Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Fjölbreytt úrval af skólavörum í fallegri verslun okkar í Mosfellsbæ og í vefverslun Múlalundar – www.mulalundur.is. Þú pantar – við sendum til þín Múlalundur | Vinnustofa SÍBS Reykjalundur | 270 Mosfellsbær Sími 562 8500 www.mulalundur.is Þú kaupir skólavörurnar hjá Múlalundi og skapar um leið störf fyrir fólk með skerta starfsorku almennt skilvirkari og er úrlausn yfirleitt bundin trúnaði. Þannig er hægt að skipa gerðarmenn sem eru sérfræð- ingar á því sviði sem um ræðir og er málsmeðferðin al- mennt sveigjanlegri, þar sem málsaðilar hafa meira um hana að segja en fyrir almennum dómstólum. Hins vegar er úrlausn gerðardóms bindandi og sætir ekki áfrýjun; það þýðir að ekki heimilt að fara með málið fyrir dómstóla. Þá er ekki heimilt að fara með öll mál í gerðardóm, t.d. ekki refsimál. Ég held að það mætti alveg setja meiri áherslu á einhvers konar sáttamiðlun í réttarkerfinu og koma þannig hugsanlega í veg fyrir að ákveðin mál hangi inn í kerfinu í mörg ár. Mín tilfinning er sú að oft tapa allir aðilar orrustunni þegar tiltekin mál eru rekin fyrir dóm- stólum, nema kannski lögmennirnir, sem fá ríkulega borg- að fyrir sína vinnu.“ Sara er sjálf ekki að taka við pörum sem eru að skilja í ráðgjöf, en hún hefur áhuga á að vinna með kjarna hvers og eins og skoða orsök þess að sambönd ganga ekki upp frá byrjun. „Þegar fólk er komið í stríð út af eignum er það komið í stöðu sem enginn vill vera í. Ástæðan fyrir því er kannski sú að upphaflega áttu einstaklingarnir erfitt með að standa með sér í hjónabandinu og áttu erfitt með að setja mörk og þar fram eftir götunum.“ Upplifði andstæða póla í uppeldinu Hvernig var líf þitt áður en þú byrjaðir að raða og flokka í þínu tilfinningalífi? „Foreldrar mínir skildu þegar ég var 14 ára, sem var mikið áfall fyrir mig og lífið tók í raun u-beygju. Þar sem skilnaður foreldra minna var harður tóku við erfiðir tímar S ara er að eigin sögn stríðsmaður ástarinnar (e. love warrior), fullorðið barn alkóhólista, móðir, dóttir, systir, frænka, jógi og lögfræðingur. Þó ekki endilega í þessari röð. „Að veita fólki sem er lengra komið í lífinu andlega leiðsögn er dásamlegt starf að mínu mati. Það eru svo margir í innri baráttu. Fólk langar að komast áfram en eru föst, vita ekki hvaða skref þau eiga að taka næst eða hvert er best að leita. Í þeirri leiðsögn sem ég veiti op- inbera ég mig. Sú aðferð hefur reynst mér hvað best í gegnum tíðina. Að fá lánaða dómgreind og að spegla mig í fólki sem hefur upplifað eitthvað svipað hefur hjálpað mér mest í þeim verkefnum sem ég hef þurft að mæta. Að geta treyst og tjáð sig þar sem kærleikur ríkir án þess að vera dæmdur finnst mér lykilatriðið.“ Lögfræðingar taka á stóru vandamálunum Sara fékk áhugann á að starfa við andlega leiðsögn í lögfræðinni. „Sem lögmaður má ráðleggja fólki og fara með stærstu hagsmunamál þess samkvæmt lögum. For- ræði barna, framtíð fyrirtækis, skilnaðir, kynferðisbrot og fleira. En við nálgumst ekki kjarnann, rót vandans, þar sem orsökina er að finna. Ég myndi vilja sjá einhvers kon- ar sáttamiðlun án dóms í meiri mæli og ég tel að það ætti að leggja ríkari áherslu á sameiginlega niðurstöðu, frekar en að fara fyrir dómstóla, þó að slíkt sé auðvitað nauðsyn- legt í ákveðnum tilfellum. Gerðarmeðferð er t.a.m. kostur þar sem fólk tilnefnir almennt fagaðila, gerðardóm, sem er þá úrlausnaraðili samkvæmt samningi og úrskurðar þannig um ágreining aðila í stað dómstóla. Slík meðferð er í mínu lífi. Það var ótrúlega mikill munur að upplifa ólíka póla foreldra minna. Ég er mjög lánsöm að eiga pabba sem hafði verið í andlegri vinnu lengi, meðal annars í AA samtökunum. Þannig að í raun var pabbi tilbúinn að vinna í sér en mamma sat frekar eftir og náði ekki að taka ábyrgð á sínum hluta sambandsins strax. Hins vegar var og er mamma mín einstaklega kærleiksrík móðir sem ég gat alltaf leitað til og stóð með mér alveg sama hvað bját- aði á. Ég upplifði ekki eins mikinn kærleika frá pabba þá, þar sem mér fannst tal um að ég yrði að taka ábyrgð á mér og að það skipti engu máli hvað aðrir gera og segja – þú hefur alltaf val – vera frekar kalt og snubbótt. Hægt og rólega síaðist þó þessi sannleikur inn og í dag skil ég kær- leikann í þessum orðum pabba og er einstaklega þakklát fyrir hann í dag. Mér finnst mikilvægt að benda á þennan hlut svo að foreldrar í þessari stöðu geti leitað sér að- stoðar.“ Sara segist hafa verið þessi dæmigerða stelpa sem lagð- ist á koddann á kvöldin með áhyggjur yfir framtíðinni, enda breytist margt í lífi barna við skilnað. ,,Ég var með þessa rödd í huganum sem spilaði einhverja atburðarás aftur og aftur. Ég fór að rífa mig niður, ritskoða sjálfa mig og m.a. kenna mér um. Ég heyrði oft rödd pabba sem hljómaði: En hvað vilt þú? Hvað finnst þér? Er þetta fyrir þig eða aðra? Hann útskýrði einnig fyrir mér hvað með- virkni væri og að alkóhólismi væri fjölskyldusjúkdómur.“ Hægt og rólega síast ráðin inn Sara segir að góð ráð og viska pabba síns hafi ekki endi- lega þýtt að hún færi eftir þeim. „Hægt og rólega fer þetta Morgunblaðið/Árni Sæberg Varð stríðs- maður ástar- innar eftir fyrsta áfallið Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Fyrsti kærasti hennar reyndi að svipta sig lífi og upplifði hún mikla skömm og ótta í tengslum við það. Hún berst fyrir sjálfsást, umburðarlyndi og því að fólk læri að setja heilbrigð mörk og segir að ber- skjöldun sé styrkleiki þótt margir haldi annað. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.