Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Side 98
Atvinnuþróun og atvinnuskipting, vinnumarkaðurinn
Manntöl, sem lengst af voru tekin tíunda hvert ár, eru helstu heimildir um atvinnuskipt-
ingu landsmanna allt til ársins 1963, en eftir það er byggt á skýrslum skattyfírvalda.
Þótt upplýsingar úr manntölum um atvinnuskiptingu liggi fyrir allt frá 1870, eru skil-
greiningar o.fl. ekki nema að litlu sambærilegar frá manntali til manntals íyrr en um
1940. í töflu 5.1 er sýnd skipting þjóðarinnar eftir atvinnu samkvæmt manntölum 1940,
1950 og 1960.
Tölur um slysatryggðar vinnuvikur eru til frá árinu 1963. Iðgjald til slysatryggingar
vinnandi manna var miðað við fjölda vinnuvikna á ári hverju til ársins 1978. Þótt þar
hafi orðið breyting á, er talning uppgefínna vinnuvikna á launamiðum enn mjög mikil-
væg, bæði eru ýmsar bætur almannatrygginga tengdar þeim og eins eru þær mikils-
verður þáttur í allri skýrslugerð um efnahagslífið. Þær eru meðal annars notaðar til að
reikna út svo kölluð ársverk, en 52 unnar vikur teljast eitt ársverk. Maður sem vinnur
hálfan daginn allt árið telst hafa skilað hálfu ársverki sem og sá sem unnið hefur allan
daginn hálft árið. Við talningu ársverka er hins vegar ekki tekið tillit til yfirvinnu-
stunda. Við úrvinnslu þessara gagna er sú forsenda notuð að enginn skili fleirum en 52
vinnuvikum á ári hverju hjá sama atvinnurekanda, jafnvel þótt uppgefmn heildarfjöldi
vinnuvikna á menn geti hæglega verið meiri. I töflum 5.2 - 5.3 er sýnd skipting
vinnuafls (ársverka) eftir atvinnugreinum ár hvert og þróun þess á tímabilinu 1976-
1992.
Hagstofa íslands hefur lengst af annast úrvinnslu úr skýrslum skattyfirvalda um
vinnuaflið og birtir niðurstöður sínar reglulega í Hagtíðindum. Hér og í öðrum ritum
sínum hefur Þjóðhagsstofnun gert þá breytingu frá skýrslum Hagstofunnar, að fjöldi
ársverka í landbúnaði er lækkaður sem nemur 14 af áætluðum fjölda skráðra ársverka
hjá eiginkonum bænda. Þetta er gert fram til ársins 1979, en frá og með því ári nemur
lækkunin um 45% af skráðum ársverkum hjá eiginkonum bænda. Um ástæður þessara
breytinga má vísa til Atvinnuvegaskýrslna Þjóðhagsstofnunar.
Nokkur breyting varð á úrvinnslu ársverka frá 1991 en þær tengjast tilkomu trygg-
ingagjalds. Skattyfirvöld hættu þá að ákvarða atvinnugrein fyrir hvem launamiða. Þess
í stað velur Þjóðhagsstofnun nú úrtak úr launamiðum sem skattyfírvöld merkja eftir
atvinnugreinum. Þjóðhagsstoftiun annast síðan úrvinnslu úr því úrtaki í samráði við
Hagstofuna. Þessum breytingum er nánar lýst í Atvinnuskýrslum Þjóðhagsstofnunar.
Hér er um bráðabirgðalausn að ræða en vonir standa til þess að ffá ársbyrjun 1998
verði unnt að byggja á skilagrein staðgreiðslu til skattyfirvalda við mat á vinnuafli og
skiptingu þess á atvinnugreinar.
í töflum 5.4 og 5.5 er sýnt skráð atvinnuleysi frá 1970-1996. Með skráðu atvinnu-
leysi er átt við þann fjölda, sem skráður er hverju sinni á atvinnumiðlun. Skráning at-
vinnuleysis er nátengd rétti til atvinnuleysisbóta, en á þessum ámm verða allmiklar
breytingar á lögum og reglum um atvinnuleysi. Tafla 5.6 sýnir atvinnuleysi eftir lands-
hlutum og kyni frá 1980-1996.
96