Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Blaðsíða 21
Landsframleiðsla, þjóðarframleiðsla og fjármunaeign
Þjóðhagsstofnun annast gerð þjóðhagsreikninga og í þessum kafla er að fínna helstu
niðurstöður þeirra. Sýndar eru tölur um landsframleiðslu og þjóðarframleiðslu og
skiptingu þeirra. I almennum orðum má segja að þjóðhagsreikningar séu bókhald fyrir
þjóðarbúskapinn. Tilgangur þjóðhagsreikninga er að setja fram tölulega og á kerfis-
bundinn hátt yfirlit yfír efnahagsstarfsemina í þjóðarbúskapnum í heild og einstaka
þætti hennar. Hér er þó ekki um að ræða bókhald í þeim skilningi að öll viðskipti séu
skráð, enda væri slíkt óviðráðanlegt. Þess í stað er athyglinni beint að ákveðnum
meginhugtökum. Má þar nefna verga landsframleiðslu, þjóðarútgjöld, viðskiptajöfnuð,
launagreiðslur og rekstrarafgang atvinnugreina. Frá og með árinu 1957 eru þjóðhags-
reikningar hérlendis færðir samkvæmt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna.
Unnt er að færa þjóðhagsreikninga eftir þremur meginaðferðum. Þær eru:
1) Ráðstöfunaruppgjör
2) Framleiðsluuppgjör
3) Tekjuskiptingaruppgjör
I meginatriðum byggir ráðstöfunaruppgjörið á því að meta þau verðmæti sem ráð-
stafað er til endanlegra nota, þ.e. til einkaneyslu, samneyslu, ljárfestingar og útflutn-
ings. Innflutningur dregst hins vegar frá og til þess að forðast tvítalningu er þeim að-
föngum sleppt sem atvinnureksturinn kaupir af öðrum atvinnugreinum eða flytur inn.
Tölur samkvæmt ráðstöfunaruppgjörinu eru sýndar í töflum 1.1 til 1.3.
A hinn bóginn byggir framleiðsluuppgjörið á því að meta verðmætasköpunina eða
virðisaukann þar sem hann verður til en ekki þar sem honum er ráðstafað. Virðisaukinn
verður til í einstökum fyrirtækjum og atvinnugreinum og samanstendur af vinnu-
launum, afskriftum af fram 1 eiðs 1 ufjármunum og hreinum hagnaði fyrirtækja áður en
kemur til greiðslu vaxta og tekju- og eignarskatta. Þá eru eigin laun sjálfstæðra
atvinnurekenda ávallt talin með hagnaði (rekstrarafgangi) í þjóðhagsreikningum. í töflu
1.6 er sýnd skipting virðisaukans eða vergu þáttateknanna samkvæmt þessari uppgjörs-
aðferð eftir atvinnugreinum. En í töflu 1.4 er vergu þáttatekjunum skipt í laun,
afskriftir og hagnað.
Þriðja uppgjörsaðferðin er tekjuskiptingaruppgjörið. Ekki hefur enn gefist tóm til
þess að fullmóta þjóðhagsreikninga hérlendis eftir þeirri aðferð. Aðferðin byggir á því
að meta virðisaukann eftir að honum hefur verið útdeilt til þeirra, sem átt hafa þátt í
myndun hans.
Undanfama íjóra áratugi hefur íslensk þjóðhagsreikningagerð byggst á fyrst töldu
aðferðinni, þ.e. ráðstöfunaruppgjörinu. Það er ekki fyrr en upp úr 1980 að framleiðslu-
aðferðinni hefur einnig verið beitt, en niðurstöður þeirrar aðferðar liggja nú fyrir yfír
tímabilið 1973-1995 og áætlanir fyrir 1996 og 1997 eins og firam kemur í töflunum.
19