Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Síða 5
Formáli
I þessu riti er að finna sögulegt yfirlit um hagþróun undanfarna áratugi. Nokkuð er mis-
jafnt eftir efni hve iangt aftur talnaraðir ná, en lengst nær efnið aftur til stríðsloka. Hag-
þróuninni er lýst í tölum og myndum en ekki í orðum. Að meginstofni er þetta svipað
talnaefni og fylgir yfírlitsskýrslum um þjóðarbúskapinn. Talnaefnið er þó bæði mun
ítarlegra og nær yfir lengra tímabil.
Rit af þessu tagi hefur fjórum sinnum áður verið gefið út á vegum Þjóðhagsstofn-
unar. Það var í febrúar 1988, Þjóðarbúskapurinn nr. 8, í febrúar 1991, Þjóðarbúskapur-
inn nr. 11, í júní 1993, Þjóðarbúskapurinn nr. 16 og í september 1995, Þjóðarbúskapur-
inn nr. 19. Fyrirhugað er að gefa út sams konar rit annað hvert ár og birta í ritröðinni
um þjóðarbúskapinn. Einnig er annáll efnahagsmála geflnn út í sömu ritröð, síðast í
maí 1996. Annálnum og Sögulega yfrrlitinu er ætlað að veita yfirsýn yfir hagþróunina í
sögulegu samhengi og vera þannig stuðningsrit við hefðbundnar útgáfur af
Þjóðarbúskapnum, þar sem lýst er framvindu og horfum 1 efnahagsmálum á hverjum
tíma. Jafnframt þjóna þessi rit þeim tilgangi að vera handbók um hagþróunina fyrir
fræðimenn, áhugamenn og námsfólk. Efni ritsins er einnig fáanlegt á disklingi.
Þessu riti er skipt í tíu kafla. Fyrsti kafli Qallar um landsframleiðslu, þjóðarfram-
Ieiðslu og fjármunaeign árin 1945-1994. Annar kafli lýsir þjóðarútgjöldum og inn-
byrðis skiptingu þeirra. í þriðja kafla er búskapur hins opinbera tekinn fyrir. Fjórði
kafli fjallar um hag atvinnuvega og hlutdeild þeirra í Iandsframleiðslu. I fimmta kafla
er gerð grein fyrir atvinnuþróun, atvinnuskiptingu og vinnumarkaðnum. Sjötti kafli
fjallar um verðlag, tekjur og vinnutíma. I sjöunda kafla er Iýst utanríkisviðskiptum. I
áttunda kafla eru erlend lán tekin fyrir. Níundi kafli ijallar um peninga- og gengismál
og lokakaflinn lýsir þróun alþjóðaefnahagsmála. Hver kafli hefst á stuttum skýringum
á efni kaflans. Loks fylgja með þrír viðaukar; sá fýrsti um skilgreiningar og skýringar á
helstu hugtökum, annar lýsir helstu heimildum og í þeim þriðja er að finna yfirlit um rit
Þjóðhagsstofnunar. Mikið er spurt um þetta efni erlendis og því hefur ritið verið gert
aðgengilegt fyrir útlendinga með því að þýða töfluheiti og hugtök á ensku.
Þetta rit byggir á upplýsingum frá Qölmörgum aðilum. Meðal helstu heimilda eru
Seðlabanki íslands, Hagstofa Islands, Qármálaráðuneytið, Kjararannsóknamefnd og
Fiskifélag íslands. Einnig er stuðst við upplýsingar frá fjölmörgum öðrum aðilum,
bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Er þeim öllum þakkað framlag sitt til þessa
verks. Eins og gefur að skilja hafa flestir starfsmenn Þjóðhagsstofnunar lagt til efni í
þetta rit, en Hólmfríður Sigurðardóttir hafði umsjón með gerð þess.
Þjóðhagsstofnun,
í apríl 1998
Þórður Friðjónsson
3