Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Page 136
Utanríkisviðskipti
í þessum kafla eru dregnar saman ýmsar töflur um utanríkisviðskipti. Heimildir eru
einkum Verslunarskýrslur Hagstofunnar og greiðslujafnaðaryfirlit Seðlabankans.
Töflur 7.1 og 7.2 sýna greiðslujöfnuð við útlönd, þar sem fram kemur yfírlit yfir
greiðslur þjóðarbúsins til annarra ríkja og greiðslur frá öðrum ríkjum. Tafla 7.2 er með
breyttri framsetningu greiðslujafnaðar til samræmis við uppgjör þjóðhagsreikninga og
nýjan staðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stærstur hluti þessara greiðslna er vegna
vöruútflutnings og vöruinnflutnings. Ef fúllkomnar upplýsingar væru fyrir hendi um
alla þætti greiðslujafnaðar, ættu samanlagðar niðurstöður viðskiptajafnaðar, framlaga
án endurgjalds og sérstakra dráttarréttinda að vera jafnar breytingu gjaldeyrisstöð-
unnar. Svo er þó jafnan ekki, því fram kemur mismunur sem nefndur er „skekkjur og
vantalið, nettó”.
Töflur 7.1 til 7.12 sýna innflutnings- og útflutningstölur eftir mismunandi flokkun.
Verðmæti innfluttrar vöru er bæði til á cif-verði og fob-verði en verðmæti útflutnings á
fob-verði. Með fob-verði (free on board) er átt við verð vörunnar kominnar um borð í
flutningsfar í útflutningslandi. Cif-verð (cost, insurance, freight) tekur einnig til þess
kostnaðar sem fellur á vöruna þar til henni er skipað upp í innflutningslandi. Hér er
aðallega um að ræða flutningsgjald og vátryggingu. í hagskýrslum um utanríkisverslun
er venjan sú að færa innflutninginn á cif-verði en útflutninginn á fob-verði, sem jafn-
gildir því að miða við verðmæti vörunnar þegar hún fer yfir landamæri.
í Verslunarskýrslum Hagstofunnar er innflutningurinn þó tilgreindur bæði á fob- og
cif-verði og í töflunum hér á eftir er innflutningur víða sýndur á fob-verði. Verðmæti
innflutnings er fengið með því að umreikna verðmæti vörunnar í erlendum gjaldeyri
yfir í íslenskar krónur miðað við sölugengi viðkomandi gjaldmiðils þegar varan er toll-
afgreidd. Útflutningstölumar em hins vegar miðaðar við kaupgengi.
í tengslum við nýja tollskrá sem tók gildi í ársbyrjun 1988 var tekin upp ný flokkun
innflutnings eftir notkun. Þessi nýja flokkun er sýnd í töflu 7.6 og verður henni fýlgt
framvegis.
Töflur 7.11 og 7.12 sýna vísitölur útflutningsverðs, innflutningsverðs og viðskipta-
kjara 1945-1996. Viðskiptakjör em skilgreind sem hlutfallið á milli útflutningsverðs og
innflutningsverðs. í töflu 7.12 em verðvísitölur í erlendri mynt reiknaðar út frá mæli-
kvarða miðgengis landavogar. Hafa þarf í huga að landavogin breyttist tvisvar sinnum
á tímabilinu, þ.e. frá og með 1982 og aftur frá og með 1983.
134