Morgunblaðið - 31.08.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.08.2019, Blaðsíða 38
38 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 EM 2020 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Landsliðsþjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tilkynntu 23 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undan- keppni EM karla í fótbolta 2020 Laugardalnum í gær. Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru ekki í hópn- um að þessu sinni. Jóhann Berg meiddist í leik Burnley og Wolves í ensku úrvalsdeildinni 25. ágúst og verður frá næstu vikurnar. Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli síð- ustu mánuði og var það sameiginleg ákvörðun hans og landsliðsþjálfar- anna að hann yrði ekki með í lands- liðsverkefninu. Alfreð reynir að ná fyrra formi „Jói hefði ekki náð leikjunum. Við erum í frábæru samstarfi við Burn- ley og við gerðum allt sem við gát- um til að reyna að fá hann til að vera með, en hann er ekki klár. Alfreð er að glíma við lengri meiðsli og er að reyna að ná fyrra formi. Hann er í góðu líkamlegu formi en þarf að spila. Alfreð hefur lengi komið til móts við landsliðið í verra standi en hann vill vera í. Með langtíma mark- mið verður hann að fá að halda upp- byggingu sinni áfram til að vera klár í október,“ sagði Freyr Alexand- ersson aðstoðarlandsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið. Birkir Már Sævarsson er ekki í hópnum, en hann missti stöðu sína í byrjunarliðinu í leikjunum við Alb- aníu og Tyrkland í júní. Hann er nú dottinn úr hópnum, eins og Rúrik Gíslason. Samúel Kári Friðjónsson er hins vegar kominn í hópinn á nýj- an leik. Samúel var í HM-hópnum í Rússlandi en ekki í hópnum í júní. Arnór Sigurðsson er einnig í hópnum. Hann hefur verið frá keppni síðan hann meiddist í leik CSKA Moskvu og Sotsí í rússnesku úrvalsdeildinni 11. ágúst. Án félags en í betra standi Birkir Bjarnason og Emil Hall- freðsson eru í hópnum, þrátt fyrir að þeir séu án félags. Samningi Birkis við Aston Villa var rift á dög- unum og samningur Emils við Ud- inese rann út eftir síðustu leiktíð. Freyr hefur litlar áhyggjur af Emil og Birki. „Við erum búnir að vera í góðu sambandi við þá báða. Emil hefur verið að æfa hjá FH og einn. Hann er í rosalega góðu standi. Emil hef- ur verið meiddur í hné í langan tíma en nú er hann verkjalaus og í mikið betra standi en í júní. Hann spilaði frábærlega á móti Tyrkjunum, en það var ákveðin áhætta að láta hann spila þann leik,“ sagði Freyr um Emil. Þrátt fyrir að Birkir sé samn- ingslaus hefur hann fengið að æfa með Aston Villa. „Birkir er að æfa með Aston Villa á meðan hann er að klára sín mál. Hann spilaði æfingaleikina með Villa í sumar en þegar hann kom til móts við okkur í júní var hann ekki búinn að spila síðan í mars og þar á undan ekki neitt. Þeir eru báðir í betra standi en í júní, þótt þeir hafi spilað frábærlega þá. Staðan að vera án klúbbs er auðvitað aldrei góð, fyrst og fremst fyrir þá sjálfa. Ég hef hins vegar engar áhyggjur af því að þetta verði ekki klárt hjá þeim fyrir októberleikina. Þeir þurfa að velja rétt með framtíðarsýn í huga.“ Markmiðið að ná í sex stig Ísland hefur aldrei mætt Moldóvu áður í A-landsleik. Moldóva hefur aðeins unnið 3 af síðustu 24 leikjum sínum og er með þrjú stig eftir fjóra leiki í H-riðlinum. Liðið vann An- dorra á heimavelli en tapaði fyrir Frökkum á heima og Tyrkjum og Albönum á útivelli. Ísland hefur sex sinnum mætt Albaníu, síðast í júní á þessu ári. Ísland hefur unnið þrjá síðustu leikina gegn Albaníu, alla með einu marki. Albanía er með sex stig í riðlinum eftir sigur á Andorra á útivelli og Moldóvu á heimavelli en tap fyrir Íslandi á Laugardalsvelli og gegn Tyrkjum á heimavelli. Freyr er afar spenntur fyrir leikj- unum, eftir tvo góða sigra í júní. „Þetta er spennandi. Maður er búinn að bíða eftir þessu síðan flaut- að var af á móti Tyrkjum í júní. Við hefðum helst viljað spila strax vik- una á eftir. Nú er loksins komið að þessu og við erum spenntir,“ sagði Freyr. Hann segir markmiðið ein- falt. Íslenska liðið ætlar sér sex stig úr leikjunum tveimur. „Moldóva er með fínt lið. Þar eru góðir og reynslumiklir leikmenn í bland við unga og spræka leikmenn. Þeir eru hættulegir andstæðingar en með litla hefð. Við erum með hefðina, reynsluna og meiri gæði í okkar liði. Ef við erum í standi setj- um við þá kröfu að klára heimaleik- inn, að sjálfsögðu. Markmiðið er að taka sex stig úr þessum leikjum. Við förum til Alb- aníu og spilum við hörkulið á úti- velli. Fyrst og síðast hugsum við ekki öðruvísi en við ætlum að ná í sex stig. Það eru bara þrír mánuðir eftir af þessari undankeppni. Nú verðum við að nýta meðbyrinn sem skapaðist í júníglugganum,“ sagði Freyr ákveðinn. Verðum að nýta okkur meðbyrinn Morgunblaðið/Hari Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er á sínum stað í hópnum.  Tveir mikilvægir leikir í undankeppni EM 2020  Jóhann og Alfreð ekki með Inkasso-deild karla Leiknir R. – Haukar ................................ 2:0 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson 14., Ignacio Anglada 45. Fram – Víkingur Ó. ................................. 0:0 Fjölnir – Þróttur R. ................................. 6:0 Albert Ingason 6., 12., Orri Þórhallsson 25., 78., Bergsveinn Ólafsson 19., Sigurpáll Pálsson 47. Staðan: Fjölnir 19 11 5 3 41:19 38 Grótta 18 9 7 2 37:25 34 Þór 18 9 6 3 30:18 33 Leiknir R. 19 10 3 6 33:26 33 Víkingur Ó. 19 7 7 5 22:16 28 Keflavík 18 8 4 6 27:23 28 Fram 19 8 3 8 27:29 27 Þróttur R. 19 6 3 10 34:35 21 Afturelding 18 5 3 10 23:34 18 Haukar 19 3 7 9 24:36 16 Magni 18 4 4 10 22:45 16 Njarðvík 18 4 2 12 18:32 14 2. deild karla KFG – Kári ............................................... 1:3 Pétur Árni Hauksson 18. – Andri Júlíusson 4., 79., Árni Þór Árnason 46. Leiknir F. – Völsungur ........................... 2:1 Guðmundur Arnar Hjálmarsson 6., Myko- las Krasnovskis 53. – Aðalsteinn Jóhann Friðriksson 90. 4. deild karla Úrslitakeppni: Hvíti Riddarinn – Björninn......................1:1 Hamar – Kormákur/Hvöt........................ 3:2 Ýmir – Ægir.............................................. 0:2 Elliði – GG................................................. 4:2 Undankeppni EM kvenna A-riðill: Eistland – Holland ................................... 0:7 Kósóvó – Tyrkland ................................... 2:0 Slóvenía – Rússland ................................. 0:1 B-riðill: Bosnía – Georgía ...................................... 7:1 C-riðill: N-Írland – Noregur ................................. 0:6 D-riðill: Moldóva – Tékkland................................. 0:7 E-riðill: Skotland – Kýpur ..................................... 8:0 Þýskaland B-deild: Sandhausen – Darmstadt ....................... 1:0  Rúrik Gíslason lék fyrstu 81 mínútuna fyrir Sandhausen.  Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði inni á hjá Darmstadt en var rekinn út af á 58. mín. Holland B-deild: Excelsior – Helmond ............................... 3:1  Elías Már Ómarsson lék fyrstu 59 mín- úturnar með Excelsior. Pólland Korona Kielce – Jagiellonia ................... 0:2  Böðvar Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Jagiellonia. Arka Gdynia – Górnik Zabrze ............... 1:0  Adam Örn Arnarson var allan tímann á varamannabekk Górnik Zabrze. Danmörk OB – SönderjyskE ................................... 0:0  Eggert Gunnþór Jónsson lék síðustu 20 mínúturnar með SönderjyskE. Ísak Óli Ólafsson var allan tímann á bekknum. Svíþjóð Helsingborg – Östersund........................ 2:0  Daníel Hafsteinsson kom inn á hjá Hels- ingborg eftir 84 mínútur. B-deild: Brage – GAIS ........................................... 1:1  Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn með Brage. Noregur Odd – Bodö/Glimt.................................... 3:1  Oliver Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Bodö/Glimt. KNATTSPYRNA Þýskaland B-deild: Konstanz – Bietigheim ....................... 23:25  Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim. Lübeck-Schwartau – Gummersbach 22:20  Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði ekki fyrir Lübeck-Schwartau. Danmörk Aalborg – Nordsjælland ..................... 34:25  Janus Daði Smárason skoraði 4 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon var ekki í leikmannahópnum. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Lemvig – Ribe-Esbjerg....................... 23:26  Rúnar Kárason skoraði 4 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason 4 en Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki. HANDBOLTI Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Íslandsmeistari í golfi, er í 47.-59. sæti á KPMG-mótinu sem fram fer í Belgíu, samtals sex höggum undir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Mótið er hluti af Áskor- endamótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst lék annan hringinn á mótinu í gær á 73 höggum og var samtals á tveimur höggum yfir pari. Guðmundur fór illa af stað og fékk skolla strax á fyrstu braut. Hann fékk svo þrjú pör í röð áður en hann fékk tvöfaldan skolla á fimmtu holu. Hann fékk svo skolla á sjöttu holu en fugl á þeirri áttundu. Guðmundur lék mun betur á seinni nýjan holunum, þar sem hann fékk þrjá fugla og tvo skolla. Guðmundur Ágúst spilaði frábært golf á fyrsta keppnisdegi mótsins, en hann paraði fyrstu fjórar holurnar. Þar á eftir fylgdu tveir fuglar í röð og hann fékk svo aftur fugl á áttundu braut. Hann fékk svo fimm fugla á seinni níu holunum og var í þriðja sæti á mótinu eftir fyrsta keppnisdaginn. Guðmundur fór nokkuð örugglega í gegnum niðurskurðinn eftir fyrstu tvo keppnisdagana, en niðurskurðarlínan miðast við fimm högg undir pari. Meistarinn í 47.- 59. sæti í Belgíu Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Fugl Guðmundur Ágúst Kristjánsson fékk átta fugla á fyrsta keppnisdegi í Belgíu. Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg vann dramat- ískan 26:23-útisigur á Lemvig í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Ribe-Esbjerg leiddi með einu marki í hálf- leik, 12:11, en Lemvig kom til baka í seinni hálfleik og leiddi með tveimur mörkum þegar fjórar mínútur voru til leiksloka, 23:21. Ribe- Esbjerg átti hins vegar ótrúlegan lokakafla þar sem liðið skoraði fmm mörk gegn engu og Íslendingaliðið fagnaði þriggja marka sigri í leikslok. Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Daníel Þór Ingason gerði þrjú en Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað. Þá fóru ríkjandi meistarar Álaborgar vel af stað og unnu 34:25-sigur á Nordsjælland á heimavelli en staðan í hálfleik var 18:17, Aal- borg í vil. Janus Daði Smárason skoraði fjög- ur mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnús- son lék ekki með liðinu. Ótrúlegar loka- mínútur í Lemvig Markmenn: Hannes Þór Halldórsson, Val Ögmundur Kristinsson, Larissa Rúnar Alex Rúnarsson, Dijon Varnarmenn: Samúel Kári Friðjónsson, Víking Ragnar Sigurðsson, Rostov Kári Árnason, Víkingi R. Ari Freyr Skúlason, Oostende Sverrir Ingi Ingason, PAOK Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar Hjörtur Hermannssmon, Bröndby Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson, Al-Arabi Birkir Bjarnason, án félags Emil Hallfreðsson, án félags Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Arnór Ingvi Traustason, Malmö Rúnar Már Sigurjónsson, Astana Guðlaugur Victor Pálsson, Darmstad Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva Sóknarmenn: Kolbeinn Sigþórsson, AIK Jón Daði Böðvarsson, Millwall Viðar Örn Kjartansson, Rubin Kazan Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar 23 manna landsliðshópurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.