Fréttablaðið - 23.09.2019, Síða 41

Fréttablaðið - 23.09.2019, Síða 41
EKKERT BRUDL Bónus Súpur 1-1,2 kg, 5 tegundir kr./stk.1.598 Foreldað Aðeins að hita Sparaðu tíma og fyrirhöfn Guðlaug notar form og efni níunda og tíunda áratugarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Verkin sýna merkin er fyrsta einkasýn­ing Guðlaugar Míu Eyþórsdót t u r f rá því hún lauk mast­ersnámi sínu frá frá Koninklijke Academie í Gent, Belg­ íu, á síðasta ári. Hún rak um tíma sýningarrými í Antwerpen ásamt sex íslenskum myndlistarmönnum. Þessa stundina dvelur hún á Íslandi. Um þessa sýningu, sem stendur til 28. september í Harbinger, segir hún: „Á sýningunni vinn ég með ýmis kunnugleg stef úr íslenskum hversdagsleika, ég hef verið að grandskoða þau form sem byggja upp nærumhverfi okkar eins og stigaganga, gluggasyllur og anddyri, þau form, efni og liti sem þar má finna og ég svo endurraða í skúlp­ túrum. Úr verða ný sambönd byggð á kunnuglegum stefjum fyrir áhorf­ endur að kanna. Ég nota form og efni níunda og tíunda áratugarins, svo á sýningunni má finna efnisleg for­ tíðarstef sem tengja áhorfendur við aðra tíma og aðra efniskennd en þá sem umkringir okkur í nútímanum.“ Vísanir í virkni Í því samhengi nefnir Guðlaug titil sýningarinnar, Verkin sýna merkin: „Titillinn gefur eins konar leið­ beiningar um hvernig skoða megi sýninguna, þar sem verkin gefa hver og eitt hlutverk sitt til kynna. Á sýn­ ingunni velti ég fyrir mér ætluðum hlutverkum verka og áhorfanda, hvernig áhorfandinn getur haft áhrif á upplifum sína og annarra á verk­ unum. Verkin hér á sýningunni bera öll með sér vísanir í einhverja virkni eða hlutverk og það er áhorfandans að koma auga á það, hvort sem það er með því að snerta, setjast eða jafn­ vel drekka og borða. Þannig virkjar áhorfandinn sýninguna og verður um leið þáttur af henni.“ Eitt verkanna á sýningunni minnti blaðamann á eins konar ofn en í ljós kom að listamaðurinn var þar með stigahandrið í huga. „Þú nefnir ofn og þetta verk minnir svo sannarlega á ofn þótt ég hafi verið innblásin af stigahandriði,“ segir Guðlaug. „Fólk kemur hingað inn og einn sér eitt­ hvert ákveðið samhengi í einu verki meðan annar gestur sér eitthvað allt annað. Báðir eiga þó sameiginlegt að vísa í þessi hversdagslegu stef sem sýningin snýst um.“ Ekkert bannað Meðal annarra verka er verkið Hvar er klukkan, falið verk sem er þó stærsta verk sýningarinnar, vatns­ tankur sem er jafnframt skúlptúr sem myndlistarkonan smíðaði og virkar fullkomlega, og snakk­ skúlptúr fyrir gluggakistur, í henni má finna jarðhnetur með teikn­ uðum andlitum sem gestir mega borða. „Á þessari sýningu geta áhorfendur fengið sér að borða og drekka, sest niður og tekið sér pásu en þó er þátttaka fólgin í hverri hvíld þar sem skúlptúrarnir virkjast í leiðinni. Þannig ráða áhorfendur því sjálfir hvort og hvernig þeir taka þátt í sýningunni,“ segir Guðlaug. „Sumir eru hikandi og óvissir, vita ekki hvort þeir megi snerta verkin eða borða en svo eru aðrir sem vaða beint í allt, setjast niður og snerta og gera allt sem þeir vilja. Hér er nefni­ lega ekkert bannað.“ Sýningin stendur til 28. september í Harbinger, Freyjugötu 1. Stef úr hversdagsleika Guðlaug Mía Eyþórsdóttir heldur sína fyrstu einkasýningu í Harbinger á Freyjugötu. Þar er hægt að horfa, borða og snerta. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Á SÝNINGUNNI VELTI ÉG FYRIR MÉR ÆTL- UÐUM HLUTVERKUM VERKA OG ÁHORFANDA, HVERNIG ÁHORF- ANDINN GETUR HAFT ÁHRIF Á UPPLIFUM SÍNA OG ANNARRA Á VERKUNUM. Verk Karólínu hreif gagnrýnandann. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI TÓNLIST Verk eftir Ingibjörgu Ýr Skarp- héðinsdóttur, Karólínu Eiríks- dóttur, Kaiju Saariaho og Judith Weir. Flytjendur: Helen Whitaker, Matt- hildur Anna Gísladóttir og Guðný Jónasdóttir. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 15. september Mozart þoldi ekki þverf lautuna, eins og hann nefnir í bréfi til föður síns, en neyddist samt til að semja fyrir hana. Hljóðfærið hefur þó þróast töluvert síðan hann var uppi, og nú er miklu auðveldara að spila hreint á hana. Til eru alls kyns ódýrir brandarar um flautuna sem örugglega eru upprunnir frá þeim tíma sem f lautan var hjáróma og óhrein. Hér er einn: Af hverju gekk kjúklingurinn yfir götuna? Svar: Til þess að f lýja f laututónleikana... Á tónleikunum í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn var f lautan í aðalhlutverki, og engir kjúklingar sáust hlaupa út úr salnum. Helen Whitaker spilaði fallega, það var helst fyrsta verkið sem vakti upp spurningar. Þetta var Iða eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, lagræn tónsmíð, einföld í uppbygg­ ingu. Tónmálið byggðist töluvert á endurtekningum, sem þó voru ekki þreytandi. Whitaker lék tónlistina fremur varfærnislega, og drama­ tískar andstæður hefðu mátt vera betur útfærðar. Það vantaði snerpu í túlkunina, sem gerði að verkum að tónsmíðin virkaði dálítið f löt. Magnað verk Karólínu Kannski var um streitu að ræða, sem oftast er verst í upphafi tón­ leika, því eftir þetta var leikur Whitaker hinn prýðilegasti. Næst á dagskránni var verk eftir Karól­ ínu Eiríksdóttur sem hét Stjörnu­ muldur og er í fjórum köf lum. Af einhverjum ástæðum voru hér bara f luttir kaflar nr. 1, 3 og 4. Sennilega var þetta besta atriði tónleikanna. Matthildur Anna Gísladóttir spilaði með flautuleikaranum og var leikur hennar einstaklega vandaður og fágaður, þrunginn sannfærandi tilf inningu. Samspil hennar og Whitaker var frábært, sérstaklega í hröðum fyrsta þættinum, sem krefst gífurlegrar nákvæmni. Almennt talað var tónlistin hríf­ andi, mikið um heillandi kulda­ lega hljóma og leitandi hendingar sem sköpuðu skemmtilega annar­ lega stemningu. Píanórullan var sérstaklega falleg og margbrotin. Gaman var t.d. þegar einhverjum hlut hafði verið komið fyrir á bassa­ strengjum hljóðfærisins, sem lét suma tónana hljóma eins og úr ein­ hverju undarlegu slagverki. Þetta er tónlist sem mann langar til að heyra aftur. Áhrifalítill dauði Nokkuð síðri var Couleurs du vent eftir Kaiju Saariaho, sem Whitaker spilaði ein. Tónlistin samanstóð af alls konar blæstri og öðrum áhrifs­ hljóðum sem samkvæmt tónleika­ skránni áttu að tákna þverrandi lífsanda deyjandi manns. Verkið var lítið annað en runa af effektum, sem urðu f ljótt leiðigjarnir. Mús­ íkin náði aldrei almennilegu risi, og fyrir bragðið var dauðinn í lokin ekki sérlega áhrifamikill. Þrískiptur einleikur Lokatónsmíðin, Several Concer­ tos, eftir Judith Weir, var meira spennandi, en þar bættist Guðný Jónasdóttir sellóleikari í hópinn. Titillinn vísaði til þess að hljóð­ færaleikararnir þrír skiptust á einleikshlutverkinu. Einhver einn spilaði með miklum tilþrifum en hinir léku þá undirleik á meðan. Verkið var á margan hátt áheyri­ legt, en það var dálítið yfirborðs­ legt. Alls konar hápunktar virkuðu þvingaðir, eins og tónskáldið hefði í raun ekkert að segja með öllum glæsileikanum. Tónlistin var þó vel f lutt, gaman var að heyra í Guð­ nýju, sem lék af innlifun og tækni­ legu öryggi, rétt eins og hinir. Tónleikaskráin var bara eitt blað, og vísað var til vefslóðar fyrir megintextann. Þetta er slæmt fyrirkomulag. Tónleikaskráin er oft hluti af tónlistarupplifuninni. Eitt og annað vekur forvitni á meðan maður er að hlusta, og þá er gott að lesa sér til. Það að þurfa að kveikja á símanum til þess arna truf lar nálæga tónleikagesti, sem eyði­ leggur fyrir öllum. Þannig var uppi á teningnum nú. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Yfirleitt góður f lutn­ ingur, en tónlistin var misjöfn. Hinn þverrandi lífsandi M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M Á N U D A G U R 2 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 2 3 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 7 -0 B F 4 2 3 D 7 -0 A B 8 2 3 D 7 -0 9 7 C 2 3 D 7 -0 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.