Fréttablaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann
Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
MAÐUR HELDUR
ALLTAF AÐ TIL AÐ
VERA SÚPERSTJARNA ÞURFI
MAÐUR AÐ VERA LEIKARI Í
EINHVERRI HOLLYWOOD-MYND.
ÞAÐ ER EKKI RÉTT. KONA AÐ
FÆÐA BARN ER TIL DÆMIS
SÚPERSTJARNA.
Sími: 558 1100
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
10 – 18 virka daga
11 – 17 laugardaga
13 – 17 sunnudaga
10 – 18 virka daga
11 – 16 laugardaga
Ísafjörður Skeiði 1
Ævintýralegt
haust í Höllinni
www.husgagnahollin.is
V
E F
V E R S L U N
A
LLTAF OP
IN
Vegna endurnýjunar sýningarrýmis seljum við
öll sýningareintök frá Furninova í Reykjavík með
30–40%
FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR!
AFSLÆTTI
RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM
PINNACLE
LA-Z-BOY hæginda stóll. Dökkbrúnt eða svart leður.
Stærð: 84 x 97 x 107 cm
143.992 kr. 179.990 kr.
84.992 kr.
99.990 kr.
BELINA
Borðstofuborð, viður/hvítt.
Stærð: 100 x 170/270 H: 74 cm
Stækkanlegt í 270 cm með
tveimur 50 cm stækkunum.
2 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Pétur Óskar lék lögreglumanninn Tryggva í þáttunum vinsælu Ófærð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Leikarinn og tónlistar-maðurinn Pétur Óskar Sigurðsson gaf út lagið Superstar á fimmtudag-inn. Myndband við lagið var frumsýnt sama dag á
Miami við Hverfisgötu og er Pétur
ánægður með viðtökurnar.
Vel mætt á frumsýninguna
„Það var fullt út úr dyrum og mikið
af góðu fólki sem mætti. Mér alla-
vega leið eins og það væri mjög svona
innilega klappað í lokin, eins og það
kæmi smá frá hjartanu. Þannig að
fyrir mitt leyti þá fannst mér ganga
mjög vel,“ segir Pétur Óskar, en hann
gengur undir listamannsnafninu
Oscar Leone þegar hann gefur út
tónlist.
„Það stóð ekki til að koma með
neitt listamannsnafn. Nafnið kom á
fundi. Þetta er skírskotun í spagettí-
vestraleikstjórann Sergio Leone.“
Pétur segist lengi hafa velt því fyrir
sér hvernig myndbandið ætti að vera
en allt small einhvern veginn saman
þegar hann talaði við vin sinn, leik-
stjórann og tónlistarmanninn Einar
Egilsson.
„Við vorum undir áhrifum frá
Once Upon a Time in Hollywood.
Hún fjallar að hluta um spagettí-
vestra en Tarantino heldur mikið
upp á þá og Sergio. Við vildum gera
eitthvað mjög myndrænt og leikið,“
en Pétur er menntaður leikari og
hefur starfað við það síðustu ár.
Stjörnurnar röðuðust rétt
„Þannig að þetta er líka hugsað sem
útrás fyrir mig eða leikarann í mér.
Ég hafði verið að þreifa fyrir mér í
einhvern tíma með að gera mynd-
band en svo lágu stjörnurnar allt
í einu rétt og Einar var akkúrat á
leiðinni til landsins frá Los Angeles.“
En um hvað fjallar lagið?
„Lagið fjallar um það að allir séu á
sinn hátt súperstjörnur. Maður held-
ur alltaf að til að vera súperstjarna
þurfi maður að vera leikari í ein-
hverri Hollywood-mynd. Það er ekki
rétt. Kona að fæða barn er til dæmis
súperstjarna. Stundum líður manni
líka þannig, kannski keyrandi heim
í umferð á föstudegi og líður einfald-
lega eins og súperstjörnu.“
Lagið snertir líka á eðli ástarinnar.
„Ást getur varað í eina nótt eða
jafnvel heila eilífð. Lagið fjallar
mikið um að lifa í núinu. Svo spilar
tunglið líka stórt hlutverk í mynd-
bandinu.“
Ekki hættur í leiklistinni
Pétur segir að hann sé ekki að taka
tónlistina fram yfir leiklistina og
ætli í framtíðinni að reyna að sinna
hvoru tveggja til jafns.
„Einmitt núna er mikið að gera
í tónlistinni og ég er að fara strax í
hljóðverið aftur á morgun að taka
upp. Svo er maður að fá góða æfingu
í að koma sér á framfæri og svona, er
á fullu að kynna myndbandið á sam-
félagsmiðlum. Þetta er ágætis æfing
í því.“
Pétur var með hlutverk í þætti í
Lúxemborg sem verður frumsýndur
eftir örfáa daga.
„Þetta eru stórir leikarar þar ytra,
serían verður líka sýnd í Þýskalandi.
Svo ætla ég að reyna að gefa út annað
lag sem fyrst og myndband við. Ég
ætla að sinna þessu báðu, ég er alls
ekki hættur í leiklistinni. Langar
alltaf að leika meira.“
Myndbandið er hægt nálgast á
YouTube og lagið Superstar er komið
á allar helstu streymisveitur.
steingerdur@frettabladid.is
Við getum öll verið
stúperstjörnur
Pétur Óskar Sigurðsson gaf út lagið Superstar á fimmtudag. Um
kvöldið var myndband við lagið frumsýnt. Pétur, sem er mennt-
aður leikari, stefnir á að sinna leiklistinni og tónlistinni til jafns.
2
3
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
D
6
-F
8
3
4
2
3
D
6
-F
6
F
8
2
3
D
6
-F
5
B
C
2
3
D
6
-F
4
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K