Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019
Menntun skapar
tækifæri
Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins
á landsbyggðinni
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is
Ríkismennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • rikismennt@rikismennt.is
að síast inn og sýna sig í veruleikanum þegar maður hef-
ur þroska til að meta orsök og afleiðingar, sem gefur
manni þennan uppbyggilega gagnrýnisspegil, sem mér
finnst vanta sárlega í samfélagið í dag.
Að fá tækifæri að sjá og skilja að háttsemi annarra,
sem maður telur oftar en ekki að sé með ásetningi á
manns kostnað, hefur ekkert með mann sjálfan að gera
er verðmætt veganesti. Við höfum alltaf val, val um að
dvelja í ákveðnum aðstæðum eða að velja annað. Þessi
afstaða gefur manni dýpri skilning og hæfni í mann-
legum samskiptum.“
Sara segist hafa verið ung að aldri þegar pabbi hennar
var í virkri fíkn og hún á ekki slæmar minningar um
þann tíma sjálf. „Ég man að ég var stundum kvíðin þeg-
ar pabbi kom heim sem barn, en hann var alltaf kær-
leiksríkur og þannig ekkert óþægilegt í gangi. Mamma
fór hins vegar seinna í bata en pabbi og var lengi reið og
ósátt. Það sem ég lærði af þessu er að hver og einn verð-
ur að gangast við sínum tilfinningum. Ef við óttumst
stöðugt að vera hafnað eða dæmd og viðurkennum ekki
þessa skömm og sektarkennd sem fylgir okkur verðum
við ekkert annað en leikbrúða sem speglar annað fólk.
Þá erum við sífellt í viðbragði og reynum að þóknast. Þá
segjum við og gerum það sem við höldum að aðrir ætlist
til af okkur og hættum að þora að standa með okkur. Við
verðum í raun óheiðarleg gagnvart okkur sjálfum og öðr-
um. Við forðumst að taka ábyrgð á eigin tilfinningum og
það hefur áhrif á andlegan þroska.“
Bjargaði kærastanum frá dauða
Sara segir að hún hafi alltaf gert hlutina öðruvísi en al-
mennt er talið „rétta“ leiðin í samfélaginu en að hún hafi
verið ung að aldri þegar hún upplifði áfall í lífinu sem var
af persónulegum toga.
,,Þegar ég var sextán ára að aldri var ég í sambandi,
þar sem bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi átti sér stað.
Á þessum tíma fannst mér ég ekki eiga neitt gott skilið
og kunni ekki að standa með sjálfri mér. Vendipunkt-
urinn í því sambandi var þegar ég áttaði mig á að mig
langaði ekki að vera í sambandinu lengur. Ég sagði hon-
um að ég væri ekki skotin í honum og vildi að hann tæki
dótið sitt á meðan ég væri í vinnunni þann daginn, en ég
bjó í bílskúrnum í bakgarðinum hjá mömmu. Eins og
krakkar á þessum aldri hugsar maður hlutina bara viku
fram í tímann. Mamma ætlaði að skutla mér í vinnuna,
þar sem ég var ekki með bílpróf, en ég gleymdi lyklunum
og fór aftur inn. Þegar ég opnaði dyrnar fann ég að eitt-
hvað var að. Ég heyrði að hann var farinn í sturtu en
hann svaraði mér ekki þegar ég kallaði til hans. Ég end-
aði á að sparka upp hurðinni og fann hann hangandi í
sturtunni, bláan og líflausan. Ég reif hann niður og kom
honum fyrir til að byrja að blása í hann lífi. Síðan hljóp
ég út og kallaði á mömmu og bað hana að hringja á
sjúkrabíl. Stuttu seinna komu sjúkrabílar og fagfólk sem
náði að lífga hann við og koma hjartanu aftur í gang.“
Sara segir að þetta hafi verið rosalegt áfall fyrir hana
og mömmu hennar. „Að sjálfsögðu þorði ég ekki að segja
neinum frá því að ég hefði hætt með honum, því ég upp-
lifði eins og þetta væri mér að kenna.
Það var í kjölfar þessa sem stríðsmaður ástarinnar
fæddist innra með mér. Ég steig inn í nýtt tímabil í lífinu
og ákvað að vera engum háð. Að elska mig fyrst og síðan
aðra.“
Hvað kenndi þetta samband þér?
„Það kenndi mér að stíga inn í óttann, að ég þyrfti að
taka ábyrgð á mínum tilfinningum. Hversu nauðsynlegt
það er að tala um hlutina eins og þeir eru, og að þora að
biðja um aðstoð. Ég skora á alla að leggja til hliðar af-
neitun, viðurkenna fortíð sína og stíga inn í hugrekki sitt
og mæta tilfinningum sínum, það getur þó verið sárs-
aukafullt ferli en ótrúlega frelsandi.“
Valdi lögfræði út af áhuga á fólki
Sara fór að læra lögfræði vegna áhuga hennar á fólki,
andlegum þroska og mannlegri breytni og brestum.
Réttarheimspeki er að hennar mati eitt áhugaverðasta
fagið. Þó að Sara starfi ekki á lögfræðistofu í dag hefur
hún óbilandi áhuga á öllu því sem viðkemur faginu.
„Ég skrifaði meistararitgerðina mína um samfélags-
lega ábyrgð fyrirtækja, en kjarninn í slíkri ábyrgð er að
fórna ekki langtímahagsmunum fyrir skammtímahags-
muni. Það er sá boðskapur sem ég starfa við í dag. Það er
að gefa ekki afslátt af sjálfum sér til að vera samþykktur,
að láta ekki ótta við það óþekkta, skömm og sektarkennd
stýra ferðinni. Þannig fórnum við okkar eigin langtíma-
hagsmunum fyrir skammtímasamþykki og -frið.“
Hvernig starfar þú sem stríðsmaður ástarinnar?
„Ég er aðallega að berjast fyrir sjálfsást og sjálfs-
þekkingu. Að geta elskað aðra og tekið þátt í samfélag-
inu án þess að gefa afslátt af sér og sínum gildum. Það að
fólk setji sjálft sig í fyrsta sætið og síðan aðra, hvort sem
það er í vinnunni eða heima fyrir, er ekki neikvætt en
það verður að vera á réttum forsendum. Að fólk tileinki
sér umburðarlyndi. Við erum svo dómhörð, sérstaklega
gagnvart okkur sjálfum. Sjálfsmildi er nauðsynleg. Eins
þurfum við að kunna að setja mörk, bæði gagnvart okkur
sjálfum og öðrum.“
Hvers vegna skiptir máli að setja mörk?
,,Ef þú kannt ekki að setja sjálfum þér og öðrum heil-
brigð mörk ertu sífellt að gefa afslátt af gildunum þínum.
Ef þú veist ekki hvar mörkin þín liggja gefur þú stöðugt
afslátt af þér. Óheilbrigð mörk eiga sér líka margar ólík-
ar birtingarmyndir. T.d. getur verið að fólk geti sett
ákveðnum aðilum mörk en öðrum ekki eða verið tilbúið
að gera eitthvað fyrir aðra, þó að það hafi ekki tíma til
þess né áhuga. Fólki sem kann að setja heilbrigð mörk
finnst t.d. eðlilegt að gera hluti fyrir aðra og eins að aðrir
geri eitthvað fyrir það, ekki endilega að það þurfi að end-
urgjalda greiðann heldur kunni að taka á móti. Með-
virkir kunna ekki að biðja um það sem þeir hafa áhuga á
Sara Oddsdóttir
starfar við andlega
leiðsögn hjá Sólum.