirlifandi eiginkona Magn-
úsar er Rebekka Benedikts-
dóttir, f. 21.1. 1957 í Vestmanna-
eyjum. Foreldrar hennar voru
Ester Guðjónsdóttir, f. 4.4. 1934 í
Vestmannaeyjum, d. 2.12. 2012,
og Benedikt Frímannsson, f.
27.7. 1930 á Steinhóli í Fljótum,
d. 10.2. 2017.
Börn Rebekku eru: Jón Ólafur
Kæri vinur. Nú hefur þú kvatt
þetta jarðlíf. Það er með sorg í
hjarta mínu sem ég vil með nokkr-
um orðum kveðja þig og þakka
þér fyrir allar þær mörgu góðu
stundir sem við höfum átt saman á
golfvellinum og einnig sem krakk-
ar, sem ólumst upp sem Camp-
arar. Minningarnar um þann tíma
rifjuðust oft upp hjá okkur, þegar
við vorum að spila golf saman og
auðvitað kom aldrei neitt annað til
greina þegar skipt var í tveggja
manna lið en að gömlu Campar-
arnir væru saman í liði. Ekki fer
nú allt eins og maður hefur ætlað
sér. Það varst þú sem komst til
mín á spítalann í september þegar
ég lá þar mölbrotinn og illa farinn
og hvattir mig og blést í mig bar-
áttukjarki fyrir væntanlegt sumar
en svo þremur mánuðum seinna
snérist dæmið allt í einu við. Þú
ætlaðir að fara að draga úr vinnu
og gefa þér meiri tíma í golfið en
þá greindist þú með þennan ill-
víga sjúkdóm sem lagt hefur svo
marga bæði unga sem aldna. Það
eitt og sér að hafa starfað með þér
við starf eldri kylfinga GV hefur
gefið mér mikið. Þið Rebekka
styrktuð eldri kylfinga til fjölda
ára og erum við ykkur ómetan-
lega þakklátir fyrir þann
stuðning.
Vin sínum
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin.
En óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera.
(Úr Hávamálum)
Nú er komið að leiðarlokum,
kæri vinur, og ég þakka þér fyrir
samfylgdina og megi Guð og engl-
ar hans vera með þér og styrkja
Rebekku, Gest, Guðrúnu, Vagn-
björgu, Alexöndru, stjúpbörn,
barnabörn og aðra ástvini þína.
Far þú í friði, kæri vinur.
Sævar og fjölskylda.
Magnús
Þórarinsson
Vegna mistaka
við framsetn-
ingu þessarar
greinar er hún
birt aftur.
Herdís Tryggvadóttir var
gæðakona, í sjón og reynd. Henn-
ar er nú minnst með hlýju og
virðingu en umfram allt gleði. Við
fyrstu kynni afvopnaði hún okk-
ur, menntaskólavini barna henn-
ar, á sinn fallega og einlæga hátt.
Þess vegna þótti okkur öllum
vænt um hana. Hún var öðruvísi
jarðtengd en hinar mömmurnar;
kannski var hún af annarri jörð?
Við vissum að hún hafði verið
alin upp við góð efni en þegar við
tókum að knýja hjá henni dyra
var hún fyrir löngu búin að kon-
vertera úr verðgildum yfir í
manngildi – og átti digra sjóði í
Herdís
Tryggvadóttir
✝ HerdísTryggvadóttir
fæddist 29. janúar
1928. Hún lést 15.
ágúst 2019. Útför
hennar fór fram 23.
ágúst 2019.
þeim gjaldmiðli.
Umburðarlyndi
hennar gagnvart
sperriþörf okkar
var án fyrirvara og
móttökurnar ávallt
eins og höfðingja
bæri að garði, þó
ekki væri fylgt
ströngum etikettum
um heimsóknar-
tíma. Og kraftaverk
mátti það heita að
varðhundurinn Pedró skyldi ekki
hafa sent okkur nema einu sinni
upp á slysavarðstofu í stíf-
krampasprautu.
Þegar tíminn var kominn á
stjórnlaust flug og árin þotin út í
buskann – þá náði maður alltaf
andanum þegar fundum bar sam-
an á förnum vegi. Þá var hún al-
veg til í að leyfa manni að þykjast
svolítið ennþá – en átti nú oftast
sjálf pönslínuna sem gerði þessa
stuttu samfundi svo skemmti-
lega. Og maður skynjaði ávallt
hversu stolt hún var – réttilega –
af öllu sínu fólki og þakklát fyrir
það sem henni var trúað fyrir.
Ögmundur Skarphéðinsson.
Það haustar að
og í dag kveðjum
við tengdamóður
mína. Ég gæti ekki
hafa eignast betri
tengdamóður en hana Ernu.
Hæfilega afskiptasöm til að
Erna Finnsdóttir
✝ Erna Finns-dóttir fæddist
20. mars 1924. Hún
lést 23. ágúst 2019.
Útför Ernu fór
fram 29. ágúst
2019.
maður efaðist ekki
um væntumþykjuna
en aldrei um of. Ég
kom inn í fjölskyldu
Ernu á síðasta tán-
ingsári mínu, nítján
ára, og leið þar
strax svo vel að
mér fannst ég hafa
verið þar lengi,
slíkt var viðmótið.
Erna var stólpinn
sem manni fannst
ekki haggast í umróti tímans,
lygn og djúp eins og fljót. Var
til staðar í stóru og smáu með
sína góðu nærveru. Hún var
umhyggjusöm, hreinskilin og
hnyttin. Þau Geir voru samstiga
hjón, gestrisin og mörg góð
veislan, stór og smá, var haldin
á Dyngjuveginum. Vel var hald-
ið utan um fjölskylduna og sam-
verustundir margar, grillað oft
á sumrin en grillmenninguna
höfðu þau tekið með sér frá
Ameríku. Það var gott að vera
samvistum við Ernu og Geir og
þess hefur nafna Ernu, Erna
Sigga dóttir okkar Hallgríms
elsta sonar þeirra, notið og er
þakklát fyrir. Hún var fyrsta
barnabarnið og tíður nætur-
gestur hjá afa og ömmu frá
unga aldri. Ekki var verra að
flytja seinna í næstu götu og
geta æft sig á flygilinn hennar
ömmu fyrir píanótíma.
Það var notalegt að heyra oft
djassinn duna á fóninum þegar
litið var inn á Dyngjuveginn.
Erna var hrifin af djassi og við
Hallgrímur náðum að fara með
þeim Ernu og Geir og Finni
mági á djassklúbb í New York
þar sem þekktir djassleikarar
spiluðu. Það átti við Ernu og
varð eftirminnileg kvöldstund.
Við reyndum líka að komast inn
í Studio 54 en það tókst ekki.
Erna var afskaplega góður
ferðafélagi og við fórum marg-
ar ferðirnar saman til útlanda,
bæði borgar- og sólarlanda-
ferðir. Hún kunni vel við sig í
hlýjunni. Ekki voru laxveiði-
ferðirnar síðri og þar sýndi hún
mikla þrautseigju því hún vissi
að ekki fiskast ef færið er ekki
út’í. Hún var hörkuveiðimaður
og efldi okkur hin einnig til
dáða. Þetta voru skemmtilegar
ferðir í góðum félagsskap með
mörgu góðu fólki, ómetanlegar
í minningabankanum. Erna hélt
áfram að veiða vel fram á efri
ár. Nú þegar laufin fara að
skipta litum og náttúran að
leggjast í dvala kveð ég tengda-
móður mína með þakklæti fyrir
árin fimmtíu sem við áttum
saman.
Aðalbjörg Jakobsdóttir.
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA DÓRA REBEKKA
JÓHANNESDÓTTIR,
Klapparhlíð 1, Mosfellsbæ,
er látin. Útför hennar fer fram frá
Guðríðarkirkju mánudaginn 2. september klukkan 13.
María Kristjánsdóttir
Soffía Haraldsdóttir
Ólafur Helgi Haraldsson
Hrafnhildur Haraldsdóttir
Jóhannes Snævar Haraldsson
Gunnsteinn Haraldsson
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR,
Gígja,
lést þriðjudaginn 27. ágúst í Brákarhlíð,
Borgarnesi.
Hún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn
7. september klukkan 14.
Rúnar Viktorsson Kristín Guðjónsdóttir
Jensína Waage
Hrafnhildur Waage
Ólafur Waage Gunnþórunn B. Gísladóttir
Kári Waage
Brynja Waage Ragnar H. Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, unnusta, systir,
mágkona og frænka,
KRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR
fatahönnuður
sem lést á Kaiser-sjúkrahúsinu í Los
Angeles 25. júní sl.
Útför hennar fer fram í Árbæjarkirkju 5. september klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Aðalsteinn Dan Árnason
John Bergeson
Ragnar S. Aðalsteinsson Jónína Magnúsdóttir
Eggert B. Aðalsteinsson
Svanlaug Aðalsteinsdóttir Sigurjón Kristinsson
og systkinabörn
Ástkær móðir okkar,
THEODÓRA ÁSDÍS SMITH,
Dódó,
Miðleiti 1, Reykjavík,
sem lést 21. ágúst, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 6. september
klukkan 13.
Óskar Smith Grímsson
María Pétursdóttir
Anna Guðrún Pétursdóttir
Trausti Pétursson
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
ÞRÁINN HARALDSSON,
lést fimmtudaginn 22. ágúst.
Útför verður frá Lindakirkju þriðjudaginn
3. september klukkan 13.
Haraldur Helgi Þráinsson
Harpa Tómasdóttir
Unnur Helga Haraldsdóttir