Morgunblaðið - 16.08.2019, Síða 29
hollari körlum en konum. Til dæmis einkennir það stjórn-
endastöður að vinnudagurinn sé langur og að fara í
veiðiferðir eða í golf þar sem að tengslanetin eru virkjuð.
Hugtökin tengjast öll innbyrðis og eiga þátt í að skýra
valdaójafnvægi meðal stjórnenda í viðskiptalífinu,“ segir
Ólöf.
- Hvers vegna ákvaðstu að skoða valdaójafnvægi
kvenna og karla í stjórnendastöðum í íslensku samfélagi?
„Fyrst og síðast hefur hvers konar mismunum sem við
mannfólkið búum til heillað mig, þar með talin mismunun
sem grundvallast af líffræðilegu/félagslegu kyni. Ég var
því svo lánssöm að fá tækifæri á að taka þátt í rannsókn-
arverkefni sem Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í
félagsfræði og Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynja-
fræði voru að fara af stað með haustið 2014. Verkefnið ber
heitið „Kynjakvótar og einsleitni við æðstu stjórnun fyr-
irtækja.“ Ég hafði frelsi til að beina rannsókninni í þann
farveg sem mér fannst áhugaverðastur og úr varð að ég
skoðaði valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórn-
endastöðum með því að beina sjónum sérstaklega að sam-
spili fjölskyldu og launaðri vinnu,“ segir hún.
- Hvað var það í niðurstöðunum sem kom þér á óvart?
„Ætli það hafi ekki komið mér mest á óvart að þrátt
fyrir að Ísland hafi tekið mörg mikilvæg skref í að auka
jafnrétti kynjanna þá eigum við enn langt í land þegar
kemur að jafnrétti inni á heimilinu og í nánum sam-
böndum. Það hefur síðan í för með sér að konur og karlar
hafa ekki sömu tækifæri á vinnumarkaði og sérstaklega
þegar kemur að valdamiklum stöðum eins og stjórnenda-
stöðum í viðskiptalífinu. Það kom mér líka svolítið á óvart
hversu algengt það var að þátttakendurnir í rannsókn-
inni, konur og karlar, töluðu um val.
Til að mynda að það væri val hvers og eins að eiga börn
og ef konur „velja“ að eignast börn þá fá þær líka að
gjalda fyrir það líkt og konur í stjórnendastöðum hafa
þurft að gera. enda kom það fram í viðtölunum að konur á
barnseignaraldri væru síður álitnir kandídatar í ábyrgð-
arstöður á meðan það virtist ekki vera vandamál að ráða
karla sem ættu von á barni. Það var algengara að þær
þyrftu að sinna þessu tvennu jöfnum höndum fljótlega
eftir barnsburð, foreldrahlutverkinu og stjórnendastarf-
inu, þrátt fyrir að eiga lagalegan rétt á 3-6 mánaða
mæðraorlofi. Konurnar tóku því oft stutt fæðingarorlof
eða tóku börnin með sér í vinnuna.
Að sama skapi getur maður í stjórnendastarfi valið að
eiga barn og ákveðið að taka ekki þátt í að sinna því fyrstu
mánuðina, hann getur því „valið“ að sinna að mestu laun-
aðri vinnu þrátt fyrir að eiga rétt á 3 – 6 mánaða feðraor-
lofi. Það virðist nefnilega ekki fara vel saman að eiga börn
og vera stjórnandi í viðskiptalífinu nema að hafa einhvern
til að sinna fjölskylduábyrgðinni. Þrátt fyrir að hægt sé
að kaupa sér þrif og pössun þá er ekki hægt að kaupa sig
frá allri ábyrgð.
En við lifum á tímum frjálshyggjunnar þar sem tími er
mældur í peningum og tíminn sem fer í að sinna fjölskyld-
unni nýtur síður virðingar í okkar samfélagi,“ segir hún.
Karlar þurfa að taka sig á
- Hvað er hægt að gera til að breyta ástandinu?
„Ég held að við þurfum að fara að hugsa meira heild-
rænt, þá hvernig fjölskylduábyrgð og launuð vinna fara
saman. Til dæmis gætu stjórnvöld tekið meira tillit til
þess við stefnumótunargerð að konur og karlar búa ekki
við sömu tækifæri og að veruleiki þeirra er ekki eins. En
einnig geta stjórnendur fyrirtækja sett sér stefnu um að
breyta vinnumenningunni og sett sér markmið um að
fjölga konum í stjórnendastöðum.
Þannig að ef konur eiga að hafa sömu tækifæri og karl-
ar þá þurfa þeir að taka á sig meiri fjölskylduábyrgð. Eitt
af því sem stjórnendur geta gert er að breyta fyrirtækja-
menningunni, stytta vinnudagana, settt skilyrði um að
tölvupóstar verði ekki sendir eftir einhvern ákveðinn
tíma, veita möguleika á því að tengslanetin verði efld á
vinnutíma og ekki síst að gera starfsfólki sínu ljóst, sér-
staklega því sem klífur metorðastigann, að það eigi að
taka það fæðingarorlof sem það hefur lagalegan rétt til.
Enda er eitt markmiðum fæðingarorlofslöggafarinnar að
börn eiga rétt á að vera sinnt af báðum foreldrum. Það
væri líka til bóta ef fleiri ráðningar færu meira fram á fag-
legum forsendum heldur en að frændhygli réði ríkjum.“
- Gætu konur gert eitthvað öðruvísi til þess að ná meiri
völdum?
„Ég myndi til að mynda vilja snúa þessari spurningu
við og spyrja frekar hvað geta karlar gert til að hleypa
konum að? Hvers vegna sitja þeir svona á þessum stöð-
um? Við eigum síður að veita því athygli hvað það sé sem
konur geta gert heldur varpa ábyrgðinni yfir á karla.
Rannsóknin mín bendir einmitt á það að karlar hafa mun
meira vald yfir tímanum og þeir græða á ást maka sinna,
eins og ég hef nefnt og það er til að mynda hluti af skýr-
ingunum hvers vegna þeir séu svona margir í valdastöð-
um. Við þurfum að hætta að vilja breyta konum heldur
viðurkenna að þær eru nógu góðar eins og þær eru heldur
séu það aðrir samverkandi þættir sem hafa áhrif á valda-
leysi kvenna í stjórnendastöðum.“
- Hverju vildir þú ná fram með ritgerðinni?
„Ég vildi ná að sýna fram á að karlar geta gert mun
meira til að jafna hlutfall kynjanna í stjórnendastöðum í
viðskiptalífinu. Það má velta fyrir sér hvort að karlar séu
hræddir um að missa þau völd sem þeir hafa yfir ástinni
heimavið ef þeir veita konum meiri völd í stjórn-
endastöðum.
Karlar í stjórnendastöðum eru mun líklegri til að ráða
karla. Möguleg ástæða getur verið sú að samband karla
við aðra karla er ekki gegnsýrt af valdatengslum ást-
arinnar líkt og þeir hafa við konur og því engin hætta á að
þeir missi þau völd sem ástin færir þeim.“
- Hvað tekur við núna eftir doktorsvörn?
„Nú tekur við kennsla við Háskóla Íslands enda margir
áhugasamir nemendur að leggja leið sína þangað núna í
haust. Að auki mun ég halda áfram að sinna rannsóknum
og er svo heppin að fá að taka þátt í nýju rannsóknarverk-
efni sem ég hlakka til að fást við.“
Ólöf Júlíusdóttir ver
doktorsritgerð sína í
dag í félagsfræði við
Háskóla Íslands.
Karlar í stjórnendastöðum eru mun líklegri til að ráða
karla. Möguleg ástæða getur verið sú að samband karla
við aðra karla er ekki gegnsýrt af valdatengslum
ástarinnar líkt og þeir hafa við konur og því engin
hætta á að þeir missi þau völd sem ástin færir þeim.“
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 29
Foreldrar
Fullbókað er í einkakennslu haustið 2019
Tekið er við pöntunum fyrir 2020
Kennarar
Næsta LÆS Í VOR námskeið hefst helgina 7.-8. september nk.
Skráning er í gangi. Nánari upplýsingar á adda@ismennt.is
Fínstillt er að þörfum nemandans
Námsaukinn er mældur í hverjum tíma
Heimakennsla er veitt á höfuðborgarsvæðinu
Einkakennsla og þjálfun í 19 ár
LÆS Í VOR
Málhljóð, lestur og ritun
- Talnaleikni og reikningur -
- þá sem eru af erlendum uppruna:
Þjálfun málhljóða; hlustun, framburður og ritun
Gagnreynd kennslutækni:
- Stýrð fyrirmæli (direct instruction)
- Hraðfærniþjálfun, hröðunarnám (precision teaching)
- Samtengjandi hljóðaaðferð (synthetic phonics)
- Talnafjölskyldur (fact families)
- Þjálfun aðgreiningar (discrimination training)
- Lausnaleit í heyrenda hljóði (talk aloud problem solving)
- Smellaþjálfun (clicker training, tag teach)
- Hraðflettispil, leifturspjöld (SAFMEDS, flashcards)
- Stöðluð hröðunarkort (standard celeration charts)
Fyrir:
- börn og fullorðna
- byrjendur og lengra komna
- lesblinda og reikniblinda
- þá sem þurfa almenna leiðréttandi hjálp eða
- mjög sértæka þjónustu, s.s. börn með einhverfu
Guðríður Adda Ragnarsdóttir
Atferlisfræðingur og kennari
Atferlisgreining og kennsluráðgjöf
Sími 866 56 19, adda@ismennt.is
Átt þú rétt
á styrk ?
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til
fyrirtækja í útgerð.
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar
Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
Sjómennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sjomennt@sjomennt.is
SMARTLAND