Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Page 202
Alþjóðaefnahagsmál
Ýmsar alþjóðastofnanir birta reglulega yfirlit yfir hagstærðir í ýmsum löndum. Þannig
má nefna Sameinuðu þjóðimar, sem gefa m.a. út árlegar skýrslur um mannfjölda í
aðildarríkjum sínum og um þjóðhagsreikninga. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gefur út
mánaðarrit, International Financial Statistics, með miklum upplýsingum um efnahags-
þróun í aðildarríkjum sínum. Spár um efnahagsframvindu meðal aðildarríkjanna birtir
sjóðurinn í World Economic Outlook. A vegum systurstofnunar sjóðsins,
Alþjóðabankans, kemur út margvísleg tölfræði um aðildarríkin, m.a. í World
Development Report. I þeirri samantekt um alþjóðaefnahagsmál sem er efni þessa kafla
er stuðst við ýmsar útgáfur OECD, Efnahags- og framfarastofunarinnar. OECD eru
samtök 29 helstu iðnríkja heims og er Island eitt þeirra. OECD gefur út mjög mikið af
tölfræðilegum upplýsingum. Nefna má mánaðarritið Main Economic Indicators. Spá
stofnunarinnar er birt í OECD Economic Outlook, sem kemur út tvisvar á ári, en í því
riti eru einnig viðamiklar upplýsingar um efnahagsþróun. Þjóðhagsreikningum er gerð
ítarleg skil í árlegri útgáfu National Accounts. Umfjöllun OECD um einstök
aðildarríki er birt í ritröðinni OECD Economic Surveys. Þá má nefna að OECD gefur
reglulega út söguleg yfirlit í Historical Statistics. Loks skal bent á að ítarlegar
upplýsingar um Norðurlönd er að finna í Yearbook of Nordic Statistics, sem Norræna
ráðherraráðið í Kaupmannahöfn sér um.
I töflu 10.1 er að finna yfirlit yfir helstu hagstærðir í aðildarríkjum OECD. Tölur
um hagvöxt og verðbólgu sýna magn- og verðbreytingu landsframleiðslunnar. A
vegum OECD birtast þessar tölur bæði í Economic Outlook og National Accounts.
Fyrir einstök aðildarríki kemur ekki fram teljandi munur milli þessara rita. Sömu sögu
er ekki að segja um meðaltöl yfir hagvöxt og verðbólgu fyrir OECD í heild eða einstök
svæði innan OECD. Þar kemur iðulega fram talsverður munur milli ritanna og er
skýringanna að leita í ólíkum aðferðum við samvigtun. Hér hefur sú leið verið valin að
nota samvegnar hagvaxtartölur samkvæmt Economic Outlook en samvegnar
verðbólgutölur samkvæmt National Accounts. Upplýsingar um viðskiptajöfnuð í mill-
jörðum Bandaríkjadollara og atvinnuleysi eru fengnar úr riti OECD Economic
Outlook. Tölumar um hlutfall einkaneyslu af vergri landsframleiðslu og verga lands-
framleiðslu á mann í US dollurum eru fengnar úr National Accounts. Síðamefnda
stærðin er sýnd bæði sem verg landsframleiðsla á mann á verðlagi og gengi hvers árs
og einnig á jafhvirðisgildi dollars (PPP).
I töflu 10.2 er að fínna ýmsan alþjóðlegan samanburð og eru tölumar fengnar úr rit-
um OECD Economic Surveys og Econonomic Outlook og árbók OECD um þjóðhags-
reikninga National Accounts.
200