Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Síða 112
Verðlag, tekjur og vinnutími
Hagstofa íslands reiknar vísitölu framfærslukostnaðar, sem frá 1. mars 1995 heitir
vísitala neysluverðs, og vísitölu byggingarkostnaðar. Vísitala framfærslukostnaðar var
íyrst reiknuð árið 1922, en áætlanir hafa verið gerðar allt aftur til ársins 1914. Grunnur
vísitölunnar eru neyslukannanir og hafa 8 slíkar kannanir verið gerðar, hin fyrsta árið
1939.
Vísitala vöru og þjónustu er reiknuð út frá framfærsluvísitölunni og mælir verð á
vörum og þjónustu, en þá er aðeins sleppt húsnæðislið framfærsluvísitölunnar. Frá 1.
mars 1995 ber hún heitið vísitala neysluverðs án húsnæðis.
í eldri grunnum framfærsluvísitölu, þ.e. á árunum 1914-1938 og 1959-1967, voru
beinir skattar reiknaðir í framfærsluvísitölu að frádregnum fjölskyldubótum. Þessum
liðum var hins vegar sleppt í vísitölu vöru og þjónustu og gefur sú vísitala því betri
mynd af verðþróun til lengri tíma en framfærsluvísitalan.
Vísitala byggingarkostnaðar mælir kostnað við byggingu fjölbýlishúss af ákveðinni
stærð í Reykjavík. Þessi vísitala er gjaman notuð sem viðmiðun við almennan fjárfest-
ingarkostnað. Byggingarkostnaður var fyrst mældur með þessum hætti árið 1939.
Lánskjaravísitala er samsett vísitala sem tók gildi 1. júní 1979 og er notuð við verð-
tryggingu íjárskuldbindinga. Fram til 1. febrúar 1989 var hún samsett af vísitölu fram-
færslukostnaðar að 2/3 og af vísitölu byggingarkostnaðar að 1/3, en síðan hefúr launa-
vísitala fengið jafnt vægi á við fyrmefndar vísitölur. Frá 1. apríl 1995 tekjur lánskjara-
vísitalan sömu breytingum og vísitala neysluverðs. Þróun verðlags, eftir ofangreindum
mælikvörðum, er sýnd í töflum 6.1 - 6.4.
Vísitala neysluverðs er reiknuð út miðað við verðlag í byrjun hvers mánaðar. Við
útreikning ársmeðaltala þarf því að fmna meðalgildi hvers mánaðar, sem er meðaltal
viðkomandi mánaðar og næsta mánaðar á eftir. Vísitala byggingarkostnaðar er hins
vegar reiknuð út miðað við verðlag um miðjan mánuðinn og sú vísitala gildir fyrir
næsta mánuð á eftir. Arsmeðaltöl byggingarvísitölu í töflu 6.1 em miðuð við útreikn-
ingsmánuð.
Brugðið er upp mynd af launa- og tekjuþróun í töflum 6.6 - 6.14. Atvinnutekjur em
víðtækara hugtak en laun, þar sem við bætast hlunnindagreiðslur o.fl. Atvinnutekjur
eru metnar á gmndvelli skattframtala og sýna þannig heildartekjur af atvinnu á árinu.
Auk atvinnutekna ganga tilfærslutekjur (lífeyrisgreiðslur o.fl.), eigna- og rekstrartekjur
inn í ráðstöfunartekjur, en á móti em beinir skattar dregnir frá. Tafla 6.6 sýnir greitt
tímakaup launþega innan ASÍ. Með greiddu tímakaupi er átt við laun fyrir dagvinnu að
viðbættum hvers kyns aukagreiðslum og bónusálagi. Hér er miðað við raunvemlega
greidd laun eins og þau em metin í úrtakskönnun Kjararannsóknamefndar, sem tekur
til um 12.000 launþega. Vísitala mánaðarlauna ríkisstarfsmanna, sem sýnd er í töflu 6.9
er fengin úr Fréttariti Kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna og byggir á
launabókhaldi fjármálaráðuneytis. Heimild fyrir töflum 6.12-6.14 em skattframtöl ein-
staklinga. Tafla 6.12 er tvískipt og sýnir efri hluti hennar heildarfjárhæðir einstakra
110