Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1998, Qupperneq 214
Kaupmáttur launa: Breyting launa að teknu tilliti til verðbreytinga.
Laun og launatengd gjöld: Greiðslur til launþega fyrir þátttöku þeirra í atvinnustarf-
seminni, þar með taldar greiðslur í formi hlunninda, sem vinnuveitandi lætur launþega
í té frítt eða stórlega niðurgreitt og ótvírætt koma launþega til góða sem neytanda. Hér
eru ennfremur meðtaldar greiðslur vinnuveitanda í lífeyrissjóði, slysa-, lífeyris- og
atvinnutryggingagjöld, greiðslur í styrktar- og sjúkrasjóði o.fl. Launaskattur telst þó
ekki hér heldur til óbeinna skatta. Frá og með árinu 1991 kemur tryggingagjald í stað
slysa-, lífeyris- og atvinnuleysistryggingargjalds og launaskatts og telst það með
launum og launatengdum gjöldum.
Lánskjaravísitala: Frá apríl 1995 tekur lánskjaravísitalan sömu breytingum og vísitala
neysluverðs (framfærsluvísitala). Fyrir þann tíma var hún samsett af vísitölu fram-
færslukostnaðar að 1/3, vísitölu byggingarkostnaðar að 1/3 og launavísitölu að 1/3.
Fram til febrúar 1989 vó framfærsluvísitala 2/3 og byggingarvísitala 1/3 við útreikning
lánskjaravísitölu.
Magnvísitala: Gefur til kynna þróun stærðar á föstu verði, þ.e. áhrifum verðbreytinga
hefur verið eytt.
Neysluverðsvísitala: Ný lög um vísitölu neysluverðs tóku gildi 1. mars 1995. Með
lögunum er heiti framfærsluvísitölu breytt í vísitölu neysluverðs en að öðru leyti hafa
lögin í upphafi ekki í för með sér neina breytingu á framkvæmd og útreikningi vísitöl-
unnar. Neysluverðsvísitalan sýnir breytingar á verðlagi einkaneyslu. Vísitalan byggir á
neyslukönnun sem spannar heimili fólks án tillits til búsetu, fjölskyldugerðar, starfa og
atvinnugreina og tekur hún til hvers kyns heimilisútgjalda. Vísitalan er reiknuð í
mánuði hverjum miðað við verðlag tvo fyrstu daga hvers mánaðar. Vísitalan skal svo
sem kostur er miðast við meðalverðlag í landinu.
Óbeinir skattar: Óbeinir skattar eru söluskattur, virðisaukaskattur, launaskattur, að-
stöðugjald, fasteignaskattur, vörugjald af innlendri framleiðslu, framleiðslugjald af áli,
skemmtanaskattur, bifreiðaskattur, verðjöfnunargjald raforku o.fl. Auk þess teljast
tollar og aðflutningsgjöld til óbeinna skatta, sem hluti af kaupverði innfluttrar vöru þar
sem við á.
Ráðstöfunaruppgjör: Ein þriggja uppgjörsaðferða þjóðhagsreikninga. Uppgjörið
byggir á því að meta þau verðmæti sem ráðstafað er til endanlegra nota, þ.e. til einka-
neyslu, samneyslu, fjárfestingar og útflutnings. Innflutningur dregst frá og til þess að
forðast tvítalningu er sleppt þeim aðföngum sem atvinnureksturinn kaupir af öðrum at-
vinnugreinum eða flytur inn.
212