Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Side 60
Búskapur hins opinbera
Þjóðhagsstofnun annast gerð yfirlitsskýrslna um búskap hins opinbera. Heimildir eru
einkum ríkisreikningur, ársreikningar sveitarfélaga og skýrslur Tryggingastofnunar rík-
isins. Reikningar sveitarfélaga í þessum yfirlitum eru byggðir á úrtaki Þjóðhagsstofn-
unar og yfirlitum Hagstofunnar. Hið opinbera samanstendur af ríkissjóði, sveitarsjóð-
um og almannatryggingum. Birtar eru tölur um tekjur, gjöld og afkomu hins opinbera
og eru þær yfirleitt sýndar í hlutfalli við verga landsframleiðslu þegar þær eru skoðaðar
yfír lengra tímabil. Heildartekjum hins opinbera er oftast skipt upp í eignatekjur annars
vegar og skatttekjur hins vegar sem aftur er skipt í beina skatta og óbeina skatta. Beinir
skattar leggjast fyrst og fremst á tekjur og eignir, en óbeinir á vöru og þjónustu. Út-
gjöldum hins opinbera er skipt í samneyslu, vaxtagjöld, framleiðslustyrki, tekjutilfærsl-
ur, fjárfestingu og ijármagnstilfærslur.
Samneysla er kaup hins opinbera á vöru og þjónustu til samtímanota og er hún því
hin eiginlegu rekstrarútgjöld hins opinbera. Samneyslunni er oft skipt í launakostnað,
afskriftir og annan rekstrarkostnað. Framleiðslustyrkir eru annars vegar rekstrarstyrkir
til framleiðenda, bæði opinberra og annarra, og hins vegar niðurgreiðslur á verði
framleiðsluvara, s.s. landbúnaðarvara. Tekjutilfærslur fara að mestu til heimila og
samtaka og er meginmarkmið þeirra að jafna tekjur í hagkerfmu. Fjárfesting nær yfír
byggingu og kaup fasteigna, gatna- og holræsagerð og kaup bifreiða svo eitthvað sé
nefnt. Fjármagnstilfærslur eru tilfærslur sem móttakandinn ráðstafar til fjárfestingar.
Vergur spamaður eða rekstrarjöfnuður mælir mismun rekstrartekna og rekstrar-
gjalda, þar með taldar rekstrar- og tekjutilfærslur, og gefur til kynna hversu mikið hið
opinbera hefur afgangs úr rekstri til fastaíjárútgjalda og kröfu- og hlutafjáraukningar.
Tekjuafgangur mælir mismun heildartekna og heildarrekstrar- og fastafjárútgjalda, eða
með öðmm orðum peningalegan spamað hins opinbera. Þessi jöfnuður gefur til kynna
hvort hið opinbera leggur öðmm aðilum hagkerfísins til fjármagn nettó eða tekur til sín
fjármagn.
í töflu 3.1 er að fínna samandregið yfírlit um tekjur og gjöld hins opinbera í hlutfalli
við landsframleiðslu. í töflu 3.2 er að fínna ýmis hlutfoll tekna opinberra aðila og í
töflu 3.3 hlut helstu útgjaldaflokka í heildarútgjöldum hins opinbera. í töflu 3.4 er
vergur spamaður og tekjujöfnuður opinberra aðila sýndur í hlutfalli við tekjur og í töflu
3.5 er hlutfallsleg skipting tekna og gjalda hins opinbera milli ríkis, sveitarfélaga og
almannatrygginga. í töflu 3.6 em heildarútgjöld hins opinbera flokkuð eftir viðfangs-
efnum í hlutfalli við landsframleiðslu og í töflu 3.7 em skuldir og kröfúr hins opinbera
sýndar í milljónum króna. I efitirtöldum ritum Þjóðhagsstofnunar er að fínna frekari
upplýsingar um opinberan búskap, Búskapur hins opinbera 1945-1980, janúar 1983,
Búskapur hins opinbera 1980-1984, febrúar 1986, Búskapur hins opinbera 1980-1989,
mars 1991, Búskapur hins opinbera 1980-1991, maí 1993, Búskapur hins opinbera
1992-1993, apríl 1994, Búskapur hins opinbera 1993-1994, mars 1995, Búskapur hins
opinbera 1994-1995, apríl 1996, og Búskapur hins opinbera 1995-1996 sem kom út í
nóvember 1997.
58