Jólatíðindin - 01.12.1927, Blaðsíða 8
8
JÓLATÍÐINDIN
Desember 1927
Jðlakvild á skipsfjil.
Kaupfarið er á hraðri siglingu. Vjelinni veitist ekki erfitt
að knýja petta 8 jrúsunda smálesta ferlíki áfram. Reglubund-
inn gangur hennar heyrist mjög greinilega upp á pilfarið.
Alstaðar er annríki. Hásetarnir eru í óða önn að pvo skipið,
hátt og lágt. Yfirmennirnir ganga um hljóðir og brosandi og
lita eftir öllu. Það er verið að búa alt sem best undir jóla-
hátíðina. Skipstjórinn, sem er Norðmaður og fyrirmyndar
farmaður, vill að jólahátíðin sje haldin hátíðleg, svo sem föng
eru best til, prátt fyrir pað, að skipið er úti á reginhafi og í
miðju hitabeltinu.
Hjer er fátt pað i ríki náttúrunnar, sem einkennir petta há-
tíðahald á Norðurlöndum. Hjer er enginn snjór, ekkert jólatrje,
enginn glaðvær barnafögnuður og engin klukknahringing, en
hjer er afskaplegur hiti, um 120 stig á Fahrenheit. Eftir fimm
mínútna dvöl niðri í mokstrarrúminu, koma kolamokararnir
upp á pilfarið, löðrandi sveittir, til pess að fá örlítið af hreinu
lofti í lungun og kæla sig í andvaranum, pegar kvölda tekur.
Hásetarnir, sem eru að pvo og hreinsa skipið, eru mjög
glaðir í bragði og ánægðir með hlutverk sitt; pað er pó
dálítið pægilegra að eiga við blessaðan sjóinn allan daginn,
en að kúra niðri við gufukatlana, við kolamokstur.
Áður en lagt var af stað frá Buenos Aires, keypti skipstjór-
inn tvö lifandi svín, hvítt og svart, sem átti að slátra fyrir
hátíðina. Þeir voru að stytta sjer stundirnar, hásetarnir, með
alls konar gáska 'og gamanræðum, og voru peir að metast á
um pað, hver myndi verða fyrir pví happi að fá að borða
kjötið af svarta svíninu. „Við sótararnir" verðum eflaust fyrir
pví, sögðu kolamokararnir, og pað virtust menn yfirleitt geta
sætt sig við. Auðvitað vakti petta almennan hlátur og kátínu,
— En hátiðin nálgast óðum. Alt er orðið hreint og fágað.
Timburmaðurinn er búinn að slátra svínunum. Matsveinninn
hefir fengið pau til meðferðar, og gefst honum hjer gott tæki-
færi til pess að sýna kunnáttu sína og list i matgerðinni. —
Þegar á daginn Iiður, fellur alt í dúnalogn. Annrikið er um
garð gengið. Störfunum er alstaðar lokið að fullu, og skip-
verjar koma saman í smáhópa á pilfarinu, og stinga saman
nefjum. Jólahelgin er komin. Endurrninningarnar um önnur
jólakvöld, sem voru haldin á ýrnsum stöðum, á landi og sjó,
vakna hjá mönnum. Hlióðir og alvarlegir talast menn við um
liðnar stundir. Það er auðfundið á öllu, að helgi endurminning-
anna hefir samstilt hjörtun, til sameiginlegrar lotningar og
helgihalds.
En hver er á ferð? Það er sjálfur skipstjórinn. Djarflega
og góðmannlega andlitið hans lýsir ínnilegri gleði og hjarta-
frið. Hann kveður alla glaðlega og kurteislega, og óskar öll-
um gleðilegra jóla. Lítill, grannvaxinn, fjörugur háseti hefir
orð fyrir hásetunum og ávarpar skipstjóra nieð hlýjum pakk-
arorðum, og árnar honum allra heilla og góðrar, gleðilegrar
jólahátíðar.
Á kistu í hásetaklefanum situr ungur háseti og leikur á
„guitar" og syngur jólasálma. Það ær Hálpræðishermaðurinn,
sem er farinn að „halda jólin". Söngurinn dregur smátt og
smátt alla inn í klefann. Menn taka undir og syngja, sjáan-
lega hrærðir, fögru jólasöngvana, Svo Ies Hjálpræðishermað-
urinn jólaguðspjallið, og allir hlusta hljóðir og lotningarfullir á
boðskapinn um kærleika Guðs til mannanna. Og ennpá er
sungið.-------
Nú kemst hreyfing á allan hópinn, pví að búið er að bera
jólamatinn á borð, og menn skipast umhverfis pað. „Tjarneyj-
ar-matsveinninn býr til ágætan mat“, verður gildum, sænsk-
um háseta að orði. Honum fellur auðsjáanlega vel við pað,
sem fram er reitt: Flesksteik, hrísgrjónagrautur og sveskju-
mauk. Meðan setið er undir borðum, gerist óvæntur atburður.
□□
□□
□□
□□
□□
□□
□□
□□
□□
□□
10-20 |o afsláttur
verður gefinn af öllum fala- og
frakkaefnum í janúar næstk. hjá
Steinþóri & Sæmundi,
□□
□□
□□
□□
□□
□□
IJ3
□□
□□
□□
!□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□
I )□■■□□■■□□■■□□■■□□■■[ OBB0DBBQP«BOnBBC□
□
□
D'
■
□
□
□
□
□
□
□
!□□■■□□!
3Di
!□□■■□□■■□□■■□□■■□□!
!□□■
Gúmmí- og skóvinnustofan
í Strandgötu 13, Akureyri,
býr tit vönduð og ódýr sjó- og land-stígvél,
eftir pöntunum, og hefir ávalt nokkur pör
fyrirliggjandi. — Allar skóviðgerðir fljótt og
vel af hendi leystar fyrir sanngjarnt verð.
Skóreimar og skóáburður ætíð fyrirliggjandi.
Virðingarfylst.
Síg'. fóhannesson, skósmiöur.
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■■□□■«□□■■□□■■□□■
□
□
a: íb a
I B
:Sf-:a .ama-
B ■!
■ Nýjar vörur!
■
Nýtt verð!
Nýjar vörur!
id
Versl. Oddeyri.
Með síðustu skipum nýkomið mikið af
alls konar vörum, svo sem:
Hveiti, gerhveiti, hafragrjón, hrísgrjón, rúg-
mjöl, baunir, heilar og hálfar, sagó, kart-
öflumjöl, kaffi, molasykur, strausykur,
kandís, kaffibætir L. D. og Fálkinn, súkku-
laði, kakaó, kex, margar teg., epli, appel-
sínur, þurk. ávextir, svo sem: apricots, epli,
fíkjur, döðlur, rúsínur, sveskjur og blandaðir
ávextir. Ennfremur niðursoðnir ávextir:
Perur, ananas, apricots, ferskjur, jarð-
arber. — Niðursoðin mjólk. Mjólkur- og
mysuostar. Alls konar krydd. — Sælgætis-
vöiur. — Hreinlætisvörur. — Eldhúsáhö'd,
email., alúminíum og fortinuð. — Leirvörur
í stóru úrvali og margt, margt fleira, sem
of langt yrði upp að telja.
Bestu JÓLAKAUPIN gera menn í
Verslunin Oddeyri.
simi 178. Brynjólfur E. Stefánsson.
Nýtt verð;
Frá kotiu skipstjórans, sem er með skipinu, kemur dálítil jóla-
gjöf handa hverjum skipverja. — —
Þegar menn eru mettir orðnir, er farið að segja sögur. Það
hefir svo margt á dagana drifið. Surnir hafa lent í skipreika,
og pað á sjálfa jólanóttina. Aðrir hafa orðið að heyja harða
baráttu fyrir lifinu, svo sólarhringum skifti, allslausir á bátgarmi
eða fleka, pangað til björgunin kom. Einn hafði verið á skemti-
legri sjómannahátíð í Melbourne í Ástralíu síðastliðin jól o s.frv.
Samræðurnar eru nú orðnar fjörugar og talsvert háværar,
pví að hjer skorti ekkert, hvorki vínföng nje annað. Ýmsir láta
pað í ljós, að á „sjálft jólakvöldið" verði Hjálpræðishermaður-
inn að vera með og drekka eios og hinir; „eitt glas“ gæti pó
ekki gert tjón! En hann yfirgefur dapur í bragði hinn há-
væra hóp. Það er alls ekki erfitt fyrir hann að afneita
glauin og víni. Honum fellur betur einveran. — Inni í borð-
salnum fer háreystin og gáskinn vaxandi hröðum feíum. Nú
eru pað ekki Iengur jólasálmar, sem sungnir eru. Blóðið er
stigið hinum hugdjörfu sjómönnum til höfuðsins. — En hvar
er Hjálpræðishermaðurinn ? Hann er inni í hásetaklefanum
bakborðs megin. Þar liggur ungur maður pjáður af hitaveiki.
Við rekkju hans hljóma líka fögru jólasálmarnir, og jólaguð-
spjallið hefir ekki verið lesið hér til ónýtis; stóru, höfgu tárin,
seni streyma niður eftir kinnum hins sjúka manns, bera pess
ljósan vott. Ef til vill á hann guðhrædda móður heima, sem
hann hafði gleymt, par til hann heyrði boðskap englanna, um
fæðingu Frelsarans, í jólaguðspjallinu ? Eða er pað práin
eftir bernskuheimilinu, sem er vöknuð í hjarta hans? Við-
kvæmustu strengirnir í brjósti hans eru auðsæilega snortnir.
Það er pegar orðið aldimt af nóttu. Við miðjarðarlínuna
dettur myrkrið á alt i einu, strax og sólin er gengin til viðar.
Glaðværðin í samsætisklefanum heldur áfram. Hver hláturs-
hviðan rekur aðra. Sjómennirnir gera sjer glaða stund, — á
sína visu. En úti á pilfarinu, úti í næturkyrðinni, er ungur
sjóinaður einti á ferð. Alt er par svo undurhljótt. Hafið er
kyrt, og spegilsljettur sjórinn glitrar í öllum Iitum regnbogans
fyrir kinnungum skipsins. Stjömurnar tindra á dimmblárri
festingu himinsins.
Náttúran talar sínu pögla máli.
Miljónir manna færa Frelsara heimsins pakklæti sitt, þessa
jólanótt. Og hjer frá pilfari kaupskipsins heyrast líka pakkar-
orð. Ungi sjömaðurinn, sem er par einn á ferð, er að syngja
gamlan jólasálm. Ef vel er hlustað, má greina orðin, prátt
fyrir drykkjulæti og hávaða hásetanna :
„Syngið með gleðirödd Guði dýrð, heims pjóðir allar.
Guð sig vorn föður, hans sonur vorn bróður sig kallar.
Friður á jörð fluítur er syndugri hjörð,
lofið Guð, lýðtungur snjallar".
■□■• ■□■□■□■□■□■□■□■□■
!□■□■□■□■
B
□
B
□
■
□
■
□
■
□
■
□
■
□
■
□
T I L J O Li A N N A :
Sveskjur, epli og cremtertur með bútterdeigs-
botnum og rjóma, verða seldar nú til jól-
anna á 4 kr., ef pantaðar verða fyrir 23. des.
Akureyri, 1. des. 1927.
A. Schiöth.
■u
■
□
■
□
H
□
■
□
■
□
■
□
■
□
■
□
■
□
□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■
Verslunin Eyjafjörður
hefir nú mikið úrval af alls konar
matvöru, manchettskyrtum, dúkum,
enskum húfum, oturskinnshúfum,
sokkum og hönskum.
Ættu allir að skoða vörur þessar
áður en þeir festa kaup á samskonar
vöru annarsstaðar.
K R I S T J Á N Á R N A S O A
r— —\
■ r ' ■
B ■ ■ B B M E Ð síöustu skipum hefi jeg undirritaður fengið miklar birgðir af vörum. Svo sem: Alla mat- vöru, alls konar Leirtau, Kaffistell, Bollapör o. fl Mikið úrval af flugeldum. Jólatrjes- skraut kemur með Brúarfoss og m. fl. ■ ■ ■ B B
m Alfreð Jónsson. 3
■ B
é
B. S. A.
B. S. A.
BIFREIÐASTÖÐ
AKUREYRAR.
Stœrsta bifreiðastöð utan Reykjavikur.
Fólks- og vörubílar bœði á
Húsavík og Akureyri.
Strandgata 3.
S í ni i 9 ,
Kr. Krist/'ánsson
,Leitið, og þér niunuð finna“
það sem yður vantar: Hentuga jóla-
gjöf fyrir manninn yðar, konuna
yðar, dótturina, soninn, kærustuna eða
kærasfann, vinnumanninn eða vinnu-
konuna. Eitthvað hentugt fyrir alla hjá
Guðjóni & Aðalbirni,
guttsmiðum.
/t\
Til athugnnar!
%
M
*
* Peir, sem á komandi vori hafa hugs-
*j að sjer, að fá smíðað hjá mjer eftir máli,
^ leðurbússur eða stígvjel, ættu að gera
mjer aðvart sem fyrst.
Sólningar og aðrar aðgerðir við leður- og
gúmmískófatnað, fljótt og vel af hendi
leystar. Efni það besta, sem fáanlegt er.
J. M. Jónatansson,
skósmiður.
W