Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Page 22
Allar þessar aðferðir ættu að gefa sömu niðurstöðu því í reynd er alltaf verið að
meta sömu stærðina, þ.e. árangur efnahagsstarfseminnar eða virðisaukann á ákveðnu
tímabili, oftast einu ári. Munurinn felst meðal annars í því hvar verðmætin eru metin,
þ.e. hvort þau eru metin þar sem þeim er ráðstafað, eða þar sem þau verða til. Olíkar
tímasetningar við mælingu verðmætastraumanna valda því einnig að í reynd sýna
þessar uppgjörsaðferðir aldrei alveg sömu niðurstöðu. Munurinn hérlendis er hins
vegar meiri en ásættanlegt getur talist en síðustu árin hefur munað um 4-5% af lands-
framleiðslu og hefur framleiðsluuppgjörið jafnan sýnt lægri niðurstöðu.
Til samræmis við alþjóðlegar skilgreiningar nefnist þjóðarauður nú íjármunaeign
eins og fram kemur í töflum 1.9 og 1.10. Tekið skal fram að rafveitur, vatns- og
hitaveitur, hafnir, vitar, útvarp, sjónvarp og póstur og sími eru flokkuð með
atvinnuvegum en ekki starfsemi hins opinbera.
Eins og áður segir er tilgangur þjóðhagsreikninga að setja fram tölulega og á kerfis-
bundinn hátt yfírlit yfir efnahagsstarfsemina. Ahersla er lögð á heildarmyndina og því
þarf iðulega að byggja á misjafnlega traustum heimildum. Þess eru einnig allmörg
dæmi að geta þurfí í eyður fyrirliggjandi heimilda og vega og meta heimildir eða
vísbendingar þegar þær stangast á. Allt er þetta gert til þess að fá tímaraðir sem eru
samræmdar og samfelldar og lýsa breytingu í einstökum stærðum frá ári til árs, bæði á
verðlagi hvers árs og einnig á föstu verðlagi. Aherslan á samræmdar tímaraðir veldur
því einnig að iðulega reynist nauðsynlegt að endurskoða þjóðhagsreikningatölur sem
áður hafa verið birtar vegna þess að nýjar og betri heimildir fást.
Þjóðhagsreikningar eru settir fram bæði á verðlagi hvers árs og eins á föstu verði.
En með verðlagningu á föstu verði er ætlunin að greina verðbreytingar frá verðmætis-
breytingu milli einhverra tímabila þannig að eftir standi magnbreyting. Magnbreyting
af þessu tagi er síðan grundvöllur hagvaxtarmælinga.
Hér á eftir eru birtar yfírlitstölur um þjóðhagsreikninga allt aftur til 1945. Fyrir þann
tíma hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til þess að meta heildarstærðir eins og þjóðar-
framleiðsluna, en fýrstu opinberu tölurnar af þessu tagi birti Þjóðhagsstofnun á árinu
1992 í riti sínu Þjóðhagsreikningar 1901-1945.
í ritinu Þjóðhagsreikningar 1945-1992, sem Þjóðhagsstofnun gaf út í ágúst 1994 er
að fínna ítarlegt yfirlit yfír þjóðhagsreikninga frá stríðslokum ásamt Iýsingu á
aðferðum.
í nokkrum töflum er sýndur árlegur meðalvöxtur. Hann er reiknaður sem fald-
meðaltal (geometriskt meðaltal).
20