Morgunblaðið - 31.08.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.08.2019, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 FB Selfoss Austurvegur 64a 5709840 FB Hella Suðurlandsvegur 4 5709870 FB Hvolsvöllur Ormsvöllur 2 5709850 Fóðurblandan hf. - www.fodur.is - 5709800 ert þú að fara að smala ? VIÐ KLÆÐUM ÞIG UPP ! STÍGVÉL OG GÚMMÍTÚTTUR REGNFÖT & ullarföt sokkar og vettlingar 50 ára Hugrún ólst upp í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík en býr í Kópa- vogi. Hún er félags- ráðgjafi, markþjálfi og núvitundarkennari og rekur fræðslu- og heilsusetrið Heillandi hug. Maki: Magnús Jaroslav Magnússon, f. 1969, rafverktaki. Börn: Guðmundur Örn Magnússon, f. 1992, Bjarki Rafn Magnússon, f. 1994, og Hildur Jara Magnúsdóttir, f. 2002. Barna- barn er Hekla Guðmundsdóttir, f, 2018. Foreldrar: Guðmundur Ottósson, f. 1946, fv. verkstjóri, og Kolbrún Baldursdóttir, f. 1947, húsmóðir. Þau eru búsett í Kópa- vogi. Hugrún Linda Guðmundsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú kannt að meta mótsagnir í öðru fóki en þú leyfir þér vanalega ekki að segja eitt en gera annað. Vertu sjálfri/um þér samkvæm/ur. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki láta koma þér úr jafnvægi í dag, ekki einu sinni í samskiptum við fjölskyld- una. Ef þú ert óánægð/ur með eitthvað skaltu leita þér hjálpar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur haft mikið að gera í skemmtanalífinu að undanförnu. Reyndu að draga þig í hlé og vera í einrúmi smá stund til að róa hugann. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver er tilbúin/n að veita þér fjárhagslega aðstoð í dag. Haltu þig við það sem þér ber og láttu aðra um annað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur skuldbundið sjálfa/n þig til stórra hluta og ættir nú að segja stopp hvað þetta snertir. Sýndu eðlilegri við- brögð og miðaðu þau við eðli málsins. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hugmynd einhvers um skemmtun samrýmist þinni alls ekki. Bíddu bara sallaróleg/ur, þetta er ekkert sem þú þarft að hafa áhyggjur af; bara gleði og gaman. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ástæðulaust að fyllast sektar- kennd út af því sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Ekki hika við að leggja tillögur þín- ar fram. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur alltaf ímyndunar- aflið til þess að hlaupa upp á. Ekki æða samt áfram án þess að spyrja samstarfs- fólk þitt ráða. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Freisting kemur við sögu fyrir hádegi. Búðu þig undir að þurfa að losa þig við óþarfa og halda áfram þaðan sem frá var horfið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sannleikurinn er sagna bestur og það skaltu hafa í huga, í það minnsta gagnvart þínum nánustu. Hlustaðu vand- lega það mun koma sér vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Talaðu við einhvern eldri sem hefur meiri reynslu en þú. Farðu í gegnum málin og athugaðu hvaða breytinga er þörf til þess að þú náir árangri. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þið þurfið á allri ykkar einbeitingu að halda til þess að geta leyst persónulegt vandamál. Munið að fljótfærni er slæm. „Við höfum fengið gamlar upp- tökur með KK sextettinum og Birni R. Einarssyni og þar ber einn höfuð og herðar yfir alla aðra, tenórsaxó- fónleikarinn Gunnar Ormslev. Ég tel að hann hafi verið einn besti djassleikari Evrópu.“ Vernharður skrifaði kaflann um djasssögu Ís- Vernharður hefur rannsakað ís- lenska djasssögu lengi og vinnur nú að útvarpsþáttum um efnið, ásamt Hreini Valdimarssyni tæknimanni. Fyrstu þáttaröðinni um árin frá 1919 til 1943 var útvarpað 2011 og von er á öðrum hluta á næsta eða þarnæsta ári. V ernharður Linnet fædd- ist í Reykjavík 31.8. 1944 en ólst meðal ann- ars upp í Bolungarvík. Hann fór snemma að hlusta á djass. „Ég man nákvæm- lega hvenær það gerðist. Það var í september 1955, ég opna fyrir út- varpið og þar er Björn R. Einarsson með djassþátt og spilar lagið Walk- ing Shoes með Gerry Mulligan. Þetta flaug inn í hjartað og hefur djassinn verið þar síðan.“ Vern- harður stofnaði tólf ára gamall djassklúbbinn Cotton Jazz Club í Melaskóla. Þar spilaði hann djass fyrir vini sína, sem þurftu svo að taka próf eftir að hafa hlustað á lögin. „Fyrirmyndin að þessu kom úr skátunum, þar var alltaf verið að taka próf.“ Vernharður lauk kennaraprófi 1968 og kenndi við Grunnskóla Þor- lákshafnar til 1980, utan eins vetrar er hann nam við Danmarks Lærer- højskole í Kaupmannahöfn. Í Þor- lákshöfn sinnti hann m.a. tónlistar- kennslu við skólann. Hann stundaði nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur árin 1959-1961, eftir það nam hann saxófónleik hjá Andrési Ingólfssyni. Hann kenndi við Breiðholtsskóla frá 1980 til 2004, utan fimm ár er hann starfaði sem fastráðinn dagskrár- gerðarmaður við Ríkisútvarpið. Fyrir útvarp vann hann m.a. leik- gerðir úr fornsögunum fyrir unga hlustendur. Kappar og kjarnakonur voru þættir úr Íslendingasögum (1988) og Garpar, goð og valkyrjur voru þættir úr fornaldarsögum (1989). Frá 2004 hefur Vernhaður ein- göngu starfað við djasstónlist, sem greinahöfundur, gagnrýnandi, þáttagerðarmaður og kennari. Hann hefur skrifað um djass í ýmis tíma- rit og dagblöð, íslensk sem erlend, frá því að hann gaf út fyrsta fjölfald- aða tímarit sitt, Cotton Jazz Club, árið 1955 og ritstýrði m.a. Jazz- málum (1967). Hann var djass- gagnrýnandi Helgarpóstsins 1979 til 1988 og Morgunblaðsins1997 til 2017. Hann hefur unnið að gerð djassþátta fyrir Ríkisútvarpið frá 1980. lands í fyrstu bókinni sem gefin hef- ur verið út um evrópskan djass: The History of European Jazz (Equinox Publishing Ltd. 2018). Vernharður var ásamt Ólafi Ormssyni og Þorsteini Marelssyni einn af Lystræningjunum og gáfu þeir út samnefnt tímarit frá 1976- 1981. Gáfu þeir út tvö önnur tímarit og fjölmargar bækur. Vernharður þýddi m.a. skáldsögur eftir Jannic Storm og Hans Hansen fyrir Lyst- ræningjann. „Þetta var alveg brjál- æðislega gaman og stanslaust tap. En við gáfum út tvær bækur sem urðu mjög vinsælar, Sjáðu sæta naflann minn og Haltu kjafti og vertu sæt, og þær náðu að borga upp tapið á hinum bókunum.“ Vernharður hefur verið formaður Jazzvakningar frá 1980 og var fram- kvæmdastjóri RúRek-djasshátíðar- innar 1991-1996. Vernharður hefur flutt fyrirlestra um djass hjá ýmsum félagasamtökum og skólum, allt frá grunnskólum til háskóla, og hefur kennt djasssögu við Tónlistarskóla FÍH, seinna MÍK, frá 2014. Vern- harður hefur hlotið viðurkenning- arnar gullheiðursmerki FÍH 2007 og Bjarkarlaufið 2009 fyrir kynn- ingu á íslenskri djasstónlist. Fjölskylda Eiginkona Vernharðs er Anna Bryndís Kristinsdóttir, f. 24.7. 1960, fv. fulltrúi hjá Sjónvarpinu. For- eldrar hennar voru hjónin Kristinn Hallsson óperusöngvari, f. 1926, d. 2007, og Hjördís Sigurðardóttir, f. 1925, d. 1983, húsmóðir. Fyrrver- Vernharður Linnet djassfræðingur – 75 ára Glatt á hjalla Anna Bryndís, Ísólfur, Vernharður og Huldar Steinn. Djassinn flaug inn í hjartað Á Hótel Sögu Vernharður, Niels-Henning Ørsted Pedersen, Solveig eigin- kona hans og Ólafur Ormsson eftir tónleika Niels-Hennings árið 1994. Strákarnir Frá vinstri: Steinn, Hen- rik og Steinberg ásamt vini þeirra, Bryngeiri Sigurðssyni. Systurnar Urður og Röskva Arnald- ardætur seldu límónaði á götuhorni við Hólatorg í Vesturbæ og söfnuðu 3.165 kr. sem þær gáfu Rauða kross- inum að gjöf. Rauði krossinn þakkar Röskvu og Urði fyrir þetta frábæra framlag. Hlutavelta 40 ára Ásdís er Reyk- víkingur og ólst upp í Breiðholtinu en býr í Grafarvogi. Hún er bif- vélavirki og orku- og umhverfistæknifræð- ingur að mennt og er móttökustjóri hjá Brimborg. Maki: Þorvaldur Tolli Ásgeirsson, f. 1971, þjónustustjóri hjá Hamri. Dóttir: Ólavía Sif Kristjánsdóttir, f. 2000. Börn Þorvaldar eru Ásgeir Þór, f. 1995, Jökull Elí, f. 1999, og Kristín Inga, f. 2001. Foreldrar: Hjálmar Axelsson, f. 1950, bifvélavirki, búsettur í Reykjavík, og Oddný Gréta Eyjólfsdóttir, f. 1953, hús- móðir í Reykjavík. Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.