Jólatíðindin - 01.12.1927, Síða 2
2
jólatíðindiN
Desember 1027
►f N
►I ,. N
►i
»
Frá HjáIpræðishernnm
á Akureyri.
N
N
N
M
Jólatíðindin. Hjálpræðisherinn hjer á landi hefir
um margra ára skeið gefið út jólablað með iíku fyrir-
komulagi og því, sem blað það, er hjer með kemur
fyrir almenningssjónir hjer norðanlands.
Um tilgang blaðsins þarf ekki að fjölyrða; nafn þess
og efni ber það með sjer.
Auglýsinga bálkur blaðsins ætti að geta verið hand-
hægur leiðarvísir fyrir hina mörgu lesendur þess, þegar
jólakaupin verða gerð og framvegis. —
Útgefandinn væntir þess, að blaðið eigi gott erindi
til manna, og biður þess, að blessun Drottins fylgi
því úr garði.
Jólatíðindin óska öllum lesendum sínum, nær og
fjær, gleðilegrar jólahátíðar.
Skrautlýst jólatrje lætur Hjálpræðisherinn á Ak-
ureyri, að fengnu leyfi stjórnar kaupsfaðarins, setja
upp á götum bæjarins fyrir og um hátíðirnar.
í sambandi við jólatrjeð, sem verður 10 álna hátt
með 120 mislitum ljósum, verður söfnunarbaukur; alt,
sem í hann kemur, fer til jólaglaðningar barna og
gamalmenna og annara, sem fátækir eru og; erfitt
eiga með það, án hjálpar annarstaðar frá, að gera sjer
glaða stund um jólin.
Kostnaður við uppsetningu á skrautlýstu jólatrje er
talsverður í byrjun, þar sem alt verður að kaupa, en
sá góði kostur fylgir þessu fyrirkomulagi, að ljóskúlur
og margt annað má nota frá ári til árs.
Enginn vafi er á því, að mörgum mun þykja vænt
um þessa nýbreytni, og hið fallega og ásjálega, upp-
Ijómaða jólatrje, mun verða til þess, að margur stansar
hjá því, jafnt gestkomandi sem bæjarmenn og leggur ríf
legri skerf en áður í söfnunarbaukinn, jafnframt því
sem hann eða hún minnist þess, að þessi nýbreytni
og aukni tilkostnaður er einungis til þess gerður, að
auka gleði annara.
Auk jólahátíðanna fyrir gamalmenni og börn er til-
ætlunin sú, að keypt sjeu kol, matur og föt fyrir það
sem inn kemur með þessu móti, og þótt hjer sje engin
eymd, þá er þó til fátækt hjer, svo að jafnvel yrði lítið
um jólagleði sumstaðar, ef ekkert væri að gert, en ef
eitthvað verulegt á að gera á þessu sviði, þá kostar
það talsvert fje.
Hverjum eyri, sem inn kemur, skulum vjer verja vel,
og gera skilagrein fyrir opinberlega síðar.
Pess má geta, að jólasöfnun með svona lög-
uðu fyrirkomulagi tíðkast nú mjög á Norðurlöndum.
Verslunarhúsið »Magasin du Nord« hefir meðal
annars um mörg undanfarandi ár reist raflýst jólatrje
á »Kongens Nytorv«, fyrir utan kauphöll sína, og gefið
alt, sem inn safnaðist við trjeð, til jólasöfnunar Hjálp-
ræðishersins.
Petta væri gott til eftirbreytni.
Vjer gefum vinnu vora, fyrir- og umhyggju, og lát-
um einkis ófreistað, til þess að árangurinn geti orðið
sem mestur og víðtækastur, og vjer gefum sjálf það,
sem oss er unt, en þó myndum vjer, sem erum fá,
ná skamt, ef ekki þjer, hinir mörgu, hjálpuðuð oss í
starfinu, með því að gefa yðar skerf.
Guð elskar glaðan gjafara. En besta og hreinasta
jólagleðin er sú, að geta glatt aðra.
u
m
m
'MMírnM
Jólavörur
Sí
m
m
með
Jólaverði
íoHH
bestar í
HAMBORG
mm á SIGLUFIRÐI.
ML
¥1
QiedUeg jó(! UFavsœít Uomandi áv!
Þökk fyrir viðskiftin.
Vers/un V. j. Hjartarsonar,
Siglufirði.
Gleðileg ]ól!
óskar öllum viðskiftavinum sínum
RYELS VERSLUN,
SIGLUFIRÐI.
á~‘
(Ejfediíegva jóta og nýjávs
óska jeg ötlum viðskiftavinum.
Halldór Guðmundsson, Siglufirði.
in
O
<
K
M
w
s
GLEÐIUEG JÓL!
a
ts
H
W
Alt til Rafljósa
svo ódýrt sem mögulegt er.
Innlagningar jafnt í skip sem hús.
Hringið í síma 85.
Kr. Dýrfjörð, Siglufirði.
W
M
w
H
G O T T N Y T T A R !
Gleðileg jól! Goit komandi ár!
óskar öllum viðskiftavinum sínum
nœr og fjœr
Hertevigs-bakarí, Siglufirði.
á~~
(Ej[ediíeg jo( og nýtt áv
(Ejíedieg jó(! (Sjott nýtt áv !
óskar matsöluhúsið „A“ öllum við-
skiftavinum sínum nœr og fjœr.
með þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Sig. /. Fanndal, Siglufirði.
„Dorkasfjelagið*. Hjáplræðisherinn hefir víðast
hvar, þar sem hann sfarfar erlendis, margskonar líknar-
starfsemi með höndum. Gamalmennaheimili, barna-
heimili, sjúkrahús, dagheimili fyrir börn, sumarbúsfaði
fyrir fátæk börn og gamalmenni, hjúkrun sjúkra og
margt fleira, svo sem björgunarheimili fyrir konur og
karla, ódýr gistihús og matsölustaði. Hjer á landi
starfar hann á þessu sviði eftir mætti, en erfiðleikarnir
hafa oft reynst nokkuð margir, og er því margt komið
skemra áleiðist, en vjer gjarnan hefðum viljað.
»Dorkasfjelagið« er einn þáturinn í starfsemi Hjálp-
ræðishersins hjer á íslandi og erlendis.
Nafnið og hugmyndin er komið frá Postulasögunni,
9. kap. 36—42, en tilgangurinn er sá, að sauma föt
úr nýju og notuðu efni, skjólgóðar flíkur, og gefa það
fátæku fólki, helst börnum og gamalmennum.
Jeg skal hjer með leyfa mjer að mælast til þess, og
heita á konur og karla, að senda okkur notuð föt,
afganga af fataefnum og efni í ný föt, sem hægt væri
að sauma úr föt, eins og áður er sagt. Ennfremur
skal jeg hjer með leyfa mjer að mælast til þess, að
konur og stúlkur, sem gætu sjeð af einum eða tveim-
ur tímum í viku, og sem kynnu að hafa löngun til
þess að taka þátt í saumastörfum, svo að hægt yrði
að gera föt úr því efni, sem kynni að koma, Ijetu mig
vita það sem fyrst.
Hafi þess gerst þörf í Joppe á þeim tímum, er
Postulasagan varð til, að sauma »kyrtla og yfirhafnir«
og gefa það fátækum, býst jeg við, að erfitt muni vera
að koma með þá staðhæfingu, bygða á sannleika og
mannúð, að þess gerist ekki þörf hjer hjá oss.
Orð Jesú Krists eru sönn: Fátæka hafið þjer jafnan
hjá yður.
Vjer látum sækja notuð föt og fataefni heim til yðar;
hringið í síma nr. 49 eða sendið tilkynningu til Hjálp-
ræðishersins á Akureyri, munnlega eða skriflega, og
færum vjer yður hjer með bestu þakkir fyrir væntan-
lega þátt töku yðar, sem verður þegin með þökkum,
hvort heldur hún kemur fram í orði eða verki eða
hvorttveggju.
Heimilasambandið, Heimilasambandið er einn
þátturinn í starfsemi vorri. Hefir þeirri hreyfingu vaxið
mjög fylgi á síðari árum um allan heim. Pað hefir
stundum verið fundið sitthvað að starfsemi Hjálp-
ræðishersins, einkanlega af þeim, sem ávalt eru í útá-
setninga- og aðfinsluhug, en sem oft hafa átt erfitt
með það sjálfir að leysa bau störf af hendi, sem
heimta verulega sjálfsfórn. Peim hefir t. d. stundum
þótt Hjálpræðisherinn slá of fast á stóru trommuna,
hafa of hátt um sig. Hefðu þessar persónur komið
á eina samkomu í Heimilasambandinu, myndu þær
B. Guðmundsson, Siglufirði.
r
/ Gleðjið vini yðar á jólunum \
með góðri bók. jj
/ Bókaverslun Hannesar Jónassonar, \
Siglufirði.
Gleðileg jól og farsœlt nýjár
með þökk fyrir viðskiftin á árinu sem er að líða.
Siglufirði, 1. des. 1927.
NJevsíun Sd. (Ffaffiðasonav.
---------------“------------------— — “?
Qfeðiíeg jóí og fœvsœít nýtt áv
óskar
áJevsíun SMavgvjetav jfónsdóttuv,
Siglufirði,
öllum viðskifta vinum sínum nœr og fjœr.
fafnframt minnir verslunin heiðraða bœjarhúa á,
að BESTU innkaupin til jólanna gera menn þar-
---------------------------------------------^
brátt hafa sannfærst um, að innan vjebenda Hjálp-
ræðishersins eru líka haldnar samkomur, þar sem
kyrðin ríkir; þar sem róleg íhugun, samfara ánægju-
legri, kurteisri framkomu er drotnandi. Slíkar stundir
geta verið næsta nytsamlegar, og samkomur þessarar
tegundar munu vafalaust treysta samhygðarböndin
milli hjartnanna og heimilanna. Hugsjón Heimilasam-
bandsins er háleit, starf þess yfirgripsmikið og vanda-
samt, en blessun Guðs fylgir ávalt göfugum áformum
og fórnfúsri viðleitni.
Pað skiftir ekki mestu, að hópurinn sje fjölmennur^
hitt skiftir meiru, að hann starfi í hinum rjetta anda.
Pá mun margt gott eiga rót sína að rekja til þess og
kyrru, blessunarríku stundanna, sem heimilissambands-
systurnar koma saman.
Pað góða, sem blessar og göfgar mannssálina mest,
og sem gerir mennina hæfa til þess að þjóna hinum
lifanda Guði, er eins og hveitikornið, sem sáð er í ak-
urinn, það þroskast og dafnar best í kytðinni.