Morgunblaðið - 31.08.2019, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Það þarf að fara þrjátíu ár aft-ur í tímann til að nema aðraeins virkni og nú er að finna
hjá post-dreifingu. Smekkleysa fór
af stað af viðlíka krafti árið 1986,
tónleikar, plötur og uppákomur
stöðugt og stanslaust og sama er
upp á teningnum hér. Samlagið
samanstendur af fólki sem er á
unglingsaldri og rétt yfir tvítugu
og starfar á mjög flötum og höfuð-
lausum forsendum, enginn sér-
stakur talsmaður er fyrir félags-
skapinn, allar ákvarðanir eru
teknar á þartilgerðum fundum og
enginn hefur meira vald en næsti
maður. Það er meira að segja erfitt
að dírka upp meðlimi einstakra
hljómsveita, sem er gott dæmi um
hvernig post-dreifing fer á móti því
sem við eigum að venjast úr popp-
og rokkmenningu (hún er mjög
egódrifin, venjulega).
Tónlistarlega hafa listamenn
og hljómsveitir sem starfa undir
hatti post-dreifingar líka verið að
sprengja upp formið og það með
góðum árangri. Netkynslóðin nýtir
sér það umhverfi sem hún er alin
upp í og plöturnar koma venjuleg-
ast út á Bandcamp-síðunni, þó að í
einhverjum tilfellum komi líka út
efnislegir hlutir.
Ég ætla að gera mér lítið fyrir
núna og rúlla yfir fimm plötur sem
komið hafa út í ár. Tvær fyrstu sem
ég nefni komu reyndar út í desem-
ber 2018 og grófust því eðlilega
undir jólafönnina. Plöturnar sem
ég ætla að tala um eru allar vel til-
raunakenndar. Lög eru frá 20 sek-
úndum upp í sautján mínútur og
það virðast engar reglur um hvern-
ig plöturnar eru settar upp. Vaðið
er úr einu í annað og umslags-
hönnun er mjög „villt“, hallæris-
legar leturgerðir og umslög sem
virðast hafa verið sett saman í
Paint-forritinu. Allt þetta er hluti
af fagurfræði post-dreifingar. Titl-
ar eru líka sérstakir, sjá t.d. plöt-
una Ísland á HM/Fuck the police
system með Hot Sauce Committee.
Það er erfitt að lýsa innihaldinu.
Allt galopið
Platan byrjar með ellefu mínútna
hráu bílskúrsrokki á meðan stefið
„rklds“ er stutt óhljóðalist, líkt og
einhverju hafi verið hent saman í
kæruleysi. Já, það er „lo-fi“-bragur
yfir mörgu hérna. Bamboozle
Gobbledygook með Susan_Cream-
cheese er með svipað sýrustig. Um-
slagið er snilld og lagatitlarnir
ótrúlegir. Opnunarlagið kallast
„langar að flytja til ömmu og afa
aftur“, „gefins HP LaserJet Pro
P1102w, hreyfð mynd – ft. Hot
Sauce Committee“ er annað lag og
svo „pumpkin spice stóla jóga“.
Platan keyrir annars mest á hryss-
ingslegri tölvutónlist sem virðist
dregin upp úr ódýrum hljóm-
borðum. Rennslið er afar óljúft,
lögin hendast til og frá í að því er
virðist óskipulagðri ringulreið.
Semsagt: Frábært! Eitt það besta
sem ég hef heyrt úr ranni samlags-
ins.
Í sumar kom svo platan 1989
út, önnur breiðskífa Tucker Carl-
son’s Jonestown Massacre. Brjál-
æðið er orðið aðeins minna, oft
flottar kassagítarstrokur undir (ó)
hljóðum og stefin frá þrjátíu sek-
úndum upp í tæpar tvær mínútur.
Stundum kemur illa upp tekið raf-
magnsgítarhjakk í einhverja stund,
því næst sæmilega snotur melódía
en svo surg, eins og viðkomandi
hafi gleymt græjunum í gangi á
meðan hann fór á klósettið.
Í sumar kom líka út ný plata
eftir side-project, sandinista re-
lease party / ætla fara godmode, og
hún er fullkomlega galin. Löng, allt
á tvist og bast ekki ósvipað því sem
ég hef verið að lýsa. Maður þarf að
leggja sig eftir að hafa hlustað.
Sérstaklega hafði ég gaman af inn-
komu Bleachkid. Þvílík sturlun!
„Eðlilegasta“ platan hérna er ný
plata með Korter í flog, Anna &
Bernhard Blume (drepa alla fas-
ista). Sveitin leggur sig eftir eins
lags súrkálsrokki og býr yfir hljóð-
færaskipan þar sem gítarar og
trommur koma við sögu. Hugsa
sér!
Framlag post-dreifingar til ís-
lenskrar grasrótartónlistar er
ómælt. Þótt það yrði lagt niður á
morgun er það samt búið að skrifa
sig inn í sögubækurnar. Vindarnir
hafa ekki verið svona ferskir í ára-
tugi. Hér má allt, hér er allt gert og
allt fullkomlega galopið. Yndislegt.
» Stundum kemur illaupp tekið rafmagns-
gítarhjakk í einhverja
stund, því næst sæmilega
snotur melódía en svo
surg, eins og viðkomandi
hafi gleymt græjunum í
gangi á meðan hann fór á
klósettið.
Listasamlagið post-
dreifing hefur verið af-
ar öflugt í ár og hafa
nokkrar mikilsverðar
plötur komið út á þess
vegum. Hér verður
gerð grein fyrir þeim.
Þar sem mörkin liggja nefnist sýn-
ing á verkum Helga Gíslasonar
myndhöggvara sem opnuð verður í
Ásmundarsafni í dag kl. 16. Sýn-
ingin er sú fjórða í röð einkasýn-
inga fimm listamanna sem eiga það
sameiginlegt að hafa skapað áber-
andi útilistaverk í borginni. Sýn-
ingarstjórar eru Sigurður Trausti
Traustason og Yean Fee Quay.
„Helgi á allmörg listaverk í al-
mannarými, bæði í Reykjavík, hér
og þar um um landið og erlendis. Á
sýningunni í Ásmundarsafni eru
verk eftir Helga sem kallast á við
útilistaverk hans í gegnum tíðina.
Helgi hefur á löngum ferli unnið
verk sín í margskonar efni, dregið
fram eiginleika hvers um sig og
fengið til að lúta vilja sínum. Málm-
ur, tré, gler, gifs og textíll leika í
höndum hans. Verkin eru formföst
en túlkun þeirra er fljótandi, lif-
andi og opin. Þar er tíminn meitill
sem breytir túlkun verkanna og
hver kynslóð gengur að þeim sem
óskrifuðu blaði. Helgi fæst í verk-
um sínum við manneskjuna og til-
vist hennar. Efnisval og formgerð
leggur grunn að hughrifum og
túlkun sem endurspeglar tilfinn-
ingaskalann. Helgi vinnur abstrakt
verk og hálffígúratíf verk sem eru
hrein abstrakt fyrir honum. Í list-
inni leitar hann að því hvar mörkin
liggja. Bæði hans mörk sem lista-
manns en einnig verkanna,“ segir í
fréttatilkynningu. Þar kemur fram
að opinber verk Helga skiptist í
pöntuð verk og minnisvarða annars
vegar og hins vegar þau sem
spretta að öllu leyti upp úr hans
hugarheimi. „Útilistaverkin og
önnur listsköpun hans eru nátengd,
allt er á einhvern hátt afleiðing
þess sem á undan er komið og vex
úr þeim hugmyndaheimi sem Helgi
er að vinna í hverju sinni.“
Meðal útilistaverka Helga í
Reykjavík eru Scienta sol mentis
(2005) sem stendur við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti; minnisvarði
um Albert Guðmundsson (2009) við
Laugardalsvöll og minnismerki
Kaldalóns (1978) í Grjótaþorpinu í
Reykjavík. Helgi fæddist í Reykja-
vík 1947 og stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1965-69, var í frjálsri myndlistar-
deild við sama skóla 1970-71 og Va-
land-listaháskóla Gautaborgar
1971-76.
Leit að því hvar mörkin liggja
Skúlptúr Verk eftir Helga Gíslason.